Orku- og veitumál í brennidepli

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, fer yfir orkumálin sem voru fyrirferðarmikil á nýliðnu ári og framtíðarsýn í orku- og veitumálum.

Auglýsing

Orku- og veitu­mál eru mik­il­vægur mála­flokkur sem kemur við sögu í dag­legu lífi lands­manna á hverjum ein­asta degi. Öfl­ugt starfs­fólk vinnur að því hörðum að færa heim­ilum og fyr­ir­tækjum heitt og kalt vatn, raf­magn og góða frá­veitu­þjón­ustu.

Stundum erum við þó minnt á að það dugir ekki alltaf til. Á nýliðnu ári höfum við dæmi um bæði raf­orku­skort og skort á heitu vatni, sem hefur áhrif á fólk og fyr­ir­tæki. En hvað veld­ur?

Gott aðgengi að orku er ekki sjálf­gef­ið. Orku­mál eru flók­inn mála­flokkur sem krefst þess að horft sé til lengri tíma, jafn­vel ára­tuga fram í tím­ann. Langan tíma tekur að rann­saka, þróa og byggja nýja orku­kosti. Ef við ætlum okkur eitt­hvað eftir 10-20 ár, þurfa stjórn­völd að veita til­skilin leyfi til þess með löngum og nægum fyr­ir­vara.

Auglýsing

Orku­ör­yggi og orku­sjálf­stæði hefur einnig fengið meira vægi eftir að hörmu­legt stríð braust út í Úkra­ínu á árinu og áhrif þess birt­ast meðal ann­ars í mik­illi orku­krísu um alla Evr­ópu. Þó við séum að mörgu leyti í for­rétt­inda­stöðu á Íslandi því við fram­leiðum sjálf langstærstan hluta þeirrar orku sem sam­fé­lagið þarf, þá eru allar sam­göngur háðar inn­fluttri olíu og óljóst er um fram­boð af raf­magni, heitu vatni og raf­elds­neyti í náinni fram­tíð.

Þróun laga- og reglu­verks stuðlar ekki að orku­ör­yggi til fram­tíðar

Eins og laga- og reglu­verkið hefur þró­ast síð­ustu ár hefur það því miður ekki stuðlað að orku­ör­yggi í land­inu til fram­tíðar lit­ið. Ramma­á­ætl­un, með bæði nýjum raf­orku­kostum og háhita­svæðum til hita­veitu­nýt­ing­ar, var loks afgreidd á árinu eftir að hafa velkst um í kerf­inu í næstum því ára­tug, sem er alltof langur tími að bíða nið­ur­stöðu um nýt­ingu eða vernd.

Á meðan fjölgar íbúum í land­inu og atvinnu­lífið vex og blómstr­ar. Sam­kvæmt nýjum upp­lýs­inga­vef Sam­orku, Sam­taka iðn­að­ar­ins, Lands­virkj­unar og EFLU, orku­skipt­i.is, sem opn­aði á árinu, er 60% allrar orku sem notuð er á Íslandi heitt vatn sem nýtt er til hús­hit­un­ar, bað­lóna og ann­arrar neyslu. Sam­kvæmt jarð­varma­spá Orku­stofn­unar til árs­ins 2060 mun eft­ir­spurn atvinnu­lífs­ins eftir jarð­varma aukast mik­ið. Til dæmis er gert ráð fyrir tals­verðri fjölgun bað­lóna og ylstranda og að eft­ir­spurn vegna fisk­eldis muni þre­fald­ast. Gangi þetta eftir er hætta á að hita­vatns­notkun auk­ist langt umfram getu þeirra vinnslu­svæða sem nú eru í rann­sókn. En eins og kom í ljós nú undir lok árs­ins eru hita­veit­urnar þegar margar hverjar í vand­ræðum með að anna núver­andi eft­ir­spurn þrátt fyrir að hafa unnið að auk­inni heita­vatns­öflun árum sam­an. Reglu­verkið um háhita­svæðin hefur tafið mjög fyrir nauð­syn­legum rann­sóknum á nýjum svæðum og auka þarf stuðn­ing við jarð­hita­leit á köldum svæð­um.

Eðli­legt að setja metn­að­ar­full mark­mið

Sviðs­myndir hvað varðar orku­þörf fyrir sam­fé­lagið voru kynntar í byrjun mars í nýrri skýrslu um stöðu og áskor­anir Íslands í orku­málum sem Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, lét vinna með til­liti til áherslna og mark­miða stjórn­valda í lofts­lags­mál­um. Mark­miðið var að draga fram stað­reyndir og upp­lýs­ingar á grund­velli fag­legra sjón­ar­miða. ­Skýrslan varpar mjög skýru ljósi á stöð­una, bæði hvað varðar orku og inn­viði. Eitt af því sem þar kom fram er að raf­orku­þörf heim­ila, atvinnu­lífs og orku­skipta til árs­ins 2040 geti kallað á það sem nemur rúm­lega tvö­földun á núver­andi raf­orku­fram­leiðslu.  

Að stjórn­völd setji metn­að­ar­full mark­mið í lofts­lags­málum er eðli­legt í landi þar sem hlut­fall end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa í allri orku­notkun er það hæsta í heimi. En það er samt sem áður stórt verk­efni að að hætta að nota þau milljón tonn af jarð­efna­elds­neyti sem við flytjum inn á hverju ári fyrir árið 2040 og upp­fylla orku­þörf­ina með öðrum umhverf­is­vænni orku­gjöf­um. Til við­bótar þarf auð­vitað að sinna almennri orku­þörf heim­ila og atvinnu­lífs. Ávinn­ing­ur­inn getur hins vegar verið mjög mik­ill. Sam­kvæmt nýrri grein­ingu EFLU á orku­skipt­i.is getur fjár­hags­legur ávinn­ingur orðið 1.400 millj­arðar til árs­ins 2060 og orku­sjálf­stæði lands­ins væri tryggt.

Hvaðan á orkan að koma?

En hvaðan orkan að koma sem á að skipta bens­íni og olíu út? Sú nauð­syn­lega umræða er auð­vitað þegar haf­in, sem er jákvætt og mik­il­vægt er að fá sem flesta að borð­inu. Flestir virð­ast sam­mála um að jarð­efna­elds­neyt­is­laust Ísland sé mark­mið sem er þess virði að vinna að þó að skiptar skoð­anir séu um réttu leið­ina að því.

Á árinu var vind­orka rædd mikið enda hafa komið fram margar hug­myndir hér á landi um vind­orku­kosti til nýt­ingar og fyrstu vindlund­irnir voru afgreiddir úr ramma­á­ætl­un. Að mati Sam­orku er vind­orka eðli­leg við­bót við þá end­ur­nýj­an­legu orku­kosti sem nýttir eru í dag og er upp­bygg­ing hennar hér á landi tæki­færi til að upp­fylla þarfir þjóð­ar­innar fyrir græna orku á fjöl­breytt­ari máta en nú er gert. Hingað til hefur skort á full­nægj­andi lagaum­gjörð um vind­orku­nýt­ingu, en von er á til­lögu frá stjórn­völdum snemma á næsta ári. Sam­orka hefur talað fyrir því að um vind­orku sé gott lagaum­hverfi sem liðkar fyrir hag­nýt­ingu vinds í þágu sam­fé­lags­ins en horfir um leið til umhverf­is­ins. 

Þá verður þess von­andi ekki langt að bíða að raf­elds­neyt­is­fram­leiðsla ryðji sér til rúms hér á landi enda verður það nauð­syn­legur orku­gjafi eftir því sem orku­skiptum fleygir fram, þá fyrir stærri far­ar­tæki svo sem skip og flug­vél­ar. Ísland er í ein­stakri stöðu til að fram­leiða grænt raf­elds­neyti til eigin þarfa og ná þannig mark­miðum um full orku­skipti með til­heyr­andi verð­mæta- og þekk­ing­ar­sköp­un.

Starfs­á­nægja ein­kennir orku­geir­ann

Rétt er að hafa í huga að græna orkan getur ekki skilað sér þangað sem hennar er þörf nema að öfl­ugs flutn­ings- og dreifi­kerfis njóti við. Sam­orka hefur árum saman bent á að nauð­syn­legt sé að styrkja upp­bygg­ingu og við­hald þess svo orku­skiptin gangi vel fyrir sig og fjöl­breytt atvinnu­upp­bygg­ing geti blómstrað um allt land.

Orku- og veitu­fyr­ir­tækin í land­inu hafa það hlut­verk að sinna þörfum lands­manna um raf­magn, heitt og kalt vatn og frá­veitu. Framundan eru spenn­andi verk­efni í þessum mála­flokk­um. Við hvetjum alla til að kynna sér orku- og veitu­geir­ann sem fram­tíð­ar­starfs­vett­vang. Nýjar nið­ur­stöður úr könnun á líðan starfs­fólks hjá 12 stærstu orku- og veitu­fyr­ir­tækjum lands­ins sýna að mikil starfs­á­nægja, hátt mennt­un­ar­stig og þekk­ing ein­kenna geirann, en 90% starfs­fólks er ánægt með starfið sitt sem er hærra en þekk­ist á almennum vinnu­mark­aði og 40% hefur unnið í 11 ár eða leng­ur. Þetta sýnir að það er vel þess virði að slást í hóp­inn!

Sam­orka óskar lands­mönnum öllum gleði­legra jóla og far­sældar á nýju ári. Við hlökkum til að eiga áfram líf­legt sam­tal um orku- og veitu­mál árið 2023.

Höf­undur er upp­lýs­inga­full­trúi Sam­orku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit