Pólitískur ómöguleiki allra...nema Pírata

Auglýsing

Það vakti heims­at­hygli í vik­unni þegar ný könnun MMR sýndi að Píratar mæl­ast stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins með tæp­lega fjórð­ungs­fylgi. Þessi staða ætti hins vegar ekk­ert að koma neinum sem fylgist náið með þjóð­fé­lags­um­ræð­unni á Íslandi á óvart. Píratar hafa verið mjög skarpir í sínum mál­flutn­ingi, látið til sín taka í þeim málum sem skipta þá miklu en látið önnur vera. Þeir svara spurn­ingum skýrt og þannig að eng­inn sem á hlýðir þarf að efast um hvað svörin þýða. Þeir tala aldrei um „póli­tískan ómögu­leika“ og eyða ekki þorra þess púð­urs sem þeir troða í fall­byss­una sem þeir berj­ast með á opin­berum umræðu­vett­vangi í að tala niður til fólks sem er þeim ósam­mála eða í að „leið­rétta mis­skiln­ing“.

Eins og ein­hver sagði þá er sam­tal við for­svars­menn Pírata eins og að tala við raun­veru­lega mann­eskju, ekki for­rit sem er búið til í hug­bún­að­ar­verk­smiðju stjórn­ar­mála­flokks með það fyrir augum að jakka­fata­klæddi vél­bún­að­ur­inn sem keyrir það verði ekki hank­aður á því að orð hans hafi raun­veru­lega merk­ingu.

Panikk á sterum



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sá flokkur sem er aug­ljós­lega í mestu „panikki“. Flokk­ur­inn ger­sigr­aði í síð­ustu kosn­ingum með lof­orði um að gefa fólki pen­inga, lof­orði um afnám verð­trygg­ingar og lof­orðum um að berja á vondum útlend­ingum með þjóð­ar­hag að leið­ar­ljósi. Alveg eins og í Ices­a­ve.

Það tók hins vegar ekki langan tíma fyrir fylgið að hrynja eftir kosn­ing­ar. Og þótt Fram­sókn telji sig vera búna að efna stærsta kosn­inga­lof­orðið um nið­ur­færslu á verð­tryggðu lán­unum þá hefur fylgið ekk­ert batn­að. Það er fast í tíu til ell­efu pró­sentum (flokk­ur­inn fékk 24,4 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um) sem er svipað og það var þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son tók við for­mennsku í flokkn­um, sem þá taldi sig í öng­stræti.

Auglýsing

Það er öllum ljóst að verð­trygg­ing verður ekk­ert afnumin á Íslandi á meðan að við erum með íslenska krónu sem gjald­miðil og það líf­eyr­is­kerfi sem við höfum valið að byggja upp. Það lof­orð er því inn­an­tómt.

Bréfið sem utan­rík­is­ráð­herra sendi Evr­ópu­sam­band­inu í síð­ustu viku, og engir tveir virð­ast skilja á sama máta, var aug­ljós­lega „panikk“ aðgerð sem er til­komin til að reyna að lappa upp á horfið fylgi með því að höfða til Evr­ópu­and­stæð­inga. Það tókst ekki og þess í stað situr rík­is­stjórnin uppi með enn eina hol­skeflu mót­mæla, alþjóða­sam­skipti Íslands í ævin­týra­legu klúðri og sam­fé­lag sem logar stafn­anna á milli.

Stórt töfra­bragð uppi í erminni



Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á eitt póli­tískt töfra­bragð uppi í erminni. Allt frá því að flokk­ur­inn eign­aði sér Ices­a­ve-­sig­ur­inn, og hóf að nota hann sem tromp til að koma sér út úr öllum erf­iðum sam­ræð­um, þá hafa for­maður hans og helstu með­reið­ar­sveinar talað dig­ur­barka­lega um að ríkið eigi að taka til sín stóran hluta eigna erlendra kröfu­hafa. Um nokk­urs konar stríðs­bætur sé að ræða fyrir þann skaða sem bank­arnir sem þeir lán­uðu pen­ing ollu íslensku sam­fé­lagi. Þessi orð­ræða hefur und­an­farið fundið sér far­veg í hug­mynd um útgöngu­skatt upp á marga tugi pró­senta.

Það kæmi því ekki á óvart, í ljósi þess skelfi­lega fylgis sem Fram­sókn mælist með, að ákvörðun um stór skref í losun hafta yrði flýtt.

Það kæmi því ekki á óvart, í ljósi þess skelfi­lega fylgis sem Fram­sókn mælist með, að ákvörðun um stór skref í losun hafta yrði flýtt. Jafn­vel að það myndi verða til­kynnt um þær á allra næstu dögum og að þær myndu fela í sér til­lögur sem að minnsta kosti væri hægt að túlka til heima­brúks sem granít­harðan útgöngu­skatt. Þá myndi rík­is­stjórnin sturta pen­ingum yfir okkur síð­ari hluta kjör­tíma­bils­ins. Byggja spít­ala, hækka laun, lækka skatta osfr. Svo er bara að vona að veð­málið gangi upp. Ef það gerir það ekki erum við öll í vondum mál­um.

Nýtt stað­al­fylgi



Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, glímir við sífellt dýpri til­vist­ar­kreppu. Flokk­ur­inn á sögu­lega því að venj­ast að fá yfir 40 pró­sent atkvæða, en hefur nú verið fastur í um fjórð­ungs­fylgi árum sam­an. Það er orðið hið nýja stað­al­fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Mragt spilar inn í. Evr­ópu­mál, hrun­ið, leka­mál­ið, umsvifa­mikil við­skipti og íviln­anir ætt­ingja for­manns flokks­ins við rík­is­fyr­ir­tæki skipta þar máli. Gamli kjarn­inn í flokkn­um, sem er frekur til valds­ins og áhrif­anna og er pikk­fastur í kalda­stríðs­veru­leika, er enn mjög fyr­ir­ferð­ar­mik­ill. Hann þvælist fyrir Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, sem er að reyna að skapa sína eigin línu.

Miðað við dýpt þeirra átaka sem hafa verið milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu á þessu kjör­tíma­bili þá hlýtur það að vera áhyggju­efni fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að það er eng­inn í stjórn­ar­and­stöð­unni sem er lík­legur til að vinna með flokknum eftir næstu kosn­ing­ar. Og Fram­sókn er víð­áttu­langt frá því að gera myndað rík­is­stjórn með honum miðað við það stöðugt lélega fylgi sem sá flokkur mælist með.

Sam­fylk­ingin tapar hvernig sem fer



En vand­ræðin eru ekki síðri hjá hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­unum sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu. Sam­fylk­ingin er í ber­sýni­legum vanda. Flokk­ur­inn beið afhroð í síð­ustu kosn­ingum þegar hann fékk ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða, heilum 16,9 pró­sentu­stigum minna en í kosn­ing­unum 2009. Það er skellur sem á sér vart hlið­stæðu í íslenskri stjórn­mála­sögu.

Til við­bótar hefur flokknum illa tek­ist að koma á fram­færi hvaða stefnu hann hefur í flestu því sem hefur áhrif á íslenska alþýðu í dag.

Þrátt fyrir tæp tvö ár í stjórn­ar­and­stöðu gegn rík­is­stjórn sem hefur ítrekað tek­ist að skjóta sjálfa sig í báða fæt­urna eykst fylgið lítið sem ekk­ert. Til við­bótar hefur flokknum illa tek­ist að koma á fram­færi hvaða stefnu hann hefur í flestu því sem hefur áhrif á íslenska alþýðu í dag. Tengslin við verka­lýðs­hreyf­ing­una virð­ast að mestu rofin og nán­ast ekk­ert heyr­ist til flokks­ins nú þegar mesta átaka­tíma­bil á vinnu­mark­aði, með yfir­vof­andi verk­föllum og glund­roða, er framund­an. Stefna hans í rík­is­fjár­mál­um, hafta­mál­um, hús­næð­is­mál­um, kjara­málum og orku­mál­um, svo fá dæmi séu nefnd, virð­ist óljós. Helsta stefnu­mál henn­ar, aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, hefur meira að segja verið véfengt af stórum leik­endum innan hennar und­an­farnar vik­ur.

Yfir­vof­andi for­manns­slagur verður ekki til að styrkja flokk­inn. Vinni Árni Páll Árna­son varn­ar­sigur hafa sprung­urnar í flokknum samt sem áður opin­ber­ast og skilja hann enn veik­ari eftir en hann var fyr­ir. Vinni Sig­ríður Ingi­björg mun sig­ur­inn alltaf lit­ast af því að fram­boð hennar lítur út eins og afleið­ing af klækja­stjórn­málum og umboð hennar verður alltaf sótt til nokkur hund­ruð lands­fund­ar­manna í stað þeirra þús­unda sem kusu Árna Pál síð­ast.

Vin­sældir farnar að dala



Auð­vitað liggur hluti ástæðu þess að fylgi Sam­fylk­ingar hefur dalað skarpt í því að stór hluti þess hefur ratað til Bjartrar fram­tíð­ar, sem stað­setur sig á mjög svip­uðum stað í hinu póli­tísku lit­rófi. Eng­inn stjórn­mála­flokkur þarf að sitja jafn reglu­lega undir þeirri ásökun að vera til fyrir stjórn­mála­menn­ina sem honum stjórna, fyrir að vera ljós­rit af Sam­fylk­ing­unni, fyrir að vera verk­lítil og skoð­ana­laus og Björt fram­tíð. Sú gagn­rýni er ekki að öllu leyti sann­gjörn en það er ástæða fyrir henni. Flokknum virð­ist ómögu­legt að skapa sér nokkra sér­stöðu og for­svars­mönnum hans er betur tamt að vera sárir yfir því að vera kall­aðir verk- og stefnu­lausir en að koma verkum og stefnu sinni á fram­færi. Brott­hvarf Heiðu Krist­ínar Helga­dótt­ur, fyrrum stjórn­ar­for­manns og ann­ars stofn­anda flokks­ins, gæti líka hafa veikt Bjarta fram­tíð. Ljóst er það brott­hvarf var að ein­hverju leyti vegna sam­starfsörð­ug­leika í forystu flokks­ins. Heiða Kristín var líka ein sterkasta teng­ingin við Besta flokks-æv­in­týrið og Jón Gnarr, en Björt fram­tíð hefur að miklu leyti byggt vin­sældir sínar á þeim tengsl­um.

Vin­sæld­irnar eru hins vegar farnar að dala. Eftir að hafa mælst reglu­lega með 13 til 16 pró­sent fylgi mælist flokk­ur­inn nú minnstur allra á Alþingi. Hann er hratt farin að nálg­ast átta pró­senta kjör­fylgi sitt.

Katrín vin­sæl en flokk­ur­inn alls ekki



Vinstri græn eiga þann for­ystu­mann í íslenskum stjórn­mál­um, Katrínu Jak­obs­dótt­ur, sem flestir Íslend­ingar treysta. Í könnun MMR sem var gerð fyrir um ári sögð­ust 46 pró­sent aðspurðra treysta henni.

Flokk­ur­inn er samt sem áður fastur í svip­uðu fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og mælist reglu­lega með milli tíu og ell­efu pró­sent fylgi. Vinstri græn eru líka löskuð af nán­ast krónískum inn­an­flokksá­tökum sem lit­uðu síð­asta kjör­tíma­bil. Það þvælist mögu­lega fyrir Katrínu að vera með þessa fyr­ir­ferða­miklu stjórn­mála­kempur í bak­pok­an­um. Eða kannski á mál­flutn­ingur Vinstri grænna ein­fald­lega ekki erindi við fleiri en raun ber vitni.

Hinn "póli­tíski ómögu­leiki"



Það eiga því allir hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­arnir í til­vist­ar­kreppu og hún birt­ist almenn­ingi mjög skýrt þessa dag­ana. Og það er styttra í að kosn­inga­bar­áttan hefj­ist en fólk gerir sér grein fyr­ir. Hún mun hefj­ast að ein­hverju leyti strax næsta haust, þegar seinni hálf­leikur kjör­tíma­bils­ins hefst.

Traust til Alþingis mælist enn vel undir 20 pró­sent og það end­ur­spegl­ast í því að póli­tíkin á Íslandi er að breyt­ast til fram­búð­ar. Fólk er hætt að halda með stjórn­mála­flokkum eins og fót­bolta­liðum og kýs mun frekar eftir því hverjum það treyst­ir, hverja það skilur og hvaða stefnu­mál hafa mest jákvæð áhrif á þeirra líf.

Ef hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­arnir ætla að ná vopnum sínum þá verða þeir að fara að skilja þetta. Og þeir verða að gera það fljótt. Ann­ars verða þeir sjálfir að ein­hvers­konar „póli­tískum ómögu­leika“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None