Takk fyrir árið

Svanhildur Hólm Valsdóttir segir að þótt við Íslendingar getum rifist um bankasölu og borgarmál, snjómokstur og vinnutímastyttingu, haft áhyggjur af verðbólgu, vaxtahækkunum og of mörgum tásum á Tene, sé svo margt sem fellur með okkur.

Auglýsing

„Þessar greinar eru allar skrif­aðar af ein­hverjum sem rak tána í,“ sagði pabbi vin­konu minnar eftir lestur nokk­urra ára­móta­greina í fyrra. Honum fannst sem sagt sjón­ar­hornið heldur þröngt og að horfa mætti meira á árið í alþjóð­legu sam­hengi. Síð­ustu tvö árin voru reyndar því mark­inu brennd að það var ekki hægt að tala um neitt í neinu sam­hengi án þess að minn­ast á heims­far­aldur og allt sem honum fylgdi og hann var vissu­lega alþjóð­legt vanda­mál.

En það er bless­un­ar­lega óþarfi að skrifa mikið um þennan far­aldur nú, eða er það ekki? Þegar hefur mikið verið rætt og ritað um ýmsar hlið­ar­af­urðir hans, eins og verð­bólgu og vaxta­hækk­anir í kjöl­far allrar þeirrar efna­hags­legu örv­unar sem rík­is­stjórnir víða um heim gripu til. Sums staðar hafa afleið­ing­arnar þó verið sér­tæk­ari – og póli­tísk­ari – en það, eins og í Bret­landi, sem lýkur þessu ári með met­fjölda for­sæt­is­ráð­herra. Boris John­son hrökkl­að­ist frá völd­um, ekki síst eftir enda­lausan vand­ræða­gang vegna brota á eigin COVID-­regl­um. Við tók Liz Truss, í krafti lof­orða um efna­hags­legt krafta­verk, eftir að hafa unnið Rishi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, sem þótti ekki eins spenn­andi kost­ur. Truss setti met þegar hún sagði af sér, haf­andi setið ein­ungis 45 daga í emb­ætti, enda kom í ljós að mark­að­ur­inn hafði enga trú á lof­orðum henn­ar, pundið féll, áhlaup var gert á breska líf­eyr­is­sjóði og um stund hrikti veru­lega í stoðum breska hag­kerf­is­ins. Hún varð líka síð­asti for­sæt­is­ráð­herr­ann til að hitta Elísa­betu drottn­ingu, sem lést skömmu síð­ar. Atburð­irnir telj­ast þó ótengd­ir. Rishi Sunak varð svo fimmti for­sæt­is­ráð­herra Breta á ein­ungis sex árum, frá þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni um Brex­it, og þess má geta að Liz Truss var sá fjórði til að segja af sér. Kött­ur­inn Larry er í raun orð­inn eina tákn stöð­ug­leika í breskum stjórn­mál­um, enda hefur hann staðið vakt­ina í Down­ings­stræti síðan 2011.

Boris John­son, sem kvaddi breska þingið í sumar með orð­un­um, hasta la vista, baby, eða sjá­umst aft­ur, heill­in, velti alvar­lega fyrir sér end­ur­komu þegar stóll­inn losn­aði í haust. Hann flaug úr fríi á suð­rænni eyju, úfinn á almennu far­rými, en átt­aði sig senni­lega á því þegar heim var komið að af honum væri meira fram­boð en eft­ir­spurn.

Auglýsing

Það ljós virð­ist ekki enn hafa runnið upp fyrir elli­líf­eyr­is­þega í Flór­ída, sem til­kynnti for­seta­fram­boð sitt í nóv­em­ber, engum til mik­illar undr­un­ar. Það þótti svo lítil frétt að hún end­aði sem stuttur ein­dálkur á blað­síðu 26 í New York Post. Sú nið­ur­læg­ing þótti aftur á móti víða frétt­næm, enda var Rupert Mur­doch, eig­andi blaðs­ins, lengi meðal helstu stuðn­ings­manna Trumps. Svo bregð­ast kross­tré og allt það.

Áhrifa Trumps gætir þó enn. Birt­ing­ar­mynd þeirra varð ljós þegar Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna, sem eftir for­seta­tíð Trumps er að meiri­hluta skip­aður íhalds­sömum dóm­ur­um, sneri í sumar við Roe gegn Wade, for­dæm­is­gef­andi dómi sem hafði í um hálfa öld tryggt konum rétt til þung­un­ar­rofs, óháð afstöðu ein­stakra ríkja. Nið­ur­staðan er reið­ar­slag í bar­áttu kvenna fyrir frelsi og sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti yfir eigin lík­ama og bitnar verst á þeim sem hafa minnst milli hand­anna, búa í aft­ur­halds­sam­ari hlutum Banda­ríkj­anna og eiga ekki kost á að ferð­ast til frjáls­lynd­ari ríkja. En íhalds­samir Repúblikanar fögn­uðu. Þeir sáu þó ekki fyrir að þetta myndi stöðva rauðu bylgj­una sem búist var við að myndi ríða yfir í þing­kosn­ingum nú í nóv­em­ber. Almennt er gert ráð fyrir að flokkur for­seta tapi fylgi í kosn­ingum á miðju kjör­tíma­bili, og útlitið var ekki bjart í haust, í miðju verð­bólgu­báli og vaxta­hækk­un­um. Úrslitin urðu samt sem áður þau að Repúblikanar náðu ekki meiri­hluta í öld­unga­deild­inni heldur töp­uðu manni og rétt mörðu meiri­hluta í full­trúa­deild­inni.

En frelsið er í hættu víð­ar. Konur í Afganistan sjá nú á eftir öllum þeim rétt­indum sem þær höfðu end­ur­heimt eftir að tali­bönum var komið frá völdum fyrir um tveimur ára­tug­um. Þær mega nú hvergi vinna nema hjá hinu opin­bera (og hver af tali­bön­unum er að fara að ráða þær þar?) og er meinað að stunda háskóla­nám, auk allra ann­arra, mögu­legra tak­mark­ana og banna sem þess­ari illu og heimsku stjórn lít­illa karla hefur dottið í hug að koma á til að halda konum niðri.

Í sept­em­ber lést ung írönsk kona, Mahsa Amini eftir að hafa verið mis­þyrmt af sið­ferð­is­lög­regl­unni í Íran fyrir að brjóta strangar reglur um klæða­burð kvenna. Í kjöl­farið brut­ust út mikil mót­mæli, ein þau mestu í rúm­lega fjöru­tíu ára valda­tíð klerka­stjórn­ar­inn­ar, og hafa þau nú staðið í meira en hund­rað daga. Tug­þús­undir hafa mót­mælt ofbeldi íranskra stjórn­valda, konur og stúlkur hafa brennt höf­uð­slæður og klippt hár sitt undir slag­orð­inu Kona, líf, frelsi, íranska lands­liðið í knatt­spyrnu neit­aði að syngja þjóð­söng sinn í Katar og íranskar kvik­mynda­stjörn­ur, íþrótta­hetjur og áhrifa­valdar hafa opin­ber­lega lýst yfir stuðn­ingi við mót­mæl­end­ur. Við­brögð stjórn­valda hafa verið ofsa­feng­in, mót­mæl­endur hafa verið teknir af lífi opin­ber­lega og þús­undir verið fang­els­að­ar, mörg hund­ruð manns lát­ist í átökum við lög­reglu, þar á meðal börn, og enn fleiri slasast.

Í Úkra­ínu er líka barist fyrir frelsi. Úkra­ínu­menn hafa fært miklar fórnir um leið og þeir hafa sýnt ótrú­legan styrk og bar­áttu­vilja gegn Pútín, sem nýlega lof­aði (eða hót­aði) tak­marka­lausum fjár­út­látum til stríðs­rekstr­ar­ins. Fáir bjugg­ust við jafn­skipu­legri og árang­urs­ríkri and­stöðu og Úkra­ína hefur sýnt, og senni­lega síst Pútín sjálf­ur, sem í mik­il­mennsku­brjál­æði sínu átti von á að það yrði létt verk að brjóta þessa nágranna Rúss­lands á bak aft­ur, rétt eins og Stalín hafði gert með því að svelta sjálf­stæð­istil­burði þjóð­ar­innar til bana fyrir tæpri öld. Þjóðir banda­manna hafa stutt mynd­ar­lega við Úkra­ínu, en Sel­en­skí for­seti sagði í ræðu í banda­ríska þing­inu, nú rétt fyrir jól, að sá stuðn­ingur væri engin ölmusa, heldur fjár­fest­ing í lýð­ræði og öryggi á alþjóða­vísu. Inn­rás Rússa hefur enda breytt heims­mynd okkar á stuttum tíma og varpað ljósi á hversu brot­hætt hún er í raun og veru. Fyrir þau sem búa á meg­in­land­inu er þetta mun áþreif­an­legra en fyrir okk­ur, því að þótt við séum engan veg­inn ónæm fyrir efna­hags­legum áhrifum af inn­rásinni, höfum við til dæmis ekki þurft að velja hvort við borðum heitan kvöld­mat eða förum í sturtu sama dag­inn. Síð­asti orku­reikn­ingur vina­fólks míns í Sví­þjóð, fjög­urra manna fjöl­skyldu, var upp á 140 þús­und íslenskar krón­ur. Það er eftir að þau hafa gripið til ýmissa sparn­að­ar­að­gerða, eins og að lækka hit­ann í 16-18 gráður í hús­inu, þvo minna og á eins stuttu prógrammi og hægt er og fara sjaldnar í sturtu. Þetta er auð­vitað lúxus miðað við það að hafa þurft að flýja heim­ili sitt undan sprengjuregni óvina­hers, en samt áþreif­an­leg áhrif og ekki allir hafa bol­magn til að standa undir slíkum greiðslum mán­uðum sam­an.

Svo ég vísi aftur í pabba vin­konu minn­ar, þá held ég að það megi full­yrða að út frá þessu víð­ara sjón­ar­horni höfum við margt til að vera þakk­lát fyr­ir. Þótt við getum rif­ist um banka­sölu og borg­ar­mál, snjó­mokstur og vinnu­tíma­stytt­ingu, haft áhyggjur af verð­bólgu, vaxta­hækk­unum og of mörgum tásum á Tene og viljum gjarnan geta gert betur í ýmsum mál­um, er svo margt sem fellur með okk­ur. Við búum við póli­tískan stöð­ug­leika, í rétt­ar­ríki sem ber virð­ingu fyrir mann­rétt­indum og frelsi, erum að mestu leyti sjálfum okkur næg um orku og erum í þeirri stöðu að geta tekið á móti fólki á flótta í stað þess að flýja sjálf. Það þýðir ekki að öll okkar vanda­mál séu létt­væg fund­in, enda þurfum við áfram, hvert og eitt, að takast á við þau verk­efni sem lífið færir okk­ur, óháð því sem ger­ist í kringum okk­ur. Og þar sem ég sit og horfi á upp­ljó­mað jóla­tréð með úkra­ínska jóla­skraut­inu sem ég keypti fyrir löngu á úti­mark­aði í Kyiv, er ég í það minnsta þakk­lát fyrir að búa í hlýju og öryggi á frið­sælli eyju í Atl­ants­hafi.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit