Þriðja stærsta raforkuver landsins á Melrakkasléttu?

María Hrönn Gunnarsdóttir spyr hvort þjóðin sætti sig við að erlendir auðmenn ásælist auðlindir Íslands enn og aftur, í þessu tilviki þá þjóðareign sem felst í vindi og víðernum?

Auglýsing

Hnota­steinn á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu er eitt þeirra mörgu svæða á íslensku landi sem erlent orku­fyr­ir­tæki hefur óskað eftir að reisa vind­orku­ver á. Sam­kvæmt til­lögum að mats­á­ætlun á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­anna á Mel­rakka­sléttu er mark­miðið „að auka fram­boð end­ur­nýj­an­legrar raf­orku á Íslandi með sjálf­bærum hætt­i.“ Óljóst er hverjum raf­orkan er ætluð en gera má því skóna að hún sé ekki ætluð til heima­brúks heldur miklu frekar til útflutn­ings fyrir orku­þurf­andi þjóðir á meg­in­landi Evr­ópu, þaðan sem orku­fyr­ir­tækið á rætur að rekja.

Áætlað er að reisa orku­verið á 33,3 km2 landi við þjóð­veg nr. 85 þar sem hann liggur þvert yfir sunn­an­verða Mel­rakka­sléttu í 6,5 km fjar­lægð frá Kópa­skeri og 3 km frá næsta bónda­býli. Mývatn er 37 km2. Upp­sett afl orku­vers­ins verður 200 MW. Hraun­eyja­foss­virkj­un, þriðja stærsta raf­orku­ver lands­ins, er 210 MW. Svæðið á Hóla­heiði verður ígildi miðl­un­ar­lóns og verður ekki framar notað til land­bún­aðar þótt annað sé gefið í skyn í gögnum sveit­ar­fé­lag­ins Norð­ur­þings, hvað þá til nátt­úru­upp­lif­un­ar. Til stendur að reisa um 40 vind­myllur sem í hæstu stöðu eru um 200 metra háar eða á við þre­faldan Hall­gríms­kirkju­turn í Reykja­vík. Áréttað skal að snemma árs 2021, þegar til­lagan að mats­á­ætlun á umhverf­is­á­hrifum var send Skipu­lags­stofn­un, var áætlað að þær yrðu 34 en í júní 2021 voru þær orðnar um 40 án þess að afli virkj­un­ar­innar hafi verið breytt í sam­ræmi við það í fylgi­gögn­um. Verður raf­orkuver á Mel­rakka­sléttu þriðja afl­mesta raf­orku­verið á land­inu innan fárra ára og það án þess að þjóðin hafi nokkuð um það að segja?

Auglýsing

Hall­gríms­kirkja og vind­myll­urnar sem mögu­lega verða reistar á Hóla­heiði eiga það sam­eig­in­legt að standa hátt í land­inu. Kirkjan blasir við horfi maður frá norð­ur­mynni Hval­fjarð­ar­ganga suður til borg­ar­inn­ar, þar á milli eru um það bil 20 km. Sjón­lína þvert yfir Öxar­fjörð frá Tjör­nesi austur til Hóla­heiðar er um 30 km. Í áliti Skipu­lags­stofn­unar, frá des­em­ber 2016, um mat á umhverf­is­á­hrifum 150 metra hárra vind­mylla í Búr­fellslundi kemur fram að vind­myll­urnar verði sýni­legar í allt að 40 km fjar­lægð. Ef við hugsum okkur að á öllum möstrum og spaða­endum á Hóla­heiði verði við­vör­un­ar­ljós í myrkri eða að sól­ar­geislar speglist í spöð­unum að sumri þarf ekki sterkt ímynd­un­ar­afl til að sjá fyrir sér sjón­ræn áhrif vind­myll­anna í hér­að­inu. Mel­rakka­slétta er flat­lend, víð­sýni mikið og sam­kvæmt sýni­leika­mynd sem lögð var fram á fyrsta og eina kynn­ing­ar­fundi um virkj­ana­hug­mynd­irnar sjást þær nán­ast af allri Slétt­unni. Rann­sóknir eiga eftir að fara fram á því hvernig fuglum tekst að nota sína sjón til að forð­ast árekstur við vind­myll­urn­ar, reynsla erlendis frá segir okkur að allt of mörgum tekst það ekki. Ekki má svo gleyma að ein­hvern veg­inn þarf að flytja 200 MW raf­orku frá Hóla­heiði til kaup­enda svo gera má ráð fyrir raf­línum og raf­magns­möstrum um allar sveit­ir.

Því er haldið fram í áður­nefndum til­lögum að Hóla­heiði hafi þótt upp­fylla skil­yrði um fjar­lægðir frá nátt­úru- og menn­ing­arminj­um, íbúa­byggð og ferða­manna­stöð­um. Mel­rakka­slétta, þar með talið svæðið að Hnota­steini á Hóla­heiði, er á nátt­úru­minja­skrá og hún er skil­greind sem alþjóð­lega mik­il­vægt fugla­svæði. Um Hóla­heið­ina liggur hraun frá nútíma, sem nýtur sér­stakrar verndar skv. nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Hraunið er gljúpt og sprung­ið, það er á jarð­skjálfta­svæði og vatns­vernd­ar­svæði Kópa­skers og nágrennis liggur fast upp að fyr­ir­hug­uðu fram­kvæmda­svæði. Víð­erni Mel­rakka­sléttu eru ein­stök og fágæt í æ þétt­ari heims­byggð. Nátt­úru­far ber ein­kenni norð­ur­slóða, sem felur í sér tæki­færi til rann­sókna á áhrifum lofts­lags­breyt­inga á vist­kerfi á heims­vísu. Tæki­færi til ferða­mennsku og upp­bygg­ingar á nátt­úru­tengdri ferða­þjón­ustu eru langt í frá full­nýtt í sveit­unum við Öxar­fjörð, á Mel­rakka­sléttu og í Þistil­firði. Því fer fjarri að Hnota­steinn á Hóla­heiði á Mel­rakka­sléttu upp­fylli skil­yrði um full­nægj­andi fjarska frá nátt­úru- og menn­ing­arminjum og ferða­manna­stöð­um.

For­sendur fram­kvæmda við vind­orku­ver eru að sveit­ar­fé­lagið Norð­ur­þing breyti aðal­skiplu­lagi sínu. Í byrjun des­em­ber 2020 birt­ist frétt á vef sveit­ar­fé­lags­ins um að sveit­ar­stjórnin sam­þykkti að kynna skipu­lags- og mats­skýrslu um breyt­ingar á aðal­skipu­lagi Norð­ur­þings 2010-2030 vegna fyr­ir­hug­aðrar upp­bygg­ingar vind­orku­vers á Hóla­heiði. Orð­rétt seg­ir: „Fyr­ir­hugað er að breyta land­notkun á Hóla­heiði þar sem gert verður ráð fyrir vind­orku­veri og felur breyt­ingin í meg­in­dráttum í sér að land­bún­að­ar­landi verður breytt í iðn­að­ar­svæði til orku­nýt­ingar þar sem land­bún­aður verður einnig heim­ill.“ Af orða­lagi frétt­ar­innar virð­ist sem að ákvörðun hafi þá þegar verið tekin um að verða við óskum Qair Iceland um breyt­ingu á land­notk­un. Ekki verður velt vöngum um það hér hver vill kaupa kjöt af lömbum sem alin eru á iðn­að­ar­svæði og hvaða áhrif það hefur á orð­spor hér­aðs­ins til mat­væla­fram­leiðslu. Hefur stór­iðjan á Bakka styrkt byggð á Húsa­vík eða eru afleidd störf sem skap­ast af sjó­böð­unum ef til vill ákjós­an­legri? Viljum við risa­stórt orku­ver í fal­lega sveit sem enn hefur ekki fengið tíma til að spila úr nýjum tæki­færum sem t.d. skap­ast af nýlega opn­uðum Dem­ants­hring?

Auglýsing

Í skipu­lags­reglu­gerð er kveðið á um að við gerð aðal­skipu­lags­á­ætl­ana skuli eftir föngum leita eftir sjón­ar­miðum og til­lögum íbúa og að það skuli gert með virkri sam­vinnu frá upp­hafi skipu­lags­fer­ils­ins. Ljóst er að sveit­ar­stjórnin sinnti ekki þessum skyldum sín­um. Fyrir utan frétt­ina á vef Norð­ur­þings frá des­em­ber 2020 var fyr­ir­huguð breyt­ing ein­ungis aug­lýst í áskrift­ar­dag­blað­inu Morg­un­blað­inu og í Skránni, sem ekki er send austur í sveitir í nágrenni Hóla­heið­ar. Fram­kvæmd­irnar voru fyrst kynntar íbúum sveit­anna við Öxar­fjörð 14. júní 2021. Fáum dögum síðar var þeim boðið að senda inn athuga­semdir um fyr­ir­hug­aða breyt­ingu á aðal­skipu­lag­inu, með fresti til 27. júní. Virða má það við sveit­ar­stjórn að frest­ur­inn var fram­lengdur þegar eftir því var leit­að. Ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um til­lögu að mat­skýrslu á umhverf­is­á­hrifum er dag­sett nokkru síð­ar, eða 2. júlí 2021.

Er eft­ir­spurn eftir raf­orku svo brýn og knýj­andi nú um stundir að ástæða þyki til að fórna svo dýr­mætu og við­kvæmu svæði áður en þjóð, stjórn­völd og Alþingi hafa kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort og þá hvar á land­inu verði minnstur skaði af vind­orku­vikj­un­um? Sættir þjóðin sig við að erlendir auð­menn ásælist auð­lindir Íslands enn og aft­ur, í þessu til­viki þá þjóð­ar­eign sem felst í vindi og víð­ern­um? Við­kvæm og fámenn byggð þolir illa sundr­ung sem þessi vinnu­brögð skapa. Á sveit­ar­fé­lag­inu og kjörnum full­trúum þess hvílir rík skylda til að tryggja sátt í sveit­ar­fé­lag­inu milli fólks og við nátt­úru.

Höf­undur er lyfja­fræð­ing­ur, með meist­ara­próf í mynd­list og er frá Kópa­skeri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar