Tilraun til að skapa nýja upplifun á Björgólfi Thor Björgólfssyni

15897053591-072636ce90-z.jpg
Auglýsing

Þegar líða tekur að jólum fjölgar manna­mót­um. Á slíkum fer oft fram kurt­eis­is­hjal um dæg­ur­mál. Eitt slíkt dæg­ur­mál hjá bóka­þjóð­inni okkur er að spyrja hvort fólk hafi lesið eitt­hvað af bók­unum sem koma út í jóla­bók­ar­flóð­inu þetta árið. Ég hef fengið þessa spurn­ingu nokkrum sinnum und­an­farnar vik­ur, og hef alltaf svarað henni sam­visku­lega í sam­ræmi við sann­leik­ann: „Já, ég er búinn að lesa bók­ina hans Björg­ólfs Thor­s“.

Við­brögðin hafa öll verið á einn veg. Við­kom­andi hefur sam­stundis lýst því yfir að hann ætli nú ekki að lesa þessa bók. Það sé eng­inn áhugi á því að lesa um gljá­lífi þessa mis­ind­is­manns á meðan við hin séum enn að eiga við afleið­ingar gjörða hans.

Í þess­ari afstöðu krist­all­ast að mörgu leyti sú afgreiðslu­á­kvörðun sem stór hluti íslensku þjóð­ar­innar virð­ist hafa tekið gagn­vart hrun­inu. Að hópur manna beri einn ábyrgð á því og að þeir eigi ekk­ert erindi aftur upp á dekk. Nokkru sinni aft­ur.

Auglýsing

Nauð­syn­legt inn­legg



Ég er hins vegar þeirrar skoð­unar að skrif á borð við bók­ina „Billions to Bust-and Back“, sem Björgólfur Thor Björg­ólfs­son skrif­aði með dyggri aðstoð breska blaða­manns­ins Andrew Cave, séu mjög nauð­syn­legt inn­legg. Þar er sett fram þaul­hugsuð hlið á atburðum sem mót­uðu okkar sam­fé­lag lík­lega meira en nokkrir aðrir síðan við yfir­gáfum torf­kof­anna, af manni sem var lyk­il­leik­ari í þeim. Nokkrar bækur af þessum toga hafa þegar verið gefnar út eftir hrun, sem hafa reyndar verið afar mis­jafnar af gæð­um.

Ármann Þor­valds­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings í London, gaf til að mynda út stór­skemmti­lega bók sem veitti góða inn­sýn ínn í margt sem átti sér stað, þótt manni hafi þótt ýmis­legt teygt og togað til að kom­ast að réttri sögu­skýr­ingu þegar kom að verkum hóps­ins sem Ármann til­heyrði. Árni Mathies­en, fyrrum fjár­mála­ráð­herra, skrif­aði sömu­leiðis mjög áhuga­verða bók sem var full af nýjum upp­lýs­ingum um tím­ann þegar íslenska hag­kerfið hrundi á hans vakt, en líka full af rétt­læt­ingu fyrir því sem hann gerði.

Stíl­færð og pússuð útgáfa af manni



Björgólfur Thor var met­inn á fjóra millj­arði dala, um 500 millj­arða króna, þegar best lét. Hann missti síðan yfir­ráð yfir nán­ast öllu sínu, samdi um að láta eignir sínar frá sér til að fá mögu­leik­ann á því að hagn­ast á þeim aftur ef vel gengi og er nú met­inn á um 175 millj­arða króna.

Sjálfsævi­saga hans er um margt stór­fróð­leg. Hún er afar vel skrifuð af Andrew Cave og mjög skemmti­leg aflestr­ar. Ég fékk reyndar aldrei á til­finn­ing­una að ég væri í fra­sögn sem Björgólfur Thor væri að segja, heldur ein­hver stíl­færð­ari og púss­aðri útgáfa af þeim manni sem hann vill að aðrir haldi að hann sé.

Á meðal þeirra söngtexta sem Björgólfur Thor velur að nota sem inngang í kafla bókarinnar er lag eftir myrta rapparann Notorious B.I.G. Á meðal þeirra söng­texta sem Björgólfur Thor velur að nota sem inn­gang í kafla bók­ar­innar er lag eftir myrta rapp­ar­ann Notor­i­ous B.I.G.

Hver kafli byrjar til dæmis á til­vitnun í dæg­ur­lag. Þau eru allt frá því að vera eftir Frank Sinatra til Notor­i­ous B.I.G. með við­komu í Dan­ger Zone eftir Kenny Logg­ins. Ég fékk á til­finn­ing­una að þessi leið, að tengja tíma­bil í lífi Björg­ólfs Thors, við ákveðnar línur í allskyns lögum væri að hluta til að sýna hversu mikil tón­list­ar­leg til­finn­inga­vera hann sé. En kannski er það tómt rugl hjá mér.

Fyrri hluti bók­ar­innar fjallar um upp­vöxt Björg­ólfs Thors, Haf­skips­mál­ið, Rúss­lands­árin og öll fjár­fest­inga­æv­in­týrin sem hann lagði í á meðan að verið var að einka­væða rík­is­fyr­ir­tæki í Aust­ur-­Evr­ópu. Þessi hluti er mjög skemmti­legur aflestrar og nær að fanga and­rúms­loft villta vest­urs­ins sem ríkti í alþjóð­legu fjár­fest­ing­ar­um­hverfi á síð­ustu árum tíunda ára­tug­ar­ins og fyrstu árum 21. ald­ar­inn­ar. Það er reyndar skautað ansi létt yfir Rúss­lands árin og eftir lest­ur­inn skil ég ekki enn hvernig honum og félögum hans tókst að fóta sig og mok­græða í lög­leys­unni sem þarna ríkti. Það er eins og það vanti stórt púsl í þessa sögu, án þess að ég geti sagt nákvæm­lega hvaða.

Tvö leið­ar­stef



Sjálfsævi­sögur eru venju­lega sjálfs­rétt­læt­ing­ar­sögur umdeildra manna og kvenna. Það nennir enda eng­inn að kaupa eða lesa sögu um ævi Jóa á bolnum sem fór einu sinni til útlanda og vann á sömu bens­ín­stöð­inni alla ævi. Umdeil­an­leik­inn og drama­tíkin þarf að vera til stað­ar. Og það skortir ekk­ert á hann hjá Björgólfi Thor.

Tvö leið­ar­stef eru mjög ein­kenn­andi í gegnum bók­ina. Annað er að Björgólfur Thor vill ekki láta setja sig í hóp með hinum svoköll­uðu útrás­ar­vík­ing­un­um. Hann leggur mikla áherslu á, og ítrekar mjög oft, að hann hafi búið til auð erlendis og komið með hann heim, en ekki bara fengið lánað hjá íslensku bönk­unum eins og hin­ir. Þess utan hafi Björgólfur Thor búið þorra ævi sinnar erlendis og hafi því eig­in­lega verið eins konar aðkomu­maður í íslenska fjár­mála­æv­in­týr­inu. „Ég snéri aldrei lík­am­lega aftur til Íslands, en ég gerði það fjár­hags­lega. Kannski voru það stærstu mis­tökin mín,“ segir hann á einum stað í bók­inni. Hann hafi því engan áhuga á að festa rætur aftur á Íslandi.

Þrátt fyrir allt púðrið sem Björgólfur Thor eyðir í þetta í bók­inni, og þótt hún sé skrifuð á ensku, þá virð­ist meg­in­til­gangur hennar að vera að rétt­læta sig og sínar gjörðir fyrir Íslend­ing­um. Eft­ir­fylgni bók­ar­innar bendir líka til þess. Hann hefur komið í þrjú við­hafn­ar­við­töl í þremur mis­mun­andi prent­miðlum hér­lend­is, birtir hafa verið heilu kafl­arnir úr bók­inni í öðrum og Face­book- og Goog­le-aug­lýs­ingar um hana virð­ast elta mig á rönd­um, en ef smellt er á þær þá endar þú inni á btb.is, sem er blogg­síða Björg­ólfs Thors á íslensku. Þeirri blogg­síðu hefur verið haldið úti árum saman til að „leið­rétta mis­skiln­ing“ í umræðu um mál­efni Björg­ólfs Thors.

Höfundur hefur verið hundeltur af þessari auglýsingu fyrir bókina í netheimum. Höf­undur hefur verið hund­eltur af þess­ari aug­lýs­ingu fyrir bók­ina í netheim­um.

Stuttur gúggl-hringur leiddi líka í ljós að eina sjá­an­lega umfjöllun um bók­ina í erlendum fjöl­miðlum er á heima­síðu For­bes þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þess ber að geta að Björgólfur Thor nefnir það oft, raunar mjög oft, í bók­inni að hann hafi kom­ist á lista For­bes yfir rík­ustu menn heims.

Hitt leið­ar­stefið er að alþjóð­legi fjár­festir­inn Björgólfur Thor sé  til­bú­inn í bát­anna reynsl­unni rík­ari. Hann hafi lært af upp­sveifl­unni og enn meira af nið­ur­sveifl­unni. Bókin er þar af leið­andi yfir­lýs­ing um end­ur­komu hans á stóra svið­ið.

Gagn­rýnir föður sinn harka­lega



Bókin er heið­ar­leg að mörgu leyti. Það varð alræmt þegar fyrsta upp­lag af sögu Thorsar­anna eftir Guð­mund Magn­ús­son var fargað vegna þess að Björgólfur Guð­munds­son, faðir Björg­ólfs Thors, átti að hafa verið ósáttur með að minnst væri á hjóna­band Þóru konu sinnar við George Lincoln Rockwell, stofn­anda Nas­ista­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um. Björgólfur Thor er ekk­ert að reyna að fela þá for­tíð móður sinn­ar, heldur rekur hana snemma í bók­inni og birtir meira að segja mynd af Rockwell með nas­ista­band á upp­hand­leggn­um.

Björgólfur Thor tjáir sig lika um per­sónu­lega hluta til­veru sinnar og hvernig gljá­lífið á snekkj­unum og í einka­flug­vél­unum hafi verið holt og inn­an­tómt. Hrunið hafi reynt mjög á sam­band hans við Krist­ínu konu hans sem hafi verið í miklu upp­námi vegna atburð­anna sem riðu yfir Ísland og þeirra afleið­inga sem þeir höfðu á margt fólk í kringum hana. Sagan af því þegar Fjár­mála­eft­ir­litið er að taka yfir Straum, en þá er Björgólfur á fæð­ing­ar­deild­inni þar sem Kristín er að eign­ast annað barn þeirra, er líka sterk. Í henni sést sá dans sem hann er að stíga milli þess að vera venju­leg mann­eskja sem er að taka á móti barn­inu sínu og þess að vera ein­hver ofur­fjár­festir og valda­maður sem þarf að hoppa fram á gang til að taka sím­töl milli hríða vegna þess að bank­inn hans er að falla.

Björgólfur Thor gagnrýnir fjárfestingar föðurs síns í eignum á borð við enska knattspyrnufélaginu West Ham United harkalega í bókinni. Hér sést Björgólfur eldri með Eggerti Magnússyni, sem var stjórnarformaður félagsins um tíma. Björgólfur Thor gagn­rýnir fjár­fest­ingar föð­urs síns í eignum á borð við enska knatt­spyrnu­fé­lag­inu West Ham United harka­lega í bók­inni. Hér sést Björgólfur eldri með Egg­erti Magn­ús­syni, sem var stjórn­ar­for­maður félags­ins um tíma.

Hann gagn­rýnir föður sinn nokkuð harka­lega í bók­inni og segir hann hafa hagað sér meira eins og stjórn­mála­maður en við­skipta­maður vegna þess að hann hafi verið of sólgin í við­ur­kenn­ingu heima fyr­ir. Björgólfur eldri hafi fengið upp­reist æru með því að kaupa Lands­bank­ann eftir Haf­skips­málið og hann hafi baðað sig í dýrð­ar­ljóma þess.

Björgólfur Thor segir að það hafi komið honum á óvart að sú upp­hefð hefði ekki dugað föður sín­um.  „Mér að óvörum þá var þetta ekki nóg fyrir hann. Hann byrj­aði að spila Monopoly-­leik­inn sem var í gangi á Íslandi á þessum tíma og hóf að fjár­festa í því sem ég myndi kalla sig­ur­tákns-fjár­fest­ingar (e. trophy assets) og að taka lán til þess[...]Fjár­fest­ing hans í enska knatt­spyrnu­lið­inu West Ham United, sem mér fannst vafasöm, stað­festi þetta fyrir mér­[...]Það er sorg­legt vegna þess að hann hefði örugg­lega lifað af ef hann hefði verið sáttur með stöðu sína í Lands­bank­an­um. Það voru hinar fjár­fest­ing­arnar hans sem skil­uðu honum í vand­ræð­i“.

Björgólfur Thor segir að faðir sinn hafi í upp­vext­inum verið maður sem bar það alltaf með sér að hafa verið rang­læti beittur og sem sótt­ist eftir að end­ur­heimta æru sína. Það hafi hins vegar ekki verið rang­læti sem felldi föður hans í þetta skipt­ið, heldur dramb. „Í þetta skiptið vil ég ekki að hann falli í þá gildru að halda að það sem gerð­ist fyrir hann í hrun­inu hafi verið öllum öðrum að kenna. Það var það ekki, og ég held að hann sé í ferli við að sætta sig við það“.

Sjálfs­t­rétt­læt­ing­ar­reið



Seinni hluti bók­ar­innar er á köflum mikil rétt­læt­ing­ar­reið þar sem allur fókus er á að „leið­rétta rang­færsl­ur“ um við­skipta­mál hans í hrun­inu. Á einum stað seg­ir: „Ég tjái mig núna aðal­lega vegna þess að ég vil af ástríðu að sann­leik­ur­inn komi fram og að spurn­ingum verði svar­að. Ekki vegna þess að ég vilji bjarga eigin orðstír“. Samt snýst þorri seinni hluta bók­ar­innar um að sýna fram á hvað aðrir gerðu rangt.

Björgólfur Thor er þeirrar skoð­unar að fall íslenska banka­kerf­is­ins hafi fyrst og síð­ast orðið vegna alþjóð­legra aðstæðna, þótt íslenskir stjórn­endur bank­anna geti ekki und­an­skilið sig ein­hverri ábyrgð. Þetta er í grunn­inn alveg rétt. Hrunið hefði verið óum­flýj­an­legt á Íslandi vegna þess að við vorum svo tengd alþjóða­fjár­málaum­hverf­inu.

En umfang þess skrif­ast á bank­anna, stjórn­mála­menn­ina og eft­ir­lits­leys­ið. Sá ósjálf­bæri vöxtur sem átti sér stað vegna þess að lánsfé var mokað inn í illa rekna banka, og út þaðan til vafa­samra við­skipta­jöfra sem spil­uðu síðan skuld­settan Mata­dor á alþjóða­vett­vangi þar sem eignir voru iðu­lega keyptar á súr­r­eal­ísku yfir­verði.

Björgólfur Thor er þeirra skoð­unar að íslensku bank­arnir hafi verið gerðir að blóra­bögglum kerfis sem sé sjálft helsti söku­dólgur hruns­ins. Það hafi hentað þeim sem séu til vinstri í póli­tík að halda þessu fram, þar sem það stað­festi nei­kvæða skoðun þeirra á kapital­isma og færði þeim völdin í land­inu, og þeim sem eru til hægri, vegna þess að þetta beindi athygl­inni frá mislukk­aðri efna­hags­stefnu þeirra í aðdrag­anda hruns­ins.  Þetta er líka rétt að vissu leyti, en hálf­sann­leik­ur. Það er ekki bara hægt að kenna þeim sem skópu frelsið, og áttu að fylgj­ast með leik­regl­unum en gerðu það illa eða ekki, um hvernig fór. Þeir sem brutu regl­urnar og fóðr­uðu dýrið bera líka ábyrgð. Mikla ábyrgð.

Mældir eftir stærð



Björgólfur Thor leggur mikið upp úr því að láta ekki flokka sig með hinum íslensku útrás­ar­vík­ing­unum vegna þess að hann hafi búið svo lengi erlend­is. Aðal­rök­semd­ar­færslan er sú að hann hafi þénað pen­ing­anna sína í útlöndum og komið með þá aftur til íslands, á meðan að „hin­ir“ hafi fengið allt sitt að láni á Íslandi.

Samt seg­ist Björgólfur Thor hafa verið drif­inn áfram af sam­keppni við þennan sama hóp. Í bók­inni seg­ir: „Hvernig greini ég hvernig ég hugs­aði og hegð­aði mér í aðdrag­anda hruns­ins? Ég verð að við­ur­kenna að, í miklum mæli var ég drif­inn áfram af per­sónu­legri sam­keppni. Flestir lyk­il­leik­end­urnir [á Íslandi] voru á svip­uðum aldri, fæddir í höf­uð­borg­inni og höfðu gengið í sömu skól­anna. For­stjórar stóru bank­anna þriggja voru meira að segja gamlir and­stæð­ingar úr stúd­entapóli­tík­inni í Háskóla Íslands. Við vorum allir með­vit­aðir um hvorn annan og að við vorum mældir eftir stærð okk­ar.“

Lán Deutsche Bank til Björgólfs Thors, þegar hann tók Actavis af markaði, var eitt mesta, ef ekki mesta, vandræðamál bankans eftir hrun. Lán Deutsche Bank til Björg­ólfs Thors, þegar hann tók Act­a­vis af mark­aði, var eitt mesta, ef ekki mesta, vand­ræða­mál bank­ans eftir hrun.

Þarna virð­ist Björgólfur Thor vera komin í ákveðna mót­sögn við sjálfan sig. Hann vill ekki setja sig í sama hóp og „hin­ir“ en seg­ist samt hafa verið drif­inn áfram af sam­keppni við þá. Það er líka ekki alveg rétt að hann hafi ekki verið á meðal stóru lán­tak­enda íslensku bank­anna og hafi ekki átt mikið hér­lend­is. Act­a­vis, stærsta eign Björg­ólfs Thors í dag, er til dæmis upp­haf­lega að öllu leyti íslensk eign. Þeir pen­ingar sem hann fékk lán­aða hjá Deutsche Bank árið 2007 til að taka Act­a­vis af mark­aði, og setti þann bankarisa næstum á kál­ið, runnu að hluta til íslenskra apó­tek­ara og lyfja­fræð­inga sem komið höfðu að stofnun þeirra fyr­ir­tækja sem síðar runnu inn í Act­a­v­is. Það eru risa­vaxnar fjár­hæðir sem gerðu margar íslenskar fjöl­skyldur feyki­lega ríkar yfir nóttu.

Björgólfur Thor tók líka fullt af pen­ingum að láni hjá bæði fjár­fest­inga­bank­anum Straumi, sem hann átti stóran hluta í, og Lands­bank­an­um, þar sem þeir feðgar voru kjöl­festu­fjár­fest­ar. Skuldir hans við Lands­bank­ann juk­ust til að mynda um tæpan millj­arð evra, um 150 millj­arða króna, á síð­ustu 19 mán­uðum fyrir hrun.

Hann á auk þess Nova, hlut í CCP og Verne Hold­ings hér­lend­is. Björgólfur Thor hefur því fjár­fest fullt á Íslandi.

Jón Ásgeir „of stór til að falla“



Það er ekki hægt að skilja Björgólf Thor öðru­vísi en að íslenska ríkið hefði átt að sleppa því að reyna að bjarga Glitni (með þjóð­nýt­ingu) og Kaup­þingi (með gölnu láni Seðla­bank­ans) og þess í stað lána Lands­bank­an­um. Ríkið hefði sem­sagt átt að bjarga bank­anum hans Björg­ólfs Thors.

Hann er líka þeirrar skoð­unar að ríkið hafi fellt fjár­fest­inga­bank­ann hans Straum með því að lána honum ekki pen­ing til að lifa lengur þegar hann átti ekk­ert lausa­fé.

Íslenska banka­kerfið var ekki bara troð­fullt af vondum lánum til vafa­samra karakt­era sem keyptu of dýrar eignir á verði sem þeir gátu aldrei selt þær aftur á. Kross­eign­ar­tengsl gerðu það líka að verkum að félli einn þá myndu allir falla. Björgólfur Thor víkur meira að segja að þessu í bók­inni þegar hann ræðir um sam­band Lands­bank­ans við Baug, fjár­fest­inga­fé­lag Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, en Jón Ásgeir og félög tengd honum voru einn stærsti lán­tak­andi bank­ans, og reyndar allra bank­anna.

Samkvæmt gögnum tengdum málinu sem Kjarninn hefur undir höndum gerðu þeir Jón Þórisson, þáverandi forstjóri VBS fjárfestingabanka, og Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi stjórnarformaður og aðaleigandi FL Group, með sér samkomulag um að FL Group myndi leggja inn í VBS peningamarkaðsinnlán. Þau átti síðan, samkvæmt samkomulaginu, að nota til að kaupa hlutabréf í FL Group. „Hann ætl­aði sér bara að fá lánað upp að hámark­inu og segja síðan „ég er of stór til að falla,“ segir Björgólfur Thor um Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem fór fyrir fjár­fest­inga­fé­lag­inu Baugi og tengdum aðil­u­m.

Í bók­inni seg­ist Björgólfur Thor hafa verið mjög skept­ískur á sam­band Lands­bank­ans við Baug, enda hafi Baugur alltaf verið að kaupa eign­ir, yfir­leitt á yfir­verði, en félagið hafi nán­ast aldrei selt neitt nema til ann­arra félaga innan Baugs-klíkunnar til að búa til ein­hvern sýnd­ar­hagnað á papp­ír­um. Þetta er kor­rétt grein­ing hjá Björgólfi Thor og hann gagn­rýnir auk þess bank­ana fyrir að hafa fylgt Jóni Ásgeiri í blindni. Hann hafi enda ekki haft neinn áhuga á að semja niður þau gjöld sem hann greiddi bönkum fyrir lán­tökur og aðra fjár­mála­þjón­ustu. „Hann ætl­aði sér bara að fá lánað upp að hámark­inu og segja síðan „ég er of stór til að falla““.

Vanda­málið við íslenska kerfið var að það voru of margir sem voru of stórir til að falla eftir lána­fyll­erí upp­gangs­ár­anna og redd­ing­ar­skíta­mix síð­ustu mán­að­anna fyrir hrun. Það var orðið ljóst að ef einn myndi falla þá myndu allir falla. Það var ekki hægt að bjarga nein­um.

Það að ætl­ast til þess að félaust ríki og seðla­banki í for­dæma­lausri kreppu bjargi fjár­fest­inga­banka sem á ekki lausafé til að lifa af nokkrum mán­uðum eftir alls­herj­ar­hrun, líkt og Björgólfur Thor hefur sagt að hefði átt að gera með Straum, hefur alltaf horft við mér eins og fásinna.

Er fram­þróun sjálf­bær?



Í grunn­inn er „Billions to Bust – and Back“ því sjálfs­rétt­læt­ing­ar­saga og bók hróp­andi mót­sagna. Hún er upp­gjör manns sem finnst tíma­bært að hann snúi aftur á stóra sviðið í alþjóð­legum við­skiptum og manns sem finnst að hann eigi ekki lengur að þurfa að fela sig þegar hann gengur um í heima­landi sínu.

En Björgólfur Thor fær líka fullt af stigum fyrir að stíga fram og reyna að gera upp með þessum hætti. Hann sýnir á sér per­sónu­lega hlið og fær aug­ljós­lega mik­inn fag­mann til að skrá­setja sög­una, því frá­sögnin er mjög skemmti­leg og vel fram­sett.

Á loka­spretti bók­ar­innar setur Björgólfur Thor sig í heim­speki­legar stell­ingar og spáir fyrir um hver helstu úrlausn­ar­efni fram­tíðar verða. Hann segir líka að síð­ustu kyn­slóðir hafi allar alist upp við það að þær muni hafa það betur en for­eldrar þeirra en að nú séu blikur á lofti um hvort slík þróun geti raun­veru­lega haldið áfram.

Það er rétt­mæt og alvar­leg athuga­semd hjá hon­um. Og ef það á að takast að halda áfram að búa til sífellt betri heim þá þarf að læra af mis­tök­un­um. Til þess er nauð­syn­legt að fá sýn á allar hliðar þeirra. Meira að segja þær sem maður er ósam­mála.

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None