Umbrot í flóknasta samfélagi jarðar

Jón Ormur Halldórsson skrifar um stöðu mála á Indlandi.

Auglýsing

Hvert sem fólk fer að lok­inni lang­ferð um Ind­land er lík­legt að því þyki vistin í fyrstu frekar dauf­leg og fréttir í heima­högum heldur fátæk­leg­ar. Ind­land er ein sam­felld árás á öll skiln­ing­ar­vit þess sem þangað fer. Ekki þarf langa dvöl í land­inu til að finna þá til­finn­ingu að á Ind­landi sjá­ist veru­leiki mann­kyns­ins skýrar en á nokkrum öðrum stað. 

En tíð­inda­leysi og fábreytni hafa sína kosti eins og við sjáum nú á tímum Covid. Á Ind­landi hafa fyr­ir­sjá­an­leg og marg­spáð ósköp nú dunið yfir. Og því má treysta að þetta er allt meira og skelfi­legra en opin­berar heim­ildir gefa til kynna. Opin­berum upp­lýs­ingum er ekki lengur treystand­i.  

Ind­landi er nú stýrt af ein­örðum þjóð­ern­ispopúlistum sem hafa síð­ustu árin haldið uppi stans­lausum áróðri gegn vís­ind­um, almennri þekk­ingu, frjáls­lyndi, jafn­rétti og svo auð­vitað svik­semi vondra útlend­inga. Orð­ræðan er sum­part sér­stök og oft með miklum ólík­indum en skyld­leik­inn við fyr­ir­bæri á borð við Trump, Bol­sen­aro og fleiri af því sauða­húsi er aug­ljós. Þarna höfða klókir menn til heimsk­u­nnar í sam­fé­lag­in­u. 

Ind­land er lyk­il­ríki 

Fleira fólk býr á Ind­landi en í gjör­vallri Amer­íku frá norð­ur­skauti til suð­ur­póls. Tvö­falt fleira fólk er þar en í allri Evr­ópu að Rúss­landi með­töldu. Og tals­vert fleira en til sam­ans í öllum 55 ríkjum Afr­íku. Þótt mjög hafi dregið úr mann­fjölgun bæt­ist eins og ein íslensk þjóð við íbúa­tölu Ind­lands á hverjum níu dög­um. Fyrir fáum árum tók þetta sex daga. Núna er fjölg­unin svona eins og ein Dan­mörk á lið­lega fjög­urra mán­aða frest­i. 

Fjórar meg­in­spurn­ingar um Ind­land snerta heim­inn öðrum frem­ur. Sú fyrsta verður ekki rædd hér að sinni en hún er um heim­spóli­tík­ina. Spurn­ingin um hvort Kína verður hnatt­rænt risa­veldi eða svæð­is­bundið stór­veldi hverf­ist öðru fremur um áhrif ríkja á Ind­lands­hafi en við það haf búa nú öllu fleiri en við Atl­ants­haf. Afstaða Ind­verja til sam­starfs við Vest­ur­lönd til að sporna við Kína mun skera úr í því máli. 

Auglýsing
Önnur spurn­ingin er bæði efna­hags­leg og þjóð­fé­lags­leg og um leið bæði inn­lend og alþjóð­leg. Hún er um það hvort Ind­land verður opnað í rík­ara mæli fyrir alþjóð­leg við­skipti og um leið sam­keppni. Landið er enn til­tölu­lega lokað og gíf­ur­leg auð­söfnun stærstu fyr­ir­tækja lands­ins snýst oftar en ekki um að tryggja sér aðstöðu í fákeppn­isum­hverfi sem oft krefst póli­tískra tengsla. Þetta er í senn spurn­ing um fram­tíð atvinnu­lífs í landi þar sem 20 millj­ónir manna bæt­ast við vinnu­aflið á hverju ári, og einng, vegna fyr­ir­ferðar Ind­lands, spurn­ing um þróun hag­kerfis heims­ins.  

Þriðja spurn­ingin um Ind­land er um lýð­ræði og mann­rétt­indi. Auk þess að vera heim­kynni nærri fimmta hvers manns á jörð­inni mun Ind­land gefa sterkan tón hvað þetta varðar um víða ver­öld. Í þessum efnum er Ind­land hrein­lega á kross­götum og horf­urnar sum­part ískyggi­leg­ar. Fjórða spurn­ingin snýr síðan að því hvort Ind­land, sem mengar orðið meira en öll önnur ríki að Kína og Banda­ríkj­unum frá­töld­um, nær tökum á umhverf­is­mál­u­m.  Lítum aðeins fyrst til aðstæðna á Ind­land­i.  

Ótrú­legt sam­fé­lag

Ind­land er á alla lund lygi­leg­asta sam­fé­lag jarð­ar. Þær línur sem skera það eru fleiri og fjöl­þætt­ari en ger­ist í nokkru öðru ríki heims. Þeim hlutum sem skipta fólki í aðgreindar þjóðir í Evr­ópu ægir saman í þessu óraflókna ríki. Stórar „þjóðir" innan rík­is­ins skipta að minnsta kosti tugum á venju­leg­ustu mæli­kvarða. Tungu­málin eru talin í hund­ruð­um, þau eru á milli 400 og 780 eftir því hvernig menn flokka tungu­mál. Sum þeirra eru að upp­runa skyld­ari  íslensku en tungu­málum sem eru töl­uðu í nálægum hér­uð­um. Ólík­ustu let­ur­kerfi óskyld­ustu tungu­mála blasa líka við á braut­ar­stöðvum þegar fólk ferð­ast frá einum lands­hluta til ann­ars. Trú­ar­brögðin eru ævin­týra­lega fjöl­breytt og menn­ing ekki aðeins marg­brotin heldur alls staðar allt um lykj­andi. Til við­bótar kemur erfða­stétta­kerfið með sínar tug­þús­undir und­ir­stétta. Fæstir heima­menn vilja ræða þessi kerfi við útlend­inga en þau eru þó enn einn mik­il­væg­asti þáttur sam­fé­lags­ins. Evr­ópa með sín 40 ríki virkar stundum sem einn eins­leitur staður í sam­an­burði við Ind­land. Og það gerir hið fjöl­breytta Kína lík­a.      

Ind­land spannar alla skala

Ind­verjar smíða sína eigin gervi­hnetti, kjarn­orku­ver og kjarn­orku­sprengjur og hafa sent geim­far til Mars. Stór hluti þjóð­ar­innar hefur þó tæp­ast aðgang að hreinu vatni, sal­ern­um, eða lág­marks­mennt­un. Þriðj­ungur snauð­ustu manna í heim­inum býr á Ind­landi. Þar deyja þús­undir barna á hverjum ein­asta degi úr ýmis konar afleið­ingum fátækt­ar. 

Frum­stæður búskapur eða dag­launa­vinna er hlut­skipti meiri­hluta fólks. Ind­land fram­leiðir hins vegar lítið færri bíla en Þýska­land og fleiri en Frakk­land og Bret­land til sam­ans. Ind­versk fyr­ir­tæki eiga stærstu stálfyr­ir­tæki Evr­ópu og stærsta bíla­fram­leið­enda Bret­lands sem fram­leiðir Jaguar og Range Rover. Ind­land er á bak við meira en tíunda hluta af lyfja­fram­leiðslu heims­ins. Ind­versk fyr­ir­tæki í upp­lýs­inga­tækni, hug­bún­aði og iðn­að­ar­hönnun eru á meðal leið­andi fyr­ir­tækja í hátækni á heims­vís­u. 

Ástand mennt­unar á Ind­landi er með því versta utan Afr­íku og millj­ónir yfir­gefa skóla á hverju ári án þess að hafa lært mikið sem að gagni gæti kom­ið. Þar eru hins vegar einnig háskólar sem eru leið­andi á heims­vísu og hund­ruð þús­unda ung­menna útskrif­ast á hverju ári með háskóla­menntun í raun­grein­um. Hátt í tutt­ugu millj­ónir ung­menna bæt­ast við vinnu­afl Ind­lands á hverju ári en aðeins fjórð­ungur þeirra hefur aðgang að sæmi­legum störf­um.    

Húsið hans Mukesh

Það er ansi víða á Ind­landi sem mönnum nægir að snúa sér í hálf­hring til að sjá hinar ótrú­leg­ustu gjár í sam­fé­lag­inu. Í Mumbai, rík­ustu borg Ind­lands, búa millj­ónir manna í hroða­leg­um  fátækra­hverfum sem blasa við augum strax við lend­ingu á flug­velli borg­ar­innar og teygja sig að því er virð­ist út í hið enda­lausa og um leið inn á gang­stéttir jafn­vel rík­ustu hverfa borg­ar­inn­ar. Í einu af þeim hverfum blasir við stærsta ein­býl­is­hús heims­ins. Svo ótrú­lega sem það kann að hljóma þá er þetta ein­býl­is­hús nær tvö­falt hærra en turn Hall­gríms­kirkju. Og þó ekki nema á 30 hæðum því hátt er til lofts. Mukesh Ambani, snjall biss­ness­maður og annar tveggja bræðra sem erfðu mikla fyr­ir­tækja­sam­steypu frá föður sín­um, lét fyrir fáum árum byggja þetta hús sem kost­aði um tvö­hund­ruð og fimm­tíu millj­arða króna. Fimm full­orðnir eru í heim­ili hjá Mukesh en 600 aðstoða við heim­il­is­störf­in. Húsið stendur á lóð sem fjöl­skyldan söls­aði undir sig með ofríki og fyrir lítið verð en þar stóð áður mun­að­ar­leys­ingja­hæli. Frá efri hæðum húss­ins má horfa yfir risa­stór fátækra­hverfi þar sem meiri­hluti barna nær ekki við­un­andi þroska vegna vannær­ing­ar.      

Banda­lag þjóð­ern­ispoplúlista og auð­manna

Þeir ríku eru hetjur þjóð­ern­ispopúlista og Mukesh Ambani er alveg sér­stakur vinur og aðdá­andi Mod­is. Hags­munir þess­ara hópa tengj­ast líka með beinum hætti. Auður flestra rík­ustu fjöl­skyldna lands­ins bygg­ist á rík­is­var­inni aðstöðu í fákeppni ind­verska hag­kerf­is­ins. Á meðan er örsnauðum almenn­ingi lands­ins haldið hug­föngnum af sögum um yfir­burði alls þess sem ind­verskt er og af eilífri bar­áttu þjóð­ar­innar við vonda útlend­inga. Þær sögur líkj­ast stundum meira leik­húsi fárán­leik­ans en ein­földum ævin­týrum um hrein­leika hindúism­ans, útlenda spill­ingu, sér­staka vonsku múslima og stór­kost­lega yfir­burði ind­versku þjóð­ar­inn­ar. Sumt af þeim þjóð­ern­is­þvætt­ingi sem boðið er uppá af ráða­mönnum kann að virka hlægi­legur en hann gerir það áræð­an­lega ekki fyrir þær tæp­lega 300 millj­ónir manna sem ekki aðhyll­ast hindúisma á Ind­landi og eru í vax­andi mæli jað­ar­settir í sam­fé­lag­inu. Og ekki heldur fyrir þá mörgu af hindúíska meiri­hlut­anum sem aðhyll­ast frjáls­lyndi, virkt mál­frelsi, þekk­ingu og almenna skyn­sem­i.      

Þrek­virki Ind­verja

Ólíkt því sem var í flestu fátækum löndum tókst Ind­verjum að byggja upp þrótt­mikið lýð­ræði strax á fyrstu ára­tug­unum eftir að nýlendu­tím­anum lauk. Breska keis­ara­dæmið á Ind­landi var hryggjar­stykkið í hinum evr­ópska nýlendu­heimi sem hrundi eftir lok síð­ari heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Nú búa 1800 millj­ónir manna, nær fjórð­ungur íbúa heims­ins, í lönd­unum sem áður lutu breska keis­ara­rík­inu á Ind­landi. Það segir nokkra sögu um nýlendu­tím­ann og eðli hans að við upp­haf þessa tíma var fimmt­ungur allrar iðn­fram­leiðslu heims­ins á Ind­landi en um 2% við lok hans.

Auglýsing
Á rústum þess rík­is, úr hungri, örbirgð og nið­ur­læg­ingu nýlendu­tím­ans tókst Ind­verjum að byggja upp rétt­ar­ríki, þrautseigt lýð­ræði og umburð­ar­lynt sam­fé­lag þótt efna­hag­ur­inn batn­aði hægt. Fyrir þau þrek­virki naut Ind­land aðdá­unar víða um heim. Það má gagn­rýna lýð­ræðið þarna sem ann­ars staðar en ind­verskar kosn­ingar eru á meðal stór­feng­leg­ustu sjón­leikja í heim­in­um. Þar eru atkvæði úr hund­ruð þús­unda kjör­deilda talin sam­visku­sam­lega, furðu hratt og af almennum heil­ind­um. Kosn­inga­kerfið hefur á marga lund virkað betur en kosn­inga­kerfi í Banda­ríkj­un­um. 

Ískyggi­leg þróun

Nú hallar hins vegar mjög undan fæti. Póli­tík og sam­fé­lags­um­ræða hefur illi­lega súrnað með upp­gangi og valda­töku þjóð­ern­ispopúlista. Þeir þrengja sífellt meira að minni­hluta­hópum sem þeir telja tæp­ast og jafn­vel alls ekki til hinnar göf­ugu ind­versku þjóð­ar. Um leið draga stjórn­völd úr sjálf­stæði fjöl­miðla sem mest þau mega og flestir þeirra virka líka núorðið eins mál­gögn sitj­andi stjórn­ar. Það sama má segja um sjálf­stæði dóm­stóla, emb­ætt­is­manna­kerfis og háskóla. Allt þetta sætir sífellt svæsnari árásum leið­toga rík­is­ins. 

Varnir gegn fram­rás hat­urs­orð­ræðu öfga­fullra stjórn­mála­manna hafa verið mátt­litlar og miklu minni en flestir hefðu treyst fyrir aðeins fáum árum síð­an. Stjórn­ar­and­staðan er bæði sundruð og for­ystu­laus en stærsti flokkur henn­ar, Con­gress­flokk­ur­inn sem lengi stjórn­aði Ind­landi hefur misst til­trú flestra Ind­verja. Frjáls­lyndir mennta­menn sem eru bæði fjöl­mennir og háværir á Ind­landi hafa ekki náð vopnum sínum síð­ustu árin.   

Ind­land stefnir nú hrað­byr í átt frá þeim gildum sem áunnu rík­inu lof og aðdáun víða um heim. Covid hefur hins vegar lík­lega opin­berað fyrir mörgum Ind­verjum að ein­faldar og seið­andi sögur popúlista virka ekki sem stjórn­ar­stefna. Það er af þeirri ein­földu ástæðu að þjóð­ern­ispopúl­ismi byggir alltaf á dekri við hug­ar­óra en ekki við­ur­kenn­ingu á veru­leik­an­um.  

Meng­að­asta land í heimi

Fimmtán af tutt­ugu meng­uð­ustu borgum heims eru á Ind­landi. Virtir vís­inda­menn hafa áætl­að, m.a í grein í The Lancet, að meira en tvær millj­ónir Ind­verja deyi á hverju ári vegna meng­un­ar. Ótaldar millj­ónir bíða að auki var­an­legt heilsutjón vegna meng­unar í lofti, einkum í borg­um, og í vatni, sem veldur dauða mik­ils fjölda barna á degi hverj­um. Við­brögð stjórn­valda hafa verið fum­kennd. Sjálf höf­uð­borg­in, Del­hí, er talin meng­að­asta stór­borg ver­ald­ar. Jafn­vel að því gefnu að Ind­land er fátækt ríki sem verður að knýja fram efna­hags­legan vöxt til að vinna sig úr almennri örbirgð hefur stefna stjórn­valda í umhverf­is­málum á síð­ustu árum verið for­dæm­an­leg. Kenn­ingar Modi og hans manna um óskorað full­veldi og algert sjálf­stæði alveg ein­stakrar  þjóðar með ríka sér­stöðu eru ekki góður grunnur fyrir stefnu í umhverf­is­málum sem snerta alla menn alls stað­ar. Banda­lag þjóð­ern­is­sinna við auð­menn lands­ins er það enn síð­ur­.   

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit