Árið 2014: Við, Íslendingar

arid2014-helgihrafn.jpg
Auglýsing

Gefum okkur mann­eskju frá Banda­ríkj­un­um. Hún hefur sér­stakan áhuga á íslenskri tungu, sögu og menn­ingu. Hún kemur hingað til lands, lærir fyrr­greinda hluti af mik­illi áfergju og eign­ast hér við til­efnið marga vini. Hún er dug­leg, viljug til að vinna við hvað sem er, borgar sína skatta og sem fyrr greinir lærir tungu­málið af áhuga og elju­semi. Hún kemst aldrei í kast við lög­in. Hún forð­ast allar syndir og upp­fyllir allar sínar skyldur sem ábyrgur með­limur sam­fé­lags­ins.

Helgi Hrafn Gunnarsson Helgi Hrafn Gunn­ars­son

Þessi mann­eskja hefur enga lög­lega leið til atvinnu á Íslandi eða dvalar lengur en þrjá mán­uði.

Auglýsing

Þá segir ein­hver: „Já, en hún er hluti af íslensku sam­fé­lagi, hún kann íslensku, við eigum marga sam­eig­in­lega vini, hún vinnur fyrir sér, vissu­lega hlýtur að vera ein­hver leið...“ - en svarið er nei. Það er engin leið. Þessi mann­eskja er ekki vel­komin á Íslandi sam­kvæmt íslenskum lög­um, hún mun ann­að­hvort fara af landi brott eða vera hér í leyf­is­leysi með til­heyr­andi vand­kvæðum og þannig er það.

Hvað sem þeir heita, hvað sem þeir gera og hvað sem þeir eru, þá kall­ast þeir útlend­ingar og þeim skal sam­fé­lagið verjast, með lög­gjöf. Þessi lög­gjöf heitir „Lög um útlend­inga“ og er nr. 96/2002.

Mörg ljón í veg­inum



Það er algengur mis­skiln­ingur að hingað geti fólk að jafn­aði flutt ef það stendur sig. Kannski er það vegna þess að núorðið kemur hingað árlega ansi mikið af ferða­mönnum og því eng­inn hissa á því að hitta útlend­inga hvar sem er á land­inu. Það er reyndar bless­un­ar­lega auð­velt fyrir EES-­borg­ara að setj­ast hér að, sem betur fer. En stað­reyndin er sú að ef ein­hver utan EES-­svæð­is­ins vill vera hér í meira en þrjá mán­uði, þá eru ansi mörg ljón í veg­in­um. Oft og tíðum er til­fellið reyndar hrein­lega að við­kom­andi fær ekki að vera hér, sama hvað tautar og raul­ar. Jafn­vel ef við gerum ráð fyrir hinni full­komnu mann­eskju sem vinnur fulla vinnu og gott bet­ur, borgar sína skatta, heldur sig innan ramma lag­anna og er reiprenn­andi á íslenska tungu, þá er hinn ein­faldi sann­leikur sá að ekk­ert af þessu er nóg. Þetta er ekki fram­tíð­ar­á­ætlun ein­hverra íhalds­samra þjóð­rembu­afla, heldur raun­veru­leik­inn eins og hann er í dag.

Útlend­ingur má reyndar setj­ast hér að, ef við, Íslend­ing­ar, höfum sér­staka hags­muni af hon­um, svosem ef hann hefur sér­fræði­þekk­ingu sem okkur Íslend­ingum hefur mis­tek­ist að afla eða halda, en þá bara ef það er skortur á henni. Nú, eða ef hann hefur sér­stök fjöl­skyldu­tengsl hér­lend­is, en þá bara ef þau eru mjög náin og hann getur sannað þau með óyggj­andi hætti. En jafn­vel þessar leiðir eru í reynd hugs­aðar fyrir Íslend­inga en ekki útlend­inga, því Íslend­ingur gæti jú þurft erlendan sér­fræð­ing eða viljað hafa náskyldan ætt­ingja nálægt sér.

Útlend­inga­lög­gjöf til að halda Íslandi fyrir Íslend­inga



Út­lend­inga­lög­gjöfin er nefni­lega í grund­vall­ar­at­riðum hugsuð til þess að halda Íslandi fyrir Íslend­inga. Andi hennar er ekki sá að vernda land og þjóð gegn ein­hverjum glæpa­mönnum og aum­ingjum frá Íslandi, heldur til þess að halda öllum frá Íslandi, með ein­ungis örfáum und­an­tekn­ingum sem eru skýrt afmark­að­ar, und­an­tekn­inga­lítið út frá meintum hags­munum Íslend­inga sjálfra.

En gleymum nú efna­hagnum í smá­stund og lítum aðeins á útlend­inga sem fólk. Þannig er það með fólk að ein­hvers staðar þarf það að vera.

Þá má gjarnan und­ir­strika orðið „meint­u­m“. Fólk er nefni­lega fjár­sjóð­ur, ekki bara menn­ing­ar­lega og sam­fé­lags­lega, heldur efna­hags­lega. Hér komum við að einu af því allra vit­laus­asta við lög um útlend­inga, en það er hug­takið „at­vinnu­leyf­i“. Firran í þessu hug­taki er mikil og hún er tví­þætt.

Fyrst og fremst felst hún í því að án atvinnu getur útlend­ingur hvorki tekið þátt í að byggja upp inn­viði sam­fé­lags­ins né ýtt undir verslun og þjón­ustu að neinu ráði.

Hin er sú rang­hug­mynd að atvinna sé tæm­andi auð­lind. Sú hug­mynd hlýtur reyndar að spretta úr ein­hvers konar for­dómum vegna þess að eng­inn virð­ist hafa sér­stakar áhyggjur af því að fólks­fjölgun valdi atvinnu­leysi. Ástæðan er ein­föld; hug­myndin er út í hött. Atvinna skap­ast við mann­legar þarfir og því fleira fólk sem er til stað­ar, því meiri er atvinn­an. En án atvinnu­leyfis er fólk hins­vegar útundan í hringrás efna­hags­ins og það er fyrst og fremst undir þeim kring­um­stæðum sem útlend­ing­ur, eða reyndar Íslend­ingur ef út í það er far­ið, verður nokk­urs konar efna­hags­leg byrði. Ef maður ímyndar sér í eitt augna­blik að Íslend­ingar þyrftu sjálfir sér­stakt leyfi til að stunda atvinnu, þá ætti firran við þetta fyr­ir­komu­lag að verða aug­ljós. Það er full­komin sóun að meina fólki að vinna og engra hags­muna er gætt með því, allra síst Íslend­inga sjálfra.

En gleymum nú efna­hagnum í smá­stund og lítum aðeins á útlend­inga sem fólk. Þannig er það með fólk að ein­hvers staðar þarf það að vera.

Illska að meina fólki til­veru



Við Íslend­ingar erum eðli­lega ekki vanir því að þurfa að rétt­læta til­veru okk­ar, enda ekki krafa sem fólk á almennt að búa við. Sú hug­mynd að ein­stak­lingur hafi ekki til­veru­rétt er bless­un­ar­lega svo fjar­læg að við kunnum ekki að spyrja okkur að því hvað við myndum gera eða hvert við færum ef við misstum þann rétt. En við ættum í það minnsta að spyrja okkur og reyndar helst svara þeirri spurn­ingu. Ellegar horfast í augu við að það sé af illsku en ekki heimsku, að við meinum fólki til­veru sína hér.

Það er nefni­lega þýð­ing­ar­laust að tala um til­veru­rétt án rétt­ar­ins til að dvelja og vinna. Að dvelja og vinna er það sem fólk ger­ir, og ef við, Íslend­ing­ar, bönnum fólki það sjálf­krafa nema við höfum sér­staka ástæðu til ann­ars, þá skulum við ekki klappa okkur á öxl­ina fyrir að leyfa fólki að vera í friði. Það felst nákvæm­lega engin dyggð í því að góð­fús­lega leyfa fólki að vera í friði ann­ars stað­ar. Útlend­ingar mega næstum því alls staðar lifa í friði ann­ars stað­ar.

Það er kom­inn tími til að end­ur­skoða með gagn­rýnum augum þá meg­in­reglu að sér­staka ástæðu þurfi til að sam­þykkja ein­falda til­veru fólks hér­lend­is. Ef áhyggjan er sú að hingað komi of mikið af fólki í einu, þá má setja fjölda­tak­mark­anir í sam­ræmi við það, en þá skulu slíkar tak­mark­anir settar á þeim for­sendum og end­ur­skoð­aðar reglu­lega. Fyr­ir­komu­lagið eins og það er í dag er að útlend­ingum er sjálf­krafa og af ástæðu­lausu höfnuð til­vera hér­lend­is, nema sér­stök ástæða finn­ist fyrir því að heim­ila hana. Sú meg­in­regla ætti að vera nákvæm­lega í hina átt­ina.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None