Krefjandi aðstæður á íbúðamarkaði - Sár vöntun á litlum og meðalstórum íbúðum

Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman ítarlega skýrslu um stöðu mála á húsnæðismarkaði, og segir þar að ungt fólk eigi margt erfitt uppdráttar vegna þess hve erfitt er að kaupa fasteign.

reykjavík
Auglýsing

Ungt fólk á í erf­ið­leikum með að stíga skrefið inn á hús­næð­is­markað og dvelur lengur í for­eldra­húsum fyrir vik­ið. Eft­ir­spurn eft­ir litlum og með­al­stórum íbúðum eykst stöðugt, en fram­boðið hefur ekki fylg­t þeirri þró­un, og má meðal ann­ars rekja þær aðstæður til áfalls­ins sem ­bygg­inga­mark­að­ur­inn hér á landi varð fyrir við hrun­ið, þeg­ar fast­eigna­mark­að­ur­inn nær alveg botn­fraus, bygg­inga­kostn­aður rauk upp og aðgeng­i að lánsfé varð erf­ið­ara.

„Unga fólkið sem hyggst stíga sín fyrstu spor á hús­næð­is­mark­aðnum verður einna verst úti. Fjöldi fólks kemst ekki úr ­for­eldra­húsum og einnig má ætla að full­orðið fólk sem vill minnka við sig hafi ekki tök á því vegna skorts á litlu hús­næði og lít­illi eft­ir­spurn eftir stærri ­eignum þeirra,“ segir í nýrri skýrslu ASÍ, um stöðu mála á hús­næð­is­mark­aði, sem kom út í dag.

Húsnæðismarkaðurinn á höfuðbrogarsvæðinu. Mynd: ASÍ.

Auglýsing

Af hverju er lítið byggt?

Í henni kemur fram að til­tölu­lega hröð breyt­ing hafi verið á í­búða­mark­aði á Íslandi, þarsem 20,8 pró­sent þeirra sem á honum eru búi í leigu­hús­næði en hlut­fallið var 12,9 pró­sent árið 2008. Mikil og sár vöntun sé á upp­bygg­ingu íbúða til að mæta auk­inni eft­ir­spurn, enda fjölgar fólki til­tölu­lega stöðugt og stórar árangar að koma út á íbúða­markað á næstu árum. „Á ár­unum 2009-2013, var ein­ungis lokið við bygg­ingu 2.000 nýrra íbúða, en almennt er talið að byggja þurfi 1.500-1.800 nýjar íbúðir á ári hverju til þess að svara eðli­legri eft­ir­spurn miðað við þróun sam­fé­lags­ins. Þrátt fyrir mik­ið of­fram­boð íbúða sem byggðar voru á árunum fyrir hrun er mik­ill skortur á litl­u­m ­í­búðum sem henta til fyrstu kaupa. Þau rök heyr­ast oft að bygg­inga­reglu­gerð og hátt lóða­verð valdi háum bygg­inga­kostn­aði og kann það að vera hluti af ástæð­u þess að ekki sé farið að byggja meira,“ segir í skýrslu ASÍ.

Fleiri leigja

Þá sýni tölur þar sem þróun á íbúða­mark­aði er greind á ár­unum 2005 til og með 2013 að miklar og hraðar breyt­ingar séu leið­ast fram á í­búða­mark­aði, sem þurfi að huga vel að hvernig sé best að móta reglu­verk fyr­ir­. Eitt af því sem setji svip sinn á stöðu leigu­mark­að­ar­ins þessa stund­ina, og rýrir fram­boð almennra leigu­í­búða, er fjöldi íbúða sem ein­stak­lingar leigja til­ ­ferða­manna. „Eins og staðan er í dag eru yfir 3.500 íslenskir gisti­kostir á skrá hjá Air­bnb sem er fyr­ir­tæki sem gerir fólki kleift að leigja ferða­mönn­um hús­næði sitt. Þetta hefur þær afleið­ingar í för með sér að fram­boð leigu­í­búða til almenn­ings dregst saman og verð hækk­ar. Hvað varðar fjölda fólks sem býr í leigu­hús­næði sam­an­borið við eigið hús­næði, þá fjölg­aði leigj­endum hlut­falls­lega mun meira en þeim sem búa í eigin hús­næði fækk­aði í kringum efna­hags­hrun­ið. Á ár­unum 2005-2013 fjölg­aði leigj­endum um 85% á meðan þeim sem búa í eig­in hús­næði fækk­aði ekki nema um 4 pró­sent,“ segir í skýrsl­unni.

Veru­leik­inn annar en sýn­ist



Sam­an­burður á vísi­tölu leigu­verðs, íbúða­verðs og vísi­tölu launa síð­ast liðið ár ­sýnir að leigu­verðs­vísi­talan hefur hækkað hlut­falls­lega minnst, að því er seg­ir í skýrsl­unni. Sam­kvæmt þessum upp­lýs­ingum virð­ist staðan á leigu­mark­aði því alls ekki vera slæm ef ein­ungis er tekið til­lit til verðs. Hins vegar ber að ­at­huga að gæði og magn þeirra upp­lýs­inga sem við höfum um leigu­mark­að­inn gefa ekki endi­lega raun­hæfa mynd. Vísi­tala leigu­verðs bygg­ist á leigu­verði sam­kvæmt ­þing­lýstum leigu­samn­ing­um. Það er þó ekki skylda að þing­lýsa leigu­samn­ingi og hvat­inn til að þing­lýsa fer oft­ast eftir því hvort við­kom­andi eigi rétt á húsa­leigu­bótum eða ekki. Þing­lýstir samn­ingar eru því ekki nema hluti af heild­inni.

Húsa­leigu­bætur skerð­ast eftir því sem tekjur aukast og eru ­leigj­endur í mörgum til­fellum með of háar tekjur til þess að eiga rétt á bót­u­m og láta þess vegna ekki þing­lýsa samn­ing­um. „Það kemur því ekki á óvart að þegar hag­deild ASÍ fór í gegnum allar leigu­aug­lýs­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu kom í ljós mun hærra verð en þing­lýstir leigu­samn­ingar gáfu til kynna,“ segir í skýrsl­unni.

Leiguverð. Mynd: ASÍ.

Í sept­em­ber var ­með­alleigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tæp­lega 95 þús­und krónur fyrir stúdíó íbúð ­sam­kvæmt þing­lýstum leigu­samn­ing­um, rúm­lega 127 þús­und krónur fyrir tveggja her­bergja íbúð, tæp­lega 160 þús­und fyrir þriggja her­bergja íbúð og 189 þús­und krónur fyrir fjög­urra til fimm her­bergja íbúð ­sam­kvæmt gögnum frá Þjóð­skrá.

Farið var í gegnum allar aug­lýs­ingar um leigu­í­búðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á leiga.is, hjá Leigu­list­anum , á husa­leiga.is, mbl.is og vis­ir.is þann 17. sept­em­ber s.l. Verðin voru skráð og flokkuð eftir teg­und ­í­búða. Ein­ungis voru teknar til skoð­unar aug­lýs­ingar um íbúðir þar sem gef­ið var upp leigu­verð, þ.e. ekki þegar óskað var eftir til­boði.

Þær tölur voru bornar saman við verð sam­kvæmt ­þing­lýstum leigu­samn­ingum og í ljós kom mik­ill verð­mun­ur. Í sumum til­fellum var ­yfir 30 pró­sent hærra verð að finna í leigu­aug­lýs­ing­um, að því er segir í skýrsl­unni. 

Nýtt hús­næð­is­leigu­kerf­i ­styrkir stöðu fjöl­skyldna

Það stendur til að breyta húsa­leigu­bóta­kerf­inu og hækk­a grunn­fjár­hæðir ásamt frí­tekju­mörku. Önnur breyt­ing er sú að bæt­urnar munu fara eftir fjölda heim­il­is­manna en ekki ein­ungis fjölda barna. Þannig vænkast hag­ur hjóna og sam­búð­ar­fólks hlut­falls­lega mest, segir í skýrsl­unni.

Eft­ir­fylgni og úrræði þarf að auka

ASÍ segir í nið­ur­stöðukafla skýrsl­unn­ar, að mik­il­vægt sé að efla inn­viði leigu­mark­að­ars­ins, með skýru reglu­verki og fjölgun búsetu­úr­ræða. Þó boð­aðar hafi verið mögu­legar úrbætur af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, þá þurf­i það ekki endi­lega að leiða til betri stöðu fyrir mark­að­inn í heild. „Hækka á húsa­leigu­bætur eins og minnst hefur verið á. Það gæti þó haft þær afleið­ingar í för með sér að mark­aðs­öflin líti á það sem svo að greiðslu­geta leigj­enda hafi ­auk­ist sem leiðir til þess að svig­rúm mynd­ast til þess að hækka leigu, að öðru ó­breyttu. Eft­ir­fylgni af leigu­mark­að­inum og þróun leigu­verðs þarf því að ver­a ­mikil og mun áreið­an­legri en hún er nú ásamt því sem fjölga þarf búsetu­úr­ræð­u­m,“ ­segir í skýrslu ASÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None