Afgangur af utanríkisviðskiptum 160 til 170 milljarðar króna - Kröftugt efnahagsár

Um ellefu prósent aukning var á útflutningtekjum þjóðarbúsins í fyrra, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Arion banka. Hagur Íslands stórbatnaði í fyrra frá fyrra ári.

sigmundur davíð
Auglýsing

„Á árinu 2015 var tals­verður upp­gangur í efna­hags­líf­inu, sem bæði skýrist af og end­ur­spegl­ast í öfl­ugum inn- og útflutn­ingi. Þetta eru góð tíð­indi þar sem Ísland er lítið og sér­hæft hag­kerfi og þar af leið­andi mjög háð við­skiptum við útlönd.“ 

Svona hefst umfjöllun grein­gar­deildar Arion banka, þar sem fjallað er um inn- og útflutn­ings­við­skipti á árinu 2015. 

Ekki liggja fyrir allar tölur um utan­rík­is­við­skipti árið 2015 en grein­ing­ar­deildin áætlar að heild­ar­út­flutn­ingur hafi numið nærri 1.200 millj­örðum króna, sem er ell­efu pró­sent aukn­ing í krónum talið frá fyrra ári, en að inn­flutn­ingur hafið numið rúm­lega 1.000 millj­örð­um, sem er um átta pró­sent aukn­ing. Munar ekki síst um mik­inn kraft í ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Þetta þýðir að afgangur af utan­rík­is­við­skiptum var lík­lega nálægt 160 til 170 millj­arðar króna árið 2015, sam­an­borið við 125 millj­arða króna árið 2014, af því er fram kemur í umfjöll­un­inn­i. 

Vöru - og þjónustujöfnuður, borinn saman milli ára. Mynd: Arion banki.

Sterkara gengi og lægri skuldir

Að með­al­tali var gengið um þremur pró­sentum sterkara árið 2015, og því er vöxtur inn­flutn­ings og útflutn­ings á föstu gengi meiri sem því nem­ur. Sam­hliða þess­ari þróun hefur staða rík­is­sjóðs vænkast mik­ið, frá fyrra ári, en undir lok árs­ins greiddi rík­is­sjóður niður skuldir um tæp­lega 50 millj­arða króna, eins og kunn­gjört var í gær. 

Greiðslan var innt af hendi undir lok síð­asta árs og er um að ræða eina stærstu ein­stöku afborgun af skuldum rík­is­sjóðs til þessa. Afborg­unin fór þannig fram að sjóðs­staða rík­is­sjóðs hjá Seðla­bank­anum var lækk­uð. Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2015 eru áætl­aðar um 1.349 ma.kr. til sam­an­burðar við 1.492 ma.kr. í árs­lok 2014. Sam­svarar það um tíu pró­sent lækkun skulda á milli ára. Á árinu 2016 er áætlað að skuldir rík­is­sjóðs lækki enn frekar og nemi 1.171 millj­örðum króna í lok árs­ins. Það er upp­hæð sem nemur um 50 pró­sent á áætl­aðri lands­fram­leiðslu þessa árs.

Aukin umsvif

Með áfram­hald­andi aukn­ingu innlendrar eft­ir­spurnar og fjölgun ferða­manna, á sama tíma og áætlun um losun hafta verður hrint í fram­kvæmd, eru horfur á að utan­rík­is­við­skipti muni halda áfram að aukast á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka. 

„Auk­inn afgangur af utan­rík­is­verslun hef­ur, ásamt öðru, gert það að verkum að Seðla­bank­inn safn­aði mun hraðar í gjald­eyr­is­forð­ann í fyrra heldur en árið 2014. Það ár námu hrein gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans 111 millj­örðum króna en í fyrra voru þau 272 millj­arð­ar, þar af 44 millj­arðar í des­em­ber. Sitt­hvað fleira er þarna á ferð­inni heldur en ein­ungis afgangur af utan­rík­is­við­skipt­um, eins og svarta línan á mynd­inni hér að neðan gefur til kynna. Ef afgangur af utan­rík­is­við­skiptum á árinu 2015, með áætlun grein­ing­ar­deildar fyrir 4. árs­fjórð­ung, er dregin frá gjald­eyr­is­kaupum Seðla­bank­ans eru ríf­lega 100 millj­arðar sem hafa bæst við í forð­ann og skýr­ast af stórum hluta af ann­ars­konar hreinu fjár­magnsinn­flæð­i,“ segir í umfjöll­un­inni.

Utanríkisverslun, í samhengi við gjaldeyriskaup seðlabankans og komu erlendra ferðamanna, sést á þessari mynd. Mynd: Arion banki.

Vaxta­mun­ar­við­skipti erlendra aðila

Í greiðslu­jafn­að­ar­tölum fyrir 3. árs­fjórð­ung 2015 mátti sjá tals­verða erlenda fjár­fest­ingu, einkum og sér í lagi í rík­is­skulda­bréf­um, sem útskýrir að miklu leyti þennan mis­mun. Á síð­asta árs­fjórð­ungi er útlit fyrir að þessi mis­munur hafi verið enn meiri, en Seðla­bank­inn keypti erlendan gjald­eyri að and­virði 75 millj­arða á fjórð­ungn­um, sem er nærri 60 millj­örðum króna meira en við áætlum að hafi verið í afgang af utan­rík­is­við­skipt­u­m. 

Þessi þróun er mik­ill við­snún­ingur frá því sem áður var en fram til árs­ins 2014 keypti seðla­bank­inn erlendan gjald­eyri í mun minna mæli á meðan tals­verður afgangur var af utan­rík­is­við­skipt­um.

Þessi miklu gjald­eyr­is­kaup seðla­bank­ans hafa orðið á sama tíma og krónan hefur verið að styrkjast, og inn­grip seðla­bank­ans hafa þá verið öðru fremur til að halda krón­unni veik­ari en hún hefði ella ver­ið. 

Verð­bólgu­draug­ur­inn ekki far­inn á stjá

Pen­ings­tefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur býst við því að verð­bólga muni aukast nokkuð á þessu ári, ekki síst vegna áhrifa kjara­samn­ing, en á árinu 2015 var samið um launa­hækk­anir á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði upp á 20 til 30 pró­sent yfir þriggja ára tíma­bil. Þetta telur Seðla­banki Íslands að sé nokkuð umfram fram­leiðni­vöxt og því muni hækk­an­irnar skila sér í auk­inni verð­bólgu til lengri tíma lit­ið. 

Verð­bólgan, sem mælist nú um tvö pró­sent, hefur ekki hækkað eins hratt og búist var við, á síð­ari hluta árs­ins í fyrra, og hefur þar spilað inn í að miklar lækk­anir hafa ein­kennt hrá­vöru­mark­aði erlendis að und­an­förnu. Olía hefur lækkað mik­ið, sé horft til síð­ustu tólf mán­aða, eða úr tæp­lega 110 Banda­ríkja­dölum í 37, þegar horft er til hrá­ol­íu­tunn­un­ar. Þessar miklu lækk­anir hafa áhrif á verð­lag inn­fluttra vara, og þá til lækk­unar að und­an­förn­u. 

En þegar fram í sækir, segir seðla­bank­inn að verð­bólga muni hækka, en eins og alltaf þegar verð­bólgu­mæl­ingar á Íslandi eru ann­ars veg­ar, þá er vandi að spá fyrir um þær til fram­tíðar lit­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None