Afgangur af utanríkisviðskiptum 160 til 170 milljarðar króna - Kröftugt efnahagsár

Um ellefu prósent aukning var á útflutningtekjum þjóðarbúsins í fyrra, samkvæmt upplýsingum greiningardeildar Arion banka. Hagur Íslands stórbatnaði í fyrra frá fyrra ári.

sigmundur davíð
Auglýsing

„Á árinu 2015 var tals­verður upp­gangur í efna­hags­líf­inu, sem bæði skýrist af og end­ur­spegl­ast í öfl­ugum inn- og útflutn­ingi. Þetta eru góð tíð­indi þar sem Ísland er lítið og sér­hæft hag­kerfi og þar af leið­andi mjög háð við­skiptum við útlönd.“ 

Svona hefst umfjöllun grein­gar­deildar Arion banka, þar sem fjallað er um inn- og útflutn­ings­við­skipti á árinu 2015. 

Ekki liggja fyrir allar tölur um utan­rík­is­við­skipti árið 2015 en grein­ing­ar­deildin áætlar að heild­ar­út­flutn­ingur hafi numið nærri 1.200 millj­örðum króna, sem er ell­efu pró­sent aukn­ing í krónum talið frá fyrra ári, en að inn­flutn­ingur hafið numið rúm­lega 1.000 millj­örð­um, sem er um átta pró­sent aukn­ing. Munar ekki síst um mik­inn kraft í ferða­þjón­ustu.

Auglýsing

Þetta þýðir að afgangur af utan­rík­is­við­skiptum var lík­lega nálægt 160 til 170 millj­arðar króna árið 2015, sam­an­borið við 125 millj­arða króna árið 2014, af því er fram kemur í umfjöll­un­inn­i. 

Vöru - og þjónustujöfnuður, borinn saman milli ára. Mynd: Arion banki.

Sterkara gengi og lægri skuldir

Að með­al­tali var gengið um þremur pró­sentum sterkara árið 2015, og því er vöxtur inn­flutn­ings og útflutn­ings á föstu gengi meiri sem því nem­ur. Sam­hliða þess­ari þróun hefur staða rík­is­sjóðs vænkast mik­ið, frá fyrra ári, en undir lok árs­ins greiddi rík­is­sjóður niður skuldir um tæp­lega 50 millj­arða króna, eins og kunn­gjört var í gær. 

Greiðslan var innt af hendi undir lok síð­asta árs og er um að ræða eina stærstu ein­stöku afborgun af skuldum rík­is­sjóðs til þessa. Afborg­unin fór þannig fram að sjóðs­staða rík­is­sjóðs hjá Seðla­bank­anum var lækk­uð. Heild­ar­skuldir rík­is­sjóðs í árs­lok 2015 eru áætl­aðar um 1.349 ma.kr. til sam­an­burðar við 1.492 ma.kr. í árs­lok 2014. Sam­svarar það um tíu pró­sent lækkun skulda á milli ára. Á árinu 2016 er áætlað að skuldir rík­is­sjóðs lækki enn frekar og nemi 1.171 millj­örðum króna í lok árs­ins. Það er upp­hæð sem nemur um 50 pró­sent á áætl­aðri lands­fram­leiðslu þessa árs.

Aukin umsvif

Með áfram­hald­andi aukn­ingu innlendrar eft­ir­spurnar og fjölgun ferða­manna, á sama tíma og áætlun um losun hafta verður hrint í fram­kvæmd, eru horfur á að utan­rík­is­við­skipti muni halda áfram að aukast á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun grein­ing­ar­deildar Arion banka. 

„Auk­inn afgangur af utan­rík­is­verslun hef­ur, ásamt öðru, gert það að verkum að Seðla­bank­inn safn­aði mun hraðar í gjald­eyr­is­forð­ann í fyrra heldur en árið 2014. Það ár námu hrein gjald­eyr­is­kaup Seðla­bank­ans 111 millj­örðum króna en í fyrra voru þau 272 millj­arð­ar, þar af 44 millj­arðar í des­em­ber. Sitt­hvað fleira er þarna á ferð­inni heldur en ein­ungis afgangur af utan­rík­is­við­skipt­um, eins og svarta línan á mynd­inni hér að neðan gefur til kynna. Ef afgangur af utan­rík­is­við­skiptum á árinu 2015, með áætlun grein­ing­ar­deildar fyrir 4. árs­fjórð­ung, er dregin frá gjald­eyr­is­kaupum Seðla­bank­ans eru ríf­lega 100 millj­arðar sem hafa bæst við í forð­ann og skýr­ast af stórum hluta af ann­ars­konar hreinu fjár­magnsinn­flæð­i,“ segir í umfjöll­un­inni.

Utanríkisverslun, í samhengi við gjaldeyriskaup seðlabankans og komu erlendra ferðamanna, sést á þessari mynd. Mynd: Arion banki.

Vaxta­mun­ar­við­skipti erlendra aðila

Í greiðslu­jafn­að­ar­tölum fyrir 3. árs­fjórð­ung 2015 mátti sjá tals­verða erlenda fjár­fest­ingu, einkum og sér í lagi í rík­is­skulda­bréf­um, sem útskýrir að miklu leyti þennan mis­mun. Á síð­asta árs­fjórð­ungi er útlit fyrir að þessi mis­munur hafi verið enn meiri, en Seðla­bank­inn keypti erlendan gjald­eyri að and­virði 75 millj­arða á fjórð­ungn­um, sem er nærri 60 millj­örðum króna meira en við áætlum að hafi verið í afgang af utan­rík­is­við­skipt­u­m. 

Þessi þróun er mik­ill við­snún­ingur frá því sem áður var en fram til árs­ins 2014 keypti seðla­bank­inn erlendan gjald­eyri í mun minna mæli á meðan tals­verður afgangur var af utan­rík­is­við­skipt­um.

Þessi miklu gjald­eyr­is­kaup seðla­bank­ans hafa orðið á sama tíma og krónan hefur verið að styrkjast, og inn­grip seðla­bank­ans hafa þá verið öðru fremur til að halda krón­unni veik­ari en hún hefði ella ver­ið. 

Verð­bólgu­draug­ur­inn ekki far­inn á stjá

Pen­ings­tefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur býst við því að verð­bólga muni aukast nokkuð á þessu ári, ekki síst vegna áhrifa kjara­samn­ing, en á árinu 2015 var samið um launa­hækk­anir á almennum og opin­berum vinnu­mark­aði upp á 20 til 30 pró­sent yfir þriggja ára tíma­bil. Þetta telur Seðla­banki Íslands að sé nokkuð umfram fram­leiðni­vöxt og því muni hækk­an­irnar skila sér í auk­inni verð­bólgu til lengri tíma lit­ið. 

Verð­bólgan, sem mælist nú um tvö pró­sent, hefur ekki hækkað eins hratt og búist var við, á síð­ari hluta árs­ins í fyrra, og hefur þar spilað inn í að miklar lækk­anir hafa ein­kennt hrá­vöru­mark­aði erlendis að und­an­förnu. Olía hefur lækkað mik­ið, sé horft til síð­ustu tólf mán­aða, eða úr tæp­lega 110 Banda­ríkja­dölum í 37, þegar horft er til hrá­ol­íu­tunn­un­ar. Þessar miklu lækk­anir hafa áhrif á verð­lag inn­fluttra vara, og þá til lækk­unar að und­an­förn­u. 

En þegar fram í sækir, segir seðla­bank­inn að verð­bólga muni hækka, en eins og alltaf þegar verð­bólgu­mæl­ingar á Íslandi eru ann­ars veg­ar, þá er vandi að spá fyrir um þær til fram­tíðar lit­ið. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None