Hvað er að gerast í heiminum? Verðfall á mörkuðum – Ísland í vari

Á meðan óvissa og neikvæðni hefur einkennt erlenda markaði í upphafi ársins, eru hagvísar á Íslandi jákvæðir. George Soros telur að alþjóðamarkaðir hafi nú svipuð einkenni og árið 2008.

wallstreet_vef.jpg
Auglýsing

Árið hefur ekki byrjað vel á verð­bréfa­mörk­uðum í heim­in­um, og hefur þessi vika verið sögu­leg vegna mik­illa lækk­ana. Strax á mánu­dag­inn var tónn­inn gef­inn fyrir það sem á eftir hefur kom­ið, þegar hluta­bréfa­verð í Kína (S­hang­hai-­vísi­talan) lækk­aði um rúm­lega sjö pró­sent á einum degi. Í dag vor­u svo við­skipti með bréf stöðvuð um tíma, vegna hraðrar lækk­unar sem þá var um átta pró­sent.

Sama þróun hefur síðan haldið áfram á öðrum mörk­uð­um, og hafa vísi­tölur í Evr­ópu lækkað um mikið að und­an­förnu. Einkum hefur lækk­un­in verið skörp í Þýska­land, en lækkun DAX vísi­töl­unnar nemur um níu pró­sentum á síð­ustu tveimur vik­um, sem þýðir að mark­aðsvirði skráðra félaga í vísi­töl­unn­i hefur lækkað um mörg þús­und millj­arða á skömmum tíma. Sömu sögu er að segja af ­Banda­ríkj­un­um, Bret­landi, Frakk­landi og Jap­an. Rauðar tölur lækk­unar hvert sem litið er, að með­al­tali á bil­inu fjögur til sex pró­sent á und­an­förnum dög­um.

Hvað er að ger­ast?

Skamm­tíma­sveiflur á hluta­bréfa­mörk­uðum segja oft lítið um það sem raun­veru­lega á sér stað, en þær geta gefið vís­bend­ingar um und­ir­liggj­and­i veik- eða styrk­leika á mörk­uð­um. George Soros, fjár­festir­inn sem þekkt­ur eru fyrir stór veð­mál sín um gengi gjald­miðla, telur að heimskreppa geti ver­ið í nánd. Þessi orð lét hann falla í morg­un, þegar hann tjáði sig um mik­ið verð­fall á verð­bréfa­mörk­uðum og ekki síst áhyggjur fjár­festa af gangi mála í Kína. Óhætt er að segja að hag­vaxt­ar­tölur í Kína hafi verið með ólík­ind­um und­an­farin fimmtán ár en hag­kerfið hefur vaxið um á bil­inu sjö  til tólf pró­sent á hverju ári á þeim tíma.

Auglýsing

En nú eru blikur á lofti. Í byrjun árs­ins birt­ust nýjar hag­töl­ur, sem þóttu sýna slaka í hag­kerf­inu og minni eft­ir­spurn en flestar spár höfðu gert ráð fyr­ir, sam­kvæmt fréttum Wall Street Journal. Við þessar frétt­ir virt­ist trú­verð­ug­leiki gjald­mið­ils­ins, júans­ins, minnka á meðal alþjóð­legra fjár­festa. Þessi tið­indi bætt­ust við önnur frá und­an­förnum mán­uð­um, þar sem efa­semdir hafa komið upp um kín­verska hag­kerf­ið, með til­heyr­andi verð­falli og titr­ingi.

Til ein­föld­unar má segja að fjár­festir trúi ekki lengur á að hag­vöxtur í Kína geti verið eins mik­ill og hann hefur verið að und­an­förnu, og að aðgerðir stjórn­valda til að örva hag­kerf­ið, í gegnum pen­inga­stefn­una með­al­ ann­ars, séu ekki trú­verð­ug­ar. Soros heldur því fram, líkt og margir fleiri, að ­staða mála nú minni á svika­lognið árið 2008, áður en fjár­mála­mark­aðir hrund­u eins og spila­borg, áður en þeir voru hífðir upp á nýjan leik af seðla­bönk­um.

Soros sagði, í erindi sem hann fluti á ráð­stefnu í Sri Lanka í morg­un, að það ríkti mikið ójafn­vægi í efna­hags­málum Kína, miklar og tíð­ar­ ­sveiflur á eigna­verði, og skuld­setn­ing í ákveðnum geirum væri mik­il. Þetta ­leiddi hug­ann að því að und­ir­stöð­urnar væru ekki nægi­lega traust­ar.

Soros hefur náð ein­stökum árangri á verð­bréfa­mörk­uðum frá­ því hann hóf að reka vog­un­ar­sjóði, en frá árinu 1969 og til 2011 hef­ur ­með­al­talsárs­á­vöxtun hans verið rúm­lega 20 pró­sent, og eru eignir hans ­per­sónu­lega metnar á 27,1 millj­arð Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 3.500 millj­örðum króna. Soros er einna þekkt­astur fyrir að hafa hagn­ast um einn millj­arð punda, tæp­lega 200 millj­arða króna, þegar hann veðj­aði á veik­ing­u punds­ins árið 1992.Eins og Kjarn­inn greindi frá í frétta­skýr­ingu á gaml­árs­dag þá vakti það athygli margra, að Kína væri ekki á topp tíu lista The Economist ­fyrir árið 2016, þegar kom að því að spá fyrir um hag­vöxt. Það er í fyrsta ­skipti í 19 ár sem það ger­ist, en eina stóra ríkið á list­anum að þessu sinni er Ind­land, með um sjö pró­sent hag­vöxt.

Olían hefur hrunið í verði

Þó áhyggjur manna af Kína séu að magnast, með til­heyr­and­i titr­ingi og erf­ið­leikum þjóða sem eru háð við­skiptum við þetta fjöl­mennasta ­ríkið heims, þá hefur verð­fall á olíu þótt helsta ein­kennið um að eitt­hvað und­ar­legt sé á seyði. Á fimmtán mán­aða tíma­bili hefur hrá­olía fallið úr 111,2 ­Banda­ríkja­dölum á tunn­una niður í 33,3 dali í dag. Það er rúm­lega 70 pró­sent ­fall.

Olíu­fram­leiðslu­ríki hafa fundið fyrir þessu, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Brasil­ía, stærsta ríki Suð­ur­-Am­er­íku með meira en 200 millj­ónir íbúa (meira en öll Suð­ur­-­Evr­ópa) er nán­ast í frjálsu falli, og Rúss­land og Nígería hafa einnig gengið í gegnum erf­iða tíma sem ekki sér fyr­ir­ end­ann á á meðan olíu­verðið helst lágt. Norð­menn eru einnig að upp­lifa mik­inn ­sam­drátt, einkum í þjón­ustu­iðn­aði við olíu­geirann, meðal ann­ars í skipa­þjón­ust­u við olíu­bor­p­alla. Íslenska félagið Fáfnir Offs­hore, sem Kjarn­inn hefur skrif­að frétta­skýr­ingar um að und­an­förnu, berst nú í bökkum vegna þess­ara hlið­ar­á­hrifa af hröðu falli olíu­verðs­ins. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga mikið undir í starf­semi félags­ins.

Almennt er litið svo á að olíu­verð þurfi að vera yfir 60 ­Banda­ríkjdalir svo að olíu­geir­inn í Nor­egi og við Norð­ur­sjó gangi ásætt­an­lega. ­Spár gera flestar ekki ráð fyrir því að verðið muni hækka upp í þá tölu á þessu ári, og því er ekki ólík­legt að erf­ið­leikar muni víða koma fram í olíu­iðn­að­in­um á næst­unni, ekki síst í Nor­egi.

Ísland í vari hafta

Ísland er í þeirri und­ar­legu stöðu, þegar þessar hremm­ing­ar ­ganga yfir víða, að vera í vari fjár­magns­hafta og með flesta hag­vísa í jákvæð­ar­ áttir. Hag­vöxtur er mik­ill í alþjóð­legum sam­an­burði, þrjú til fjögur pró­sent, at­vinnu­leysi er lít­ið, 2,8 pró­sent, og verð­bólga hefur aldrei þessu vant, hald­ist undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­aði í dágóðan tíma. Hún mælist nú tvö pró­sent. Seðla­banki Íslands hefur varað við því að verð­bólga kunni að aukast á næst­unni vegna áhrifa af kjara­samn­ing­um, og 20 til 30 pró­sent launa­hækk­ana á þriggja ára tíma­bili, sem um var samið á nær öllum vinnu­mark­aðnum íslenska. Verð­bólgu­draug­ur­inn hefur þó látið bíða eftir sér lengur en spáð var í fyrstu eftir að samið var um kaup og kjör.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í erindi áramótaávarpi sínu, að það væri einna helst kæruleysi við hagstjórn, sem þyrfti að varast á þessu ári. Staða efnahagsmála á Íslandi væri góð. Mynd: Birgir.

Þá hefur þróun á hluta­bréfa­mark­aði hér lendis verið mun jákvæð­ari fyrir fjár­festa en víð­ast hvar ann­ars staðar en í fyrra var ávöxt­unin 43 pró­sent á íslenska mark­aðnum.

Verð­fallið á olíu hefur haft jákvæð áhrif á íslenskan efna­hag, ef litið er fram­hjá óbeinum áhrif­um. Útgerð­ar­fyr­ir­tæki þurfa að greiða m­inna fyrir olíu á flot­ann, íslenskir neyt­endur minna fyrir olí­una á öku­tæki – þó verð á inn­an­land­l­ans­mark­aði hafi aldrei sveifl­ast með heims­mark­aðs­verði, með­al­ ann­ars vegna opin­berra gjalda sem inn í sölu­verð­inu eru – og verð­bólgu­á­hrif eru al­mennt jákvæð fyrir almenn­ing.

Fjár­magns­höftin hafa síðan hlíft Íslandi við miklum sveifl­u­m á mark­aði, og komið á stöð­ug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um, þó nei­kvæð­u á­hrifin séu aug­ljós einnig. Einkum ein­angr­un­ar­ein­kenni og lítil tengsl við al­þjóða­mark­aði og fjár­festa.

En á þessu ári stendur til að losa um höft­in, eins og kunn­ugt er, lækka opin­berar skuldir enn meira, eða niður í um 50 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu, og end­ur­skipu­leggja eigna­hald á banka­kerf­inu. Vissu­lega krefj­andi verk­efni, en ef vel tekst til mun íslenskur efna­hagur standa traust­ari fótum en reyndin er víða ann­ars stað­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None