Hvað er að gerast í heiminum? Verðfall á mörkuðum – Ísland í vari

Á meðan óvissa og neikvæðni hefur einkennt erlenda markaði í upphafi ársins, eru hagvísar á Íslandi jákvæðir. George Soros telur að alþjóðamarkaðir hafi nú svipuð einkenni og árið 2008.

wallstreet_vef.jpg
Auglýsing

Árið hefur ekki byrjað vel á verðbréfamörkuðum í heiminum, og hefur þessi vika verið söguleg vegna mikilla lækkana. Strax á mánudaginn var tónninn gefinn fyrir það sem á eftir hefur komið, þegar hlutabréfaverð í Kína (Shanghai-vísitalan) lækkaði um rúmlega sjö prósent á einum degi. Í dag voru svo viðskipti með bréf stöðvuð um tíma, vegna hraðrar lækkunar sem þá var um átta prósent.

Sama þróun hefur síðan haldið áfram á öðrum mörkuðum, og hafa vísitölur í Evrópu lækkað um mikið að undanförnu. Einkum hefur lækkunin verið skörp í Þýskaland, en lækkun DAX vísitölunnar nemur um níu prósentum á síðustu tveimur vikum, sem þýðir að markaðsvirði skráðra félaga í vísitölunni hefur lækkað um mörg þúsund milljarða á skömmum tíma. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Rauðar tölur lækkunar hvert sem litið er, að meðaltali á bilinu fjögur til sex prósent á undanförnum dögum.

Hvað er að gerast?

Skammtímasveiflur á hlutabréfamörkuðum segja oft lítið um það sem raunverulega á sér stað, en þær geta gefið vísbendingar um undirliggjandi veik- eða styrkleika á mörkuðum. George Soros, fjárfestirinn sem þekktur eru fyrir stór veðmál sín um gengi gjaldmiðla, telur að heimskreppa geti verið í nánd. Þessi orð lét hann falla í morgun, þegar hann tjáði sig um mikið verðfall á verðbréfamörkuðum og ekki síst áhyggjur fjárfesta af gangi mála í Kína. Óhætt er að segja að hagvaxtartölur í Kína hafi verið með ólíkindum undanfarin fimmtán ár en hagkerfið hefur vaxið um á bilinu sjö  til tólf prósent á hverju ári á þeim tíma.

Auglýsing

En nú eru blikur á lofti. Í byrjun ársins birtust nýjar hagtölur, sem þóttu sýna slaka í hagkerfinu og minni eftirspurn en flestar spár höfðu gert ráð fyrir, samkvæmt fréttum Wall Street Journal. Við þessar fréttir virtist trúverðugleiki gjaldmiðilsins, júansins, minnka á meðal alþjóðlegra fjárfesta. Þessi tiðindi bættust við önnur frá undanförnum mánuðum, þar sem efasemdir hafa komið upp um kínverska hagkerfið, með tilheyrandi verðfalli og titringi.

Til einföldunar má segja að fjárfestir trúi ekki lengur á að hagvöxtur í Kína geti verið eins mikill og hann hefur verið að undanförnu, og að aðgerðir stjórnvalda til að örva hagkerfið, í gegnum peningastefnuna meðal annars, séu ekki trúverðugar. Soros heldur því fram, líkt og margir fleiri, að staða mála nú minni á svikalognið árið 2008, áður en fjármálamarkaðir hrundu eins og spilaborg, áður en þeir voru hífðir upp á nýjan leik af seðlabönkum.

Soros sagði, í erindi sem hann fluti á ráðstefnu í Sri Lanka í morgun, að það ríkti mikið ójafnvægi í efnahagsmálum Kína, miklar og tíðar sveiflur á eignaverði, og skuldsetning í ákveðnum geirum væri mikil. Þetta leiddi hugann að því að undirstöðurnar væru ekki nægilega traustar.

Soros hefur náð einstökum árangri á verðbréfamörkuðum frá því hann hóf að reka vogunarsjóði, en frá árinu 1969 og til 2011 hefur meðaltalsársávöxtun hans verið rúmlega 20 prósent, og eru eignir hans persónulega metnar á 27,1 milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur 3.500 milljörðum króna. Soros er einna þekktastur fyrir að hafa hagnast um einn milljarð punda, tæplega 200 milljarða króna, þegar hann veðjaði á veikingu pundsins árið 1992.


Eins og Kjarninn greindi frá í fréttaskýringu á gamlársdag þá vakti það athygli margra, að Kína væri ekki á topp tíu lista The Economist fyrir árið 2016, þegar kom að því að spá fyrir um hagvöxt. Það er í fyrsta skipti í 19 ár sem það gerist, en eina stóra ríkið á listanum að þessu sinni er Indland, með um sjö prósent hagvöxt.

Olían hefur hrunið í verði

Þó áhyggjur manna af Kína séu að magnast, með tilheyrandi titringi og erfiðleikum þjóða sem eru háð viðskiptum við þetta fjölmennasta ríkið heims, þá hefur verðfall á olíu þótt helsta einkennið um að eitthvað undarlegt sé á seyði. Á fimmtán mánaða tímabili hefur hráolía fallið úr 111,2 Bandaríkjadölum á tunnuna niður í 33,3 dali í dag. Það er rúmlega 70 prósent fall.

Olíuframleiðsluríki hafa fundið fyrir þessu, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Brasilía, stærsta ríki Suður-Ameríku með meira en 200 milljónir íbúa (meira en öll Suður-Evrópa) er nánast í frjálsu falli, og Rússland og Nígería hafa einnig gengið í gegnum erfiða tíma sem ekki sér fyrir endann á á meðan olíuverðið helst lágt. Norðmenn eru einnig að upplifa mikinn samdrátt, einkum í þjónustuiðnaði við olíugeirann, meðal annars í skipaþjónustu við olíuborpalla. Íslenska félagið Fáfnir Offshore, sem Kjarninn hefur skrifað fréttaskýringar um að undanförnu, berst nú í bökkum vegna þessara hliðaráhrifa af hröðu falli olíuverðsins. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga mikið undir í starfsemi félagsins.

Almennt er litið svo á að olíuverð þurfi að vera yfir 60 Bandaríkjdalir svo að olíugeirinn í Noregi og við Norðursjó gangi ásættanlega. Spár gera flestar ekki ráð fyrir því að verðið muni hækka upp í þá tölu á þessu ári, og því er ekki ólíklegt að erfiðleikar muni víða koma fram í olíuiðnaðinum á næstunni, ekki síst í Noregi.

Ísland í vari hafta

Ísland er í þeirri undarlegu stöðu, þegar þessar hremmingar ganga yfir víða, að vera í vari fjármagnshafta og með flesta hagvísa í jákvæðar áttir. Hagvöxtur er mikill í alþjóðlegum samanburði, þrjú til fjögur prósent, atvinnuleysi er lítið, 2,8 prósent, og verðbólga hefur aldrei þessu vant, haldist undir 2,5 prósent verðbólgumarkaði í dágóðan tíma. Hún mælist nú tvö prósent. Seðlabanki Íslands hefur varað við því að verðbólga kunni að aukast á næstunni vegna áhrifa af kjarasamningum, og 20 til 30 prósent launahækkana á þriggja ára tímabili, sem um var samið á nær öllum vinnumarkaðnum íslenska. Verðbólgudraugurinn hefur þó látið bíða eftir sér lengur en spáð var í fyrstu eftir að samið var um kaup og kjör.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í erindi áramótaávarpi sínu, að það væri einna helst kæruleysi við hagstjórn, sem þyrfti að varast á þessu ári. Staða efnahagsmála á Íslandi væri góð. Mynd: Birgir.

Þá hefur þróun á hlutabréfamarkaði hér lendis verið mun jákvæðari fyrir fjárfesta en víðast hvar annars staðar en í fyrra var ávöxtunin 43 prósent á íslenska markaðnum.

Verðfallið á olíu hefur haft jákvæð áhrif á íslenskan efnahag, ef litið er framhjá óbeinum áhrifum. Útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða minna fyrir olíu á flotann, íslenskir neytendur minna fyrir olíuna á ökutæki – þó verð á innanlandlansmarkaði hafi aldrei sveiflast með heimsmarkaðsverði, meðal annars vegna opinberra gjalda sem inn í söluverðinu eru – og verðbólguáhrif eru almennt jákvæð fyrir almenning.

Fjármagnshöftin hafa síðan hlíft Íslandi við miklum sveiflum á markaði, og komið á stöðugleika í gengis- og peningamálum, þó neikvæðu áhrifin séu augljós einnig. Einkum einangrunareinkenni og lítil tengsl við alþjóðamarkaði og fjárfesta.

En á þessu ári stendur til að losa um höftin, eins og kunnugt er, lækka opinberar skuldir enn meira, eða niður í um 50 prósent af árlegri landsframleiðslu, og endurskipuleggja eignahald á bankakerfinu. Vissulega krefjandi verkefni, en ef vel tekst til mun íslenskur efnahagur standa traustari fótum en reyndin er víða annars staðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None