Unga „kúgaða“ kynslóðin sem gæti breytt öllu

Fólk á aldrinum 15 til 30 ára er að mörgu leyti eins og kúgaður minnihlutahópur, segir The Economist. Þessi kynslóð stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum, en hún er um leið að hafa mikil áhrif á stjórnmál og vöruþróun.

Háskóli
Auglýsing

Um 1,8 millj­arður manna á heims­vísu til­heyrir ung­u kyn­slóð­inni (15 til 30 ára), sem fyr­ir­tæki eiga í mestu vand­ræðum með að skilja hvernig hugsar í stórum drátt­um, og í stjórn­mál­unum virð­ist margt benda til þess að unga fólkið geti valdið straum­hvörf­um. Hefð­bundin stjórn­mál eru ekki of­ar­lega í huga þeirra en þeim mun meiri áhugi er á því að ýta und­ir­ ­sam­fé­lags­breyt­ing­ar.

Snjall­tæki og fjár­hags­legar hörm­ungar

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sér­út­gáfu The Economist um stöðu ungs fólks og hvernig það horfir á áskor­anir sam­tím­ans. Fram kemur í ít­ar­legri umfjöllun rits­ins að fólk á þessum aldri eigi ekki allt sam­eig­in­leg­t, einkum þegar kemur að tæki­færum og félags­legri stöðu, sem sé breyti­leg eft­ir löndum og ríkj­um, en eitt sam­eini þennan hóp fólks. Það er alið upp á öld ­snjall­tækja og í skugga alþjóð­legra fjár­mála­hörm­unga (Global fin­anci­al d­isaster).

Undir smá­sjánni

Út frá þessu sam­eig­in­lega ein­kenni sé hóp­ur­inn und­ir­ smá­sjánni hjá ráð­gjöf­um, sem reyni allt til að greina hvernig sé best að virkja þennan hóp til þátt­töku í hinum ýmsum mark­aðs­að­gerð­um. Þetta hafi mörgum reyn­st erfitt, enda þessi mikla sam­fé­lags­lega breyt­ing, sem kalla má ­upp­lýs­inga­bylt­ingu, í reynd rétt að festa ræt­ur. Ýmsir halda því síðan fram, sú ­mikla fjár­hags­lega rús­sí­ban­areið sem heim­ur­inn hefur verið að ganga í gegnum á und­an­förnum árum, sé rétt að byrja.

Auglýsing

Kúguð af þeim eldri

Í leið­ara sér­rits­ins er sér­stak­lega tekið fram, að ein­blínt sé á þennan ald­urs­hóp í þró­uðum ríkj­um, þar sem 85 pró­sent af honum er ­bú­sett­ur. „Við munum rök­styðja, að þessi hópur sé um margt kúg­aður af þeim eldri, sem reyni að halda aftur af hon­um,“ segir í leið­ar­an­um. Ólíkt mörg­um öðrum „kúg­uð­um“ minni­hluta­hópum þá vilji eng­inn valda hópnum skaða, en með­ ­stefnu­mörkun sé verið að gera hópnum erfitt fyr­ir.



Erfið staða en mikil þekk­ing

Til dæmis hafi inn­koma á vinnu­markað sjaldan verið erf­ið­ar­i, ­meðal ann­ars vegna þess að fyrri kyn­slóðir hafi lagt mikið upp úr því að hin­ir eldri gangi fyrir í störf, óháð hæfi til þess að gegna þeim. Víða séu um­tals­verðar líkur á því að fólk á þessum aldri verið atvinnu­laust og sitj­i ­uppi með miklar skuld­ir. Samt búi þau yfir hæfi­leikum til að ná leift­ur­snöggt í allar heims­ins upp­lýs­ingar í gegnum snjall­síma sína, og þá sýni grein­ing á skóla­prófum að þessu ald­urs­hópur standi fyrri kyn­slóðum framar þegar kemur að al­mennri þekk­ingu og hæfni til að takast á við ýmis vanda­mál.

Áhyggju­efni í Evr­ópu

Sér­stak­lega er vikið að því í sér­rit­inu að atvinnu­leysi víða í þró­uðum ríkjum Evr­ópu sé ískyggi­lega hátt hjá fyrr­nefndum ald­urs­hópi, eða á milli 25 og 50 pró­sent. Minnst norð­ar­lega í álf­unni en mest í ríkj­unum sunnar í álf­unni. Á Spáni og Portú­gal hefur atvinnu­leysi hjá þessum hópi lengi ver­ið ­yfir 40 pró­sent, og eru þegar komin fram merki um að ungt fólk sæki ­kerf­is­bundið út fyrir landa­mærin til að freista gæf­unn­ar, þar sem ­fyr­ir­sjá­an­legt er að tæki­færi séu af skornum skammti heima fyr­ir. En í Evr­ópu er víða mikil sam­keppni um störf hjá þessum ald­urs­hópi, og því er oft stóra spurn­ingin hvert skuli hald­ið. 

Ísland að upp­lifa svipuð áhrif?

Þó ekki sé sér­stak­lega vikið að stöðu mála á Íslandi hjá þessum ald­urs­hópi, þá má greina miklar breyt­ingar hjá þessum hópi miðað við ­fyrri kyn­slóð­ir. Ekki síst þegar kemur að við­horfum til stjórn­mála. Nýjust­u kann­anir á fylgi stjórn­mála­flokk­anna benda til þess að yngsti ald­urs­hóp­ur kjós­enda, 18 til 29 ára, forð­ist gömlu hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­anna og fylk­i ­sér að baki Píröt­um, sem boða helst þann boð­skap að „breyta kerf­in­u“, eins og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, for­maður flokks­ins, sagði í ára­móta­þætti Vik­unnar á RÚV, og að færa valdið til fólks­ins með beinu lýð­ræði. Yfir helm­ingur ungs fólks styður Pírata, sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR, og Píratar mæl­ast með ríf­lega 37 pró­sent fylg­i. 

Þessi við­horf virð­ast tóna vel við þá mynd sem The Economist fjallar um, þar sem unga kyn­slóðin tengir síður við íhalds­samar skoð­anir til­ ­mann­lífs­ins, heldur leitar nýj­ustu upp­lýs­inga – nán­ast alveg um leið – og mót­ar ­sér sýn á málin út frá því, alveg óháð stefnum stjórn­mála­flokk­anna.

Speki­lek­inn

En Ísland sker sig veru­lega frá mörgum öðrum ríkj­um, þar sem at­vinnu­leysi hjá þessum ald­urs­hópi er mun hærra í nær öllum öðrum ríkj­um, enda at­vinnu­leysi hér á landi með allra lægsta móti, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. At­vinnu­leysi mæld­ist tvö pró­sent í des­em­ber­mán­uði en með­al­talið í Evr­ópu er ­yfir 10 pró­sent, og mun hærra í yngsta ald­urs­hópn­um.

Lík­indi eru þó með öðrum þáttum sem til umfjöll­unar eru, eins og speki­leka (braindra­in) ungs mennt­aðs fólks sem mörg ríki Evr­ópu eru nú farin að finna fyr­ir. Til þess að Ísland geti haldið vel í þennan hóp fólks, til fram­tíðar lit­ið, þarf atvinnu­lífið að fram­þró­ast í takt við þarfir hans og ­mennt­un. Ann­ars verður tæki­færa leitað ann­ars stað­ar, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum heima fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None