Unga „kúgaða“ kynslóðin sem gæti breytt öllu

Fólk á aldrinum 15 til 30 ára er að mörgu leyti eins og kúgaður minnihlutahópur, segir The Economist. Þessi kynslóð stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum, en hún er um leið að hafa mikil áhrif á stjórnmál og vöruþróun.

Háskóli
Auglýsing

Um 1,8 millj­arður manna á heims­vísu til­heyrir ung­u kyn­slóð­inni (15 til 30 ára), sem fyr­ir­tæki eiga í mestu vand­ræðum með að skilja hvernig hugsar í stórum drátt­um, og í stjórn­mál­unum virð­ist margt benda til þess að unga fólkið geti valdið straum­hvörf­um. Hefð­bundin stjórn­mál eru ekki of­ar­lega í huga þeirra en þeim mun meiri áhugi er á því að ýta und­ir­ ­sam­fé­lags­breyt­ing­ar.

Snjall­tæki og fjár­hags­legar hörm­ungar

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sér­út­gáfu The Economist um stöðu ungs fólks og hvernig það horfir á áskor­anir sam­tím­ans. Fram kemur í ít­ar­legri umfjöllun rits­ins að fólk á þessum aldri eigi ekki allt sam­eig­in­leg­t, einkum þegar kemur að tæki­færum og félags­legri stöðu, sem sé breyti­leg eft­ir löndum og ríkj­um, en eitt sam­eini þennan hóp fólks. Það er alið upp á öld ­snjall­tækja og í skugga alþjóð­legra fjár­mála­hörm­unga (Global fin­anci­al d­isaster).

Undir smá­sjánni

Út frá þessu sam­eig­in­lega ein­kenni sé hóp­ur­inn und­ir­ smá­sjánni hjá ráð­gjöf­um, sem reyni allt til að greina hvernig sé best að virkja þennan hóp til þátt­töku í hinum ýmsum mark­aðs­að­gerð­um. Þetta hafi mörgum reyn­st erfitt, enda þessi mikla sam­fé­lags­lega breyt­ing, sem kalla má ­upp­lýs­inga­bylt­ingu, í reynd rétt að festa ræt­ur. Ýmsir halda því síðan fram, sú ­mikla fjár­hags­lega rús­sí­ban­areið sem heim­ur­inn hefur verið að ganga í gegnum á und­an­förnum árum, sé rétt að byrja.

Auglýsing

Kúguð af þeim eldri

Í leið­ara sér­rits­ins er sér­stak­lega tekið fram, að ein­blínt sé á þennan ald­urs­hóp í þró­uðum ríkj­um, þar sem 85 pró­sent af honum er ­bú­sett­ur. „Við munum rök­styðja, að þessi hópur sé um margt kúg­aður af þeim eldri, sem reyni að halda aftur af hon­um,“ segir í leið­ar­an­um. Ólíkt mörg­um öðrum „kúg­uð­um“ minni­hluta­hópum þá vilji eng­inn valda hópnum skaða, en með­ ­stefnu­mörkun sé verið að gera hópnum erfitt fyr­ir.Erfið staða en mikil þekk­ing

Til dæmis hafi inn­koma á vinnu­markað sjaldan verið erf­ið­ar­i, ­meðal ann­ars vegna þess að fyrri kyn­slóðir hafi lagt mikið upp úr því að hin­ir eldri gangi fyrir í störf, óháð hæfi til þess að gegna þeim. Víða séu um­tals­verðar líkur á því að fólk á þessum aldri verið atvinnu­laust og sitj­i ­uppi með miklar skuld­ir. Samt búi þau yfir hæfi­leikum til að ná leift­ur­snöggt í allar heims­ins upp­lýs­ingar í gegnum snjall­síma sína, og þá sýni grein­ing á skóla­prófum að þessu ald­urs­hópur standi fyrri kyn­slóðum framar þegar kemur að al­mennri þekk­ingu og hæfni til að takast á við ýmis vanda­mál.

Áhyggju­efni í Evr­ópu

Sér­stak­lega er vikið að því í sér­rit­inu að atvinnu­leysi víða í þró­uðum ríkjum Evr­ópu sé ískyggi­lega hátt hjá fyrr­nefndum ald­urs­hópi, eða á milli 25 og 50 pró­sent. Minnst norð­ar­lega í álf­unni en mest í ríkj­unum sunnar í álf­unni. Á Spáni og Portú­gal hefur atvinnu­leysi hjá þessum hópi lengi ver­ið ­yfir 40 pró­sent, og eru þegar komin fram merki um að ungt fólk sæki ­kerf­is­bundið út fyrir landa­mærin til að freista gæf­unn­ar, þar sem ­fyr­ir­sjá­an­legt er að tæki­færi séu af skornum skammti heima fyr­ir. En í Evr­ópu er víða mikil sam­keppni um störf hjá þessum ald­urs­hópi, og því er oft stóra spurn­ingin hvert skuli hald­ið. 

Ísland að upp­lifa svipuð áhrif?

Þó ekki sé sér­stak­lega vikið að stöðu mála á Íslandi hjá þessum ald­urs­hópi, þá má greina miklar breyt­ingar hjá þessum hópi miðað við ­fyrri kyn­slóð­ir. Ekki síst þegar kemur að við­horfum til stjórn­mála. Nýjust­u kann­anir á fylgi stjórn­mála­flokk­anna benda til þess að yngsti ald­urs­hóp­ur kjós­enda, 18 til 29 ára, forð­ist gömlu hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­anna og fylk­i ­sér að baki Píröt­um, sem boða helst þann boð­skap að „breyta kerf­in­u“, eins og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, for­maður flokks­ins, sagði í ára­móta­þætti Vik­unnar á RÚV, og að færa valdið til fólks­ins með beinu lýð­ræði. Yfir helm­ingur ungs fólks styður Pírata, sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR, og Píratar mæl­ast með ríf­lega 37 pró­sent fylg­i. 

Þessi við­horf virð­ast tóna vel við þá mynd sem The Economist fjallar um, þar sem unga kyn­slóðin tengir síður við íhalds­samar skoð­anir til­ ­mann­lífs­ins, heldur leitar nýj­ustu upp­lýs­inga – nán­ast alveg um leið – og mót­ar ­sér sýn á málin út frá því, alveg óháð stefnum stjórn­mála­flokk­anna.

Speki­lek­inn

En Ísland sker sig veru­lega frá mörgum öðrum ríkj­um, þar sem at­vinnu­leysi hjá þessum ald­urs­hópi er mun hærra í nær öllum öðrum ríkj­um, enda at­vinnu­leysi hér á landi með allra lægsta móti, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. At­vinnu­leysi mæld­ist tvö pró­sent í des­em­ber­mán­uði en með­al­talið í Evr­ópu er ­yfir 10 pró­sent, og mun hærra í yngsta ald­urs­hópn­um.

Lík­indi eru þó með öðrum þáttum sem til umfjöll­unar eru, eins og speki­leka (braindra­in) ungs mennt­aðs fólks sem mörg ríki Evr­ópu eru nú farin að finna fyr­ir. Til þess að Ísland geti haldið vel í þennan hóp fólks, til fram­tíðar lit­ið, þarf atvinnu­lífið að fram­þró­ast í takt við þarfir hans og ­mennt­un. Ann­ars verður tæki­færa leitað ann­ars stað­ar, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum heima fyr­ir.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None