Unga „kúgaða“ kynslóðin sem gæti breytt öllu

Fólk á aldrinum 15 til 30 ára er að mörgu leyti eins og kúgaður minnihlutahópur, segir The Economist. Þessi kynslóð stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum, en hún er um leið að hafa mikil áhrif á stjórnmál og vöruþróun.

Háskóli
Auglýsing

Um 1,8 millj­arður manna á heims­vísu til­heyrir ung­u kyn­slóð­inni (15 til 30 ára), sem fyr­ir­tæki eiga í mestu vand­ræðum með að skilja hvernig hugsar í stórum drátt­um, og í stjórn­mál­unum virð­ist margt benda til þess að unga fólkið geti valdið straum­hvörf­um. Hefð­bundin stjórn­mál eru ekki of­ar­lega í huga þeirra en þeim mun meiri áhugi er á því að ýta und­ir­ ­sam­fé­lags­breyt­ing­ar.

Snjall­tæki og fjár­hags­legar hörm­ungar

Þetta er meðal þess sem kemur fram í sér­út­gáfu The Economist um stöðu ungs fólks og hvernig það horfir á áskor­anir sam­tím­ans. Fram kemur í ít­ar­legri umfjöllun rits­ins að fólk á þessum aldri eigi ekki allt sam­eig­in­leg­t, einkum þegar kemur að tæki­færum og félags­legri stöðu, sem sé breyti­leg eft­ir löndum og ríkj­um, en eitt sam­eini þennan hóp fólks. Það er alið upp á öld ­snjall­tækja og í skugga alþjóð­legra fjár­mála­hörm­unga (Global fin­anci­al d­isaster).

Undir smá­sjánni

Út frá þessu sam­eig­in­lega ein­kenni sé hóp­ur­inn und­ir­ smá­sjánni hjá ráð­gjöf­um, sem reyni allt til að greina hvernig sé best að virkja þennan hóp til þátt­töku í hinum ýmsum mark­aðs­að­gerð­um. Þetta hafi mörgum reyn­st erfitt, enda þessi mikla sam­fé­lags­lega breyt­ing, sem kalla má ­upp­lýs­inga­bylt­ingu, í reynd rétt að festa ræt­ur. Ýmsir halda því síðan fram, sú ­mikla fjár­hags­lega rús­sí­ban­areið sem heim­ur­inn hefur verið að ganga í gegnum á und­an­förnum árum, sé rétt að byrja.

Auglýsing

Kúguð af þeim eldri

Í leið­ara sér­rits­ins er sér­stak­lega tekið fram, að ein­blínt sé á þennan ald­urs­hóp í þró­uðum ríkj­um, þar sem 85 pró­sent af honum er ­bú­sett­ur. „Við munum rök­styðja, að þessi hópur sé um margt kúg­aður af þeim eldri, sem reyni að halda aftur af hon­um,“ segir í leið­ar­an­um. Ólíkt mörg­um öðrum „kúg­uð­um“ minni­hluta­hópum þá vilji eng­inn valda hópnum skaða, en með­ ­stefnu­mörkun sé verið að gera hópnum erfitt fyr­ir.Erfið staða en mikil þekk­ing

Til dæmis hafi inn­koma á vinnu­markað sjaldan verið erf­ið­ar­i, ­meðal ann­ars vegna þess að fyrri kyn­slóðir hafi lagt mikið upp úr því að hin­ir eldri gangi fyrir í störf, óháð hæfi til þess að gegna þeim. Víða séu um­tals­verðar líkur á því að fólk á þessum aldri verið atvinnu­laust og sitj­i ­uppi með miklar skuld­ir. Samt búi þau yfir hæfi­leikum til að ná leift­ur­snöggt í allar heims­ins upp­lýs­ingar í gegnum snjall­síma sína, og þá sýni grein­ing á skóla­prófum að þessu ald­urs­hópur standi fyrri kyn­slóðum framar þegar kemur að al­mennri þekk­ingu og hæfni til að takast á við ýmis vanda­mál.

Áhyggju­efni í Evr­ópu

Sér­stak­lega er vikið að því í sér­rit­inu að atvinnu­leysi víða í þró­uðum ríkjum Evr­ópu sé ískyggi­lega hátt hjá fyrr­nefndum ald­urs­hópi, eða á milli 25 og 50 pró­sent. Minnst norð­ar­lega í álf­unni en mest í ríkj­unum sunnar í álf­unni. Á Spáni og Portú­gal hefur atvinnu­leysi hjá þessum hópi lengi ver­ið ­yfir 40 pró­sent, og eru þegar komin fram merki um að ungt fólk sæki ­kerf­is­bundið út fyrir landa­mærin til að freista gæf­unn­ar, þar sem ­fyr­ir­sjá­an­legt er að tæki­færi séu af skornum skammti heima fyr­ir. En í Evr­ópu er víða mikil sam­keppni um störf hjá þessum ald­urs­hópi, og því er oft stóra spurn­ingin hvert skuli hald­ið. 

Ísland að upp­lifa svipuð áhrif?

Þó ekki sé sér­stak­lega vikið að stöðu mála á Íslandi hjá þessum ald­urs­hópi, þá má greina miklar breyt­ingar hjá þessum hópi miðað við ­fyrri kyn­slóð­ir. Ekki síst þegar kemur að við­horfum til stjórn­mála. Nýjust­u kann­anir á fylgi stjórn­mála­flokk­anna benda til þess að yngsti ald­urs­hóp­ur kjós­enda, 18 til 29 ára, forð­ist gömlu hefð­bundnu stjórn­mála­flokk­anna og fylk­i ­sér að baki Píröt­um, sem boða helst þann boð­skap að „breyta kerf­in­u“, eins og Helgi Hrafn Gunn­ars­son, for­maður flokks­ins, sagði í ára­móta­þætti Vik­unnar á RÚV, og að færa valdið til fólks­ins með beinu lýð­ræði. Yfir helm­ingur ungs fólks styður Pírata, sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR, og Píratar mæl­ast með ríf­lega 37 pró­sent fylg­i. 

Þessi við­horf virð­ast tóna vel við þá mynd sem The Economist fjallar um, þar sem unga kyn­slóðin tengir síður við íhalds­samar skoð­anir til­ ­mann­lífs­ins, heldur leitar nýj­ustu upp­lýs­inga – nán­ast alveg um leið – og mót­ar ­sér sýn á málin út frá því, alveg óháð stefnum stjórn­mála­flokk­anna.

Speki­lek­inn

En Ísland sker sig veru­lega frá mörgum öðrum ríkj­um, þar sem at­vinnu­leysi hjá þessum ald­urs­hópi er mun hærra í nær öllum öðrum ríkj­um, enda at­vinnu­leysi hér á landi með allra lægsta móti, í alþjóð­legum sam­an­burð­i. At­vinnu­leysi mæld­ist tvö pró­sent í des­em­ber­mán­uði en með­al­talið í Evr­ópu er ­yfir 10 pró­sent, og mun hærra í yngsta ald­urs­hópn­um.

Lík­indi eru þó með öðrum þáttum sem til umfjöll­unar eru, eins og speki­leka (braindra­in) ungs mennt­aðs fólks sem mörg ríki Evr­ópu eru nú farin að finna fyr­ir. Til þess að Ísland geti haldið vel í þennan hóp fólks, til fram­tíðar lit­ið, þarf atvinnu­lífið að fram­þró­ast í takt við þarfir hans og ­mennt­un. Ann­ars verður tæki­færa leitað ann­ars stað­ar, með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum heima fyr­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None