Tillaga um fimm milljarða argreiðslu til hluthafa úr VÍS

peningar
Auglýsing

Sam­stæðu­árs­reikn­ingur VÍS fyrir árið 2015 var stað­festur af stjórn og for­stjóra félags­ins á stjórn­ar­fundi í dag, en meðal þess sem var ákveð­ið, var að gera kröfu um fimm millj­arða króna arð­greiðslu vegna rekstr­ar­árs­ins í fyrra. Hagn­aður félags­ins nam rúm­lega tveimur millj­örðum króna, sam­an­borið við 1,2 millj­arða árið 2014.

Arð­greiðslu­til­laga stjórnar á árinu 2016 tekur mið af mark­miði um gjald­þols­hlut­fall og nemur kr. 2,17 á hlut, sem er eins og áður segir um fimm millj­arðar króna.

Stjórn VÍS hefur sett félag­inu mark­mið um áhættu­vilja með vik­mörkum sem auð­veldar stýr­ingu á heild­ar­á­hættu félags­ins, að því er segir í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar. Mark­mið um gjald­þols­hlut­fall er 1,50 með neðri mörkum 1.35. Gjald­þols­hlut­fall eftir arð­greiðslu er 1,55.

Auglýsing

Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS, seg­ist í til­kynn­ingu til kaup­hallar vera ánægð með rekst­ur­inn á síð­asta ári. „Rekstur félags­ins á árinu 2015 gekk vel og var hagn­aður af rekstri tæpir 2,1 millj­arðar króna. Ánægju­legt er að sjá að ágætur vöxtur var í inn­lendum iðgjöldum og hækk­uðu bók­færð iðgjöld um 5,8 pró­sent á árin­u.  Þrátt fyrir iðgjalda­vöxt er vöxtur í tjóna­tíðni áhyggju­efni og það verður áfram áskorun að ná ásætt­an­legri afkomu af mörgum greina­flokkum vátrygg­inga. Sam­sett hlut­fall á árinu 2015 var 101,5 pró­sent en mark­mið félags­ins er að vera með sam­sett hlut­fall undir 100 pró­sent,“ segir Sig­rún Ragna. Góð afkoma á árinu skýrist öðru fremur af góðri ávöxtun fjár­fest­inga­eigna. Fjár­fest­inga­starf­semin gekk vel á árinu og er jákvæð afkoma af öllum eigna­flokk­um. Ávöxtun skulda­bréfa var góð og eins skil­aði inn­lenda hluta­bréfa­safn félags­ins góðri afkomu,“ segir Sig­rún Ragna. Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram á að ávöxtun erlendra eigna hafi valdið von­brigð­um.Arð­semi eigin fjár fyr­ir­tæk­is­ins nam 11,3 pró­sentum en hún hefði verið nokkru hærri, eða 17,5 pró­sent, ef ekki hefði komið til nið­ur­færslu á óefn­is­legum eign­um.

Heild­ar­eignir VÍS námu 44,8 millj­örðum króna í lok árs og skuldir voru um 27,3 millj­arð­ar. Hlut­fall auð­selj­an­legra eigna í eigna­safni félags­ins var 73,7% um ára­mót­in, þar af eru 29,1 pró­sent í rík­is­skulda­bréfum og hand­bæru fé.  

Árs­reikn­ing­ur­inn verður lagður fyrir aðal­fund þann 16. mars 2016 til stað­fest­ing­ar.Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna er stærsti eig­andi VÍS með 9,27 pró­sent hlut.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent
None