Bankasýslan hafnar allri málsvörn Landsbankans

Fólk Mótmæli LAndsbanki
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins telur rök­stuðn­ing banka­ráðs Lands­bank­ans og stjórn­enda hans fyrir sölu á 31,2 pró­sent hlut í Borgun á 2,2 millj­arða króna í nóv­em­ber 2014 vera ófull­nægj­andi. Í ítar­legu svar­bréfi sem stofn­un­in sendi banka­ráði Lands­bank­ans á föstu­dag, og var birt á vef hennar í morg­un, er nær öllum rök­semd­ar­færslum sem Lands­bank­inn hefur teflt fram sér til varnar í Borg­un­ar­mál­in­u hafn­að. Þar er enn fremur sagt að svör Lands­bank­ans við þeirri gagn­rýni sem ­sett hefur verið fram á fram­göngu hans hafi „ekki verið sann­fær­and­i“.

Banka­sýslan gagn­rýnir til að mynda rök­stuðn­ing bank­ans fyr­ir­ því að selja hlut­inn í lok­uðu sölu­ferli, verk­lag við samn­ings­gerð, mál­flutn­ing hans um mein­tan sölu­þrýst­ing frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, verð­mat á eign­ar­hlutn­um í Borgun og að Lands­bank­inn hafi komið sér í þá stöðu að eini við­semj­andi hans hafi verið hópur fjár­festa sem inni­hélt meðal ann­ars stjórn­endur Borg­un­ar.

Auglýsing

Nið­ur­staða Banka­sýsl­unnar er sú að sölu­með­ferðin hafi varpað veru­legum skugga á árang­ur Lands­bank­ans und­an­farin miss­eri og að fag­leg ásýnd bank­ans og stjórn­enda hans hafi beðið hnekki. Af þeim sökum telur Banka­sýsla rík­is­ins að banka­ráð Lands­bank­ans verði að grípa til „við­eig­andi ráð­staf­ana til að end­ur­heimta það ­traust sem bank­inn tap­aði vegna sölu­með­ferð­ar­inn­ar. Fer stofn­unin fram á að hlut­höfum í Lands­bank­anum hf. verði hið fyrsta gerð grein fyrir því með hvaða hætti banka­ráðið telur rétt að bregð­ast við og ekki siðar en tveimur vik­um ­fyrir aðal­fund sem fram fer þann 14. apríl nk."

Hún hefur þeg­ar ­sent bréf til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þar sem ­stofn­unin lýsir sömu nið­ur­stöðu.

Slær niður alla ­málsvörn Lands­banka­manna

Banka­sýslan segir í bréfi sínu að Lands­bank­inn hafi haft ­full­nægj­andi upp­lýs­ingar til að fram­kvæma verð­mat á hlutnum í Borgun sem hann hafi verið sáttur við. „Að mati Banka­sýslu rík­is­ins kemur það einnig fram í sam­skiptum Lands­bank­ans við Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, sbr. bréf dags 7. febr­úar 2014, að bank­inn hafi talið sig geta falað við­hlít­andi upp­lýs­ingar um Borgun og Valitor. Það má að lokum nefna að upp­lýs­inga­skortur selj­anda ætti að vera rök­stuðn­ing­ur ­fyrir því að fara með eign­ar­hlut í opið sölu­ferli. Í þessu máli var það meira að­kallandi en ella, þar sem stjórn­endur Borg­unar voru hluti af kaup­enda­hópn­um, og opið sölu­ferli hefði að ein­hverju leyti getað jafnað samn­ings­stöðu aðila. Þá má einnig benda á að þrátt fyrir að Lands­bank­inn hafi borið fyrir sig ­upp­lýs­inga­skorti virð­ist bank­inn aldrei hafa látið á það reyna hvort að það væri erf­ið­leikum bundið að afla upp­lýs­inga um Borgun áður en úti­lokað var að fara með eign­ar­hlut­inn í opið sölu­ferli“.

Banka­sýslan fjallar einnig um mein­tan þrýst­ing ­Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á sölu Lands­bank­ans á hlut sínum í Borg­un, sem ­stjórn­endur bank­ans hafa ítrekað borið fyrir sig, en Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­neit­að. Nið­ur­staða Banka­sýsl­unnar er sú að það hefði verið mögu­legt fyr­ir­ Lands­bank­ann að fá auk­inn tíma til að selja hlut­inn sam­kvæmt þeirri sátt sem ­gerð hafi verið við Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið.

Í svar­bréfi Banka­sýsl­unnar er svo fjallað um þau rök ­stjórn­enda Lands­bank­ans að hann hefði getað borið ábyrgð á auk­inni áhættu sem ­skap­ast gæti í rekstri Borg­un­ar, sem selj­andi hlut­anna. Þar er átt við að þau ­vaxt­ar­á­form sem Borgun var með á prjón­unum hafi þótt áhættu­söm, þótt þau hafi á end­anum skilað miklum virð­is­auka. Banka­sýslan hafnar þessum rökum sem ástæð­u ­fyrir því að selja hlut­inn í lok­uðu sölu­ferli frekar en opnu.

Lands­bank­inn hefur haldið því fram að ein ástæða þess að hlut­ur­inn var seldur í lok­uðu útboði hafi verið sú að bank­inn væri að tryggja ­sér við­un­andi verð. Það bygg­ist á því að sölu­verðið hafi verið full­nægj­andi á grund­velli ákvörð­unar Íslands­banka að kaupa ekki hlut­inn. Þessu hafn­ar ­Banka­sýslan sem gildri rök­semd­ar­færslu og segir að það sé „hæp­ið“ að álykta um ­sölu­verð með þessum hætti. Til­gangur opins sölu­ferlis sé ekki síst að virkja fjár­festa og nýta sam­keppni til að fá mark­aðs­verð.

Stjórn­endur Lands­bank­ans bentu á í svar­bréfi sínu vegna ­fyr­ir­spurna Banka­sýsl­unnar um málið að ströng skil­yrði giltu um eign­ar­hald á virkum eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki eins og Borg­un. Banka­sýslan hafnar þessu einnig sem rökum fyrir því að hlut­ur­inn var seldur í lok­uðu ferli til­ ­stjórn­enda Borg­unar og með­fjár­festa þeirra. Í bréfi hennar til bank­ans segir að það sé Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að meta hæfi aðila til að fara með virkan ­eign­ar­hlut, ekki selj­enda þess hlut­ar.

Banka­sýslan hafnar enn fremur þeirri rök­semd­ar­færslu að hlut­ur­inn í Borgun hafi ekki verið fulln­ustu­eign og þar með hefði ekki þurft að ­setja hann í opið sölu­ferli. Að mati hennar er vand­séð hvaða rök séu fyrir því að hafa annan hátt á með sölu á öðrum eignum bank­ans en fulln­ustu­eign­um. Stjórn­ hluta­fé­lags eigi að hafa hags­muni eig­enda sinna í fyr­ir­rúmi og stjórn­end­ur Lands­bank­ans hefði átt að vera ljóst að „ríkið hefur lagt mikla áherslu á gagn­sæi og jafn­ræði við sölu eigna. Með því að hafa sölu­ferlið opið og gefa öðrum aðilum þannig kost á að bjóða í eign­ar­hlut­ina hefðu stjórn­endur bank­ans og banka­ráð unnið afram­gangi þess­ara mark­miða ásamt því að styrkja ­samn­ings­stöðu sína. Í ljósi sölu­verðs eign­ar­hlut­anna er einnig ljóst að sá við­bót­ar­kostn­aður við að opna ferlið hefði vel getað verið rétt­læt­an­leg­ur.“

Rök­stuðn­ing­ur: Ó­full­nægj­andi

Nið­ur­staða Banka­sýsl­unnar er því skýr. Stjórn­end­um Lands­bank­ans mátti vera það full­ljóst, sér­stak­lega vegna þeirrar gagn­rýni sem ­bank­inn fékk þegar hann seldi Vestia á sínum tíma, og Kjarn­inn fjall­aði nýver­ið ít­ar­lega um  rök­styðja þyrft­i ­sér­stak­lega öll frá­vik frá því að selja eignir í opnu sölu­ferli. „Í til­felli ­söl­unnar á Vestia féllst Banka­sýsla rík­is­ins á rök­stuðn­ing Lands­bank­ans á grund­velli ákveð­inna neyð­ar­sjón­ar­miða. Í til­felli söl­unnar á Borgun tel­ur ­stofn­unin hins vegar rök­stuðn­ing bank­ans ófull­nægj­andi. Þannig bendir margt til­ þess að bank­inn hafi dregið rangar álykt­anir af sam­skiptum sínum við ­Sam­keppn­is­eft­ir­litið varð­andi mögu­lega fresti og svig­rúm til að selja ­eign­ar­hlut sinn í félag­in­u.[...]­Sömu­leiðis er það mat stofn­un­ar­innar að verk­lagi við samn­ings­gerð Lands­bank­ans hafi að sumu leyti verið ábóta­vant. ­Banka­sýsla rík­is­ins telur það jákvætt að Lands­bank­inn hafi samið um hlut­deild í þátt­töku Valitors vegna mögu­legrar sölu á Visa Europe, en engin hald­bær rök hafa komið fram fyrir því að hann hafi ekki gert sömu fyr­ir­vara vegna söl­unn­ar á Borg­un, en sala eign­ar­hluta á þessum tveimur félögum fór fram samhliða. Tel­ur ­Banka­sýsla rík­is­ins jafn­framt að Lands­bank­inn sem stærsta fjár­mála­fyr­ir­tæki lands­ins ­geti ekki borið fyrir sig grand­leysi ann­arra kaup­enda á eign­ar­hlutum í Borg­un.“

Banka­sýslan segir einnig að spurn­ingar hafi vaknað um verð­mat Lands­bank­ans á eign­ar­hlutnum í Borg­un. Í svar­bréfi bank­ans við ­fyr­ir­spurnum stofn­un­ar­innar hafi komið fram að bank­inn hafi aðal­lega verð­met­ið ­eign­ar­hlut­inn miðað við áætl­aðar arð­greiðslur frekar en svo­kallað V/H hlut­fall. Hlut­fallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp núver­andi mark­aðsvirði félags­ins sem verið er að kaupa miðað við óbreyttan hagnað þess. Auk þess hafi birst upp­lýs­ing­ar op­in­ber­lega um að verð­mæti alls hluta­fjár í Borgun hafi auk­ist mun meira en virði skráðra hluta­bréfa á Íslandi frá því að Lands­bank­inn seldi hlut sinn. „Það hefur valdið því að traust til bank­ans og stjórn­enda hans hefur beðið hnekki. Hefði Lands­bank­inn selt hluti sína í opnu og gagn­sæju ferli þar sem mark­að­ur­inn hefði verð­lagt bréfin má ætla að það hefði ekki gerst.“

Í bréfi ­Banka­sýsl­unnar kemur fram að það sé gagn­rýn­is­vert að Lands­bank­inn hefði kom­ið ­sér í þá stöðu að eini við­semj­andi hans í sölu­ferl­inu væri fjár­festa­hópur sem inni­hélt m.a. stjórn­endur Borg­un­ar.  Þá hafi svör bank­ans við þeirri gagn­rýni sem salan hefur hlotið ekki ver­ið sann­fær­andi. Banka­sýslan telur að hafi Lands­bank­inn athuga­semdir við ­upp­lýs­inga­gjöf af hálfu ann­arra aðila í tengslum við sölu­með­ferð á eign­ar­hlut í Borgun þá eigi bank­inn að leita „réttar síns ef hann telur til­efni til“.

Sölu­með­ferðin hafi þar af leið­andi varpað veru­legum skugga á árangur Lands­bank­ans und­an­farin miss­er­i og að fag­leg ásýnd bank­ans og stjórn­enda hans hafi beðið hnekki. Af þeim þeim sökum telur Banka­sýsla ­rík­is­ins að banka­ráð Lands­bank­ans verði að grípa til „við­eig­andi ráð­staf­ana til­ að end­ur­heimta það traust sem bank­inn tap­aði vegna sölu­með­ferð­ar­inn­ar. Fer ­stofn­unin fram á að hlut­höfum í Lands­bank­anum hf. verði hið fyrsta gerð grein ­fyrir því með hvaða hætti banka­ráðið telur rétt að bregð­ast við og ekki sið­ar­ en tveimur vikum fyrir aðal­fund sem fram fer þann 14. apríl nk."

Lands­bank­inn hef­ur þegar sent frá sér til­kynn­ingu þar sem hann seg­ist ætla að verða við þess­ari ­kröfu og að við­brögð hans verði birt opin­ber­lega.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None