Ráðamenn ráða því hvort þeir séu innherjar eða ekki

Stjórnvöld bera sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starfsemi þeirra gefi tilefni til þess að reglur um innherjaupplýsingar gildi um hana. Settar voru sérstakar innherjareglur af fjármálaráðherra. Þær náðu ekki yfir forsætisráðherra.

Sigmundur Bjarni
Auglýsing

Ekki er til­greint nákvæm­lega í lögum og reglum hvern­ig inn­herja­reglur eigi við um stjórn­völd. Sam­kvæmt ákvæði laga um verð­bréfa­við­skipt­i ber stjórn­völdum sem fá reglu­lega inn­herj­a­upp­lýs­ingar í starf­semi sinni þó að ­fylgja reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar eftir því sem við á. Stjórn­völd bera hins vegar sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­sem­i þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipt­i skuli fylgt. Þetta kemur fram í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hæfi Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra til að kom­a að ákvörð­unum sem tengj­ast slitum föllnu bank­anna í ljósi þess að eig­in­kona hans er kröfu­hafi í bú þeirra.

Sam­kvæmt svar­inu ráða ráða­menn því sjálfir hvort til­efni sé til þess að láta reglur um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­ingar og við­skipti inn­herj­a ­gilda um þá.

Stjórn­völd bera sjálf ábyrgð á því að setja reglur

Fjár­mála­eft­ir­litið hélt fræðslu­fund í apríl 2013 fyr­ir­ ­stjórn­völd. Þar voru reglur eft­ir­lits­ins um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipta inn­herja til umfjöll­unar ásamt leið­bein­andi til­mælum um fram­kvæmd regln­anna. Í kjöl­far­ið, nánar til­tekið 20. júní 2013, sendi eft­ir­lit­ið dreifi­bréf til stjórn­valda þar sem tekið var á helstu atriðum við­víkj­and­i ­stjórn­völd og regl­urn­ar. Bréfið var því sent eftir að sitj­andi rík­is­stjórn tók við völd­um.

Í bréf­inu segir meðal ann­ars að „stjórn­völd beri ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starf­sem­i þeirra gefi til­efni til þess að reglum um með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga og við­skipti inn­herja skuli fylgt. Ef stjórn­vald fær afhentar eða með­höndl­ar inn­herj­a­upp­lýs­ingar reglu­lega í starf­semi sinni ber því að til­efna reglu­vörð ­sem hefur umsjón með að fyrr­greindum reglum sé fram­fylg­t.”

Stjórnvöld bera sjálf ábyrgð á því að meta hvort eðli og umfang starfsemi þeirra gefi tilefni til þess að reglum um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja skuli fylgt. Þetta segir Fjármálaeftirlitið.Í til­vik­um þar sem inn­herj­a­upp­lýs­ingar verða reglu­lega til í starf­semi stjórn­valda hef­ur ­reglu­vörður mik­il­vægu hlut­verki að gegna. Hann þarf þá, að mat­i Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, fyrst og fremst að hafa yfir­sýn yfir var­færna með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga þegar þær eru til stað­ar. „Fjár­mála­eft­ir­litið gerir ekki kröfu um að stjórn­völd haldi lista yfir inn­herj­a í slíkum til­vik­um, en bent er á að slíkt verk­lag stuðlar að góðri yfir­sýn yfir­ ­með­ferð inn­herj­a­upp­lýs­inga.”

Bjarni setti inn­herja­reglur

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tald­i ­greini­lega að til­efni væri til þess setja sér­stakar inn­herja­reglur vegna að­gerða sem stjórn­völd réð­ust í vegna slita búa föllnu bank­anna og losun hafta. Hann stað­festi sér­stakar inn­herja­reglur fyrir marga þá sem að vinn­unni komu 7. októ­ber 2014 og þær tóku gildi 1. nóv­em­ber 2014. Bjarni sjálf­ur, aðstoð­ar­menn hans, ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, skrif­stofu­stjórar þess og aðrir starfs­menn sem komu að vinn­unni um losun hafta féllu undir regl­urn­ar.

Auglýsing

Þær náðu einnig til allra þeirra sér­fræð­inga sem unnu að ­á­ætlun um losun hafta, meðal ann­ars í fram­kvæmda­hópi stjórn­valda, sem und­ir­rit­uðu trún­að­ar­yf­ir­lýs­ingu vegna starfa sinna. Brot gegn við­kom­andi regl­u­m ­gat þýtt að sá sem framdi það brot ætti yfir höfði sér fang­els­is­vist.

Þeir þing­menn sem sát­u í sam­ráðs­nefnd þing­flokka um afnám fjár­magns­hafta und­ir­rit­uðu einnig allir þagn­ar­heit sem í fólst að þeir gættu „þag­mælsku um atriði sem ég kann að fá vit­neskju um í starfi mínu fyrir hóp­inn sem leynt skulu fara sam­kvæmt lög­um eða eðli máls. Þagn­ar­skyldan skal hald­ast þótt störfum hóps­ins sé lok­ið“. Þegar þing­menn­irnir skrif­uðu undir þagn­ar­heitið var þeim einnig gert ljóst að þeir kunni, í tengslum við störf hóps­ins, að fá vit­neskju um inn­herj­a­upp­lýs­ingar og telj­ist þar með inn­herjar sam­kvæmt lögum um verð­bréfa­við­skipti.

Sam­kvæmt ­trún­að­ar­yf­ir­lýs­ing­unni mátt eng­inn þeirra sem undir hana skrif­uðu nota ­upp­lýs­ing­arnar sem þeir fengu á annan hátt en til að leysa það verk­efni sem ­fyrir þeim lág. Þar segir einnig að ráð­gjaf­arnir sem skrif­uðu undir megi deila ­upp­lýs­ing­unum með öðrum sem til­heyrðu hafta­hópnum og öðrum ein­stak­lingum sem til­nefndir höfðu verið af ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál og und­ir­nefndum henn­ar. Í þeirri ráð­herra­nefnd sitja tveir ráð­herr­ar: Sig­mundur Davíð og Bjarni.

Þær inn­herj­a­upp­lýs­ingar sem um var að ræða, og bannað var að miðla til ann­arra eða hag­nýta sér, eru til dæmis efni fyr­ir­hug­aðra laga­frum­varpa og vit­neskja um aðgerðir stjórn­valda í efna­hags­mál­um.

Sig­mundur Davíð ekki bund­inn af inn­herja­reglum

Kjarn­inn greindi frá­ því 23. mars að Sig­mundur Davíð var hefði ekki bund­inn af þessum regl­um. Það ­stað­festi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið. Ekki hafa feng­ist skýr­ingar á því af hverju for­sæt­is­ráð­herra var ekki bund­inn af regl­un­um.

Því verður ekki til skoð­unar hvort ákvörðun for­sæt­is­ráð­herra um að leyna því að eig­in­kona hans ætti aflandseign­ar­halds­fé­lags skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­unum og að það félag væri kröfu­hafi í slitabú föllnu bank­anna sé í and­stöðu við regl­urn­ar, en regl­urnar meina meðal inn­herjum að eiga gjald­eyr­is­við­skipti nema með leyfi reglu­varð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None