Ályktun 1325 og mikilvægi femínisma til að takast á við stríð og átök

Þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að jafnrétti, sér í lagi á Vesturlöndum, rekast konur enn á veggi og þök. Þeim er haldið frá valdamiklum stöðum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Það ríkir því enn valdabarátta þar sem konum er haldið niðri.

Konur UN
Auglýsing

Þegar  minnst er á femín­is­ma, hvað þá hug­tök eins og ­feðra­veldi, eiga sumir það til að bregð­ast reiðir við. Stundum heyr­ast jafn­vel þau við­horf að öfga­fullir femínistar hafi komið óorði á kven­rétt­inda­bar­átt­una ­sem sé í raun óþörf því konur njóti nú fulls jafn­réttis á við karla.

Þarna gleym­ist kannski að það jafn­rétt­i ­sem náðst hefur er árangur bar­áttu sem hefur verið löng og ströng og er alls ekki lok­ið. Það hefur einmitt ein­kennt hana að bar­áttu­málin hafa  gengið gegn því sem þykir til­hlýði­legt og til­ ­sam­ræmis við ríkj­andi venjur og gildi sam­fé­lags­ins, en þykir nú sjálf­sagt.

En hvers vegna er ennþá mik­il­vægt að ­gefa hlut kvenna í sam­fé­lag­inu sér­stakan gaum, ræða kynja­kvóta, við­ur­kenna til­vist þess sem kallað hefur verið feðra­veldi og leggja fram kynjuð fjár­lög eða fram­kvæmda­á­ætl­anir – eða að bjóða konum að setj­ast við sátta­borðið þeg­ar ­reynt er að stilla til friðar í átökum og stríði?

Auglýsing

Það gleym­ist gjarnan að heim­ur­inn er ­stærri en Norð­ur­-­Evr­ópa, þar sem jafn­rétt­is­mál eru senni­lega hvað lengst á veg kom­in. Stað­reynd­irnar tala líka sínu máli eins og nýlegar alþjóð­leg­ar ­rann­sókn­ir, sem m.a. eru kynntar í nýút­kominni skýrslu Alþjóða-vinnu­mála­stofn­un­ar­innar sýna. Þar kemur fram að þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að jafn­rétti, sér í lagi á Vest­ur­lönd­um, eru konur enn að rekast á veggi og þök. Þrátt fyrir allt jafn­réttið sem hald­ið er á lofti er konum enn haldið frá valda­miklum stöðum þar sem mik­il­væg­ar á­kvarð­anir eru tekn­ar.

Það ríkir því ennþá valda­bar­átta þar ­sem konum er haldið niðri. Það má m.a. rekja til alda­gam­als hugs­un­ar­háttar – sem við getum alveg eins kallað feðra­veldi – staða kon­unnar er  enn háð gam­al­gró­inni valda­upp­bygg­ing­u ­sam­fé­lags­ins, einnig hér á Vest­ur­lönd­um. Þetta er m.a. ástæða þess fjár­lög eru kynj­uð, því mik­il­vægt er að við­kom­andi fram­kvæmdir eða fjár­veit­ingar styrki ekki og við­haldi því valda­kerfi mis­réttis sem ríkir heldur stuðli að auknu jafn­rétti.  

Mik­il­væg­i fram­lags femínískra fræða til alþjóða­mála

Femínísk umræða hefur haft mikil áhrif í hug- og félags­vís­inda­greinum frá því á sjö­unda ára­tugnum þegar kven­rétt­inda­bylgj­an reið yfir. Þar má nefna gagn­rýni á hvernig hin karllægu gildi og hugs­un­ar­háttur eru inn­byggð í meg­in­strauma alþjóða­fræða sem kemur í veg fyr­ir­ að þau nýt­ist til fulls til að skilja, útskýra og leysa þau vanda­mál sem að ­steðja.  Með því að taka konur og kyn­gervi inn í umræð­una megi hins vegar auka víð­sýni manna, brjóta upp staðn­að hug­ar­far og hreyfa við fyr­ir­fram gefnum hug­myndum um hvað sé mik­il­vægt og eig­i að vera í for­grunni.

Catherine Ashton fyrrverandi æðsti talsmaður stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum ásamt Javad Zarif utanríkisráðherra Írans á meðan samningaviðræðum Vesturveldanna og Írans stóð.Þetta á sér­stak­lega við um stríðs­hrjáð lönd eða þar sem ógn­ar­stjórn ríkir en reynslan hefur sýnt að þeir sem fyrst f­inna fyrir afleið­ingum átaka og stríðs eru konur og börn. Jafn­framt er það þannig að þessi heimur stríðs og átaka er gjarnan skil­greindur út frá körlum og karllægum gild­um. Í ljósi þessa er mik­il­vægt að konur geti komið að borð­inu til­ að marka stefnu og taka ákvarð­an­ir. Til­hneig­ing er þó að flokka mál­efni kvenna á þann hátt að þau ekki hafi neina raun­veru­lega þýð­ingu þegar kemur að lausn hinna erf­ið­ari og hörðu mála, stríða og milli­ríkja­deilna.

Stað­reyndin er samt sú að þessi svoköll­uðu kvenna­mál­efni eru mál sem varða stöð­ug­leika, jafn­rétti og öryggi. Bæð­i ­rann­sóknir og reynslan sýna ótví­rætt að þar sem konur sæta kúgun og eru beitt­ar mis­rétti, þar þrífst óstöð­ug­leiki sem nærir öfga­fullt hug­ar­far – og þar með­ ófrið og átök. Sam­fara því að afleið­ingar stríðs og átaka virð­ast bitna mest á þeim er síst skyldi, konum og börn­um, hefur orðið mann­rétt­inda­bylt­ing í heim­in­um. Og þegar konur hafa náð að gera sig gild­andi í sam­fé­lag­inu hefur fólk líka áttað sig á gildi þekk­ingar þeirra og við­horfa í al­þjóða­mál­um.

Álykt­un ­ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu Þjóð­anna nr. 1325

Því hefur alþjóða­sam­fé­lagið reynt að bregð­ast við með því að auka þátt­töku kvenna þegar kemur að því að leiða deil­ur og átök til lykta. Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna gaf út ályktun 1325, árið 2000 þar sem eitt af lyk­il­at­rið­unum í þess­ari umræðu er árétt­að, að konur og sjón­ar­mið þeirra eig­i ekki aðeins erindi inn í umræð­una vegna þess að átök hafi sér­stakar afleið­ing­ar ­fyrir þær heldur einnig að þær geti haft áhrif sem máli skipti. Í álykt­un­inn­i ­segir orð­rétt,

Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.„Út­gangs­punktur álykt­un­ar­innar er sá að ­konur geta bæði haft áhrif í vopn­uðum

átökum og að átök hafa sér­stakar af­leið­ingar fyrir þær. Álykt­unin und­ir­strikar mik­il­vægt

hlut­verk kvenna í frið­sam­legri lausn vopn­aðra átaka og frið­ar­upp­bygg­ingu, og leggur

áherslu á þátt­töku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem við­halda og stuðla að friði og

öryggi til jafns við karla. Álykt­un­in brýnir fyrir aðild­ar­ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna að

grípa til marg­vís­legra aðgerða til að flétta sjón­ar­mið og reynslu kvenna inn í aðgerðir í

þágu frið­ar­.‘‘

Í álykt­un­inni er kom­ið  inn á mál­efni er varða stríðs­hrjáð svæði þar ­sem konur og börn verða oft fyrir barð­inu á stríð­andi fylk­ingum þar sem þau verða oft og tíðum fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­legrar mis­notk­unar og kyn­bund­ins ofbeld­is. ­Með því að fjölga konum sem frið­ar­gæslu­liðum á átaka­svæðum má draga úr þessu of­beldi. Hlut­verk kvenna í for­vörnum og vinna að lausn á átökum er nauð­syn­legur þáttur í frið­ar­ferli og til að koma í veg fyrir stríð.  

Ísland hefur verið með fram­kvæmda­á­ætlun í tengslum við ályktun örygg­is­ráðs ­Sam­ein­uðu þjóð­anna númer 1325. Í lið­inni viku var haldin tveggja daga alþjóð­leg ráð­stefna í Reykja­vík um álykt­un­ina  og inn­leið­ingu hennar á átaka­svæð­um. Til­gang­ur ráð­stefn­unnar var að meta árang­ur­inn af ályktun 1325 og ræða þær hindr­anir sem enn standa í vegi fyrir fram­kvæmd henn­ar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var ­sam­þykkt í örygg­is­ráði SÞ.

Ljóst er að þótt unnið hafi verið ötul­lega að þessum málum er enn  langt í land með­ að hlutur kvenna sé nógu stór þegar kemur að frið­ar­um­leit­un­um. T.d. má nefna að ­konur eru nú ein­ungis um 10 pró­sent þeirra sem vinna við frið­ar­gæslu og eiga ­sæti í samn­inga­nefndum þar sem unnið er að því að koma á friði.

Jafn­rétt­is- og frið­ar­mál eru sá ­mála­flokkur sem Ísland hefur beint kröftum sínum að í alþjóða­sam­starfi, m.a. á vegum S.Þ. og NATO. Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem nýlega tók við stöðu utan­rík­is­ráð­herra, ­sagði á ráð­stefn­unni frá áformum um að stefnt væri að því að kynna nýja metn­að­ar­fulla lands­á­ætlun 2017-2020 um fram­kvæmd álykt­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna 1325 um kon­ur, frið og öryggi, á næstu mán­uð­um.

Utan­rík­is­ráð­herra sagði einnig að jafn­rétt­is­bar­átt­an væri jafn mik­il­væg og fyrr, töl­urnar töl­uðu sínu máli; eftir því sem konum fjölg­að­i í frið­ar­um­leit­unum og í áhrifa­stöðum á opin­berum vett­vangi drægi úr lík­unum á á­tökum og ofbeldi. En með sama áfram­haldi yrði jafn­rétti þó ekki náð fyrr en árið 2095. Það hlýtur að telj­ast óásætt­an­legt og ljóst að framundan eru verk­efni sem þarf að vinna til að svo verði ekki.

Nán­ar verður fjallað um nið­ur­stöður ráð­stefn­unnar síðar á þessum vett­vangi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None