Ályktun 1325 og mikilvægi femínisma til að takast á við stríð og átök

Þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að jafnrétti, sér í lagi á Vesturlöndum, rekast konur enn á veggi og þök. Þeim er haldið frá valdamiklum stöðum þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar. Það ríkir því enn valdabarátta þar sem konum er haldið niðri.

Konur UN
Auglýsing

Þegar  minnst er á femín­is­ma, hvað þá hug­tök eins og ­feðra­veldi, eiga sumir það til að bregð­ast reiðir við. Stundum heyr­ast jafn­vel þau við­horf að öfga­fullir femínistar hafi komið óorði á kven­rétt­inda­bar­átt­una ­sem sé í raun óþörf því konur njóti nú fulls jafn­réttis á við karla.

Þarna gleym­ist kannski að það jafn­rétt­i ­sem náðst hefur er árangur bar­áttu sem hefur verið löng og ströng og er alls ekki lok­ið. Það hefur einmitt ein­kennt hana að bar­áttu­málin hafa  gengið gegn því sem þykir til­hlýði­legt og til­ ­sam­ræmis við ríkj­andi venjur og gildi sam­fé­lags­ins, en þykir nú sjálf­sagt.

En hvers vegna er ennþá mik­il­vægt að ­gefa hlut kvenna í sam­fé­lag­inu sér­stakan gaum, ræða kynja­kvóta, við­ur­kenna til­vist þess sem kallað hefur verið feðra­veldi og leggja fram kynjuð fjár­lög eða fram­kvæmda­á­ætl­anir – eða að bjóða konum að setj­ast við sátta­borðið þeg­ar ­reynt er að stilla til friðar í átökum og stríði?

Auglýsing

Það gleym­ist gjarnan að heim­ur­inn er ­stærri en Norð­ur­-­Evr­ópa, þar sem jafn­rétt­is­mál eru senni­lega hvað lengst á veg kom­in. Stað­reynd­irnar tala líka sínu máli eins og nýlegar alþjóð­leg­ar ­rann­sókn­ir, sem m.a. eru kynntar í nýút­kominni skýrslu Alþjóða-vinnu­mála­stofn­un­ar­innar sýna. Þar kemur fram að þrátt fyrir jákvæða þróun í átt að jafn­rétti, sér í lagi á Vest­ur­lönd­um, eru konur enn að rekast á veggi og þök. Þrátt fyrir allt jafn­réttið sem hald­ið er á lofti er konum enn haldið frá valda­miklum stöðum þar sem mik­il­væg­ar á­kvarð­anir eru tekn­ar.

Það ríkir því ennþá valda­bar­átta þar ­sem konum er haldið niðri. Það má m.a. rekja til alda­gam­als hugs­un­ar­háttar – sem við getum alveg eins kallað feðra­veldi – staða kon­unnar er  enn háð gam­al­gró­inni valda­upp­bygg­ing­u ­sam­fé­lags­ins, einnig hér á Vest­ur­lönd­um. Þetta er m.a. ástæða þess fjár­lög eru kynj­uð, því mik­il­vægt er að við­kom­andi fram­kvæmdir eða fjár­veit­ingar styrki ekki og við­haldi því valda­kerfi mis­réttis sem ríkir heldur stuðli að auknu jafn­rétti.  

Mik­il­væg­i fram­lags femínískra fræða til alþjóða­mála

Femínísk umræða hefur haft mikil áhrif í hug- og félags­vís­inda­greinum frá því á sjö­unda ára­tugnum þegar kven­rétt­inda­bylgj­an reið yfir. Þar má nefna gagn­rýni á hvernig hin karllægu gildi og hugs­un­ar­háttur eru inn­byggð í meg­in­strauma alþjóða­fræða sem kemur í veg fyr­ir­ að þau nýt­ist til fulls til að skilja, útskýra og leysa þau vanda­mál sem að ­steðja.  Með því að taka konur og kyn­gervi inn í umræð­una megi hins vegar auka víð­sýni manna, brjóta upp staðn­að hug­ar­far og hreyfa við fyr­ir­fram gefnum hug­myndum um hvað sé mik­il­vægt og eig­i að vera í for­grunni.

Catherine Ashton fyrrverandi æðsti talsmaður stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum ásamt Javad Zarif utanríkisráðherra Írans á meðan samningaviðræðum Vesturveldanna og Írans stóð.Þetta á sér­stak­lega við um stríðs­hrjáð lönd eða þar sem ógn­ar­stjórn ríkir en reynslan hefur sýnt að þeir sem fyrst f­inna fyrir afleið­ingum átaka og stríðs eru konur og börn. Jafn­framt er það þannig að þessi heimur stríðs og átaka er gjarnan skil­greindur út frá körlum og karllægum gild­um. Í ljósi þessa er mik­il­vægt að konur geti komið að borð­inu til­ að marka stefnu og taka ákvarð­an­ir. Til­hneig­ing er þó að flokka mál­efni kvenna á þann hátt að þau ekki hafi neina raun­veru­lega þýð­ingu þegar kemur að lausn hinna erf­ið­ari og hörðu mála, stríða og milli­ríkja­deilna.

Stað­reyndin er samt sú að þessi svoköll­uðu kvenna­mál­efni eru mál sem varða stöð­ug­leika, jafn­rétti og öryggi. Bæð­i ­rann­sóknir og reynslan sýna ótví­rætt að þar sem konur sæta kúgun og eru beitt­ar mis­rétti, þar þrífst óstöð­ug­leiki sem nærir öfga­fullt hug­ar­far – og þar með­ ófrið og átök. Sam­fara því að afleið­ingar stríðs og átaka virð­ast bitna mest á þeim er síst skyldi, konum og börn­um, hefur orðið mann­rétt­inda­bylt­ing í heim­in­um. Og þegar konur hafa náð að gera sig gild­andi í sam­fé­lag­inu hefur fólk líka áttað sig á gildi þekk­ingar þeirra og við­horfa í al­þjóða­mál­um.

Álykt­un ­ör­ygg­is­ráðs Sam­ein­uðu Þjóð­anna nr. 1325

Því hefur alþjóða­sam­fé­lagið reynt að bregð­ast við með því að auka þátt­töku kvenna þegar kemur að því að leiða deil­ur og átök til lykta. Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna gaf út ályktun 1325, árið 2000 þar sem eitt af lyk­il­at­rið­unum í þess­ari umræðu er árétt­að, að konur og sjón­ar­mið þeirra eig­i ekki aðeins erindi inn í umræð­una vegna þess að átök hafi sér­stakar afleið­ing­ar ­fyrir þær heldur einnig að þær geti haft áhrif sem máli skipti. Í álykt­un­inn­i ­segir orð­rétt,

Aðsetur Öryggisráðs í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.„Út­gangs­punktur álykt­un­ar­innar er sá að ­konur geta bæði haft áhrif í vopn­uðum

átökum og að átök hafa sér­stakar af­leið­ingar fyrir þær. Álykt­unin und­ir­strikar mik­il­vægt

hlut­verk kvenna í frið­sam­legri lausn vopn­aðra átaka og frið­ar­upp­bygg­ingu, og leggur

áherslu á þátt­töku þeirra og aðild að öllum aðgerðum sem við­halda og stuðla að friði og

öryggi til jafns við karla. Álykt­un­in brýnir fyrir aðild­ar­ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna að

grípa til marg­vís­legra aðgerða til að flétta sjón­ar­mið og reynslu kvenna inn í aðgerðir í

þágu frið­ar­.‘‘

Í álykt­un­inni er kom­ið  inn á mál­efni er varða stríðs­hrjáð svæði þar ­sem konur og börn verða oft fyrir barð­inu á stríð­andi fylk­ingum þar sem þau verða oft og tíðum fórn­ar­lömb kyn­ferð­is­legrar mis­notk­unar og kyn­bund­ins ofbeld­is. ­Með því að fjölga konum sem frið­ar­gæslu­liðum á átaka­svæðum má draga úr þessu of­beldi. Hlut­verk kvenna í for­vörnum og vinna að lausn á átökum er nauð­syn­legur þáttur í frið­ar­ferli og til að koma í veg fyrir stríð.  

Ísland hefur verið með fram­kvæmda­á­ætlun í tengslum við ályktun örygg­is­ráðs ­Sam­ein­uðu þjóð­anna númer 1325. Í lið­inni viku var haldin tveggja daga alþjóð­leg ráð­stefna í Reykja­vík um álykt­un­ina  og inn­leið­ingu hennar á átaka­svæð­um. Til­gang­ur ráð­stefn­unnar var að meta árang­ur­inn af ályktun 1325 og ræða þær hindr­anir sem enn standa í vegi fyrir fram­kvæmd henn­ar, rúmum fimmtán árum eftir að hún var ­sam­þykkt í örygg­is­ráði SÞ.

Ljóst er að þótt unnið hafi verið ötul­lega að þessum málum er enn  langt í land með­ að hlutur kvenna sé nógu stór þegar kemur að frið­ar­um­leit­un­um. T.d. má nefna að ­konur eru nú ein­ungis um 10 pró­sent þeirra sem vinna við frið­ar­gæslu og eiga ­sæti í samn­inga­nefndum þar sem unnið er að því að koma á friði.

Jafn­rétt­is- og frið­ar­mál eru sá ­mála­flokkur sem Ísland hefur beint kröftum sínum að í alþjóða­sam­starfi, m.a. á vegum S.Þ. og NATO. Lilja Alfreðs­dótt­ir, sem nýlega tók við stöðu utan­rík­is­ráð­herra, ­sagði á ráð­stefn­unni frá áformum um að stefnt væri að því að kynna nýja metn­að­ar­fulla lands­á­ætlun 2017-2020 um fram­kvæmd álykt­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna 1325 um kon­ur, frið og öryggi, á næstu mán­uð­um.

Utan­rík­is­ráð­herra sagði einnig að jafn­rétt­is­bar­átt­an væri jafn mik­il­væg og fyrr, töl­urnar töl­uðu sínu máli; eftir því sem konum fjölg­að­i í frið­ar­um­leit­unum og í áhrifa­stöðum á opin­berum vett­vangi drægi úr lík­unum á á­tökum og ofbeldi. En með sama áfram­haldi yrði jafn­rétti þó ekki náð fyrr en árið 2095. Það hlýtur að telj­ast óásætt­an­legt og ljóst að framundan eru verk­efni sem þarf að vinna til að svo verði ekki.

Nán­ar verður fjallað um nið­ur­stöður ráð­stefn­unnar síðar á þessum vett­vangi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None