Tveir forsetaframbjóðendur af níu eru ekki skráðir í þjóðkirkjuna

Guðni Th. Jóhannesson og Ástþór Magnússon eru ekki í þjóðkirkjunni. Báðir eru þó trúaðir. Ástþór skipti um trúfélag þegar hann giftist og Guðni hætti í kaþólsku kirkjunni eftir viðbrögð hennar við kynferðisbrotum. Biskup vill hafa forseta í þjóðkirkjunni.

Biskupi Íslands finnst óeðlilegt ef næsti forseti stendur utan þjóðkirkjunnar.
Biskupi Íslands finnst óeðlilegt ef næsti forseti stendur utan þjóðkirkjunnar.
Auglýsing

Flestir for­seta­fram­bjóð­endur eru skráðir í þjóð­kirkj­una, að tveimur und­an­skild­um. Ást­þór Magn­ús­son er skráður í Óháða söfn­uð­inn og Guðni Th. Jóhann­es­son stendur utan trú­fé­laga, en hann skráði sig úr kaþ­ólsku kirkj­unni, sem hann var alinn upp í, þegar fréttir bár­ust af kyn­ferð­is­brotum innan safn­að­anna um allan heim. Báðir segj­ast þeir þó vera trú­að­ir. 

Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, biskup Íslands, sagði í Kjarn­anum í jan­úar að henni þætti óeðli­legt ef næsti for­seti væri ekki skráður í þjóð­kirkj­una og væri ekki krist­inn. 

Auglýsing

Agnes sagð­ist ekki vita hvort það mundi bein­línis hafa áhrif á kirkj­una að hafa for­seta utan þjóð­kirkj­unn­ar, en hefðir gætu breyst og nefndi hún þar vígslu for­­seta sem dæmi, sem fer fram við athöfn í Dóm­­kirkj­unni. „Ég mundi halda að for­­seti sem væri ekki í þjóð­­kirkj­unni hefði lít­inn áhuga á slíkri athöfn," sagði Agn­es.

Langt frá því að vera trú­laus

Guðni und­ir­strikar að það verði engin vand­ræði fyrir hann að sinna skyldum sem lúti að kirkj­unni. „Svo verður alls ekki í mínu til­felli. Nái ég kjöri, verður mér bæði ljúft og skylt að ganga við hlið bisk­ups við setn­ingu Alþingis og hlýða á predikun míns góða vinar Sveins Val­geirs­sonar dóm­kirkju­prests,” segir Guðni í sam­tali við Kjarn­ann. „Ég er langt frá því að vera trú­laus og kristin gildi eru und­ir­staða okkar lýð­ræðis og vel­ferð­ar­sam­fé­lags­.“ 

Guðni sagði sig úr kaþólsku kirkjunni vegna slælegra viðbragða hennar við kynferðisglæpum innan hennar um allan heim. (Mynd: Birgir Þór)

Eins og áður segir skráði Guðni sig úr kaþ­ólsku kirkj­unni í kjöl­far heims­frétta af kyn­ferð­is­brotum klerka hennar gegn börn­um. 

„Ég kunni ekki við slæg­leg við­brögð kirkj­unnar við þeim afbrotum sem upp komust og ákvað, í kyrr­þey, að mér liði betur utan kaþ­ólsku kirkj­unn­ar,” segir hann og bætir við að hann hafi íhugað að ganga í Frí­kirkj­una, en hafi ákveðið að haga hlutum svona, að minnsta kosti um stund­ar­sak­ir. „Ég sæki kirkju eins og hver ann­ar, öll okkar börn eru skírð og við lesum Faðir vorið á kvöldin eins og margir í land­in­u,” segir Guðni. „Því trú­laus er ég ekki þó, að ég standi utan trú­fé­laga.“ 

Ég kunni ekki við slæg­leg við­brögð kirkj­unnar við þeim afbrotum sem upp komust og ákvað, í kyrr­þey, að mér liði betur utan kaþ­ólsku kirkj­unnar

Sama kristna trú­in, bara annað hús og prestur

Ást­þór skipti um trú­fé­lag þegar hann gift­ist Nataíu eig­in­konu sinni, en hún var skráð í Óháða söfn­uð­inn. „Þetta er í raun nákvæm­lega sama kristna trúin og þjóð­kirkj­an, bara annað hús og annar prest­ur,” segir Ást­þór. 

Ástþór Magnússon fór úr þjóðkirkjunni yfir í Óháða söfnuðinn þegar hann giftist konu sinni. (Mynd: Birgir Þór)„Ég var alltaf í þjóð­kirkj­unni, er skírður og fermd­ur, ólst upp við að fara í sunnu­daga­skóla hjá KFUM og fór hvern ein­asta sunnu­dag í kirkju sem barn og ung­ling­ur.“ Ást­þór er ánægður í Óháða söfn­uð­inum og segir prest­inn skemmti­legan og mess­urnar vel sótt­ar. 

Ég var alltaf í þjóð­kirkj­unni, er skírður og fermd­ur, ólst upp við að fara í sunnu­daga­skóla hjá KFUM og fór hvern ein­asta sunnu­dag í kirkju sem barn og ung­lingur

Aðrir fram­bjóð­endur eru skráðir

Andri Snær Magna­son, Davíð Odds­son, Elísa­bet Kristín Jök­uls­dótt­ir, Halla Tóm­as­dótt­ir, Hildur Þórð­ar­dóttir og Sturla Jóns­son eru öll skráð í þjóð­kirkj­una. Guð­rún Mar­grét Páls­dóttir er mjög trúuð og hefur talað mikið um mátt bæn­ar­innar í kosn­inga­bar­átt­unni. Guð­rún skrif­aði síð­ast grein í Morg­un­blaðið í gær sem fjall­aði um Guð. 

Biskup vill ekki breyta ákvæði í stjórn­ar­skrá

Biskup við Kjarn­ann í jan­úar að hún teldi óeðli­legt ef næsti for­seti væri ekki krist­innar trúar og ekki skráður í þjóð­kirkj­una. Hún byggði skoðun sína á ákvæðum í stjórn­ar­skrá um að rík­­is­­valdið skuli styðja og vernda þjóð­­kirkj­una og litið sé á for­­set­ann sem vernd­­ara henn­­ar.

„Það er óeðli­­legt að hann verði utan þjóð­­kirkj­unnar á meðan við búum við þetta sama skipu­lag," sagði Agnes í jan­ú­ar. „Ef það er vilji þjóð­­ar­innar að breyta ákvæð­inu, þá virði ég það. Þó að ég mundi vilja halda þessu óbreytt­u." 

Agnes var sömu skoð­unar í aðdrag­anda for­­seta­­kosn­­ing­anna árið 2012.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None