Ríkið græddi 286 milljarða króna á bankahruninu

Fall viðskiptabankanna haustið 2008 kostaði íslenska ríkið mörg hundruð milljarða króna. Ný skýrsla metur hreinan ábata ríkisins af bankahruninu á 286 milljarða á verðlagi hvers árs en 76 milljarða á verðlagi ársins 2015.

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Það ávarp markaði upphaf bankahrunsins.
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Það ávarp markaði upphaf bankahrunsins.
Auglýsing

Ríkissjóður hefur ekki aðeins endurheimt allan beinan kostnað vegna veðlánaviðskipta Seðlabanka Íslands, verðbréfalána ríkissjóðs, ríkisábyrgða, neyðarláns Seðlabankans til Kaupþings og falls sparisjóðanna heldur haft hreinan ábata umfram það sem nemur 286 milljörðum króna á verðlagi hvers árs. Þar sem kostnaðurinn féll að mestu til á árunum 2008 til 2012 en endurheimtirnar að mestu á árunum 2013-2015 þá er þessi ábati ríkissjóðs nokkurð lægri á verðlagi ársins 2015, eða 76 milljarðar króna. Í þessum tölum er ekki tekið tillit mögulegs ábata Seðlabankans vegna fyrirhugaðs gjaldeyrisútboðs á aflandskrónum í júní 2016. Sá ábati gæti orðið umtalsverður í krónum talið enda stendur til að selja aflandskrónueigendum evrur á genginu 190-220 krónur á hverja evru. Gengi Seðlabankans er hins vegar 139 krónur fyrir hverja evru.

Þetta er niðurstaða skýrslu sem dr. Ásgeir Jónsson og dr. Hersir Sigurgeirsson unnu fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið þar sem lagt er mat á hreinan kostnað ríkissjóðs af falli viðskiptabankanna haustið 2008.

Fjármögnun viðskiptabanka arðbær

Auglýsing

Þar segir að stærsti hluti þess kostnaðar sem féll til vegna falls viðskiptabankanna hafi verið vegna veðlánaviðskipta Seðlabanka Íslands við þá fyrir hrun. Hann hafi numið 198 milljörðum króna en auk þess var kostnaður vegna verðbréfalána ríkissjóðs um 56 milljarðar króna.  Samanlagt kostuðu veðlánaviðskipti við viðskiptabankana því ríkissjóð um 254 milljarða króna á verðlagi hvers árs. Lán Seðlabankans til Kaupþings kostaði ríkið 39 milljarða króna, fall sparisjóðanna 22 milljarða króna og ríkisábyrgðir vegna falls bankanna 39 milljarðar króna. Því kostaði fall viðskiptabankanna ríkið 343 milljarða króna á verðlagi hvers árs og 547 milljarða króna á verðlagi ársins 2015.

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar samið var um fjármögnun viðskiptabankanna við kröfuhafa þeirra.Stöðugleikaframlög bankanna skiluðu mestu til baka á verðlagi hvers árs, eða 386 milljörðum króna.  Mikilvæg forsenda í matinu er að unnt verði að selja eignarhluti ríkisins í viðskiptabönkunum á næstunni á gengi sem svarar til 100 prósent af bókfærðu virði eigin fjár þeirra.

Fjármögnun viðskiptabankanna reyndist líka arðbær aðgerð hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur því hún skilaði ríkinu 138 milljörðum króna í ábata. Ríkið greiddi hlutafjárframlag sitt í formi skuldabréfa sem voru sérstaklega gefin út í því skyni að fjármagna bankanna og fékk í staðinn Landsbankann að fullu, 13 prósent hlut í Arion banka og fimm prósent hlut í Íslandsbanka. Auð auki eignaðist ríkið víkjandi kröfur á tvo síðarnefndu bankanna. Í skýrslunni segir: „Fyrir utan stofnhlutafé að fjárhæð 2,25 milljarðar króna í árslok 2008 hefur ríkissjóður ekki enn greitt stofnféð í reiðufé og framlög til bankanna í reiðufé hafa takmarkast við fyrrnefnt stofnhlutafé og vaxtagreiðslur af skuldabréfinu“. Í staðinn hefur ríkissjóður haft tekjur af stofnfénu í formi arðgreiðslna, vaxtagreiðslna og endurgreiðslna höfuðstóls víkjandi lánanna.

Þá skiluðu sérstakir bankaskattar á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja ríkissjóði 89 milljörðum króna í tekjur og gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans 17 milljörðum króna.

Alls eru endurheimtir ríkissjóðs vegna falls  viðskiptabankanna því samtals 630 milljarðar króna á verðlagi hvers árs 625 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Hreinn ábati íslenska ríkisins af bankahruninu er því 286 milljarðar króna á verðlagi hvers árs en 76 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015.

Erfitt að meta óbeinan kostnað

Í niðurstöðuhluta skýrslunnar segja höfundar hennar að einungis hafi verið reynt að meta beinan kostnað ríkissjóðs vegna falls bankanna, svo sem vegna eiginfjárframlaga, lánveitinga, ábyrgða o.s.frv. „Ekki er hins vegar tekið tillit til óbeins kostnaðar, s.s. vegna tapaðra skatttekna og aukinna almennra ríkisútgjalda vegna þess skarpa efnahagssamdráttar sem sigldi í kjölfar hrunsins. Ljóst er að ákaflega erfitt er að festa hendur nákvæmlega á því hvað telst raunverulega vera óbeinn kostnaður vegna falls bankanna – enda er niðurstaða fjárlaga hvort tveggja í senn, afleiðing af pólitískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efnahagsmálum. Þannig eru tilraunir til þess að meta óbeinan kostnað ríkissjóðs að miklu leyti ágiskanir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orðið. Skal öðrum fróðari rannsakendum látið það verkefni eftir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None