Ríkið græddi 286 milljarða króna á bankahruninu

Fall viðskiptabankanna haustið 2008 kostaði íslenska ríkið mörg hundruð milljarða króna. Ný skýrsla metur hreinan ábata ríkisins af bankahruninu á 286 milljarða á verðlagi hvers árs en 76 milljarða á verðlagi ársins 2015.

Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Það ávarp markaði upphaf bankahrunsins.
Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi 6. október 2008. Það ávarp markaði upphaf bankahrunsins.
Auglýsing

Rík­is­sjóður hefur ekki aðeins end­ur­heimt allan beinan kostn­að ­vegna veð­lána­við­skipta Seðla­banka Íslands, verð­bréfa­lána rík­is­sjóðs, ­rík­is­á­byrgða, neyð­ar­láns Seðla­bank­ans til Kaup­þings og falls spari­sjóð­anna heldur haft hreinan ábata umfram það sem nemur 286 millj­örðum króna á verð­lag­i hvers árs. Þar sem kostn­að­ur­inn féll að mestu til á árunum 2008 til 2012 en end­ur­heimt­irnar að mestu á árunum 2013-2015 þá er þessi ábati rík­is­sjóðs nokk­urð lægri á verð­lagi árs­ins 2015, eða 76 millj­arðar króna. Í þessum töl­u­m er ekki tekið til­lit mögu­legs ábata Seðla­bank­ans vegna fyr­ir­hug­aðs gjald­eyr­is­út­boðs á aflandskrónum í júní 2016. Sá ábati gæti orðið umtals­verð­ur í krónum talið enda stendur til að selja aflandskrónu­eig­endum evrur á geng­in­u 190-220 krónur á hverja evru. Gengi Seðla­bank­ans er hins vegar 139 krónur fyr­ir­ hverja evru.

Þetta er nið­ur­staða skýrslu sem dr. Ásgeir Jóns­son og dr. Hersir Sig­ur­geirs­son unnu fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið þar sem lagt er ­mat á hreinan kostnað rík­is­sjóðs af falli við­skipta­bank­anna haustið 2008.

Fjár­mögnun við­skipta­banka arð­bær

Auglýsing

Þar segir að stærsti hluti þess kostn­aðar sem féll til vegna ­falls við­skipta­bank­anna hafi verið vegna veð­lána­við­skipta Seðla­banka Íslands­ við þá fyrir hrun. Hann hafi numið 198 millj­örðum króna en auk þess var ­kostn­aður vegna verð­bréfa­lána rík­is­sjóðs um 56 millj­arðar króna.  Sam­an­lagt kost­uðu veð­lána­við­skipti við við­skipta­bank­ana því rík­is­sjóð um 254 millj­arða króna á verð­lagi hvers árs. Lán ­Seðla­bank­ans til Kaup­þings kost­aði ríkið 39 millj­arða króna, fall spari­sjóð­anna 22 millj­arða króna og rík­is­á­byrgðir vegna falls bank­anna 39 millj­arðar króna. Því kost­aði fall við­skipta­bank­anna ríkið 343 millj­arða króna á verð­lagi hvers árs og 547 millj­arða króna á verð­lagi árs­ins 2015.

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar samið var um fjármögnun viðskiptabankanna við kröfuhafa þeirra.Stöð­ug­leika­fram­lög bank­anna skil­uðu mestu til baka á verð­lagi hvers árs, eða 386 millj­örðum króna.  Mik­il­væg for­senda í mat­inu er að unnt verði að ­selja eign­ar­hluti rík­is­ins í við­skipta­bönk­unum á næst­unni á gengi sem svar­ar til 100 pró­sent af bók­færðu virði eigin fjár þeirra.

Fjár­mögnun við­skipta­bank­anna reynd­ist líka arð­bær aðgerð hjá ­rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur því hún skil­aði rík­inu 138 millj­örðum króna í ábata. Ríkið greiddi hluta­fjár­fram­lag sitt í formi skulda­bréfa sem vor­u ­sér­stak­lega gefin út í því skyni að fjár­magna bank­anna og fékk í stað­inn Lands­bank­ann að fullu, 13 pró­sent hlut í Arion banka og fimm pró­sent hlut í Ís­lands­banka. Auð auki eign­að­ist ríkið víkj­andi kröfur á tvo síð­ar­nefndu bank­anna. Í skýrsl­unni seg­ir: „Fyrir utan stofn­hlutafé að fjár­hæð 2,25 millj­arðar króna í árs­lok 2008 hefur rík­is­sjóður ekki enn greitt stofn­féð í reiðufé og fram­lög til­ ­bank­anna í reiðufé hafa tak­markast við fyrr­nefnt stofn­hlutafé og vaxta­greiðsl­ur af skulda­bréf­in­u“. Í stað­inn hefur rík­is­sjóður haft tekjur af stofn­fénu í formi arð­greiðslna, vaxta­greiðslna og end­ur­greiðslna höf­uð­stóls víkj­andi lán­anna.

Þá skil­uðu sér­stakir banka­skattar á slitabú fall­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja rík­is­sjóði 89 millj­örðum króna í tekjur og gjald­eyr­is­við­skipti Seðla­bank­ans 17 millj­örðum króna.

Alls eru end­ur­heimtir rík­is­sjóðs vegna falls  við­skipta­bank­anna því sam­tals 630 millj­arð­ar­ króna á verð­lagi hvers árs 625 millj­arðar króna á verð­lagi árs­ins 2015. Hreinn ábat­i ­ís­lenska rík­is­ins af banka­hrun­inu er því 286 millj­arðar króna á verð­lagi hvers árs en 76 millj­arðar króna á verð­lagi árs­ins 2015.

Erfitt að meta óbeinan kostnað

Í nið­ur­stöðu­hluta skýrsl­unnar segja höf­undar hennar að ein­ungis hafi verið reynt að meta beinan kostnað rík­is­sjóðs vegna falls ­bank­anna, svo sem vegna eig­in­fjár­fram­laga, lán­veit­inga, ábyrgða o.s.frv. „Ekki er hins vegar tekið til­lit til óbeins kostn­að­ar, s.s. vegna tap­aðra skatt­tekna og auk­inna almennra rík­is­út­gjalda vegna þess skarpa efna­hags­sam­dráttar sem ­sigldi í kjöl­far hruns­ins. Ljóst er að ákaf­lega erfitt er að festa hend­ur ­ná­kvæm­lega á því hvað telst raun­veru­lega vera óbeinn kostn­aður vegna falls ­bank­anna – enda er nið­ur­staða fjár­laga hvort tveggja í senn, afleið­ing af póli­tískum ákvörðum á Alþingi sem og árferði í efna­hags­mál­um. Þannig eru til­raunir til þess að meta óbeinan kostnað rík­is­sjóðs að miklu leyti ágisk­an­ir um hvað hefði gerst og hvað ekki, hefði hrunið ekki orð­ið. Skal öðrum fróð­ar­i ­rann­sak­endum látið það verk­efni eft­ir.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None