Nýr drifkraftur á miðjunni hjá Englandi

Tvítugur miðjumaður hjá Tottenham Hotspur hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvaldsdeildina og enska landsliðið. Hann gæti reynst íslenska landsliðinu erfiður, þegar Ísland og England mætast í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi á morgun.

Dele Alli
Auglýsing

Bamidele Jermaine „Dele“ Alli kom til Totten­ham í febr­ú­ar 2015 frá Milton Key­nes Dons, en hann er fæddur og upp­al­inn´i Milton Key­nes. Frami hans hefur verið skjót­ur, en á fyrsta heila keppn­is­tíma­bili sínu með­ ­Totten­ham, þar sem liðið var í topp­bar­áttu alla leik­tíð­ina en lauk með dramat­ískum sigri Leicester City, lék hann mik­il­vægt hlut­verk og var val­inn efn­is­leg­asti leik­maður deild­ar­inn­ar. Í 46 leikjum á tíma­bil­inu í öllum keppn­um, skor­aði hann 10 mörk og vann sér fast sæti í byrj­un­ar­lið­inu og einnig í enska lands­lið­inu.

Til­bú­inn í bar­áttu við þá bestu

Alli, sem fæddur er 11. apríl 1996, sýndi sínar bestu hliðar í lands­leik gegn Þýska­land­i, 26. mars síð­ast­lið­inn, þar sem hann var maður leiks­ins í fræki­legum 3-2 sigri Eng­lands á Ólymp­íu­leik­vang­inum í Berlín. Í leiknum sjást greini­lega, að hann var ekki aðeins til­bú­inn í bar­áttu við bestu mið­vall­ar­leik­menn heims, held­ur lík­legur til að vera kom­inn í þann hóp innan skamms tíma. Roy Hodg­son, land­liðs­þjálf­ari Eng­lands, hefur hrósað Alli í hástert og sagt hann vera einn mik­il­vægasta ­leik­mann Eng­lands, horft til langrar fram­tíð­ar. Í fyrsta leik hans í byrj­un­ar­lið­inu með Englandi, í vin­áttu­leik gegn Frökkum á Wembley í nóv­em­ber í fyrra, skor­aði hann glæsi­legt mark með lang­skoti, og átti ófáar kröft­ugar tæk­lingar sem stöðv­uðu Frakka.

Auglýsing


Þurfa að vera til­búnir í átök

Alli minnir um margt á það, þegar Steven Gerr­ard kom fram á sjón­ar­svið­ið. Hann er gríð­ar­lega kraft­mik­ill en á sama tíma með hæfi­leika til að ­stjórna hrað­anum í leikn­um, og algjör­lega laus við hræðslu. Ótta­leysið er oft erfitt viður­eign­ar, því sá sem ótt­ast ekk­ert, verður ekki svo auð­veld­lega ­stöðv­að­ur.

Alli lék allan leik­inn gegn Wales, þegar Eng­land vann 2-1, en kom inn á sem vara­maður gegn Slóvak­íu, í 0-0 jafn­tefli, á 60. mín­útu. Þá var hann í byrj­un­ar­lið­inu gegn Rússum, í 1-1 jafn­tefl­is­leik. Hann á ennþá eftir að ­setja með afger­andi hætti mark sitt á EM í Frakk­landi, en hefur þótt leika á­gæt­lega. Þetta er hans fyrsta stór­mót, og því ekki óvenju­legt að ein­hvern tíma taki að ná áttum og fram sínu besta.

Aron Einar Gunn­ars­son og Gylfi Sig­urðs­son, hinir mögn­uð­u miðju­menn íslenska liðs­ins, munu þurfa að vinna vel með væng­mönn­un­um, Birki ­Bjarna­syni og Jóhanni Berg Guð­munds­syni, til að loka á Alli og aðra miðju­menn Eng­lands. Þeir þurfa að vera til­búnir í átök, og vafa­lítið átta þeir sig vel á því. Alli er góður skot­maður og er – líkt og Gylfi – dug­legur að hlaupa fram og aft­ur, og leið­ist ekki að fá bolt­ann í svæðum þar sem hann getur sótt hratt og ­stungið sér inn í teig­inn. Hjá Englandi hefur hann leikið á miðj­unni hægra ­meg­in, í leikk­erf­inu 4-3-3, en hefur einnig leyst stöðu væng­manns þegar lið­ið brýtur upp skipu­lag sitt með fjög­urra manna miðju.

Gæti orðið of ákafur

Þó erfitt sé að taka leik­menn sér­stak­lega út, í enska lið­inu, þá verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á Alli. Hann refsar hratt ­fyrir öll mis­tök, hendir sér í tæk­lingar þegar mögu­leiki er á og getur lagt upp­ ­mörk með úrslita­send­ing­um. En hann gæti líka orðið of ákaf­ur, í ljósi þess að ­spennustigið er hátt og pressan mik­il. Með skyn­sömum og sam­hentum leik, eins og hefur verið aðals­merki Íslands til þessa, þá  ætti að vera hægt að halda Alli niðri. En það hefur eng­inn efni á því að van­meta þennan nýja drif­kraft á miðju Eng­lend­inga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None