Nýr drifkraftur á miðjunni hjá Englandi

Tvítugur miðjumaður hjá Tottenham Hotspur hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvaldsdeildina og enska landsliðið. Hann gæti reynst íslenska landsliðinu erfiður, þegar Ísland og England mætast í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi á morgun.

Dele Alli
Auglýsing

Bamidele Jermaine „Dele“ Alli kom til Totten­ham í febr­ú­ar 2015 frá Milton Key­nes Dons, en hann er fæddur og upp­al­inn´i Milton Key­nes. Frami hans hefur verið skjót­ur, en á fyrsta heila keppn­is­tíma­bili sínu með­ ­Totten­ham, þar sem liðið var í topp­bar­áttu alla leik­tíð­ina en lauk með dramat­ískum sigri Leicester City, lék hann mik­il­vægt hlut­verk og var val­inn efn­is­leg­asti leik­maður deild­ar­inn­ar. Í 46 leikjum á tíma­bil­inu í öllum keppn­um, skor­aði hann 10 mörk og vann sér fast sæti í byrj­un­ar­lið­inu og einnig í enska lands­lið­inu.

Til­bú­inn í bar­áttu við þá bestu

Alli, sem fæddur er 11. apríl 1996, sýndi sínar bestu hliðar í lands­leik gegn Þýska­land­i, 26. mars síð­ast­lið­inn, þar sem hann var maður leiks­ins í fræki­legum 3-2 sigri Eng­lands á Ólymp­íu­leik­vang­inum í Berlín. Í leiknum sjást greini­lega, að hann var ekki aðeins til­bú­inn í bar­áttu við bestu mið­vall­ar­leik­menn heims, held­ur lík­legur til að vera kom­inn í þann hóp innan skamms tíma. Roy Hodg­son, land­liðs­þjálf­ari Eng­lands, hefur hrósað Alli í hástert og sagt hann vera einn mik­il­vægasta ­leik­mann Eng­lands, horft til langrar fram­tíð­ar. Í fyrsta leik hans í byrj­un­ar­lið­inu með Englandi, í vin­áttu­leik gegn Frökkum á Wembley í nóv­em­ber í fyrra, skor­aði hann glæsi­legt mark með lang­skoti, og átti ófáar kröft­ugar tæk­lingar sem stöðv­uðu Frakka.

Auglýsing


Þurfa að vera til­búnir í átök

Alli minnir um margt á það, þegar Steven Gerr­ard kom fram á sjón­ar­svið­ið. Hann er gríð­ar­lega kraft­mik­ill en á sama tíma með hæfi­leika til að ­stjórna hrað­anum í leikn­um, og algjör­lega laus við hræðslu. Ótta­leysið er oft erfitt viður­eign­ar, því sá sem ótt­ast ekk­ert, verður ekki svo auð­veld­lega ­stöðv­að­ur.

Alli lék allan leik­inn gegn Wales, þegar Eng­land vann 2-1, en kom inn á sem vara­maður gegn Slóvak­íu, í 0-0 jafn­tefli, á 60. mín­útu. Þá var hann í byrj­un­ar­lið­inu gegn Rússum, í 1-1 jafn­tefl­is­leik. Hann á ennþá eftir að ­setja með afger­andi hætti mark sitt á EM í Frakk­landi, en hefur þótt leika á­gæt­lega. Þetta er hans fyrsta stór­mót, og því ekki óvenju­legt að ein­hvern tíma taki að ná áttum og fram sínu besta.

Aron Einar Gunn­ars­son og Gylfi Sig­urðs­son, hinir mögn­uð­u miðju­menn íslenska liðs­ins, munu þurfa að vinna vel með væng­mönn­un­um, Birki ­Bjarna­syni og Jóhanni Berg Guð­munds­syni, til að loka á Alli og aðra miðju­menn Eng­lands. Þeir þurfa að vera til­búnir í átök, og vafa­lítið átta þeir sig vel á því. Alli er góður skot­maður og er – líkt og Gylfi – dug­legur að hlaupa fram og aft­ur, og leið­ist ekki að fá bolt­ann í svæðum þar sem hann getur sótt hratt og ­stungið sér inn í teig­inn. Hjá Englandi hefur hann leikið á miðj­unni hægra ­meg­in, í leikk­erf­inu 4-3-3, en hefur einnig leyst stöðu væng­manns þegar lið­ið brýtur upp skipu­lag sitt með fjög­urra manna miðju.

Gæti orðið of ákafur

Þó erfitt sé að taka leik­menn sér­stak­lega út, í enska lið­inu, þá verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á Alli. Hann refsar hratt ­fyrir öll mis­tök, hendir sér í tæk­lingar þegar mögu­leiki er á og getur lagt upp­ ­mörk með úrslita­send­ing­um. En hann gæti líka orðið of ákaf­ur, í ljósi þess að ­spennustigið er hátt og pressan mik­il. Með skyn­sömum og sam­hentum leik, eins og hefur verið aðals­merki Íslands til þessa, þá  ætti að vera hægt að halda Alli niðri. En það hefur eng­inn efni á því að van­meta þennan nýja drif­kraft á miðju Eng­lend­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None