Nýr drifkraftur á miðjunni hjá Englandi

Tvítugur miðjumaður hjá Tottenham Hotspur hefur komið eins og stormsveipur inn í ensku úrvaldsdeildina og enska landsliðið. Hann gæti reynst íslenska landsliðinu erfiður, þegar Ísland og England mætast í 16 liða úrslitum á EM í Frakklandi á morgun.

Dele Alli
Auglýsing

Bamidele Jermaine „Dele“ Alli kom til Totten­ham í febr­ú­ar 2015 frá Milton Key­nes Dons, en hann er fæddur og upp­al­inn´i Milton Key­nes. Frami hans hefur verið skjót­ur, en á fyrsta heila keppn­is­tíma­bili sínu með­ ­Totten­ham, þar sem liðið var í topp­bar­áttu alla leik­tíð­ina en lauk með dramat­ískum sigri Leicester City, lék hann mik­il­vægt hlut­verk og var val­inn efn­is­leg­asti leik­maður deild­ar­inn­ar. Í 46 leikjum á tíma­bil­inu í öllum keppn­um, skor­aði hann 10 mörk og vann sér fast sæti í byrj­un­ar­lið­inu og einnig í enska lands­lið­inu.

Til­bú­inn í bar­áttu við þá bestu

Alli, sem fæddur er 11. apríl 1996, sýndi sínar bestu hliðar í lands­leik gegn Þýska­land­i, 26. mars síð­ast­lið­inn, þar sem hann var maður leiks­ins í fræki­legum 3-2 sigri Eng­lands á Ólymp­íu­leik­vang­inum í Berlín. Í leiknum sjást greini­lega, að hann var ekki aðeins til­bú­inn í bar­áttu við bestu mið­vall­ar­leik­menn heims, held­ur lík­legur til að vera kom­inn í þann hóp innan skamms tíma. Roy Hodg­son, land­liðs­þjálf­ari Eng­lands, hefur hrósað Alli í hástert og sagt hann vera einn mik­il­vægasta ­leik­mann Eng­lands, horft til langrar fram­tíð­ar. Í fyrsta leik hans í byrj­un­ar­lið­inu með Englandi, í vin­áttu­leik gegn Frökkum á Wembley í nóv­em­ber í fyrra, skor­aði hann glæsi­legt mark með lang­skoti, og átti ófáar kröft­ugar tæk­lingar sem stöðv­uðu Frakka.

Auglýsing


Þurfa að vera til­búnir í átök

Alli minnir um margt á það, þegar Steven Gerr­ard kom fram á sjón­ar­svið­ið. Hann er gríð­ar­lega kraft­mik­ill en á sama tíma með hæfi­leika til að ­stjórna hrað­anum í leikn­um, og algjör­lega laus við hræðslu. Ótta­leysið er oft erfitt viður­eign­ar, því sá sem ótt­ast ekk­ert, verður ekki svo auð­veld­lega ­stöðv­að­ur.

Alli lék allan leik­inn gegn Wales, þegar Eng­land vann 2-1, en kom inn á sem vara­maður gegn Slóvak­íu, í 0-0 jafn­tefli, á 60. mín­útu. Þá var hann í byrj­un­ar­lið­inu gegn Rússum, í 1-1 jafn­tefl­is­leik. Hann á ennþá eftir að ­setja með afger­andi hætti mark sitt á EM í Frakk­landi, en hefur þótt leika á­gæt­lega. Þetta er hans fyrsta stór­mót, og því ekki óvenju­legt að ein­hvern tíma taki að ná áttum og fram sínu besta.

Aron Einar Gunn­ars­son og Gylfi Sig­urðs­son, hinir mögn­uð­u miðju­menn íslenska liðs­ins, munu þurfa að vinna vel með væng­mönn­un­um, Birki ­Bjarna­syni og Jóhanni Berg Guð­munds­syni, til að loka á Alli og aðra miðju­menn Eng­lands. Þeir þurfa að vera til­búnir í átök, og vafa­lítið átta þeir sig vel á því. Alli er góður skot­maður og er – líkt og Gylfi – dug­legur að hlaupa fram og aft­ur, og leið­ist ekki að fá bolt­ann í svæðum þar sem hann getur sótt hratt og ­stungið sér inn í teig­inn. Hjá Englandi hefur hann leikið á miðj­unni hægra ­meg­in, í leikk­erf­inu 4-3-3, en hefur einnig leyst stöðu væng­manns þegar lið­ið brýtur upp skipu­lag sitt með fjög­urra manna miðju.

Gæti orðið of ákafur

Þó erfitt sé að taka leik­menn sér­stak­lega út, í enska lið­inu, þá verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á Alli. Hann refsar hratt ­fyrir öll mis­tök, hendir sér í tæk­lingar þegar mögu­leiki er á og getur lagt upp­ ­mörk með úrslita­send­ing­um. En hann gæti líka orðið of ákaf­ur, í ljósi þess að ­spennustigið er hátt og pressan mik­il. Með skyn­sömum og sam­hentum leik, eins og hefur verið aðals­merki Íslands til þessa, þá  ætti að vera hægt að halda Alli niðri. En það hefur eng­inn efni á því að van­meta þennan nýja drif­kraft á miðju Eng­lend­inga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None