Misríkir stjórnmálaflokkar á leið í kosningabaráttu eftir sumarið

Fjárhagsstaða stjórnmálaflokkanna er misgóð fyrir komandi kosningar. Flestir flokkar hafa unnið að því að borga niður skuldir og safna fé. Píratar eru skuldlausir og ætla að reka margfalt dýrari kosningabaráttu en síðast.

Ekki er komin dagsetning fyrir kosningar í haust, en búist er við því að þær fari fram í október.
Ekki er komin dagsetning fyrir kosningar í haust, en búist er við því að þær fari fram í október.
Auglýsing

Óðum stytt­ist í kosn­ing­ar, ári fyrr en áætlað var. Þó að engin dag­setn­ing sé komin enn, þá búast flestir við því að kosið verið til Alþingis í októ­ber eða nóv­em­ber. Flestir stjórn­mála­flokkar ætl­uðu að nýta árið 2016 til þess að greiða niður skuldir og safna pen­ing fyrir kosn­inga­bar­átt­una 2017, en eftir Panama­skjölin og afleið­ingar þeirra þurftu flokk­arnir að spýta í lóf­ana og flýta öllu ferli, hvort sem um er að ræða mönnun lista, fjár­mögnun eða skipu­lagn­ingu kosn­inga­bar­áttu. Og ljóst er að ekki gafst eins mik­ill tími og upp­haf­lega var áætlað til þess að safna fé. 

Kjarn­inn kann­aði núver­andi fjár­hags­stöðu allra flokka sem hyggj­ast bjóða fram til Alþingis í haust. Ekki feng­ust svör frá Sam­fylk­ingu eða Fram­sókn­ar­flokki. Sjálf­stæð­is­flokkur og Björt fram­tíð vildu ekki gefa upp nákvæma stöðu. Not­ast er við nýj­ustu árs­reikn­inga sem birtir eru á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, en þeir eru frá árinu 2014.  

Spurt var um núver­andi fjár­hags­stöðu flokk­anna og hvað standi til að eyða miklu fé í kosn­inga­bar­áttu fyrir Alþing­is­kosn­ingar í haust. 

Auglýsing

Ætla að reka mun dýr­ari kosn­inga­bar­áttu en síð­ast

Píratar eiga tæpar 17,3 millj­ónir króna og skulda ekk­ert, sam­kvæmt Elínu Ýr Haf­dís­ar­dótt­ur, for­manni fram­kvæmda­ráðs Pírata. „Ekki hefur verið gerð Píratarfjár­hags­á­ætlun fyrir kom­andi kosn­inga­bar­áttu, en gróf­lega áætlum við að í hana fari á milli fimm til sjö millj­ón­ir,“ segir Elín í skrif­legu svari til Kjarn­ans. Kosn­inga­bar­átta Pírata fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar hafi kostað 1,2 millj­ón­ir. „Núna höfum við hug á að vera með kosn­inga­skrif­stofur á fleiri stöðum en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að geta boðið fólki að heilsa upp á okkur og kynna sér Pírata og hvað við stöndum fyr­ir.“

410 millj­óna skuld árið 2014

Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vísar í heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar þar sem útdráttur úr árs­reikn­ingum flokka eru birt­ir. Nýj­ustu tölur þar eru frá árinu 2014 og í þeim árs­reikn­ingi kemur fram að flokk­ur­inn skuldi Sjálfstæðisflokkurtæpar 410 millj­ónir króna og eignir nema tæpum 770 millj­ón­um. Eigið fé í árs­lok 2014 var tæpar 360 millj­ón­ir. Sam­kvæmt Þórði er mark­miðið að halda kostn­aði við kosn­inga­bar­átt­una í lág­marki, en end­an­leg áætlun liggur ekki fyr­ir.

Áætla tugi millj­óna í kosn­inga­bar­áttu

Dan­íel Haukur Arn­ar­son, starfs­maður Vinstri grænna, segir núver­andi fjár­hags­stöðu flokks­ins góða. Gert sé ráð fyrir að skila um 10 millj­ónum króna í Vinstri grænafgang á árinu 2016 sam­kvæmt fjár­hags­á­ætl­un. „Árið 2013 var 42 millj­óna króna

halli, en strax árið 2014 skil­uðum við rúm­lega 18 millj­óna króna afgang­i,“ segir Dan­í­el. Flokk­ur­inn skuldar 3,2 millj­ónir og á rúmar 20. Skuldin er vegna fast­eignar á Akur­eyri. „Við leigjum í Reykja­vík og því koma þau gjöld fram á rekstr­ar­reikn­ingi en ekki sem lang­tíma­skuld,“ segir Dan­í­el. Búist er við því að eyða að minnsta kosti 15 til 20 millj­ónir í kom­andi kosn­inga­bar­átt­u. 

Fátækur flokkur árið 2014

Flokk­ur­inn er skuld­laus og rek­inn með lág­marks­kostn­aði, sam­kvæmt Val­gerði Páls­dótt­ur,  fram­kvæmda­stjóra Bjartrar fram­tíð­ar. Hingað til hafi hús­næði ekki verið leigt, en til standi að bæta úr því í sum­ar. Ekki feng­ust þó nákvæm­ari tölur frá Björt framtíðflokkn­um, en Val­gerður segir í svari sínu að árs­reikn­ingur verði lagður fyrir stjórn í ágúst eða sept­em­ber og þá verði tekin ákvörðun um fjár­út­lát í kosn­inga­bar­átt­unni. „Það er alla­vega ljóst að við munum halda því innan skyn­sam­legra marka og halda áfram að standa undir okkar skuld­bind­ing­um,“ segir hún. 

Í nýjasta árs­reikn­ingi flokks­ins hjá Rík­is­end­ur­skoð­un, frá árinu 2014, segir að flokk­ur­inn átti 613 þús­und krónur og skuld­aði tæpar 5,9 millj­ón­ir. Eigið fé var því nei­kvætt um tæpar 5,3 millj­ón­ir.

Fjár­söfnun á net­inu gengið ágæt­lega 

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir núver­andi fjár­hags­stöðu hins nýstofn­aða flokks vera nokkur hund­ruð þús­und krón­ur. Safn­anir á net­inu hafi Viðreisngengið ágæt­lega und­an­far­ið, en flokk­ur­inn var form­lega stofn­aður 24. maí. „Við erum ekki komin með áætl­un­ina fyrir kosn­inga­bar­átt­una. Ég í raun átta mig ekki alveg á umfang­in­u,“ segir Bene­dikt. „En það á eftir að skýr­ast bráð­lega.“ 

„Eigum alls ekki mikla pen­inga“

Aðal­fundur Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar var hald­inn í síð­ustu viku. Helgi Helga­son for­maður segir allt unnið eftir hend­inni og mikið til sjálf­boða­starf. „Eins og þeir kann­ast við sem standa í rekstri stjórn­mála­flokka, þá er þetta mjög mik­ill pen­ingur Íslenska þjóðfylkinginsem fer í þetta og mörg smá­mál sem á end­anum taka sig sam­an,“ segir hann. „Vegna þess að fólk hefur verið að styrkja okkur höfum við náð að leigja sali og prenta kjör­seðla í kosn­ingu vara­for­manns. En þetta bygg­ist aðal­lega á sjálf­boða­vinnu, við eigum alls ekki mikla pen­inga.“ 

Engin svör frá Sam­fylk­ingu eða Fram­sókn 

Ekki feng­ust svör frá Sam­fylk­ingu eða Fram­sókn­ar­flokki. Samkvæmt árs­reikn­ingum flokk­anna frá 2014 á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar átti Sam­fylk­ingin um 166 millj­ónir í árs­lok 2014 og skuld­aði 121 millj­ón.  Eigið fé var 44 millj­ón­ir. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuld­aði rúmar 250 millj­ónir í árs­lok 2014 og átti tæpar 200 millj­ónir í eign­um. Eigið fé var nei­kvætt um tæpar 60 millj­ón­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None