Stefnir ríkinu vegna saknæmrar hegðunar lögreglustjóra

Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar hefur stefnt ríkinu á grundvelli saknæmar og ólögmætar tilfærslu sinnar í starfi. Í stefnunni segir að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi beitt hana ítrekuðu einelti. Lögreglustjóri neitar að tjá sig.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir vill ekki tjá sig um stefnuna á hendur ríkinu.
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, beitti Aldísi Hilm­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi yfir­mann fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar, ítrek­uðu ein­elti og færði hana til í starfi á röngum for­send­um. Aldís hefur stefnt rík­inu á grund­velli þess að til­færsla hennar í starfi hafi verið sak­næm og ólög­mæt. Sig­ríður Björk neitar að tjá sig um mál­ið. 

„Dul­búin og fyr­ir­vara­laus brott­vikn­ing“

Stefnan var birt rík­is­lög­manni í vik­unni. Þess er kraf­ist að til­færslan verði ógild og að íslenska ríkið verði dæmt til að greiða Aldísi 2,3 millj­ónir króna í miska­bæt­ur. Fram kemur í stefn­unni að rök fyrir breyt­ingu á starfi Aldísar hafi verið byggð á ómál­efna­legum for­sendum og tekin án þess að gæta að lögum og reglum um stjórn­sýslu­rétt. Ákvörð­unin hafi í raun falið í sér „dul­búna og fyr­ir­vara­lausa brott­vikn­ingu úr starf­i.“ Þá er vísað til þess að lög­reglu­stjór­inn hafi aldrei litið á breyt­ing­una sem neitt annað en brott­rekst­ur, þar sem hún vís­aði til Aldísar í fjöl­miðlum í júní sem „fyrr­ver­andi yfir­mann“ fíkni­efna­deild­ar. 

Sig­ríður Björk færði Aldísi til í starfi viku eftir að Aldís átti fund með Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra þar sem sam­skipta­vandi innan lög­regl­unnar var meðal ann­ars rædd­ur. Hún var áður yfir­maður fíkni­efna­deildar lög­regl­unn­ar. 

Auglýsing

Fékk ekki and­mæla­rétt

Í stefn­unni er málið útli­stað og upp talin atriði sem hafa valdið því að til­færsla Aldísar í starfi hafi verið henni íþyngj­andi. Lög­reglu­stjóri hafi tekið ákvörð­un­ina gegn vilja Aldísar og hafði það í för með sér að hún var svipt öllum manna­for­ráð­um. Hún var í kjöl­farið sett undir stjórn starfs­manns sem nýtur ekki form­legrar tignar innan lög­regl­unn­ar. Hún fékk allt öðru­vísi verk­efni en hún var vön að fást við og ekki lá fyrir hversu lengi þessi breyt­ing í starfi átti að standa. Karl­maður með minni reynslu af rann­sóknum brota en Aldís og enga reynslu af stjórnun rann­sókn­ar­deildar var settur í hennar stað. 

Þá segir í stefn­unni að Sig­ríður Björk hafi brotið gegn ákvæðum stjórn­sýslu­laga á fleiri en einn hátt, meðal ann­ars með því að neita Aldísi um að and­mæla þegar henni var til­kynnt um breyt­ing­arn­ar. Hún fékk því aldrei að koma sjón­ar­miðum sínum form­lega á fram­færi. 

Las upp úr tölvu­póstum fyrir und­ir­menn

Aldís segir Sig­ríði Björk hafa lagt sig í ein­elti á vinnu­staðnum með ámæl­is­verðum hætti. Í stefn­unni kemur fram að með end­ur­teknum hætti hafi hún valdið henni van­líð­an, meðal ann­ars með því að draga að skipa hana í starf sem aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjón, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutn­ing til hér­aðs­sak­sókn­ara og gengið um deild Aldísar og lesið upp­hátt úr tölvu­póstum hennar til sín fyrir und­ir­menn og aðra sam­starfs­menn Aldís­ar.  

Fer­ill máls­ins

  • Apríl 2014 - Aldís var ráðin til eins árs sem aðstoð­­ar­yf­­ir­lög­­reglu­­þjónn og yfir­­­maður fíkn­i­efna­­deild­­ar, með fram­­tíð­­ar­­skipun í huga.
  • Vorið 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur feng­inn til að meta sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unnar á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu. Ágrein­ingur kom upp á milli Aldísar og Sig­ríðar Bjarkar um hvernig taka ætti á málum starfs­­manns í deild Aldísar sem hafði verið sak­aður um brot í starf­i.
  • 29. apríl 2015 - Aldís var skipuð í stöð­una til næstu fimm ára.
  • Júlí 2015 - Rann­­sókn­­ar­­deildir fjár­­muna­brota og fíkn­i­efna­brota voru sam­ein­aðar í nýja deild undir stjórn Aldís­­ar.
  • Sept­­em­ber 2015 - Inn­­­leið­ing­­ar­hópur tekur til starfa til að inn­­­leiða breyt­ing­­arnar á nýju deild­inni. Aldís var í þeim hópi.
  • Nóv­­em­ber 2015 - Vinn­u­sál­fræð­ingur skilar skýrslu um sam­­skipta­­vanda innan lög­­regl­unn­­ar.
  • 14. des­em­ber 2015 - Aldís var boðuð á fund Sig­ríðar Bjark­­ar. Á fund­inum var einnig Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, aðal­­lög­fræð­ingur emb­ætt­is­ins. Í stefn­unni segir að á fund­inum hafi lög­­­reglu­­stjóri „á fram­­færi ýmsum órök­studdm ásök­unum á hendur stefn­anda og bauð stefn­anda í lok fundar að flytja sig til hér­­aðs­sak­­sókn­­ara.“
  • Jan­úar 2016 - 17 lög­­­reglu­­menn höfðu kvartað til Lands­­sam­­bands lög­­­reglu­­manna vegna vinn­u­bragða og fram­komu lög­­­reglu­­stjóra.
  • 15. jan­úar 2016 - Aldís á fund með Ólöfu Nor­­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra þar sem hún ræðir um sam­­skipta­­vanda hennar og lög­­­reglu­­stjór­ans. Síðar sama dag kom Sig­ríður Björk á skrif­­stofu Aldísar til að ræða hvað fram hefði farið á fund­inum með inn­­an­­rík­­is­ráð­herra.
  • 18. jan­úar 2016 - Aldís fékk tölvu­­póst frá lög­­­reglu­­stjóra þar sem henni var til­­kynnt að „vegna ástands­ins í fíkn­i­efna­­deild­inni“ hafi lög­­­reglu­­stjóri ákveðið að breyta skipan val­­nefndar sem hafði það hlut­verk að ráða nýja lög­­­reglu­­full­­trúa í hina mið­lægu deild undir stjórn henn­­ar. Þá sagði Sig­ríður Björk einnig að Aldís ætti ekki lengur sæti i nefnd sem réði í nýjar stöð­­ur, en Aldís hafði verið skráður tengiliður fyrir nýja umsækj­end­­ur.
  • 22. jan­úar 2016 - Sig­ríður Björk til­­kynnti Aldísi breyt­ingar á starfs­­skyldum hennar og afhenti henni bréf þess efn­­is. Breyt­ingin átti að taka gildi frá og með 25. jan­úar og vara í hálft ár eða þar til annað yrði ákveð­ið. Hún átti þá að vinna nýtt starf á nýrri deild, undir stjórn Öldu Hrann­­ar. Í kjöl­farið fór Sig­ríður Björk í við­­töl í fjöl­miðlum og nafn­­greindi Aldísi án hennar leyf­­­is.
  • 25. jan­úar 2016 - Aldís óskaði eftir rök­­stuðn­­ing­i.
  • 5. febr­­úar 2016 - Sig­ríður Björk sendi rök­­stuðn­­ing. Í stefn­unni segir að hann hafi helg­­ast „öðrum þræði af til­­hæfu­­lausum hug­­myndum um að stefn­andi hefði á ein­hvern hátt gerst sek um van­rækslu í starfi og ásak­­anir á hana bornar sem ekki eiga við nein rök að styðj­­ast.“
  • 23. febr­­úar 2016 - Aldís svarar bréfi Sig­ríðar Bjarkar og bendir henni á að brotið hefði verið gegn rétt­indum henn­­ar.

Mikið áfall

Ákvörðun lög­reglu­stjór­ans varð Aldísi mikið áfall og segir í stefn­unni að þetta hafi verið áfell­is­dómur yfir hennar störfum hjá lög­regl­unni. Hún hefur verið óvinnu­fær síð­an. Þá hefur það haft áhrif hversu mikla athygli málið hefur fengið í fjöl­miðlum og að Sig­ríður Björk hafi tjáð sig um það með „op­in­ská­um, röngum og mis­vísandi hætt­i“. Orð­spor Aldísar hafi því beðið til­hæfu­lausa hnekki. 

Skorað á ráð­herra að leggja fram skýrsl­una

Skorað er á Ólöfu Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra að mæta fyrir dóm fyrir hönd íslenska rík­is­ins þegar málið verður þing­fest í dóms­húsi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur þann 11. sept­em­ber næst­kom­andi. Þá er einnig skorað á ríkið að leggja fram skýrslu vinnu­sál­fræð­ings sem greindi sam­skipta­vand­ann innan lög­regl­unn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None