Topp 5 - Mennirnir sem spiluðu með Barcelona og Real Madrid

Það er ekki stór hópur leikmanna sem hefur spilað bæði með Barcelona og Real Madrid. En hverjir eru þeir bestu úr þeim fámenna hópi?

Michael Laudrup
Auglýsing

Nú er nýtt keppn­is­tíma­bil í stærstu deildum heims­ins í fót­bolt­anum farið af stað, og kast­ljósið bein­ist nú sem fyrr að stærstu knatt­spyrnu­fé­lögum heims­ins. Þar eru spænsku stór­veld­in Barcelona og Real Madrid fremst meðal jafn­ingja þegar kemur að stjörnum prýddum leik­manna­hóp­um.

Í gegnum tíð­ina hefur það oft verið leik­mönnum erfitt að færa sig á milli þess­ara rót­grón­u erki­fj­enda í heims­fót­bolt­an­um. En það eru und­an­tekn­ing­ar. Fyrir sumum leik­mönnum er enn þá ­borin mikil virð­ing hjá báðum félög­um.

Barcelona var stofnað 26. nóv­em­ber 1899 og er því tæp­lega 117 ára gam­alt, á með­an Real Madrid var stofnað 6. mars 1902. Allt frá þessum tíma, í meira en heila öld, hafa þessi stór­veldi dregið til sín marga af bestu fót­bolta­mönnum heims­ins á hverjum tíma og barist um öll þau verð­laun sem í boði eru bæði á Spáni og í Evr­ópu.

Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa fimm leik­menn alveg sér­stak­lega slegið í gegnum hjá báðum lið­um, og jafn­framt tek­ist að mynda sterkt sam­band við aðdá­endur beggja liða.

Kjarn­inn tók saman topp 5 lista yfir leik­menn sem hafa spilað með bæði Barcelona og Real Madrid.

5. Núver­andi þjálf­ari BarcelonaLuis Enrique, lék með Real Madrid á árunum 1991 til 1996, sam­tals 157 leiki. Hann var lyk­il­maður á miðj­unni og lék oft­ast sem hægri væng­maður í sterku liði Real Madrid. Aðdá­endur liðs­ins urðu æfir þegar hann fór til Barcelona eftir að samn­ingur hans rann út. Þar hitti hann fyrir stjörn­ur Kata­lón­íustór­velds­ins og lék með lið­inu 200 deild­ar­leiki á átta ára tíma­bili, frá 1996 til 2004. Enrique var þekktur fyrir að vera skap­bráð­ur, og upp­stökkur en líka dug­legur og snjall leik­mað­ur.



4. Dan­inn Michael Laudrup er af flestum álit­inn besti leik­maður sem komið hefur frá Norð­ur­lönd­un­um. Hann átti stór­kost­legan fer­il, bæði með félags­liðum og danska lands­lið­inu. Hann sló í gegn með Lazio á Ítalíu á árunum 1983 til 1985 og þótti þá einn hæfi­leik­a­rík­asti leik­maður í ítölskum fót­bolta. Juventus keypti hann árið 1985 og lék hann við góðan orðstír með lið­inu fram til árs­ins 1989 þegar stór­veld­ið Barcelona keypti hann. Laudrup var stór­kost­legur með Barcelona, og þótti bera af öllum leik­mönnum á Spáni á þessum tíma. Þegar hann var sem best­ur, komst Dan­mörk óvænt inn á EM í Sví­þjóð, árið 1992, þar sem Balkanskaga­stríðið kom í veg fyrir að Júgóslavía gæti sent til leiks. Laudrup var í fýlu við þjálf­ar­ann og fór ekki, en bróðir hans, Brian, blómstr­aði í stað­inn ásamt öðrum leik­mönnum danska liðs­ins. Þeir stóðu óvænt uppi sem Evr­ópu­meist­arar og það án helstu stjörn­unn­ar. 



Michael Laudrup hélt áfram að leika frá­bær­lega á Spáni og fór til Real Madrid árið 1994 þar sem hann lék fram til árs­ins 1996. Aðdá­end­ur Barcelona urðu æfir af reiði við vista­skipt­in, en í seinni tíð hafa þeir fyr­ir­gefið honum enda átti hann frá­bæran tíma hjá félag­inu, og stjórn­aði leik liðs­ins eins og töfra­maður oft á tíð­um.



3. Króat­inn Robert Prosinecki var einkum frægur fyrir tvennt á sínum ferli. Ann­ars vegar fyrir mikla hæfi­leika og bolta­tækni, og hins vegar fyrir að reykja tvo pakka af Marl­boro sí­gar­ettum alla daga. Prosinecki skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 1989 með Rauðu Stjörn­unni frá Belgrad en hann var leik­stjórn­andi liðs­ins þegar það varð óvænt Evr­ópu­meist­ari Meist­ara­liða í Evr­ópu, sem var for­veri Meist­ara­deildar Evr­ópu nú. Prosinecki lék sér oft af and­stæð­ingum sínum með því að draga bolt­ann til og frá, áður en hann gaf góða send­ingu eða skaut að marki. Real Madrid keypi hann árið 1991 og sýndi hann fljótt góð til­þrif. Hann var lát­inn fara til Oviedo 1994, þar sem hann gerð­ist sekur um aga­brot sem Real Madrid fé­lagið sætti sig ekki við. Hjá Oviedo sýndi hann allar sýnar bestu hliðar og ákvað Barcelona að kaupa hann, með von um að hann héldi sig á mott­unni og tæk­ist að sýna sitt rétta and­lit sem fót­bolta­mað­ur. Það tókst honum vel í fyrstu, en hann þótti ekki nægi­lega góð fyr­ir­mynd og var lát­inn fara áður en Bobby Rob­son, breska goð­sögn­in, tók við stjórn­ar­taumunum sem knatt­spyrnu­stjóri.

Prosinecki kom óvænt til Portsmouth árið 2001, þegar Harry Red­knapp var þar yfir­maður knatt­spyrnu­mála. Hann var gjör­sam­lega form­laus eftir mikil meiðsli, en sýndi hæfi­leika sína af og til, aðdá­endum á Fratton Park, heima­velli Portsmouth, til mik­illar gleði. Pet­er Crouch, sem þá var að ung­lingur í fram­línu Portsmouth, skor­aði ófá mörkin eftir send­ingar frá Prosinecki. Í ævi­sögu sinn­i, Walking Tall, seg­ir Crouch að Prosinecki hafi verið stór­kost­legur leik­maður (Fantastic player), og í það minnsta jafn hæfi­leik­a­rík­ur Steven Gerr­ard og Paul Scho­les, sem hann lék með hjá enska lands­lið­inu. Hjá Portsmouth hafi hann hann í raun ekk­ert geta hlaupið (He didn't do much runn­ing – he couldn't run really) en það hafi ekki skipt öllu máli. Snilldin var í tán­um, og hafði áhrif á alla leik­menn í kringum hann.



2. Portú­gal­inn Luis Figo kom til Barcelona árið 1995 og var hluti af miklum sókn­ar­her Kata­lón­íuliðs­ins. Tíma­bilið 1996 til 1997 varð hann að stór­stjörnu þar sem hann rað­aði inn mörkum og gaf fjölda stoðsend­inga. Sér­stak­lega naut tví­tugur piltur í fram­lín­unni hjá BarcelonaRon­aldo að nafni, góðs af góðum fyr­ir­gjöf­um Figo. Mörkin urðu 36 í 37 leikjum hjá Ron­aldo og var Figo oft mað­ur­inn á bak við und­ir­bún­ing markanna.

Figo varð að leið­toga félags­ins, innan sem utan vall­ar, og var horft til hans sem virtasta leik­manns félags­ins eftir að fyr­ir­lið­inn Josep Guardi­ola fór frá félag­in­u. Figo var hins vegar pirr­aður á því að lið­inu tæk­ist ekki að halda Ron­aldo og síðan fleiri stór­stjörnum eftir því sem leið á, auk þess sem varn­ar­leikur liðs­ins var ekki upp á marga fiska. Figo hót­aði að fara á 100 ára afmæl­is­ári félags­ins, árið 1999, en það tókst að róa hann niður með lang­tíma­samn­ingi við þáver­andi besta leik­mann heims, Rivaldo. En árið 2000 gerð­ist samt hið ómögu­lega. Figo fór til Real Madrid og var þá þegar kom­inn í skammar­krók­inn fyrir lífs­tíð hjá aðdá­end­um Barcelona. Hann mun lík­lega aldrei kom­ast úr þeim skammar­krók. Figo var frá­bær hjá Real Madrid lék með lið­inu á árunum 2000 til 2005, með stór­stjörnum Evr­ópu­bolt­ans. Figo lauk svo ferli sínum hjá Inter eftir að hafa leikið með lið­inu í fjögur ár, frá 2005 til 2009.



1.       Ron­aldo hinn brasil­íski kom til Barcelona árið 1996 eftir að hafa slegið í gegn með PSV í Hollandi. Þar héldu honum engin bönd. Bobby Rob­son keypti hann fyrir met­fé, og strax í fyrstu leikj­unum varð ljóst að þarna var sér­stakur leik­maður á ferð­inni. Hraði, lík­am­legur styrk­ur, tækni og fram­úr­skar­andi hæfi­leikar til að klára færi, gerðu hann að eins manns her í sókn­ar­leik Barcelona. Hann varð fljótt umtal­aður sem besti leik­maður sinnar kyn­slóðar í heim­in­um, og einn sá allra besti í sög­unni. Rob­son sjálfur lýsti honum sem allra besta leik­manni sem hann hefði nokkurn tím­ann séð. Því miður fyrir Barcelona þá fór Ron­aldo til Inter eftir aðeins eitt tíma­bil hjá þeim spænsku, þrátt fyrir að hafa verið kos­inn besti leik­maður heims þegar hann lék þar. Ron­aldo var stór­kost­legur hjá Inter fyrsta tíma­bil­ið, og var aftur kos­inn besti leik­maður heims. Síðan tók við erf­iður tími þar sem hné­meiðsli gerðu honum lífið leitt. Í meira en tvö ár spil­aði hann aðeins sex mín­útur af alvöru fót­bolta, en hann sleit í tvígang lið­bönd í hné.

Hann setti stefn­una á að koma til baka fyrir HM árið 2002, og tókst það. Þar kom hann sá og sigr­aði. Varð marka­hæstur með átta mörk, heims­meist­ari og leik­maður keppn­inn­ar. Ron­aldo var mættur aftur og Real Madrid kveikti strax á per­unni. Ron­aldo var keyptur til Real Madrid og sló strax í gegn, með tveimur mörkum í fyrsta leik. Hann lék með lið­inu í fimm ár, og skor­aði 83 deild­ar­mörk í 127 leikj­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None