Lokaspretturinn með broti af því versta og því besta

Kappræður númer tvö af þremur fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, 8. nóvember, fóru fram í nótt. Útkoman var söguleg, svo ekki sé meira sagt.

donald trump hillary clinton
Auglýsing

Á undanfarinni viku hefur það komið fram með nokkuð áberandi hætti hversu dínamískt og fjölbreytt pólitískt landslag er í Bandaríkjunum þessi misserin. Kappræðurnar á milli Donald J. Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata, sem fóru fram í nótt, drógu þessi atriði fram. Að mestu leyti voru það þó verstu einkennin sem fengu mikla athygli.

Á í vök að verjast

Trump hefur átt í vök að verjast síðustu daga eftir að Washington Post birti mynd- og hljóðupptöku frá árinu 2005 af honum tala með niðurlægjandi hætti um konur. Hann baðst afsökunar á því sem hann sagði og hvernig hann hagaði sér. Hins vegar sagði hann á sama tíma að Bill Clinton, eiginmaður Hillary, hefði gert „miklu verri hluti“ og sagt verri hluti. Skömmu áður en kappræðurnar hófust, birtist hann í beinni útsendingu í gegnum Facebook live, með fjórar konur sér við hlið sem hafa sakað Bill Clinton um nauðgun og kynferðislega áreitni.

Sannarlega ótrúlegur og fordæmalaus aðdragandi að kappræðuþættinum, sem varð um margt sögulegur.

Auglýsing

Hillary með afgerandi forystu

Þetta var kappræðuþáttur númer tvö af þremur sem fara fram fyrir forsetakosningarnar 8. nóvember, þar sem Trump og Hillary takast á. Frá fyrri þættinum, sem ítarlega var fjallað um að vef Kjarnans, hefur mikill byr komist í seglin hjá Hillary, á meðan Trump hefur átt í vök að verjast.

Kosningaspá FiveThirtyEight, sem er álitin með virtari „púlsmælingum“ á pólitísku landslagi í Bandaríkjunum, telur nú að 81,5 prósent líkur séu á því að Hillary vinni, en að 18,4 prósent að Trump fari með sigur af hólmi. Áður en kappræðuþættirnir hófust voru 48 prósent líkur á sigri Trump en 52 prósent líkur á sigri Hillary. Á skömmum tíma hefur því staðan breyst mikið, Hillary í hag.

Kappræðurnar í nótt

Kappræðurnar hófust á því að Trump dró fram frasa sína, eins og í fyrri þættinum, nema hvað hann sleppti því að segja ítrekað Ohio og Michigan, eins og hann gerði síðast. Það eru mikilvæg ríki fyrir Trump og Repúblikana, en líkurnar eru afgerandi Hillary megin í þeim báðum, sé mið tekið af FiveThirtyEight. Í Ohio eru nú 58,6 prósent líkur á sigri Hillary og 87,9 prósent í Michigan.

Trump dró umræðuna strax inn á fremur lágt plan og víðsfjarri málefnum, með því að minnast á ásakanirnar á hendur Bill Clinton. Hann þurfti að svara spurningum frá Anderson Cooper og Mörthu Raddatz, stjórnendum kappræðnanna, um niðurlægjandi orð hans um konur. Hann neitaði að hafa káfað af konum og sagðist aldrei hafa hagað sér í samræmi við það sem hann sagði. 

Vefurinn Politico segir kappræðurnar hafa verið þær „ljótustu“ í sögu Bandaríkjanna, og þeirra verði minnst fyrir fordæmlausar árásir Trumps á Hillary.

Hillary upplýsti um það í upphafi þáttar að hún hefði aldrei efast um hæfni þeirra sem hefðu boðið sig fram til embættis forseta, í fyrri kosningabaráttum liðinna ára. „Það er öðruvísi með Trump,“ sagði Hillary, og lagði áherslu á, að hún teldi hann ekki hæfan til að gegna embættinu. Hann hefði ekki yfirvegun eða nægilega djúpa þekkingu á embættinu, og flóknum hliðum þess, til þess að geta gegnt því.

Það er ekki mikil hjálp í því fyrir lesendur, að reyna að greina í smáatriðum frá því, sem fór fram í fyrri hluta þáttarins, því fæstar setningar Trump og Hillary enduðu með afgerandi hætti, þannig að meining kæmist vel til skila. Trump talaði mikið ofan í Hillary og greip ítrekað fram í. 

Hillary reyndi greinilega að halda aftur af sér, meðan Trump fór með kunnuglegan málflutning um að Hillary gæti ekki stjórnað, hún væri með slæma dómgreind og að hún hefði brotið gegn lögum, með því að eyða 33 þúsund tölvupóstum. „Ef ég verð forseti þá mun ég skipa sérstakan saksóknara til að rannsókna og ákæra Hillary,“ sagði Trump berum orðum, eftir mikinn reiðilestur.


Mikill munur á svörum

Hillary svaraði ekki ásökuninni efnislega, en var augljóslega nokkuð brugðið. Heyra mátti andvarp meðal áhorfenda, og stjórnendurnir, Anderson Cooper og Martha Raddatz, reyndu að halda tökum á umræðunni. Hillary baðst afsökunar á því að hafa eytt póstunum en sagði að ítarleg rannsókn á þeim, hefði ekki leitt neitt ólöglegt eða slæmt í ljós. Þetta er sama sagan og dregin var fram í fyrsta þættinum og ekkert nýtt um það að segja.

Efnislega, þegar spurningar úr sal komu til Trump og Hillary, var mikill munur á svörunum. Kristallaðist þetta ekki síst í spurningum sem tengdur heilbrigðisstefnu ríkisstjórnar Baracks Obama. Hillary sagði að stefnan, Obama-Care eins og hún er oft nefnd, sé ekki gallalaus, en að hún hafi miklu fleiri kosti en galla. Nefndi hún sérstaklega að fleiri hefðu aðgang að heilbrigðisþjónustu en áður, og að þar væru allir hópar meðtaldir. „Ef við værum að móta nýtt heilbrigðiskerfi frá grunni núna, þá er ekki endilega víst að við myndum gera þetta eins og við gerum, að hafa atvinnurekendur sem kaupendur trygginga,“ sagði Hillary og vísaði til þess grunnatriðis í bandarísku heilbrigðiskerfi, að fólk fær heilbrigðistryggingu í gegnum vinnuveitendur sína.

Trump hefur ítrekað talað til öfgahópa í Bandaríkjunum, sem meðal annars aðhyllast rasisma og mismunun á grundvelli trúarbragða og uppruna.

Hún sagðist ætla að beita sér fyrir því að kafaði ofan í atriðin sem þyrfti að laga, einkum og sér í lagi auka skilvirkni, meðal annars með því að koma hópum sem hefðu lengi staðið utan kerfisins inn í það.

Trump færði ekkert efnislegt fram um þetta en sagði ítrekað að kerfið væri „stórslys“ og að „það vissu allir“. Það væri alltof dýrt, og skilaði engu. Hann sagðist ætla að skera niður kostnað, og búa til miklu betra kerfi. Hann færði hins vegar engin efnisleg rök fram, og útskýrði ekki með neinum hætti, hvað hann ætlaði að gera til að bæta kerfið.

Utanríkismál

Þegar talið barst að utanríkismálunum, sagði Trump Hillary hafa staðið sig „skelfilega“. Hún hefði tekið þátt í því að „breiða út ISIS“, með vitlausri stefnu sinni í málefnum miðausturlanda og henni væri ekki treystandi. Þá nefndi hann sérstaklega að Hillary hefði stutt innrásina í Írak, en ekki hann. Það sýndi vel hversu illa upplýst hún væri. „Hana skortir dómgreind,“ sagði hann ítrekað, og beindi orðunum beint að Hillary.

Hún svaraði ekki öllu efnislega, en benti fólki á að nota staðreyndavakt sem kosningabarátta hennar rekur á hillaryclinton.com. Hún benti síðan á, að Trump hefði samt sjálfur stutt innrásina í Írak, það væri hægt að fletta því öllu upp.

Hún sagði að vandamál heimsins væru flókin, og að hún hefði reynslu af því, sem utanríkisráðherra, að glíma við hættur heimsins, meðal annars með því að stýra hættulegum leynilegum aðgerðum eins og þeirri sem leiddi til þess að Osama Bin Laden, sem skipulagði árásirnar 11. september 2001, var drepinn í Pakistan.

Hún ítrekaði síðan, að hún tryði á samstarf og greiningu bestu upplýsinga, þegar kæmi að utanríkismálum. Hún hefði reynslu af þessu starfi, ólíkt Trump.

Reyna að koma málum á dagskrá

Um margt er staða mála á hinu pólitíska sviði í Bandaríkjunum með ólíkindum þessi misserin. Mikil harka einkennir orðræðu frambjóðenda og stuðningsmannaliða Trump og Hillary, en óhætt er að segja að enginn forsetaframbjóðandi í sögunni hafi notað annað eins orðbragð í baráttu sinni og Trump. Hann hefur auk þess margítrekað verið sagður höfða til lægstu hvata í málflutningi sínum, með því að draga fram öfgahópa í Bandaríkjunum inn í kosningabaráttu sína. Þar á meðal kynþáttahatara og þá sem hika ekki við að tala fyrir menningarlegum rasisma eins og frelsisskerðingu á grundvelli trúarbragða eða uppruna.

Fordæmi fyrir málflutningi eins og þessum, úr munni manns sem hefur hlotið útnefningu Repúblikana, eru engin. Trump er að brjóta blað með sinni framgöngu.

Mikill munur eftir ríkjum

Það sem hefur komið glögglega í ljós í þessari kosningabaráttu, og ekki síst síðustu vikur, er hversu ólík ríki Bandaríkjanna eru og ef eitthvað er þá er í bilið sífellt að verða meira. Í grófum dráttum er staða mála sú, að ríki austurstrandarinnar, fyrir utan Georgíu og Suður-Karolínu í suðaustri, eru Demókrataríki og öll ríki Vesturstrandarinnar sömuleiðis.

Í gegnum Bandaríkin mið – fyrir utan Nýju-Mexíkó og Colorado - eru Repúblikanar sterkir, og efnahagslega hefur munurinn sjaldan eða aldrei verið meiri miðað við strandríkin. Hátæknistörfin eru flest að verða til í strandríkjunum og vöxturinn í efnahag landsins er að mestu leyti þar. Vissulega eru margvíslegar undtekningar á því, en þegar heildarmyndin er einfölduð þá er þróunin á þessa leið. Þetta hefur valdið miklum og oft heitum deilum um hvort alþjóðavæddur heimur viðskiptanna er til góða fyrir Bandaríkin eða ekki. Sérstaklega hefur Trump lagt á þetta mikla áherslu, og sagt að viðskiptasamningar Bandaríkjanna við önnur ríki séu fráleit, og þá einkum og sér í lagi við Kína.

Flestar spár benda nú til þess að viðhorfamunur íbúa í Bandaríkjunum mótist verulega af þessum efnahagslega veruleika. Stundum er eins og ríki Bandaríkjanna eigi fyrst og fremst þrennt sameiginlegt. Bandaríkjadalinn, tungumálið og stjórnarskrána. Að öðru leyti eru ríkin oft gjörólík, að nánast öllu leyti.

Barack Obama, Bandríkjaforseti, hefur talað með öðrum hætti en Trump, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og sagt að einn helsti kostur efnahags Bandaríkjanna sé sveigjanleiki og mikill kraftur í nýsköpun. Á bak við þessa þróun sé alþjóðavætt viðskiptalíf lykilþáttur. Þessi sjónarmið setti hann meðal annars fram í ítarlegri grein í The Economist í vikunni.

Einn áhrifamesti maður í bandarísku viðskiptalífi, og ríkasti einstaklingur heims, Bill Gates, gagnrýndi frambjóðendur í forsetakosningunum nýverið fyrir að fjalla ekki meira um það sem muni skipta mestu máli til framtíðar litið. Nefnilega nýsköpun. Án árangursríkrar stefnu á því sviði geti Bandaríkin ekki framþróast. Stór mál væru nú á sviði stjórnmálamanna, sem snéru að heilbrigði- og umhverfismálum, og þar þyrfti skýra pólitíska framtíðarsýn. 

Strax að loknum kappræðunum í nótt, komu sérfræðingar fram með mat sitt á því hver hefði haft betur. Nær allir voru sammála um að Hillary hefði staðið sig mun betur.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None