Lokaspretturinn með broti af því versta og því besta

Kappræður númer tvö af þremur fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, 8. nóvember, fóru fram í nótt. Útkoman var söguleg, svo ekki sé meira sagt.

donald trump hillary clinton
Auglýsing

Á und­an­far­inni viku hefur það komið fram með nokkuð áber­and­i hætti hversu dínamískt og fjöl­breytt póli­tískt lands­lag er í Banda­ríkj­unum þessi miss­er­in. Kapp­ræð­urnar á milli Don­ald J. Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana, og Hill­ary Clint­on, fram­bjóð­anda Demókrata, sem fóru fram í nótt, drógu þessi ­at­riði fram. Að mestu leyti voru það þó verstu ein­kennin sem fengu mikla athygli.

Á í vök að verj­ast

Trump hefur átt í vök að verj­ast síð­ustu daga eftir að Was­hington Post birti mynd- og hljóð­upp­töku frá árinu 2005 af honum tala með nið­ur­lægj­and­i hætti um kon­ur. Hann baðst afsök­unar á því sem hann sagði og hvernig hann hag­aði sér. Hins vegar sagði hann á sama tíma að Bill Clint­on, eig­in­mað­ur­ Hill­ary, hefði gert „miklu verri hluti“ og sagt verri hluti. Skömmu áður en ­kapp­ræð­urnar hófust, birt­ist hann í beinni útsend­ingu í gegnum Face­book live, ­með fjórar konur sér við hlið sem hafa sakað Bill Clinton um nauðgun og kyn­ferð­is­lega áreitni.

Sann­ar­lega ótrú­legur og for­dæma­laus aðdrag­andi að ­kapp­ræðu­þætt­in­um, sem varð um margt sögu­leg­ur.

Auglýsing

Hill­ary með afger­andi for­ystu

Þetta var kapp­ræðu­þáttur númer tvö af þremur sem fara fram ­fyrir for­seta­kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber, þar sem Trump og Hill­ary takast á. Frá fyrri þætt­in­um, sem ítar­lega var fjallað um að vef Kjarn­ans, hefur mik­ill byr kom­ist í seglin hjá Hill­ary, á meðan Trump hefur átt í vök að verj­ast.

Kosn­inga­spá FiveT­hir­tyEight, sem er álitin með virt­ari „púls­mæl­ing­um“ á póli­tísku lands­lagi í Banda­ríkj­un­um, telur nú að 81,5 pró­sent líkur séu á því að Hill­ary vinni, en að 18,4 pró­sent að Trump fari með sigur af hólmi. Áður en ­kapp­ræðu­þætt­irnir hófust voru 48 pró­sent líkur á sigri Trump en 52 pró­sent líkur á sigri Hill­ary. Á skömmum tíma hefur því staðan breyst mik­ið, Hill­ary í hag.

Kapp­ræð­urnar í nótt

Kapp­ræð­urnar hófust á því að Trump dró fram frasa sína, eins og í fyrri þætt­in­um, nema hvað hann sleppti því að segja ítrekað Ohio og Michig­an, eins og hann gerði síð­ast. Það eru mik­il­væg ríki fyrir Trump og Repúblikana, en lík­urnar eru afger­andi Hill­ary megin í þeim báðum, sé mið tek­ið af FiveT­hir­tyEight. Í Ohio eru nú 58,6 pró­sent líkur á sigri Hill­ary og 87,9 pró­sent í Michig­an.

Trump dró umræð­una strax inn á fremur lágt plan og víðs­fjarri ­mál­efn­um, með því að minn­ast á ásak­an­irnar á hendur Bill Clint­on. Hann þurfti að svara spurn­ingum frá And­er­son Cooper og Mörthu Raddatz, stjórn­end­um ­kapp­ræðn­anna, um nið­ur­lægj­andi orð hans um kon­ur. Hann neit­aði að hafa káfað af ­konum og sagð­ist aldrei hafa hagað sér í sam­ræmi við það sem hann sagð­i. 

Vef­ur­inn Polit­ico segir kapp­ræð­urnar hafa verið þær „ljótustu“ í sög­u ­Banda­ríkj­anna, og þeirra verði minnst fyrir for­dæm­lausar árásir Trumps á Hill­ary.

Hill­ary upp­lýsti um það í upp­hafi þáttar að hún hefði aldrei ef­ast um hæfni þeirra sem hefðu boðið sig fram til emb­ættis for­seta, í fyrri ­kosn­inga­bar­áttum lið­inna ára. „Það er öðru­vísi með Trump,“ sagði Hill­ary, og lagði áherslu á, að hún teldi hann ekki hæfan til að gegna emb­ætt­inu. Hann hefði ekki yfir­vegun eða nægi­lega djúpa þekk­ingu á emb­ætt­inu, og flóknum hlið­u­m þess, til þess að geta gegnt því.

Það er ekki mikil hjálp í því fyrir les­end­ur, að reyna að ­greina í smá­at­riðum frá því, sem fór fram í fyrri hluta þátt­ar­ins, því fæstar setn­ing­ar Trump og Hill­ary end­uðu með afger­andi hætti, þannig að mein­ing kæm­ist vel til skila. Trump tal­aði mikið ofan í Hill­ary og greip ítrekað fram í. 

Hill­ary reyndi greini­lega að halda aftur af sér, meðan Trump fór með kunn­ug­legan mál­flutn­ing um að Hill­ar­y ­gæti ekki stjórn­að, hún væri með slæma dóm­greind og að hún hefði brotið gegn lög­um, með því að eyða 33 þús­und tölvu­póst­um. „Ef ég verð for­seti þá mun ég ­skipa sér­stakan sak­sókn­ara til að rann­sókna og ákæra Hill­ar­y,“ sagði Trump berum orð­um, eftir mik­inn reiði­lest­ur.Mik­ill munur á svörum

Hill­ary svar­aði ekki ásök­un­inni efn­is­lega, en var aug­ljós­lega nokkuð brugð­ið. Heyra mátti and­varp meðal áhorf­enda, og stjórn­end­urn­ir, And­er­son Cooper og Martha Raddatz, reyndu að halda tökum á umræð­unni. Hill­ar­y baðst afsök­unar á því að hafa eytt póst­unum en sagði að ítar­leg rann­sókn á þeim, hefði ekki leitt neitt ólög­legt eða slæmt í ljós. Þetta er sama sagan og ­dregin var fram í fyrsta þætt­inum og ekk­ert nýtt um það að segja.

Efn­is­lega, þegar spurn­ingar úr sal komu til Trump og Hill­ar­y, var mik­ill munur á svör­un­um. Krist­all­að­ist þetta ekki síst í spurn­ingum sem tengdur heil­brigð­is­stefnu rík­is­stjórnar Baracks Obama. Hill­ary sagði að ­stefn­an, Obama-Care eins og hún er oft nefnd, sé ekki galla­laus, en að hún hafi ­miklu fleiri kosti en galla. Nefndi hún sér­stak­lega að fleiri hefðu aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu en áður, og að þar væru allir hópar með­tald­ir. „Ef við værum að móta nýtt heil­brigð­is­kerfi frá grunni núna, þá er ekki endi­lega víst að við myndum gera þetta eins og við gerum, að hafa atvinnu­rek­endur sem ­kaup­endur trygg­inga,“ sagði Hill­ary og vís­aði til þess grunn­at­riðis í banda­rísku heil­brigð­is­kerfi, að fólk fær heil­brigð­is­trygg­ingu í gegn­um vinnu­veit­endur sína.

Trump hefur ítrekað talað til öfgahópa í Bandaríkjunum, sem meðal annars aðhyllast rasisma og mismunun á grundvelli trúarbragða og uppruna.

Hún sagð­ist ætla að beita sér fyrir því að kaf­aði ofan í at­riðin sem þyrfti að laga, einkum og sér í lagi auka skil­virkni, meðal ann­ar­s ­með því að koma hópum sem hefðu lengi staðið utan kerf­is­ins inn í það.

Trump færði ekk­ert efn­is­legt fram um þetta en sagði ítrek­að að kerfið væri „stór­slys“ og að „það vissu all­ir“. Það væri alltof dýrt, og skil­aði engu. Hann sagð­ist ætla að skera niður kostn­að, og búa til miklu betra ­kerfi. Hann færði hins vegar engin efn­is­leg rök fram, og útskýrði ekki með­ ­neinum hætti, hvað hann ætl­aði að gera til að bæta kerf­ið.

Utan­rík­is­mál

Þegar talið barst að utan­rík­is­mál­un­um, sagði Trump Hill­ar­y hafa staðið sig „skelfi­lega“. Hún hefði tekið þátt í því að „breiða út ISIS“, ­með vit­lausri stefnu sinni í mál­efnum mið­aust­ur­landa og henni væri ekki ­treystandi. Þá nefndi hann sér­stak­lega að Hill­ary hefði stutt inn­rás­ina í Írak, en ekki hann. Það sýndi vel hversu illa upp­lýst hún væri. „Hana skort­ir ­dóm­greind,“ sagði hann ítrek­að, og beindi orð­unum beint að Hill­ary.

Hún svar­aði ekki öllu efn­is­lega, en benti fólki á að nota ­stað­reynda­vakt sem kosn­inga­bar­átta hennar rekur á hill­ar­yclint­on.com. Hún bent­i ­síðan á, að Trump hefði samt sjálfur stutt inn­rás­ina í Írak, það væri hægt að fletta því öllu upp.

Hún sagði að vanda­mál heims­ins væru flók­in, og að hún hefð­i ­reynslu af því, sem utan­rík­is­ráð­herra, að glíma við hættur heims­ins, með­al­ ann­ars með því að stýra hættu­legum leyni­legum aðgerðum eins og þeirri sem ­leiddi til þess að Osama Bin Laden, sem skipu­lagði árás­irnar 11. sept­em­ber 2001, var drep­inn í Pakist­an.

Hún ítrek­aði síð­an, að hún tryði á sam­starf og grein­ing­u bestu upp­lýs­inga, þegar kæmi að utan­rík­is­mál­um. Hún hefði reynslu af þessu ­starfi, ólíkt Trump.

Reyna að koma málum á dag­skrá

Um margt er staða mála á hinu póli­tíska sviði í Banda­ríkj­unum með ólík­indum þessi miss­er­in. Mikil harka ein­kennir orð­ræð­u fram­bjóð­enda og stuðn­ings­manna­liða Trump og Hill­ary, en óhætt er að segja að eng­inn for­seta­fram­bjóð­andi í sög­unni hafi notað annað eins orð­bragð í bar­átt­u sinni og Trump. Hann hefur auk þess marg­ít­rekað verið sagður höfða til lægstu hvata í mál­flutn­ingi sín­um, með því að draga fram öfga­hópa í Banda­ríkj­unum inn í kosn­inga­bar­áttu sína. Þar á meðal kyn­þátta­hat­ara og þá sem hika ekki við að tala fyrir menn­ing­ar­legum ras­isma eins og frels­is­skerð­ingu á grund­velli ­trú­ar­bragða eða upp­runa.

For­dæmi fyrir mál­flutn­ingi eins og þessum, úr munni manns ­sem hefur hlotið útnefn­ingu Repúblikana, eru eng­in. Trump er að brjóta blað með­ sinni fram­göngu.

Mik­ill munur eftir ríkjum

Það sem hefur komið glögg­lega í ljós í þess­ari ­kosn­inga­bar­áttu, og ekki síst síð­ustu vik­ur, er hversu ólík ríki Banda­ríkj­anna eru og ef eitt­hvað er þá er í bilið sífellt að verða meira. Í grófum dráttum er ­staða mála sú, að ríki aust­ur­strand­ar­inn­ar, fyrir utan Georgíu og ­Suð­ur­-Kar­olínu í suð­austri, eru Demókrat­a­ríki og öll ríki Vest­ur­strand­ar­inn­ar ­sömu­leið­is.

Í gegnum Banda­ríkin mið – fyrir utan Nýju-­Mexíkó og Colora­do - eru Repúblikanar sterkir, og efna­hags­lega hefur mun­ur­inn sjaldan eða aldrei ver­ið ­meiri miðað við strand­rík­in. Hátækni­störfin eru flest að verða til í strand­ríkj­unum og vöxt­ur­inn í efna­hag lands­ins er að mestu leyti þar. Vissu­lega eru marg­vís­legar und­tekn­ing­ar á því, en þegar heild­ar­myndin er ein­földuð þá er þró­unin á þessa leið. Þetta hefur valdið miklum og oft heitum deilum um hvort alþjóða­væddur heim­ur við­skipt­anna er til góða fyrir Banda­ríkin eða ekki. Sér­stak­lega hefur Trump lagt á þetta mikla áherslu, og sagt að við­skipta­samn­ingar Banda­ríkj­anna við önnur ríki séu frá­leit, og þá einkum og sér í lagi við Kína.

Flestar spár benda nú til þess að við­horfa­munur íbúa í Banda­ríkj­unum mót­ist veru­lega af þessum efna­hags­lega veru­leika. Stundum er eins og ríki Banda­ríkj­anna eigi fyrst og fremst þrennt sam­eig­in­legt. Banda­ríkja­dal­inn, tungu­málið og stjórn­ar­skrána. Að öðru leyti eru ríkin oft gjör­ó­lík, að nán­ast öllu leyti.

Barack Obama, Band­ríkja­for­seti, hefur talað með öðrum hætt­i en Trump, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið, og sagt að einn helsti kost­ur efna­hags Banda­ríkj­anna sé sveigj­an­leiki og mik­ill kraftur í nýsköp­un. Á bak við þessa þróun sé alþjóða­vætt við­skipta­líf lyk­il­þátt­ur. Þessi sjón­ar­mið sett­i hann meðal ann­ars fram í ítar­legri grein í The Economist í vik­unni.

Einn áhrifa­mesti maður í banda­rísku við­skipta­lífi, og ­rík­asti ein­stak­lingur heims, Bill Gates, gagn­rýndi fram­bjóð­endur í for­seta­kosn­ing­unum nýverið fyrir að fjalla ekki meira um það sem muni skipta ­mestu máli til fram­tíðar lit­ið. Nefni­lega nýsköpun. Án árang­urs­ríkrar stefnu á því sviði geti Banda­ríkin ekki fram­þró­ast. Stór mál væru nú á svið­i ­stjórn­mála­manna, sem snéru að heil­brigði- og umhverf­is­mál­um, og þar þyrft­i ­skýra póli­tíska fram­tíð­ar­sýn. 

Strax að loknum kapp­ræð­unum í nótt, komu sér­fræð­ingar fram með mat sitt á því hver hefði haft bet­ur. Nær allir voru sam­mála um að Hill­ary hefði staðið sig mun bet­ur.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None