Trump gefur ekki upp hvort hann muni una niðurstöðunni

Hillary Clinton hefur styrkt stöðu sína verulega með eftir þrjá sjónvarpskappræðuþætti, en þeim síðasta lauk í nótt. Donald J. Trump hélt áfram fullyrðingaflumi sínum, sem að mati fjölmiðla í Bandaríkjunum er lítt tengdur veruleikanum.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, for­seta­efni Repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, sagð­ist í kapp­ræðum hans og Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, ekki geta treyst ­sér til full­yrða að ekki verði „svindl­að“ í kosn­ing­um. Þriðju og síð­ustu níu­tíu mín­útna sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar milli þeirra tveggja fóru fram í Uni­versity of ­Nevada í Las Vegas í nótt.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­­ur,“ ­sagði Trump, þegar spyrill­inn Chris Wallace spurði hann hvort hann muni una ­nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. „Það sem ég hef séð er svo slæmt [...] ­Fjöl­miðl­arnir eru svo spillt­ir,“ sagði Trump, og bætti við að hann teld­i kjós­endur sjá í gegnum þetta.

Auglýsing


Hill­ary mót­mælti þessu harð­lega, og ­sagði Trump marg­ít­rekað hafa talað um að nið­ur­stöður í deilu­málum hans hefð­u verið svindl þegar þær féllu ekki hans meg­in. Þetta hefði átt við um Trump Uni­versity, sem reynd­ist hálf­gerð svika­mylla eftir dóms­nið­ur­stöðu þar um, og einnig þegar þegar hann hefði tapað kosn­ingum í ein­stökum ríkjum í for­vali Repúblik­ana. „Þetta er það sem Trump ger­ir,“ bætti Hill­ary við. Hún sagð­i af­stöðu Trumps vera bæði alvar­lega, fyrir lýð­ræð­is­hefð í land­inu, og sorg­lega.

Chris Wallace spurði Trump einnig hvort hann myndi halda í heiðri 240 ára hefð í Banda­ríkj­unum um valda­skipt­i fari fram frið­sam­lega, hvernig sem kosn­ing­arnar færu. Trump sagð­ist ekki vilja svara því.For­dæma­lausar kapp­ræður

Sjón­varp­s­kapp­ræð­unum fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber er nú lok­ið, og eru flestir á því að Hill­ary hafi komið mun betur út úr þeim en Trump, sem beitti gífyrðum og sífelld­um end­ur­tekn­ingum í mál­flutn­ingi sínu, í öllum þátt­un­um.

Gengi Trumps í könn­unum hefur far­ið veru­lega niður á við frá því kapp­ræð­urnar hófust, og metur vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight nú 87,3 pró­sent líkur á sigri Hill­ary en 12,6 pró­sent líkur á sigri Trump. Áður en kapp­ræð­urnar hófust voru lík­urnar metna 52 pró­sent með­ Hill­ary en 48 pró­sent með Trump. Fram­ganga hans á und­an­förnum vik­um, ekki síst eftir að Was­hington Post birti mynd- og hljóð­upp­töku af því þegar hann tal­að­i ­með nið­ur­lægj­andi hætti um konur árið 2005, virð­ist hafa gert honum erfitt ­fyrir í kosn­inga­bar­átt­unni, svo ekki sé meira sagt. Ásak­anir í það minnsta sex kvenna, um að hann hafi áreitt þær kyn­ferð­is­lega, hafa enn fremur fengið mikla ­at­hygli, en Trump hefur alfarið neitað því að hafa áreitt þær, og lét hafa eftir sér í kapp­ræð­unum í nótt að hann þekkti þessar konur ekk­ert. „Ég hef ekki einu sinni beðið kon­una mína afsök­un­ar, enda gerði ég ekk­ert. Ég veit ekk­ert hvað konur þetta eru,“ sagði Trump.

Hill­ary heldur ró sinni

Á meðan Trump hefur vaðið áfram, oft ­með full­yrð­inga­flaumi sem stað­reynda­vakt New York Times telur ekki eiga við ­nein rök að styðjast, hefur Hill­ary haldið ró sinni og reynt að halda sig við ­mál­efnin og áherslu­mál sín. Umræðan hefur þó oft verið næstum stjórn­laus, í þessum kapp­ræð­um, sem er gjör­ó­líkt því sem van­inn hefur verið með­ ­sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar fyrir fyrri for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. ­Meg­in­á­stæðan er sú að Trump hefur beitt þeirri aðferða­fræði að grípa fram í, og ­skjóta stuttum gríp­andi setn­ingum inn í orð­ræð­um, oft sam­heng­is­laust. Fyr­ir­ vikið hefur það verið nefnt að kapp­ræð­urnar nú séu for­dæma­laus­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None