Trump gefur ekki upp hvort hann muni una niðurstöðunni

Hillary Clinton hefur styrkt stöðu sína verulega með eftir þrjá sjónvarpskappræðuþætti, en þeim síðasta lauk í nótt. Donald J. Trump hélt áfram fullyrðingaflumi sínum, sem að mati fjölmiðla í Bandaríkjunum er lítt tengdur veruleikanum.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, for­seta­efni Repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, sagð­ist í kapp­ræðum hans og Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, ekki geta treyst ­sér til full­yrða að ekki verði „svindl­að“ í kosn­ing­um. Þriðju og síð­ustu níu­tíu mín­útna sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar milli þeirra tveggja fóru fram í Uni­versity of ­Nevada í Las Vegas í nótt.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­­ur,“ ­sagði Trump, þegar spyrill­inn Chris Wallace spurði hann hvort hann muni una ­nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. „Það sem ég hef séð er svo slæmt [...] ­Fjöl­miðl­arnir eru svo spillt­ir,“ sagði Trump, og bætti við að hann teld­i kjós­endur sjá í gegnum þetta.

Auglýsing


Hill­ary mót­mælti þessu harð­lega, og ­sagði Trump marg­ít­rekað hafa talað um að nið­ur­stöður í deilu­málum hans hefð­u verið svindl þegar þær féllu ekki hans meg­in. Þetta hefði átt við um Trump Uni­versity, sem reynd­ist hálf­gerð svika­mylla eftir dóms­nið­ur­stöðu þar um, og einnig þegar þegar hann hefði tapað kosn­ingum í ein­stökum ríkjum í for­vali Repúblik­ana. „Þetta er það sem Trump ger­ir,“ bætti Hill­ary við. Hún sagð­i af­stöðu Trumps vera bæði alvar­lega, fyrir lýð­ræð­is­hefð í land­inu, og sorg­lega.

Chris Wallace spurði Trump einnig hvort hann myndi halda í heiðri 240 ára hefð í Banda­ríkj­unum um valda­skipt­i fari fram frið­sam­lega, hvernig sem kosn­ing­arnar færu. Trump sagð­ist ekki vilja svara því.For­dæma­lausar kapp­ræður

Sjón­varp­s­kapp­ræð­unum fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber er nú lok­ið, og eru flestir á því að Hill­ary hafi komið mun betur út úr þeim en Trump, sem beitti gífyrðum og sífelld­um end­ur­tekn­ingum í mál­flutn­ingi sínu, í öllum þátt­un­um.

Gengi Trumps í könn­unum hefur far­ið veru­lega niður á við frá því kapp­ræð­urnar hófust, og metur vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight nú 87,3 pró­sent líkur á sigri Hill­ary en 12,6 pró­sent líkur á sigri Trump. Áður en kapp­ræð­urnar hófust voru lík­urnar metna 52 pró­sent með­ Hill­ary en 48 pró­sent með Trump. Fram­ganga hans á und­an­förnum vik­um, ekki síst eftir að Was­hington Post birti mynd- og hljóð­upp­töku af því þegar hann tal­að­i ­með nið­ur­lægj­andi hætti um konur árið 2005, virð­ist hafa gert honum erfitt ­fyrir í kosn­inga­bar­átt­unni, svo ekki sé meira sagt. Ásak­anir í það minnsta sex kvenna, um að hann hafi áreitt þær kyn­ferð­is­lega, hafa enn fremur fengið mikla ­at­hygli, en Trump hefur alfarið neitað því að hafa áreitt þær, og lét hafa eftir sér í kapp­ræð­unum í nótt að hann þekkti þessar konur ekk­ert. „Ég hef ekki einu sinni beðið kon­una mína afsök­un­ar, enda gerði ég ekk­ert. Ég veit ekk­ert hvað konur þetta eru,“ sagði Trump.

Hill­ary heldur ró sinni

Á meðan Trump hefur vaðið áfram, oft ­með full­yrð­inga­flaumi sem stað­reynda­vakt New York Times telur ekki eiga við ­nein rök að styðjast, hefur Hill­ary haldið ró sinni og reynt að halda sig við ­mál­efnin og áherslu­mál sín. Umræðan hefur þó oft verið næstum stjórn­laus, í þessum kapp­ræð­um, sem er gjör­ó­líkt því sem van­inn hefur verið með­ ­sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar fyrir fyrri for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. ­Meg­in­á­stæðan er sú að Trump hefur beitt þeirri aðferða­fræði að grípa fram í, og ­skjóta stuttum gríp­andi setn­ingum inn í orð­ræð­um, oft sam­heng­is­laust. Fyr­ir­ vikið hefur það verið nefnt að kapp­ræð­urnar nú séu for­dæma­laus­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None