Trump gefur ekki upp hvort hann muni una niðurstöðunni

Hillary Clinton hefur styrkt stöðu sína verulega með eftir þrjá sjónvarpskappræðuþætti, en þeim síðasta lauk í nótt. Donald J. Trump hélt áfram fullyrðingaflumi sínum, sem að mati fjölmiðla í Bandaríkjunum er lítt tengdur veruleikanum.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, for­seta­efni Repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, sagð­ist í kapp­ræðum hans og Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, ekki geta treyst ­sér til full­yrða að ekki verði „svindl­að“ í kosn­ing­um. Þriðju og síð­ustu níu­tíu mín­útna sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar milli þeirra tveggja fóru fram í Uni­versity of ­Nevada í Las Vegas í nótt.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­­ur,“ ­sagði Trump, þegar spyrill­inn Chris Wallace spurði hann hvort hann muni una ­nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. „Það sem ég hef séð er svo slæmt [...] ­Fjöl­miðl­arnir eru svo spillt­ir,“ sagði Trump, og bætti við að hann teld­i kjós­endur sjá í gegnum þetta.

Auglýsing


Hill­ary mót­mælti þessu harð­lega, og ­sagði Trump marg­ít­rekað hafa talað um að nið­ur­stöður í deilu­málum hans hefð­u verið svindl þegar þær féllu ekki hans meg­in. Þetta hefði átt við um Trump Uni­versity, sem reynd­ist hálf­gerð svika­mylla eftir dóms­nið­ur­stöðu þar um, og einnig þegar þegar hann hefði tapað kosn­ingum í ein­stökum ríkjum í for­vali Repúblik­ana. „Þetta er það sem Trump ger­ir,“ bætti Hill­ary við. Hún sagð­i af­stöðu Trumps vera bæði alvar­lega, fyrir lýð­ræð­is­hefð í land­inu, og sorg­lega.

Chris Wallace spurði Trump einnig hvort hann myndi halda í heiðri 240 ára hefð í Banda­ríkj­unum um valda­skipt­i fari fram frið­sam­lega, hvernig sem kosn­ing­arnar færu. Trump sagð­ist ekki vilja svara því.For­dæma­lausar kapp­ræður

Sjón­varp­s­kapp­ræð­unum fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber er nú lok­ið, og eru flestir á því að Hill­ary hafi komið mun betur út úr þeim en Trump, sem beitti gífyrðum og sífelld­um end­ur­tekn­ingum í mál­flutn­ingi sínu, í öllum þátt­un­um.

Gengi Trumps í könn­unum hefur far­ið veru­lega niður á við frá því kapp­ræð­urnar hófust, og metur vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight nú 87,3 pró­sent líkur á sigri Hill­ary en 12,6 pró­sent líkur á sigri Trump. Áður en kapp­ræð­urnar hófust voru lík­urnar metna 52 pró­sent með­ Hill­ary en 48 pró­sent með Trump. Fram­ganga hans á und­an­förnum vik­um, ekki síst eftir að Was­hington Post birti mynd- og hljóð­upp­töku af því þegar hann tal­að­i ­með nið­ur­lægj­andi hætti um konur árið 2005, virð­ist hafa gert honum erfitt ­fyrir í kosn­inga­bar­átt­unni, svo ekki sé meira sagt. Ásak­anir í það minnsta sex kvenna, um að hann hafi áreitt þær kyn­ferð­is­lega, hafa enn fremur fengið mikla ­at­hygli, en Trump hefur alfarið neitað því að hafa áreitt þær, og lét hafa eftir sér í kapp­ræð­unum í nótt að hann þekkti þessar konur ekk­ert. „Ég hef ekki einu sinni beðið kon­una mína afsök­un­ar, enda gerði ég ekk­ert. Ég veit ekk­ert hvað konur þetta eru,“ sagði Trump.

Hill­ary heldur ró sinni

Á meðan Trump hefur vaðið áfram, oft ­með full­yrð­inga­flaumi sem stað­reynda­vakt New York Times telur ekki eiga við ­nein rök að styðjast, hefur Hill­ary haldið ró sinni og reynt að halda sig við ­mál­efnin og áherslu­mál sín. Umræðan hefur þó oft verið næstum stjórn­laus, í þessum kapp­ræð­um, sem er gjör­ó­líkt því sem van­inn hefur verið með­ ­sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar fyrir fyrri for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. ­Meg­in­á­stæðan er sú að Trump hefur beitt þeirri aðferða­fræði að grípa fram í, og ­skjóta stuttum gríp­andi setn­ingum inn í orð­ræð­um, oft sam­heng­is­laust. Fyr­ir­ vikið hefur það verið nefnt að kapp­ræð­urnar nú séu for­dæma­laus­ar.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None