Trump gefur ekki upp hvort hann muni una niðurstöðunni

Hillary Clinton hefur styrkt stöðu sína verulega með eftir þrjá sjónvarpskappræðuþætti, en þeim síðasta lauk í nótt. Donald J. Trump hélt áfram fullyrðingaflumi sínum, sem að mati fjölmiðla í Bandaríkjunum er lítt tengdur veruleikanum.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, for­seta­efni Repúblik­ana í Banda­ríkj­un­um, sagð­ist í kapp­ræðum hans og Hill­ary Clint­on, for­seta­efni Demókrata, ekki geta treyst ­sér til full­yrða að ekki verði „svindl­að“ í kosn­ing­um. Þriðju og síð­ustu níu­tíu mín­útna sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar milli þeirra tveggja fóru fram í Uni­versity of ­Nevada í Las Vegas í nótt.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­­ur,“ ­sagði Trump, þegar spyrill­inn Chris Wallace spurði hann hvort hann muni una ­nið­ur­stöðu kosn­ing­anna. „Það sem ég hef séð er svo slæmt [...] ­Fjöl­miðl­arnir eru svo spillt­ir,“ sagði Trump, og bætti við að hann teld­i kjós­endur sjá í gegnum þetta.

Auglýsing


Hill­ary mót­mælti þessu harð­lega, og ­sagði Trump marg­ít­rekað hafa talað um að nið­ur­stöður í deilu­málum hans hefð­u verið svindl þegar þær féllu ekki hans meg­in. Þetta hefði átt við um Trump Uni­versity, sem reynd­ist hálf­gerð svika­mylla eftir dóms­nið­ur­stöðu þar um, og einnig þegar þegar hann hefði tapað kosn­ingum í ein­stökum ríkjum í for­vali Repúblik­ana. „Þetta er það sem Trump ger­ir,“ bætti Hill­ary við. Hún sagð­i af­stöðu Trumps vera bæði alvar­lega, fyrir lýð­ræð­is­hefð í land­inu, og sorg­lega.

Chris Wallace spurði Trump einnig hvort hann myndi halda í heiðri 240 ára hefð í Banda­ríkj­unum um valda­skipt­i fari fram frið­sam­lega, hvernig sem kosn­ing­arnar færu. Trump sagð­ist ekki vilja svara því.For­dæma­lausar kapp­ræður

Sjón­varp­s­kapp­ræð­unum fyr­ir­ ­kosn­ing­arnar 8. nóv­em­ber er nú lok­ið, og eru flestir á því að Hill­ary hafi komið mun betur út úr þeim en Trump, sem beitti gífyrðum og sífelld­um end­ur­tekn­ingum í mál­flutn­ingi sínu, í öllum þátt­un­um.

Gengi Trumps í könn­unum hefur far­ið veru­lega niður á við frá því kapp­ræð­urnar hófust, og metur vef­ur­inn FiveT­hir­tyEight nú 87,3 pró­sent líkur á sigri Hill­ary en 12,6 pró­sent líkur á sigri Trump. Áður en kapp­ræð­urnar hófust voru lík­urnar metna 52 pró­sent með­ Hill­ary en 48 pró­sent með Trump. Fram­ganga hans á und­an­förnum vik­um, ekki síst eftir að Was­hington Post birti mynd- og hljóð­upp­töku af því þegar hann tal­að­i ­með nið­ur­lægj­andi hætti um konur árið 2005, virð­ist hafa gert honum erfitt ­fyrir í kosn­inga­bar­átt­unni, svo ekki sé meira sagt. Ásak­anir í það minnsta sex kvenna, um að hann hafi áreitt þær kyn­ferð­is­lega, hafa enn fremur fengið mikla ­at­hygli, en Trump hefur alfarið neitað því að hafa áreitt þær, og lét hafa eftir sér í kapp­ræð­unum í nótt að hann þekkti þessar konur ekk­ert. „Ég hef ekki einu sinni beðið kon­una mína afsök­un­ar, enda gerði ég ekk­ert. Ég veit ekk­ert hvað konur þetta eru,“ sagði Trump.

Hill­ary heldur ró sinni

Á meðan Trump hefur vaðið áfram, oft ­með full­yrð­inga­flaumi sem stað­reynda­vakt New York Times telur ekki eiga við ­nein rök að styðjast, hefur Hill­ary haldið ró sinni og reynt að halda sig við ­mál­efnin og áherslu­mál sín. Umræðan hefur þó oft verið næstum stjórn­laus, í þessum kapp­ræð­um, sem er gjör­ó­líkt því sem van­inn hefur verið með­ ­sjón­varp­s­kapp­ræð­urnar fyrir fyrri for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­un­um. ­Meg­in­á­stæðan er sú að Trump hefur beitt þeirri aðferða­fræði að grípa fram í, og ­skjóta stuttum gríp­andi setn­ingum inn í orð­ræð­um, oft sam­heng­is­laust. Fyr­ir­ vikið hefur það verið nefnt að kapp­ræð­urnar nú séu for­dæma­laus­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None