Trump gefur ekki upp hvort hann muni una niðurstöðunni

Hillary Clinton hefur styrkt stöðu sína verulega með eftir þrjá sjónvarpskappræðuþætti, en þeim síðasta lauk í nótt. Donald J. Trump hélt áfram fullyrðingaflumi sínum, sem að mati fjölmiðla í Bandaríkjunum er lítt tengdur veruleikanum.

Donald Trump
Auglýsing

Donald J. Trump, forsetaefni Repúblikana í Bandaríkjunum, sagðist í kappræðum hans og Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, ekki geta treyst sér til fullyrða að ekki verði „svindlað“ í kosningum. Þriðju og síðustu níutíu mínútna sjónvarpskappræðurnar milli þeirra tveggja fóru fram í University of Nevada í Las Vegas í nótt.

„Ég mun líta á það þegar þar að kem­ur,“ sagði Trump, þegar spyrillinn Chris Wallace spurði hann hvort hann muni una niðurstöðu kosninganna. „Það sem ég hef séð er svo slæmt [...] Fjölmiðlarnir eru svo spilltir,“ sagði Trump, og bætti við að hann teldi kjósendur sjá í gegnum þetta.

Auglýsing

Hillary mótmælti þessu harðlega, og sagði Trump margítrekað hafa talað um að niðurstöður í deilumálum hans hefðu verið svindl þegar þær féllu ekki hans megin. Þetta hefði átt við um Trump University, sem reyndist hálfgerð svikamylla eftir dómsniðurstöðu þar um, og einnig þegar þegar hann hefði tapað kosningum í einstökum ríkjum í forvali Repúblikana. „Þetta er það sem Trump gerir,“ bætti Hillary við. Hún sagði afstöðu Trumps vera bæði alvarlega, fyrir lýðræðishefð í landinu, og sorglega.

Chris Wallace spurði Trump einnig hvort hann myndi halda í heiðri 240 ára hefð í Bandaríkjunum um valdaskipti fari fram friðsamlega, hvernig sem kosningarnar færu. Trump sagðist ekki vilja svara því.


Fordæmalausar kappræður

Sjónvarpskappræðunum fyrir kosningarnar 8. nóvember er nú lokið, og eru flestir á því að Hillary hafi komið mun betur út úr þeim en Trump, sem beitti gífyrðum og sífelldum endurtekningum í málflutningi sínu, í öllum þáttunum.

Gengi Trumps í könnunum hefur farið verulega niður á við frá því kappræðurnar hófust, og metur vefurinn FiveThirtyEight nú 87,3 prósent líkur á sigri Hillary en 12,6 prósent líkur á sigri Trump. Áður en kappræðurnar hófust voru líkurnar metna 52 prósent með Hillary en 48 prósent með Trump. Framganga hans á undanförnum vikum, ekki síst eftir að Washington Post birti mynd- og hljóðupptöku af því þegar hann talaði með niðurlægjandi hætti um konur árið 2005, virðist hafa gert honum erfitt fyrir í kosningabaráttunni, svo ekki sé meira sagt. Ásakanir í það minnsta sex kvenna, um að hann hafi áreitt þær kynferðislega, hafa enn fremur fengið mikla athygli, en Trump hefur alfarið neitað því að hafa áreitt þær, og lét hafa eftir sér í kappræðunum í nótt að hann þekkti þessar konur ekkert. „Ég hef ekki einu sinni beðið konuna mína afsökunar, enda gerði ég ekkert. Ég veit ekkert hvað konur þetta eru,“ sagði Trump.

Hillary heldur ró sinni

Á meðan Trump hefur vaðið áfram, oft með fullyrðingaflaumi sem staðreyndavakt New York Times telur ekki eiga við nein rök að styðjast, hefur Hillary haldið ró sinni og reynt að halda sig við málefnin og áherslumál sín. Umræðan hefur þó oft verið næstum stjórnlaus, í þessum kappræðum, sem er gjörólíkt því sem vaninn hefur verið með sjónvarpskappræðurnar fyrir fyrri forsetakosningar í Bandaríkjunum. Meginástæðan er sú að Trump hefur beitt þeirri aðferðafræði að grípa fram í, og skjóta stuttum grípandi setningum inn í orðræðum, oft samhengislaust. Fyrir vikið hefur það verið nefnt að kappræðurnar nú séu fordæmalausar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None