Af hverju hrundi Samfylkingin?

Samfylkingin stendur ekki undir nafni sem turninn á vinstri vængnum. Flokkurinn er í sárum eftir fylgishrun, og erfitt er að sjá hann ná vopnum sínum aftur, nema með nýju upphafi og miklum breytingum.

Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Eng­inn flokkur tap­aði meira hlut­falls­lega frá kosn­ing­un­um 2013 en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, eða 12,9 pró­sentu­stig­um. Árið 2013 fékk ­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent en féll niður í 11,5 pró­sent. Sam­fylk­ingin missti 7,2 ­pró­sentu­stig frá árinu 2013, sem þá var versta útkoma flokks­ins í kosn­ingum frá­ ­stofn­un. Í þetta sinn fékk flokk­ur­inn 5,9 pró­sent og er með aðeins þrjá þing­menn. Árið 2013 fékk flokk­ur­inn 12,9 pró­sent, en árið 2009 fékk flokk­ur­inn 29,7 pró­sent ­at­kvæða og tók rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, þáver­andi for­manns ­flokks­ins, þá við völd­um. Óhætt er að segja að fall flokks­ins sé hátt og um leið mikil póli­tísk tíð­indi.

Flokk­ur­inn sem stofn­aður var 5. maí árið 2000, í þeim til­gangi að sam­eina vinstri menn og verða mót­vægi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn á hægri vængn­um, hefur nú næstum þurrkast út, en aðeins mun­aði 0,9 pró­sentum að hann næði ekki 5 pró­sent lág­mark­inu sem til þarf. Fram­tíð flokks­ins er óljós og ­for­ysta eins veik og hugs­ast get­ur. Fyrsti for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og ein helsta tákn­mynd flokks­ins frá stofn­un, reynslu­bolt­inn Össur Skarp­héð­ins­son, ­náði ekki sæti á þingi í þetta skipt­ið, sem segir sína sögu stöðu flokks­ins, en hann hefur um ára­tuga­skeið verið með vin­sæl­ustu stjórn­mála­mönnum Reyk­vík­inga.

Össur Skarphéðinsson, var um tíma formaður Samfylkingarinnar.

Auglýsing

En hvers vegna er svona komið fyrir þessu fyrrum stór­veldi í ís­lenskri póli­tík? Margar ástæður má nefna, en hér verður fjallað um fimm ­at­riði sér­stak­lega.

Inn­an­mein

1. — Innri deilur hafa ein­kennt flokks­starf ­Sam­fylk­ing­ar­innar und­an­farin ár og út á við – þaðan sem kjós­endur horfa – hef­ur ­for­ysta flokks­ins verið með veika stöðu innan flokks­ins um langt skeið. Vorið 2015 var ákveð­inn vendi­punktur en þá bauð Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir sig fram gegn þáver­andi for­manni flokks­ins, Árna Páli Árna­syni. Fund­ur­inn fór fram í mars, og sigr­aði Árni Páll slag­inn með minnsta mögu­lega mun, aðeins einu atkvæði. Ljóst var á þessu að staða for­manns­ins – og þar með helstu radd­ar ­flokks­ins út á við – var veik. Sig­ríður Ingi­björg sagði sjálf að ástæðan fyr­ir­ því að hún hafi boðið sig fram, hafi verið óásætt­an­leg staða flokks­ins, með­al­ ann­ars í könn­un­um, og að doð­inn í flokknum væri skelfi­leg­ur, eins og fram kom í frétt RÚV frá því í apríl á þessu ári, þegar ósætti í for­ystu flokks­ins kom aftur upp á yfir­borð­ið.

Árni Páll Árnason, á landsfundinum fræga, árið 2015.

Sam­ein­ingu og nýju upp­hafi hafnað

2. – Fyrir lands­fund Sam­fylk­ing­ar­innar á sum­ar­mán­uð­u­m þessa ár var tek­ist á um fram­tíð­ar­stefnu flokks­ins og voru það Odd­ný Harð­ar­dóttir og Magnús Orri Schram sem voru í for­ystu­slagn­um. Greini­legt var að ­flokk­ur­inn skipt­ist niður í fylk­ing­ar, því margt þunga­vigt­ar­fólk í flokkn­um studdi Magnús Orra, sem einkum tal­aði fyrir nýju upp­hafi og jafn­vel form­leg­u ­sam­starfi eða sam­ein­ingu við aðra flokka á vinstri vængnum og miðj­unni. Dag­ur B. Egg­erts­son, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, Val­gerður Bjarna­dóttir og Öss­ur Skarp­héð­ins­son studdu öll Magnús Orra, en Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, Sig­ríð­ur­ Ingi­björg og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir studdu Odd­nýju til for­manns. Svo ein­hver ­séu nefnd. Svo fór að spenn­andi kosn­inga fór fram – eins og árið áður – þar sem Oddný hafði betur í ann­ars jafnri bar­áttu. Þó Oddný hafi í ræðu sinni lag­t á­herslu á sam­starf og sam­ein­ingu, þá lá ljóst fyrir að flokk­ur­inn var ekki ­sam­ein­að­ur, nema þá að nafn­inu til.

Hefur ekki náð vopnum sínum

3. — Árið 2009, þegar Sam­fylk­ingin fékk góða ­kosn­ingu skömmu eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, var eitt helsta tromp flokks­ins að nú þyrfti að láta reyna á umsókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Í aðdrag­anda ­kosn­ing­anna var orð­ræðan í kosn­inga­bar­áttu flokks­ins sú, að Ísland hefði stað­ið ber­skjald­að, með íslensku krón­una og sjálf­stæða pen­inga­stefnu, og það hefð­i verið ein af ástæðum þess að íslenska kerfið hrundi. Þegar rík­is­stjórn­ ­Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna tók við völdum var þetta eitt aðal­deilu­efn­ið, umsóknin um að­ild að ESB. Þetta reyndi enn fremur mikið á sam­starf flokk­anna og reynd­ist ­málið rík­is­stjórn­inni erfitt. Á þessu kjör­tíma­bili, frá árinu 2009 til 2013, stóðu á rík­is­stjórn­inni öll spjót vegna margra erf­iðra mála – ekki síst þegar kom að því að rétta hag heim­il­anna – og tætt­ist fylgið af rík­is­stjórn­inni jafnt og þétt fram að kosn­ing­um, þar sem báðir stjórn­ar­flokk­arnir fengu mik­inn skell. Frá þessum tíma hefur Sam­fylk­ingin ekki náð vopnum sínum í könn­unum og átt erfitt með að ná til kjós­enda með stefnu sinni. Inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið og upp­taka ­evru var mið­punktur athygl­innar hjá flokks­mönnum um tíma og þegar það mál fór af dag­skrá – ef svo má að orði kom­ast – þá stóð lítið eft­ir, í það minnsta í hugum stuðn­ings­manna. Skoð­ana­kann­anir hafa sýnt, nær alveg síðan 2013, að flokk­ur­inn hefur aldrei náð þeim stað sem hann hafði áður, og átt í erf­ið­leikum með að ­stað­setja stefnu sína gagn­vart kjós­end­um.

Átaka­hefð legð­ist af?

4. — Ekki þarf að hafa mörg orð um póli­tískt áhrif hruns fjár­mála­kerf­is­ins árið 2008. Í öllum kosn­ingum frá þeim tíma hafa komið fram ­miklar breyt­ingar og rík­is­stjórnir hafa í þeim öllum ekki náð að halda velli. Á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu hafa einnig orðið miklar breyt­ingar í öllum kosn­ing­um. ­Sér­stak­lega hefur vinstri væng­ur­inn og miðjan verið rót­laus, ef svo má segja, og hefur Sam­fylk­ingin ekki náð að tengja sig við þessa nýju stöðu með nein­um hætti. Nýir flokkar hafa tekið frá henni stuðn­ings­menn og flokk­ur­inn virð­ist í huga þeirra sem vilja breyt­ingar ekki vera val­kostur til fram­tíðar lit­ið. Nema þá örfárra. Til marks um það má nefna að Sam­fylk­ingin fékk 10.893 atkvæði í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn en á heima­síðu flokks­ins kemur fram á skráð­ir ­fé­lagar í flokk­inn séu yfir 20 þús­und. „Sam­fylk­ing­in er fjölda­hreyf­ing með yfir tutt­ugu­þús­und skráðra flokks­fé­laga um land allt og ­full­trúa í sveit­ar­stjórnum í nær öllum sveit­ar­fé­lögum á Íslandi sem víða fara ­með meiri­hluta­vald. Mark­mið Sam­fylk­ing­ar­innar er að fá umboð kjós­enda til að ­taka for­ystu í land­stjórn­inni, með jöfnuð og rétt­læti að leið­ar­ljósi. Inn­an­ ­Sam­fylk­ing­ar­innar hefur frá upp­hafi verið kraft­mikil umræða um lýð­ræð­i, lýð­ræð­is­hefð og lýð­ræð­is­legar umbæt­ur. Sam­ein­ing jafn­að­ar­manna, ­fé­lags­hyggju­fólks og kven­frels­is­sinna í Sam­fylk­ing­unni gerði sjálf­krafa þá ­kröfu að átaka­hefð lið­innar aldar legð­ist af,“ segir orð­rétt á vef flokks­ins. Ekki verður sagt að þessi sjálf­krafa krafa um að leggja átaka­hefð af, hafi verið í heiðri höfð á und­an­förnum árum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sóttist eftir formennsku í flokknum árið 2015, en tapaði naumlega. Hún talaði mikið um að mikla undiröldu óánægju í flokknum, áður en hún bauð sig fram.

Full­komið áhuga­leysi

5. — Sé horft sextán ár aftur í tím­ann, þeg­ar ­Sam­fylk­ingin var stofn­uð, þá stendur flokk­ur­inn nú eins langt frá­ ­upp­runa­til­gang­inum eins og hugs­ast get­ur. Sam­ein­ing á vinstri vængnum er ekki til staðar og eng­inn flokkur félags­hyggju­meg­in, sem er með fólk á þingi, er minni en ­Sam­fylk­ing­in. Flokk­ur­inn bauð fram fólk sem margt hafði lengi verið í for­yst­u ­flokks­ins og höfn­uðu kjós­endur því næstum öllu. Þessi mis­lestur flokks­manna – sem ekki gengu í takt eins og ítrekað hefur komið fram í for­ystu­kosn­ingum inn­an­ ­flokks­ins – sýnir að flokk­ur­inn glímir við alvar­leg­asta sjúk­dóm sem ­stjórn­mála­flokkar geta glímt við. Full­komið áhuga­leysi kjós­enda og lítið sem ekk­ert aðdrátt­ar­afl. For­ystu­kreppa flokks­ins var aug­ljós í aðdrag­anda kosn­inga eftir hörð innri átök. Kosn­inga­bar­átta flokks­ins nú náði aldrei eyrum fólks og hefur vafa­lítið spilað inn í að kjós­endur sem vildu breyt­ingar fundu ekki þann mátt hjá Sam­fylk­ing­unni. Enda bauð hún margt reynslu­mikið fólk í efstu sæt­um. Pírat­ar, Vinstri græn og Björt fram­tíð, þó lítil sé, voru frekar far­vegur fyrir þá kjós­end­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None