Af hverju hrundi Samfylkingin?

Samfylkingin stendur ekki undir nafni sem turninn á vinstri vængnum. Flokkurinn er í sárum eftir fylgishrun, og erfitt er að sjá hann ná vopnum sínum aftur, nema með nýju upphafi og miklum breytingum.

Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Enginn flokkur tapaði meira hlutfallslega frá kosningunum 2013 en Framsóknarflokkurinn, eða 12,9 prósentustigum. Árið 2013 fékk flokkurinn 24,4 prósent en féll niður í 11,5 prósent. Samfylkingin missti 7,2 prósentustig frá árinu 2013, sem þá var versta útkoma flokksins í kosningum frá stofnun. Í þetta sinn fékk flokkurinn 5,9 prósent og er með aðeins þrjá þingmenn. Árið 2013 fékk flokkurinn 12,9 prósent, en árið 2009 fékk flokkurinn 29,7 prósent atkvæða og tók ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi formanns flokksins, þá við völdum. Óhætt er að segja að fall flokksins sé hátt og um leið mikil pólitísk tíðindi.

Flokkurinn sem stofnaður var 5. maí árið 2000, í þeim tilgangi að sameina vinstri menn og verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn á hægri vængnum, hefur nú næstum þurrkast út, en aðeins munaði 0,9 prósentum að hann næði ekki 5 prósent lágmarkinu sem til þarf. Framtíð flokksins er óljós og forysta eins veik og hugsast getur. Fyrsti formaður Samfylkingarinnar, og ein helsta táknmynd flokksins frá stofnun, reynsluboltinn Össur Skarphéðinsson, náði ekki sæti á þingi í þetta skiptið, sem segir sína sögu stöðu flokksins, en hann hefur um áratugaskeið verið með vinsælustu stjórnmálamönnum Reykvíkinga.

Össur Skarphéðinsson, var um tíma formaður Samfylkingarinnar.

Auglýsing

En hvers vegna er svona komið fyrir þessu fyrrum stórveldi í íslenskri pólitík? Margar ástæður má nefna, en hér verður fjallað um fimm atriði sérstaklega.

Innanmein

1. — Innri deilur hafa einkennt flokksstarf Samfylkingarinnar undanfarin ár og út á við – þaðan sem kjósendur horfa – hefur forysta flokksins verið með veika stöðu innan flokksins um langt skeið. Vorið 2015 var ákveðinn vendipunktur en þá bauð Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sig fram gegn þáverandi formanni flokksins, Árna Páli Árnasyni. Fundurinn fór fram í mars, og sigraði Árni Páll slaginn með minnsta mögulega mun, aðeins einu atkvæði. Ljóst var á þessu að staða formannsins – og þar með helstu raddar flokksins út á við – var veik. Sigríður Ingibjörg sagði sjálf að ástæðan fyrir því að hún hafi boðið sig fram, hafi verið óásættanleg staða flokksins, meðal annars í könnunum, og að doðinn í flokknum væri skelfilegur, eins og fram kom í frétt RÚV frá því í apríl á þessu ári, þegar ósætti í forystu flokksins kom aftur upp á yfirborðið.

Árni Páll Árnason, á landsfundinum fræga, árið 2015.

Sameiningu og nýju upphafi hafnað

2. – Fyrir landsfund Samfylkingarinnar á sumarmánuðum þessa ár var tekist á um framtíðarstefnu flokksins og voru það Oddný Harðardóttir og Magnús Orri Schram sem voru í forystuslagnum. Greinilegt var að flokkurinn skiptist niður í fylkingar, því margt þungavigtarfólk í flokknum studdi Magnús Orra, sem einkum talaði fyrir nýju upphafi og jafnvel formlegu samstarfi eða sameiningu við aðra flokka á vinstri vængnum og miðjunni. Dagur B. Eggertsson, Katrín Júlíusdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson studdu öll Magnús Orra, en Jóhanna Sigurðardóttir, Sigríður Ingibjörg og Þórunn Sveinbjarnardóttir studdu Oddnýju til formanns. Svo einhver séu nefnd. Svo fór að spennandi kosninga fór fram – eins og árið áður – þar sem Oddný hafði betur í annars jafnri baráttu. Þó Oddný hafi í ræðu sinni lagt áherslu á samstarf og sameiningu, þá lá ljóst fyrir að flokkurinn var ekki sameinaður, nema þá að nafninu til.

Hefur ekki náð vopnum sínum

3. — Árið 2009, þegar Samfylkingin fékk góða kosningu skömmu eftir hrun fjármálakerfisins, var eitt helsta tromp flokksins að nú þyrfti að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Í aðdraganda kosninganna var orðræðan í kosningabaráttu flokksins sú, að Ísland hefði staðið berskjaldað, með íslensku krónuna og sjálfstæða peningastefnu, og það hefði verið ein af ástæðum þess að íslenska kerfið hrundi. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum var þetta eitt aðaldeiluefnið, umsóknin um aðild að ESB. Þetta reyndi enn fremur mikið á samstarf flokkanna og reyndist málið ríkisstjórninni erfitt. Á þessu kjörtímabili, frá árinu 2009 til 2013, stóðu á ríkisstjórninni öll spjót vegna margra erfiðra mála – ekki síst þegar kom að því að rétta hag heimilanna – og tættist fylgið af ríkisstjórninni jafnt og þétt fram að kosningum, þar sem báðir stjórnarflokkarnir fengu mikinn skell. Frá þessum tíma hefur Samfylkingin ekki náð vopnum sínum í könnunum og átt erfitt með að ná til kjósenda með stefnu sinni. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru var miðpunktur athyglinnar hjá flokksmönnum um tíma og þegar það mál fór af dagskrá – ef svo má að orði komast – þá stóð lítið eftir, í það minnsta í hugum stuðningsmanna. Skoðanakannanir hafa sýnt, nær alveg síðan 2013, að flokkurinn hefur aldrei náð þeim stað sem hann hafði áður, og átt í erfiðleikum með að staðsetja stefnu sína gagnvart kjósendum.

Átakahefð legðist af?

4. — Ekki þarf að hafa mörg orð um pólitískt áhrif hruns fjármálakerfisins árið 2008. Í öllum kosningum frá þeim tíma hafa komið fram miklar breytingar og ríkisstjórnir hafa í þeim öllum ekki náð að halda velli. Á sveitarstjórnarstiginu hafa einnig orðið miklar breytingar í öllum kosningum. Sérstaklega hefur vinstri vængurinn og miðjan verið rótlaus, ef svo má segja, og hefur Samfylkingin ekki náð að tengja sig við þessa nýju stöðu með neinum hætti. Nýir flokkar hafa tekið frá henni stuðningsmenn og flokkurinn virðist í huga þeirra sem vilja breytingar ekki vera valkostur til framtíðar litið. Nema þá örfárra. Til marks um það má nefna að Samfylkingin fékk 10.893 atkvæði í kosningunum á laugardaginn en á heimasíðu flokksins kemur fram á skráðir félagar í flokkinn séu yfir 20 þúsund. „Samfylkingin er fjöldahreyfing með yfir tuttuguþúsund skráðra flokksfélaga um land allt og fulltrúa í sveitarstjórnum í nær öllum sveitarfélögum á Íslandi sem víða fara með meirihlutavald. Markmið Samfylkingarinnar er að fá umboð kjósenda til að taka forystu í landstjórninni, með jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Innan Samfylkingarinnar hefur frá upphafi verið kraftmikil umræða um lýðræði, lýðræðishefð og lýðræðislegar umbætur. Sameining jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsissinna í Samfylkingunni gerði sjálfkrafa þá kröfu að átakahefð liðinnar aldar legðist af,“ segir orðrétt á vef flokksins. Ekki verður sagt að þessi sjálfkrafa krafa um að leggja átakahefð af, hafi verið í heiðri höfð á undanförnum árum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sóttist eftir formennsku í flokknum árið 2015, en tapaði naumlega. Hún talaði mikið um að mikla undiröldu óánægju í flokknum, áður en hún bauð sig fram.

Fullkomið áhugaleysi

5. — Sé horft sextán ár aftur í tímann, þegar Samfylkingin var stofnuð, þá stendur flokkurinn nú eins langt frá upprunatilganginum eins og hugsast getur. Sameining á vinstri vængnum er ekki til staðar og enginn flokkur félagshyggjumegin, sem er með fólk á þingi, er minni en Samfylkingin. Flokkurinn bauð fram fólk sem margt hafði lengi verið í forystu flokksins og höfnuðu kjósendur því næstum öllu. Þessi mislestur flokksmanna – sem ekki gengu í takt eins og ítrekað hefur komið fram í forystukosningum innan flokksins – sýnir að flokkurinn glímir við alvarlegasta sjúkdóm sem stjórnmálaflokkar geta glímt við. Fullkomið áhugaleysi kjósenda og lítið sem ekkert aðdráttarafl. Forystukreppa flokksins var augljós í aðdraganda kosninga eftir hörð innri átök. Kosningabarátta flokksins nú náði aldrei eyrum fólks og hefur vafalítið spilað inn í að kjósendur sem vildu breytingar fundu ekki þann mátt hjá Samfylkingunni. Enda bauð hún margt reynslumikið fólk í efstu sætum. Píratar, Vinstri græn og Björt framtíð, þó lítil sé, voru frekar farvegur fyrir þá kjósendur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None