Konan með eldmóðinn í röddinni – PJ Harvey stígur loks á svið á Íslandi

Söngkonan PJ Harvey var rétt rúmlega tvítug þegar hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrir afgerandi rödd og hráa túlkun með plötunni sinni Dry. Kjarninn fór yfir feril hennar og sögu.

PJ Harvey á tónlistarhátíð í Sviss í júlí 2016.
PJ Harvey á tónlistarhátíð í Sviss í júlí 2016.
Auglýsing

PJ Har­vey mun koma fram á Iceland Airwa­ves tón­list­ar­há­tíð­inni og stíga á svið í Vals­höllin næst­kom­andi sunnu­dag. Margir fagna því eflaust en þetta er í fyrsta skiptið sem söng­konan heldur tón­leika á Íslandi og ekki verður annað sagt en að þeir séu lang­þráð­ir. Hún er þekkt fyrir ein­stakan hljóm og frum­legar laga­smíð­ar. Hún er einnig mynd­list­ar­kona og hefur hún auk þess leikið í bíó­myndum og ritað ljóða­bók. Hún situr því ekki auðum höndum og kemur list sinni frá sér á marg­vís­lega vegu. Hún hefur þó sagt í við­tölum að söng­ur­inn sé hennar aðal­form til tján­ingar og að hún leiti alltaf þangað aft­ur.

Áhug­inn kvikn­aði fljótt

PJ Har­vey fædd­ist í Brid­port á Englandi árið 1969. PJ er skamm­stöfun á Polly Jean en alla jafna er hún kölluð Polly. Hún lærði ung að spila á gítar og sem ung­lingur lærði hún á sax­ó­fón. For­eldrar hennar héldu að henni tón­list í upp­eld­inu og hlust­aði hún á Captain Beefhe­art and Bob Dyl­an. Hún gekk til liðs við hljóm­sveit­ina Autom­atic Dla­mini en með henni í band­inu var John Per­ish sem hún átti eftir að vinna frekar með síð­ar. Bandið átti eftir að ferð­ast um alla Evr­ópu á tón­leika­ferða­lagi og taka upp tvær plötur en aðeins önnur þeirra var gefin út. 

Polly ætl­aði sér að verða mynd­list­ar­kona og lærði til þeirrar iðju en tón­listin tog­aði hana alltaf inn á aðrar braut­ir. Árið 1991 stofn­aði hún bandið PJ Har­vey ásamt bassa­leik­ar­anum Ian Oli­ver og trommar­anum Rob Ell­is. Stephen Vaug­han tók fljót­lega við af Oli­ver og eftir það fóru hjólin að snú­ast. 

Auglýsing

Fyrsta platan lof­aði góðu

Fyrsta plata PJ Har­vey kall­ast Dry, en hún kom út árið 1992. Polly hefur greint frá því í við­tölum að hún hafi lagt allt sem hún átti í plöt­una, enda hafi hún ekki vitað hvort hún fengi annað tæki­færi. Platan fékk feiki­lega góða dóma og fór aðdá­enda­hópur að mynd­ast í kringum hana. 

Dry - Fyrsta plata PJ Harvey



Í umfjöllun DV frá árinu 1993 má finna lista þar sem platan var í 6. sæti yfir bestu erlendu plötur árið áður og lagið Sheela-Na-Gig í 2. sæti. Polly var valin besti laga­smiður árs­ins af tíma­rit­inu Roll­ing Sto­nes þetta ár. Kurt Cobain er meira að segja sagður hafa haldið mikið upp á PJ Har­vey og talið Dry vera upp­á­halds plötu sína. 







Margar plötur fylgdu í fjöl­farið en PJ Har­vey hefur gefið út níu breið­skífur þar sem síð­asta platan, The Hope Six Demolition Project, kom út fyrr á þessu ári. 

Blóm­legt sam­starf með öðrum

Árin eftir Dry voru anna­söm en manna­breyt­ingar urðu í hljóm­sveit­inni og ákvað Polly að æski­legt væri að starfa einnig með öðrum tón­list­ar­mönn­um. Hún kom meðal ann­ars fram með Björk á BRIT tón­list­ar­verð­launa­há­tíð­inni árið 1994 og flutti ábreiðu af Sat­is­fact­ion með Roll­ing Sto­nes. Polly hefur einnig unnið með tón­list­ar­mönnum á borð við Thom Yorke og Nick Cave. Ástæðan fyrir því að hún hefur sótt í sam­starf með öðrum er meðal ann­ars til þess að verða fyrir áhrifum frá öðrum og til þess að end­ur­taka sig ekki.

Hér fyrir neðan fá sjá flutn­ing þeirra Bjarkar og Polly á BRIT verð­launa­há­tíð­inni.





Póli­tísk ádeila

Ekki verður hjá því kom­ist að fjalla aðeins um nýj­ustu plötu PJ Har­vey, The Hope Six Demolition Project, en hún hafði ekki gefið út frá sér efni síðan árið 2011 þegar Let Eng­land Shake kom eins og storm­sveipur inn á plötu­mark­að­inn. 

The Hope Six Demolition Project kom út á vor­mán­uðum og er unnin á sama tíma og ljóða­bók söng­kon­unnar The Hollow of the Hand þegar hún ferð­að­ist um Kósóvó og Afganistan og síð­ast en ekki síst til Was­hington í Banda­ríkj­un­um. Tit­ill­inn vísar til verk­efnis í Banda­ríkj­unum sem nefn­ist HOPE VI. Það snýst um að koma í veg fyrir eða rétt­ara sagt benda á þær sam­fé­lags­hreins­anir sem eiga sér stað í fátækra­hverf­um. Þannig er gömlum húsum rutt í burtu og ný og dýr­ari byggð með þeim afleið­ingum að fyrrum íbúar hafi ekki efni á að búa þar lengur og neyð­ist til að flytja ann­að. Þannig er mark­mið verk­efn­is­ins að stuðla að bland­aðri byggð með fjöl­breytt­ari íbúaflór­u. Plöt­unni hefur verið vel tekið og alla jafna fengið góða dóma. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None