Stjórnarmyndun um fá mikilvæg mál

Þó ekki liggi fyrir enn hvaða flokkar muni mynda ríkisstjórn, þá er má leiða að því líkum að fá stór mál muni fá mikla athygli við stjórnarmyndun.

ruv.png
Auglýsing

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru nú í gangi eftir sögu­leg­ar Al­þing­is­kosn­ingar 29. októ­ber síð­ast­lið­inn, og liggur ekki fyrir enn hvaða ­flokkar muni mynda rík­is­stjórn. Greint hefur verið frá þreif­ingum for­manna ­flokk­anna en þeir hafa allir átt fundi með Guðna Th. Jóhann­essyni for­seta Ís­lands.

Þó ekki sé hægt að full­yrða hvaða flokkar verði með­ ­valda­þræð­ina í hendi sér, þá liggur fyrir að mörg krefj­andi verk­efni bíða ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það gæti reynst snúið fyrir stjórn­mála­flokk­ana að ná sam­an­ um mik­il­væg mál, í ljósi mis­mun­andi stefnu þeirra í ein­stökum mála­flokk­um.

Marga ein­staka mála­flokka má telja til, þar sem erfitt get­ur ­reynst að ná sam­stöðu um, en hér verða nefndir fimm mála­flokkar sér­stak­lega, ­sem ný rík­is­stjórn mun þurfa að móta stefnu um.

Auglýsing

1.       Kjara­við­ræður á vinnu­mark­aði

Ákvörðun Kjara­ráðs, um að hækka laun ­þing­manna, ráð­herra og for­seta Íslands – sem tekin var á kjör­dag 29. októ­ber – hef­ur nú þegar hleypt illu blóði í kjara­við­ræður sem framundan eru, og má búast við hörðum átök­um. Grunn­skóla­kenn­arar hafa fellt samn­inga í tvígang, og engin lausn er í sjón­máli í deilu þeirra við sveit­ar­fé­lög. Sjó­menn deila við útgerð­ir, og framundan er svo alls­herj­ar­samn­ings­gerð á vinnu­mark­aði og end­ur­skoðun kjara­samn­inga. Ljóst er á yfir­lýs­ing­um hags­muna­sam­taka bæði starfs­fólks og atvinnu­rek­enda, að tug­pró­senta hækk­anir ráða­manna hafa nú þegar hleypt illu blóði í við­semj­endur á vinnu­mark­aði, sem hafa þvert ­yfir kallað eftir því að ákvörðun kjara­ráðs verði aft­ur­köll­uð. Ný rík­is­stjórn fær þetta vanda­mál í fang­ið, og verður vafa­lítið snúið að ná ásætt­an­legri lend­ingu í því.

2.       Hvert á gengi krón­unnar að vera?

Ein meiri­háttar breyt­ing hefur orðið á stöðu efna­hags­mála í land­inu, og hún er sú að gengi krón­unnar gagn­var helst­u við­skipta­myntum hefur styrkst veru­lega á síð­ustu 12 til 15 mán­uð­um. Evr­an ­kostar nú 123 krónur en fyrir ári var verð hennar 150 krón­ur. Sterl­ingspund­ið ­kostar 136 krónur en fyrir ári var verð þess 205 krón­ur. Brex­it ­at­kvæða­greiðslan frá því í júní hefur haft afger­andi áhrif á gengi punds­ins sem hefur veikst mik­ið, og sér ekki fyrir end­ann á þeirri þró­un. Fyr­ir­ ­út­flutn­ings­fyr­ir­tæki, ekki síst í sjáv­ar­út­vegi, er þetta alvar­legt mál en um 12 ­pró­sent af heild­ar­út­flutn­ingi lands­ins fer til Bret­lands og um 19 pró­sent er­lendra ferða­manna sem hingað komu í fyrra, komu frá Bret­landi. Styrk­ing krón­unn­ar ­gagn­vart pund­inu hefur því haft mikil áhrif á skömmum tíma. Þá kostar ­Banda­ríkja­dalur nú 111 krónur en fyrir ári kost­aði hann 136 krón­ur. ­Stjórn­mála­flokk­arnir ræddu flestir um þessa stöðu fyrir kosn­ingar, en á­hersl­urnar voru mis­mun­andi. Þannig tal­aði Við­reisn fyrir því að koma á mynt­ráði, til þess að halda gengi krón­unnar stöð­ugu, en þá myndi geng­i krón­unnar fylgja þróun til­tek­inna erlendra gjald­miðla. Slíkt er þó ­kostn­að­ar­samt, og hafa aðrir stjórn­mála­flokkar ekki talað fyrir þessum leið­um.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Það mun reyna á það við stjórnarmyndun, hvort vilji sé fyrir myntráðshugmynd flokksins.

3.       Á að breyta um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi?

Kvóta­kerfið í sjáv­ar­út­vegi hefur ver­ið ­þrætu­epli um ára­tuga­skeið, og fyrir þessar kosn­ingar boð­uðu margir flokk­ar breyt­ingar á því. Pírat­ar, Vinstri græn, Við­reisn, Sam­fylk­ingin og Björt fram­tíð töl­uðu öll fyrir því að taka upp upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi, og horfð­u ­meðal ann­ars til Fær­eyja í þeim efn­um. Er mark­miðið með leið­inni að almenn­ing­ur ­fái til sín mark­aðs­verð fyrir afnot af auð­lind­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafa frekar talað fyrir því að halda í núver­and­i ­fyr­ir­komu­lag, en þó hafa flokk­arnir sagst vera opnir fyrir því að skoða ­upp­boðs­leið­ina, með þá lít­inn hluta afla­heim­ilda. Umræður um þessi mál í stjórn­ar­mynd­un­ar­ferl­in­u ­gætu orðið snún­ar, og ekki hægt að segja með vissu að sátt sé í sjón­máli.

4.       Spenna á hús­næð­is­mark­aði

Aðgerðir á hús­næð­is­mark­aði voru áber­and­i ­fyrir kosn­ing­ar, og töl­uðu stjórn­mála­flokk­arnir allir fyrir mik­il­vægi þess að ­skapa stöð­ug­leika á hús­næð­is­mark­aði. Það gæti reynst erfitt, þegar staðan er greind. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vantar yfir 5.100 íbúð­ir, einkum litlar og ­með­al­stór­ar, til að mæta vax­andi eft­ir­spurn. Hús­næð­is­verð hefur hækkað um 30 ­pró­sent á þremur árum og spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi hækkun um meira tutt­ugu pró­sent á næstu tveimur árum. Þessi hækkun og spenna gerir mörg­um erfitt fyr­ir, þegar kemur að því að kom­ast inn á hús­næð­is­mark­að. Flest­ir ­flokkar ræddu um mik­il­vægi þess að koma til móts við þessa stöðu, meðal ann­ar­s ­með upp­bygg­ingu hús­næðis og aðgerðum sem eru svip­aðar og Fyrsta fast­eign, sem ­rík­is­stjórnin kynnti fyrr á þessu ári, en sú leið byggir á því að fólk not­i ­sér­eign­ar­sparn­að­inn til að safna upp í inn­borgun fyrir kaup á fyrstu eign. ­Stjórn­mála­flokk­arnir sem mynda rík­is­stjórn munu vafa­lítið láta sig þetta mál varða, enda var málið fyr­ir­ferða­mikið í mál­flutn­ingi sumra þeirra fyrir kosn­ing­ar.

Frekari uppbygging í heilbrigðisþjónustu verður vafalítið eitt af málunum sem ný ríkisstjórn mun setja framarlega í forgangsröðina.

5.       Inn­viða­upp­bygg­ing

Í aðdrag­anda kosn­inga komu öll fram­boð inn á það í sinni kosn­inga­bar­áttu, að mik­il­vægt væri að huga að upp­bygg­ingu „inn­viða“ víða um land­ið, meðal ann­ars þegar kemur að sam­göng­um, heil­brigð­is­þjón­ustu og þjóð­görð­um. Það sem ­stjórn­mála­flokk­arnir munu þurfa að ræða í þessum efnum er for­gangs­röðun og hversu umfangs­mikil þessi upp­byggin á að vera. Þarna kemur meðal ann­ars inn í heild­stæð­ari stefna en nú þegar hefur komið fram, þegar kemur að að­gangs­stýr­ingu á helstu ferða­manna­stöðum lands­ins. Þetta ætti ekki að ver­a erfitt verk­efni fyrir rík­is­stjórn, að ná saman um, en þó gæti for­gangs­röð­un­in verið snú­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None