Ekki benda á mig og hver sagði hvað við hvern

Danmörk
Auglýsing

Yfir­menn lög­regl­unnar í Kaup­manna­höfn kann­ast lík­lega ekki við lag og texta Bubba Morthens (Lög og regla) þar sem varð­stjór­inn segir að ekki skuli bent á sig, hann hafi nefni­lega verið að æfa lög­reglukór­inn. Það eigi að spyrja þá sem voru á vakt, um mann­inn sem dó í fanga­klef­an­um. Það sem yfir­menn Kaup­manna­hafn­ar­lög­regl­unnar eiga hins vegar sam­eig­in­legt með kór­stjórn­anda Bubba Morthens er það að þeir hafa, í til­teknu máli reynt að varpa sök­inni á und­ir­menn­ina til að fría sig ábyrgð. En í danska skrán­ing­ar­sam­fé­lag­inu, þar sem flest er fært til bók­ar, kemur sann­leik­ur­inn iðu­lega í ljós að lok­um. Mál sem nú er til með­ferðar hjá sér­stakri rann­sókn­ar­nefnd í Kaup­manna­höfn snýst ekki um manns­lát heldur mann­rétt­indi sem skýrt er kveðið á um í dönsku stjórn­ar­skránni.

Heim­sókn kín­verska for­set­ans 

Um miðjan júní árið 2012 kom Hu Jin­tao, þáver­andi for­seti Kína í opin­bera heim­sókn til Dan­merk­ur. Heim­sóknin átti sér langan aðdrag­anda, eins og oft­ast þegar um er að ræða opin­berar heim­sókn­ir. Slíkar heim­sóknir þjóna marg­hátt­uðum til­gangi, ekki hvað síst að efla við­skipti milli land­anna og þjóð­höfð­ingj­unum fylgja gjarna fjöl­mennar sendi­nefnd­ir. Á und­an­förnum árum hafa margar þjóðir haft áhuga á að ving­ast við „ris­ann í austri“, hjá þess­ari fjöl­mennu þjóð er eftir miklu að slægj­ast hvað við­skipti varð­ar, en margir Kín­verjar hafa auðg­ast mjög á skömmum tíma. Evr­ópsk hús­gögn og inn­an­stokks­mun­ir, borð­bún­að­ur, ljós, fatn­að­ur, úr og list­munir margs­kon­ar, öllu þessu  og mörgu öðru sækj­ast efn­aðir Kín­verjar eft­ir. Kín­verskum ferða­mönnum hefur fjölgað mikið í Evr­ópu á síð­ustu tíu árum og þeir eyða miklum pen­ingum hvar sem þeir koma við. 

Opin­berar heim­sóknir hátt­settra Kín­verja til ann­arra landa vekja mikla athygli heima í Kína og eru þess vegna mikil land­kynn­ing. Danir hafa, eins og margar aðrar þjóð­ir, litið hýru auga til Kína og sem dæmi um það féllust dönsk stjórn­völd á að lána Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una í Shang­hai árið 2010. Fyrir slíku ferða­lagi Litlu haf­meyj­unnar voru engin for­dæmi, hún hafði aldrei (nema höf­uðið tvisvar sinnum og annar hand­legg­ur­inn einu sinni) hreyft sig af steini sínum við Löngu­línu í Kaup­manna­höfn þar sem henni var komið fyrir árið 1913. Litla haf­meyjan vakti mikla athygli á heims­sýn­ing­unni og í kjöl­far sýn­ing­ar­innar stór­fjölg­aði kín­verskum ferða­mönnum í Dan­mörku. 

Auglýsing

Mik­ill við­bún­aður í Kaup­manna­höfn

Við und­ir­bún­ing heim­sóknar kín­verska for­set­ans lögðu dönsk stjórn­völd mikla áherslu á að ekk­ert færi úrskeið­is. Kín­verjar líta margt öðrum augum en Vest­ur­landa­bú­ar. Þetta vissu dönsk stjórn­völd mæta­vel og lög­reglan fékk , eins og ætíð við slíkar heim­sókn­ir, skýr fyr­ir­mæli. Allt lög­reglu­lið Kaup­manna­hafnar var á vakt­inni og fjöldi lög­reglu­þjóna frá öðrum lands­hlutum var sömu­leiðis kall­aður til. Fyr­ir­fram var talið að mann­rétt­inda­sam­tök og ein­stak­lingar myndu reyna að vekja athygli kín­verska for­set­ans og fylgd­ar­liðs hans. Þeim sem hygð­ust efna til ein­hvers konar mótæla var gert að til­kynna það fyr­ir­fram. Í Dan­mörku ríkir tján­ing­ar­frelsi, í því felst meðal ann­ars að fólki er heim­ilt að klæð­ast hverju sem er og bera fána, spjöld og merki að vild. All­margir skráðu sig á mót­mæl­enda­list­ann, ein­stak­lingar og félaga­sam­tök.  Hu Jintao og Helle Thorning-Schmidt.

Burt með þennan fána

Heim­sókn kín­verska for­set­ans og sendi­nefnd­ar­innar tókst vel. Fjöldi fólks var sam­an­kom­inn við Krist­jáns­borg­ar­höll þegar kín­verski for­set­inn renndi þar í hlað. Í hópnum við höll­ina voru nokkrir sem báru tíbeska þjóð­fán­ann, sem er bann­aður í Kína. Sara Bert­hou, ungur háskóla­nemi, var á torg­inu með langt prik með fána Tíbets á end­an­um. Þegar for­seta­bíll­inn nálg­að­ist rak hún prikið upp í loftið en þá gripu nær­staddir lög­reglu­þjónar til sinna ráða: „burt með þennan fána“. Sara Bert­hou svar­aði að það að bera fán­ann væri ekki ólög­legt en fékk það svar að „það væri ólög­legt í dag“ og rifu af henni prikið og fán­ann. Einn við­staddra festi þetta atvik á mynd­band, þar bæði sést og heyr­ist hvað fram fór. Fjöldi fólks sá hvað gerð­ist og fána­prik Söru Bert­hou var ekki það eina sem lög­reglan tók í sína vörslu. 

Lyga­vefur lög­regl­unnar

Sara Bert­hou og nokkrir fleiri lögðu fram kæru á hendur lög­regl­unni eftir atvikið fyrir framan Krist­jáns­borg­ar­höll og fleiri slík atvik þennan dag. Málið var tekið fyrir í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar (lægsta dóm­stig af þrem­ur). Þar full­yrtu tveir hátt­settir menn í lög­regl­unni að lög­reglu­þjón­arnir sem voru við Krist­jáns­borg, eða ann­ars­staðar í borg­inni, þennan umrædda dag hefðu ekki fengið nein fyr­ir­mæli um að fjar­lægja fána eða annað sem mót­mæl­endur hefðu með­ferð­is.  Ein­ungis hefði átt að fylgja venju­legum vinnu­regl­um.  Þessar skýr­ingar tóku yfir­menn dóms­mála góðar og gild­ar, dóms­mála­ráð­herra lýsti ítrekað yfir að öllum reglum hefði verið fylg­t. 

Starfs­maður í dóms­mála­ráðu­neyt­inu hafði reyndar ákveðnar grun­semdir um að ekki væri allt með felldu með skýr­ingar lög­reglu og spurð­ist hvað eftir annað fyrir um ákveðin atriði. Eftir að yfir­stjórn lög­regl­unnar kvart­aði við dóms­mála­ráðu­neytið yfir afskiptum emb­ætt­is­manns­ins, Anne Berg Mans­feld-Giese, lauk þeim skyndi­lega. Danskir fjöl­miðlar full­yrða að þaggað hafi verið niður í henni 

Hljóð­upp­tök­urnar

En hafi lög­reglan ímyndað sér að nú væri þessu mála­vaf­stri lokið átti annað eftir að koma í ljós. Í sept­em­ber í fyrra fyr­ir­skip­aði Eystri- lands­réttur lög­regl­unni að leggja fram hljóð­upp­tökur (sem lög­regla hafði þrá­fald­lega neitað að gera) þarsem heyra má fyr­ir­skip­anir „að ofan“ um að taka Tíbet­fán­ann af mót­mæl­end­um. Lög­reglan hafði líka haldið því fram að mót­mæl­endur hefðu verið með upp­steit og að ekki væri hægt að segja til um hvaða lög­reglu­þjónar hefðu tekið fán­ana af þeim. Dóm­ari við Eystri-lands­rétt gaf lítið fyrir þessar skýr­ingar enda liðu ein­ungis tveir dagar frá því að hljóð­upp­tök­urnar komu fram þangað til þrír lög­reglu­þjónar lýstu yfir að yfir­stjórn lög­regl­unnar vissi vel hverjir þeir væru en þeim hefði verið skipað að halda sér sam­an. „Skip­unin um fán­ana kom ofan­frá og við báðum um að hún yrði end­ur­tekin því við vissum að þetta væri ekki í sam­ræmi við stjórnar­skrána.“

Dóms­mála­ráð­herra skipar rann­sókn­ar­nefnd

Sak­sókn­ari lög­regl­unnar lagði fyrir nokkrum dögum fram  kæru á hendur lög­reglu­mönn­unum tveimur sem nú er ljóst að lugu fyrir Bæj­ar­rétt­inum þegar málið kom þangað á sínum tíma.

Sören Pind dóms­mála­ráð­herra skip­aði, strax eftir að hljóð­upp­tök­urnar höfðu verið birt­ar, sér­staka rann­sókn­ar­nefnd. Hún hefur unnið sleitu­laust síðan og þegar hafa rúm­lega tvö hund­ruð manns verið yfir­heyrð­ir. Þar á meðal fimm núver­andi og fyrr­ver­andi ráð­herr­ar. Gert er ráð fyrir að rétt­ar­höld í mál­inu hefj­ist um mitt næsta ár. 

Sak­sókn­ari lög­regl­unnar lagði fyrir nokkrum dögum fram  kæru á hendur lög­reglu­mönn­unum tveimur sem nú er ljóst að lugu fyrir Bæj­ar­rétt­inum þegar málið kom þangað á sínum tíma.

Eng­inn vill sitja uppi með apann

Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Dan­mörku og er að mati fjöl­miða álits­hnekkir fyrir lög­regl­una. Þar hafi verið reynt að klína óþverr­an­um, eins og það er orð­að, á óbreytta lög­reglu­þjóna sem hafi hins vegar ein­ungis hlýtt fyr­ir­skip­un­um. Ráð­herrar og yfir­menn í lög­regl­unni benda hver á ann­an, þeir hafi ekki vitað neitt og ekki fengið réttar upp­lýs­ing­ar. Eng­inn vill sitja uppi með apann, eins og það er kallað í Dan­mörku, en rétt­ar­höldin leiða vænt­an­lega í ljós hver gaf fyr­ir­skip­an­irnar og bar ábyrgð­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None