Óánægjufylgið og baráttan gegn „kerfinu“

Hvernig fór Trump að því að vinna Hillary í kosningunum? Það er stóra spurningin, sem margir hafa reynt að svara.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, vann ­sögu­legan kosn­inga­sigur á þriðju­dag­inn og verður næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Hann er fyrsti for­set­inn sem aldrei hefur unnið hjá hinu opin­bera í Banda­ríkj­unum né þjónað land­inu í hern­um. Þá er hann einnig elsti mað­ur­inn til­ að verða for­seti.

Kosn­inga­sigur Trump kom helstu fjöl­miðla­sam­steyp­um ­Banda­ríkj­anna í opna skjöldu, þó kann­anir hafi sýnt nokkuð jafna stöðu í helst­u lyk­il­ríkj­unum alveg fram á síðsta dag, þá var mik­ill byr í segl­unum hjá Trump í síð­ustu vik­unni.

Margir hafa komið fram með skýr­ingar á því, hvað það var sem skóp sigur Trumps.

Auglýsing

Ég rýndi í nokkur atriði, sem mér fannst athygl­is­verð.

1.       Mun­ur­inn á við­horfum fólks, sem býr í borg­um ann­ars veg­ar, og í dreif­býli hins veg­ar, hefur Norður-Karólína. Hillary stuðningurinn sést blár, en rauður hjá Trump.aldrei verið meiri en í kosn­ing­unum nú. Sér­stak­lega var þetta áber­andi í lyk­il­ríkj­un­um, eins og Norð­ur­-Kar­olínu og Michig­an. Þegar rýnt er í kortið hjá Norð­ur­-Kar­ólínu, og hvernig staðan skipt­ist eftir sýsl­um, þá var Hill­ary með stuðn­ing vísan í borg­ar­kjörn­un­um, en Trump átti dreif­býl­ið. Í Charlotte var Hill­ary með sterka ­stöðu og það sama átti við um Raleigh. Staðan var svipuð í mörgum ríkj­u­m. Demókratar náðu til fólks í borg­um, einkum mennt­aðs fólks, á meðan Trump náð­i mun betur til fólks með minni menntun utan borga. Mun­ur­inn hefur oft ver­ið þessi í gegnum tíð­ina, en það mun­aði meiru nú en áður. Sem að lokum skipt­i ­miklu máli. Í Norð­ur­-Kar­ólínu eru 15 kjör­menn og þeir eru 16 í Michig­an.

2.       Við skulum ekki gleyma Gary John­son, þó ­fjöl­miðlar hafi reyndar flestir gert það hér vest­an­hafs. Stuðn­ing­ur­inn við hann ­skipti miklu máli þegar upp var stað­ið. Hann fékk víða á bil­inu 2 til 4 pró­sent, og í ljósi þess hversu mjótt var á munum milli Trump og Hill­ary þá ­skipti þessi stuðn­ingur miklu máli. Í við­tali eftir kosn­ing­arn­ar, hjá CNN, ­sagði einn starfs­manna fram­boðs Trump, að innan þeirra raða hafi það ver­ið ­ljóst fljótt, að John­son var að höfða fyrst og fremst til óánægðra Demókrata. Þess vegna ákvað Trump að vera ekki að gagn­rýna hann mik­ið, eða nefna hann ­sér­stak­lega. Hann leyfði honum frekar að reita fylgi frá Hill­ary. Í lyk­il­ríkj­un­um, þar sem afar litlu mun­aði, meðal ann­ars í Michigan og Penn­syl­van­íu, þá skipti þetta sköp­um. John­son fékk 2,4 pró­sent atkvæða í Penn­syl­van­in­u, Hill­ary 47,6 og Trump 48,8 pró­sent. Þetta lyk­il­ríki gefur 20 kjör­menn, og vó þungt í átt­ina að kjör­mönn­unum 270 sem þurfti að til að sigra.

Staðan í lykilríkjum var jöfn. Clinton hafði bara sigur í New Hampshire.

3.       Bréfið sem James Comey, for­stjóri al­rík­is­lög­regl­unnar FBI og þekktur Repúblikani, sendi á Banda­ríkja­þing, og til­kynnti um að það væri búið að opna aftur rann­sókn á tölvu­póstum Hill­ar­y Clint­on, mark­aði þátta­skil í skoð­ana­könn­unum á loka­metr­un­um. Staðan hjá Hill­ar­y versn­aði, og þremur dögum fyrir kosn­ingar var staðan orðin slæmt í ó­vissu­ríkj­unum sér­stak­lega. Þrátt fyrir að FBI hafi sent frá sér yfir­lýs­ingu um að ekk­ert væri í póst­un­um, sem kall­aði á ákæru eða álykt­anir um lög­brot af hálfu Hill­ary, skömmu fyrir kosn­ing­arn­ar, þá var skað­inn skeð­ur. Trump og hans ­fólk, hömr­uðu á þessu á fjölda­fundum sínum á síð­ustu dög­un­um. Í Michigan var þetta aðal­at­rið­ið, fyrir troð­fullri höll. „Hún er spillt, FBI veit það, við vitum það. Hún getur ekki orðið for­set­i,“ sagði Trump. Svo fór að lokum að Trump hafði bet­ur.

4.       Líkt og í Brex­it-­kosn­ing­unum í Bret­landi, þar ­sem yngsta kyn­slóð kjós­enda kaus með því að Bret­landi yrði áfram í Evr­ópu­sam­band­inu, þá virð­ist nið­ur­staðan sýna mik­inn mein­ing­ar­mun milli kyn­slóða. Eldri kyn­slóð kjós­enda virt­ist horfa til Trump, á meðan afger­andi meiri­hlut­i ­fólks á aldr­inum 18 til 25 ára, kaus Hill­ary. Hill­ary hafði meiri­hluta hjá þeim ald­urs­hópi í öllum ríkjum nema fimm. Eliza Byard gerði þetta meðal ann­ars að um­tals­efni á Twitt­er-­síðu sinni að kosn­ingum lokn­um.



5.       Enn og aftur sann­ast það í kosn­ingum í Banda­ríkj­unum hversu mik­ill munur er á ríkj­unum inn­byrð­is, þegar kemur að efna­hag, menntun og við­horf­um. Hill­ary hafði afger­andi stuðn­ing á all­ri vest­ur­strönd­inni, Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, og það sama má segja með­ flest aust­ur­strand­ar­rík­in. Í vest­ur­strand­ar­ríkj­unum búa um 50 millj­ónir manna, og um 40 í aust­ur­strand­ar­ríkj­un­um, til sæmi­legrar ein­föld­un­ar. Í þessum ríkj­u­m hefur efna­hagur verið að styrkj­ast og nýsköp­un­ar­starf tengt bestu háskól­u­m lands­ins er áhrifa­mest á þessum slóð­um. Demókratar hafa afger­andi stuðn­ing í þessum ríkj­um, en hann er mun minni í mið­ríkj­un­um, og hefur farið minnk­andi á und­an­förnum árum. Þessi mikli efna­hags­legi munur gæti skýrt hvers vegna ó­á­nægju­fylgið fór frekar til Trump en Hill­ary. Trump tal­aði gegn „kerf­inu“ og virt­ist ná eyrum þeirra sem sáu Hill­ary fyrir sér sem full­trúa þess, vegna ­reynslu hennar og fyrri starfa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None