Óánægjufylgið og baráttan gegn „kerfinu“

Hvernig fór Trump að því að vinna Hillary í kosningunum? Það er stóra spurningin, sem margir hafa reynt að svara.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sjö­tugur fjár­festir frá New York, vann ­sögu­legan kosn­inga­sigur á þriðju­dag­inn og verður næsti for­seti Banda­ríkj­anna. Hann er fyrsti for­set­inn sem aldrei hefur unnið hjá hinu opin­bera í Banda­ríkj­unum né þjónað land­inu í hern­um. Þá er hann einnig elsti mað­ur­inn til­ að verða for­seti.

Kosn­inga­sigur Trump kom helstu fjöl­miðla­sam­steyp­um ­Banda­ríkj­anna í opna skjöldu, þó kann­anir hafi sýnt nokkuð jafna stöðu í helst­u lyk­il­ríkj­unum alveg fram á síðsta dag, þá var mik­ill byr í segl­unum hjá Trump í síð­ustu vik­unni.

Margir hafa komið fram með skýr­ingar á því, hvað það var sem skóp sigur Trumps.

Auglýsing

Ég rýndi í nokkur atriði, sem mér fannst athygl­is­verð.

1.       Mun­ur­inn á við­horfum fólks, sem býr í borg­um ann­ars veg­ar, og í dreif­býli hins veg­ar, hefur Norður-Karólína. Hillary stuðningurinn sést blár, en rauður hjá Trump.aldrei verið meiri en í kosn­ing­unum nú. Sér­stak­lega var þetta áber­andi í lyk­il­ríkj­un­um, eins og Norð­ur­-Kar­olínu og Michig­an. Þegar rýnt er í kortið hjá Norð­ur­-Kar­ólínu, og hvernig staðan skipt­ist eftir sýsl­um, þá var Hill­ary með stuðn­ing vísan í borg­ar­kjörn­un­um, en Trump átti dreif­býl­ið. Í Charlotte var Hill­ary með sterka ­stöðu og það sama átti við um Raleigh. Staðan var svipuð í mörgum ríkj­u­m. Demókratar náðu til fólks í borg­um, einkum mennt­aðs fólks, á meðan Trump náð­i mun betur til fólks með minni menntun utan borga. Mun­ur­inn hefur oft ver­ið þessi í gegnum tíð­ina, en það mun­aði meiru nú en áður. Sem að lokum skipt­i ­miklu máli. Í Norð­ur­-Kar­ólínu eru 15 kjör­menn og þeir eru 16 í Michig­an.

2.       Við skulum ekki gleyma Gary John­son, þó ­fjöl­miðlar hafi reyndar flestir gert það hér vest­an­hafs. Stuðn­ing­ur­inn við hann ­skipti miklu máli þegar upp var stað­ið. Hann fékk víða á bil­inu 2 til 4 pró­sent, og í ljósi þess hversu mjótt var á munum milli Trump og Hill­ary þá ­skipti þessi stuðn­ingur miklu máli. Í við­tali eftir kosn­ing­arn­ar, hjá CNN, ­sagði einn starfs­manna fram­boðs Trump, að innan þeirra raða hafi það ver­ið ­ljóst fljótt, að John­son var að höfða fyrst og fremst til óánægðra Demókrata. Þess vegna ákvað Trump að vera ekki að gagn­rýna hann mik­ið, eða nefna hann ­sér­stak­lega. Hann leyfði honum frekar að reita fylgi frá Hill­ary. Í lyk­il­ríkj­un­um, þar sem afar litlu mun­aði, meðal ann­ars í Michigan og Penn­syl­van­íu, þá skipti þetta sköp­um. John­son fékk 2,4 pró­sent atkvæða í Penn­syl­van­in­u, Hill­ary 47,6 og Trump 48,8 pró­sent. Þetta lyk­il­ríki gefur 20 kjör­menn, og vó þungt í átt­ina að kjör­mönn­unum 270 sem þurfti að til að sigra.

Staðan í lykilríkjum var jöfn. Clinton hafði bara sigur í New Hampshire.

3.       Bréfið sem James Comey, for­stjóri al­rík­is­lög­regl­unnar FBI og þekktur Repúblikani, sendi á Banda­ríkja­þing, og til­kynnti um að það væri búið að opna aftur rann­sókn á tölvu­póstum Hill­ar­y Clint­on, mark­aði þátta­skil í skoð­ana­könn­unum á loka­metr­un­um. Staðan hjá Hill­ar­y versn­aði, og þremur dögum fyrir kosn­ingar var staðan orðin slæmt í ó­vissu­ríkj­unum sér­stak­lega. Þrátt fyrir að FBI hafi sent frá sér yfir­lýs­ingu um að ekk­ert væri í póst­un­um, sem kall­aði á ákæru eða álykt­anir um lög­brot af hálfu Hill­ary, skömmu fyrir kosn­ing­arn­ar, þá var skað­inn skeð­ur. Trump og hans ­fólk, hömr­uðu á þessu á fjölda­fundum sínum á síð­ustu dög­un­um. Í Michigan var þetta aðal­at­rið­ið, fyrir troð­fullri höll. „Hún er spillt, FBI veit það, við vitum það. Hún getur ekki orðið for­set­i,“ sagði Trump. Svo fór að lokum að Trump hafði bet­ur.

4.       Líkt og í Brex­it-­kosn­ing­unum í Bret­landi, þar ­sem yngsta kyn­slóð kjós­enda kaus með því að Bret­landi yrði áfram í Evr­ópu­sam­band­inu, þá virð­ist nið­ur­staðan sýna mik­inn mein­ing­ar­mun milli kyn­slóða. Eldri kyn­slóð kjós­enda virt­ist horfa til Trump, á meðan afger­andi meiri­hlut­i ­fólks á aldr­inum 18 til 25 ára, kaus Hill­ary. Hill­ary hafði meiri­hluta hjá þeim ald­urs­hópi í öllum ríkjum nema fimm. Eliza Byard gerði þetta meðal ann­ars að um­tals­efni á Twitt­er-­síðu sinni að kosn­ingum lokn­um.5.       Enn og aftur sann­ast það í kosn­ingum í Banda­ríkj­unum hversu mik­ill munur er á ríkj­unum inn­byrð­is, þegar kemur að efna­hag, menntun og við­horf­um. Hill­ary hafði afger­andi stuðn­ing á all­ri vest­ur­strönd­inni, Kali­forn­íu, Oregon og Was­hington, og það sama má segja með­ flest aust­ur­strand­ar­rík­in. Í vest­ur­strand­ar­ríkj­unum búa um 50 millj­ónir manna, og um 40 í aust­ur­strand­ar­ríkj­un­um, til sæmi­legrar ein­föld­un­ar. Í þessum ríkj­u­m hefur efna­hagur verið að styrkj­ast og nýsköp­un­ar­starf tengt bestu háskól­u­m lands­ins er áhrifa­mest á þessum slóð­um. Demókratar hafa afger­andi stuðn­ing í þessum ríkj­um, en hann er mun minni í mið­ríkj­un­um, og hefur farið minnk­andi á und­an­förnum árum. Þessi mikli efna­hags­legi munur gæti skýrt hvers vegna ó­á­nægju­fylgið fór frekar til Trump en Hill­ary. Trump tal­aði gegn „kerf­inu“ og virt­ist ná eyrum þeirra sem sáu Hill­ary fyrir sér sem full­trúa þess, vegna ­reynslu hennar og fyrri starfa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None