Óánægjufylgið og baráttan gegn „kerfinu“

Hvernig fór Trump að því að vinna Hillary í kosningunum? Það er stóra spurningin, sem margir hafa reynt að svara.

Donald Trump
Auglýsing

Donald J. Trump, sjötugur fjárfestir frá New York, vann sögulegan kosningasigur á þriðjudaginn og verður næsti forseti Bandaríkjanna. Hann er fyrsti forsetinn sem aldrei hefur unnið hjá hinu opinbera í Bandaríkjunum né þjónað landinu í hernum. Þá er hann einnig elsti maðurinn til að verða forseti.

Kosningasigur Trump kom helstu fjölmiðlasamsteypum Bandaríkjanna í opna skjöldu, þó kannanir hafi sýnt nokkuð jafna stöðu í helstu lykilríkjunum alveg fram á síðsta dag, þá var mikill byr í seglunum hjá Trump í síðustu vikunni.

Margir hafa komið fram með skýringar á því, hvað það var sem skóp sigur Trumps.

Auglýsing

Ég rýndi í nokkur atriði, sem mér fannst athyglisverð.

1.       Munurinn á viðhorfum fólks, sem býr í borgum annars vegar, og í dreifbýli hins vegar, hefur Norður-Karólína. Hillary stuðningurinn sést blár, en rauður hjá Trump.aldrei verið meiri en í kosningunum nú. Sérstaklega var þetta áberandi í lykilríkjunum, eins og Norður-Karolínu og Michigan. Þegar rýnt er í kortið hjá Norður-Karólínu, og hvernig staðan skiptist eftir sýslum, þá var Hillary með stuðning vísan í borgarkjörnunum, en Trump átti dreifbýlið. Í Charlotte var Hillary með sterka stöðu og það sama átti við um Raleigh. Staðan var svipuð í mörgum ríkjum. Demókratar náðu til fólks í borgum, einkum menntaðs fólks, á meðan Trump náði mun betur til fólks með minni menntun utan borga. Munurinn hefur oft verið þessi í gegnum tíðina, en það munaði meiru nú en áður. Sem að lokum skipti miklu máli. Í Norður-Karólínu eru 15 kjörmenn og þeir eru 16 í Michigan.

2.       Við skulum ekki gleyma Gary Johnson, þó fjölmiðlar hafi reyndar flestir gert það hér vestanhafs. Stuðningurinn við hann skipti miklu máli þegar upp var staðið. Hann fékk víða á bilinu 2 til 4 prósent, og í ljósi þess hversu mjótt var á munum milli Trump og Hillary þá skipti þessi stuðningur miklu máli. Í viðtali eftir kosningarnar, hjá CNN, sagði einn starfsmanna framboðs Trump, að innan þeirra raða hafi það verið ljóst fljótt, að Johnson var að höfða fyrst og fremst til óánægðra Demókrata. Þess vegna ákvað Trump að vera ekki að gagnrýna hann mikið, eða nefna hann sérstaklega. Hann leyfði honum frekar að reita fylgi frá Hillary. Í lykilríkjunum, þar sem afar litlu munaði, meðal annars í Michigan og Pennsylvaníu, þá skipti þetta sköpum. Johnson fékk 2,4 prósent atkvæða í Pennsylvaninu, Hillary 47,6 og Trump 48,8 prósent. Þetta lykilríki gefur 20 kjörmenn, og vó þungt í áttina að kjörmönnunum 270 sem þurfti að til að sigra.

Staðan í lykilríkjum var jöfn. Clinton hafði bara sigur í New Hampshire.

3.       Bréfið sem James Comey, forstjóri alríkislögreglunnar FBI og þekktur Repúblikani, sendi á Bandaríkjaþing, og tilkynnti um að það væri búið að opna aftur rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, markaði þáttaskil í skoðanakönnunum á lokametrunum. Staðan hjá Hillary versnaði, og þremur dögum fyrir kosningar var staðan orðin slæmt í óvissuríkjunum sérstaklega. Þrátt fyrir að FBI hafi sent frá sér yfirlýsingu um að ekkert væri í póstunum, sem kallaði á ákæru eða ályktanir um lögbrot af hálfu Hillary, skömmu fyrir kosningarnar, þá var skaðinn skeður. Trump og hans fólk, hömruðu á þessu á fjöldafundum sínum á síðustu dögunum. Í Michigan var þetta aðalatriðið, fyrir troðfullri höll. „Hún er spillt, FBI veit það, við vitum það. Hún getur ekki orðið forseti,“ sagði Trump. Svo fór að lokum að Trump hafði betur.

4.       Líkt og í Brexit-kosningunum í Bretlandi, þar sem yngsta kynslóð kjósenda kaus með því að Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu, þá virðist niðurstaðan sýna mikinn meiningarmun milli kynslóða. Eldri kynslóð kjósenda virtist horfa til Trump, á meðan afgerandi meirihluti fólks á aldrinum 18 til 25 ára, kaus Hillary. Hillary hafði meirihluta hjá þeim aldurshópi í öllum ríkjum nema fimm. Eliza Byard gerði þetta meðal annars að umtalsefni á Twitter-síðu sinni að kosningum loknum.


5.       Enn og aftur sannast það í kosningum í Bandaríkjunum hversu mikill munur er á ríkjunum innbyrðis, þegar kemur að efnahag, menntun og viðhorfum. Hillary hafði afgerandi stuðning á allri vesturströndinni, Kaliforníu, Oregon og Washington, og það sama má segja með flest austurstrandarríkin. Í vesturstrandarríkjunum búa um 50 milljónir manna, og um 40 í austurstrandarríkjunum, til sæmilegrar einföldunar. Í þessum ríkjum hefur efnahagur verið að styrkjast og nýsköpunarstarf tengt bestu háskólum landsins er áhrifamest á þessum slóðum. Demókratar hafa afgerandi stuðning í þessum ríkjum, en hann er mun minni í miðríkjunum, og hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Þessi mikli efnahagslegi munur gæti skýrt hvers vegna óánægjufylgið fór frekar til Trump en Hillary. Trump talaði gegn „kerfinu“ og virtist ná eyrum þeirra sem sáu Hillary fyrir sér sem fulltrúa þess, vegna reynslu hennar og fyrri starfa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None