Allra augu á OPEC-ríkjunum

Olíuframleiðsluríkin í OPEC halda ársfund sinn 30. nóvember í Vín. Fjárfestar á markaði horfa til fundarins með mikilli spennu. Fari svo að samkomulag náist um minni framleiðslu, gæti olíuverð rokið upp.

Olían
Auglýsing

Búist er við því að árs­fundur OPEC ríkj­anna í Vín í lok mán­að­ars­ins verði sögu­leg­ur, þar sem svo gæti farið að sam­komu­lag náist milli ríkj­anna um að draga úr olíu­fram­leiðslu. Ekk­ert er þó öruggt í þeim efn­um, en ein­hver leið­sögn um hvernig fram­leiðslu verður háttað næstu mán­uði og ár, gæti komið fram.

Áhrifa­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­heyra fjórtán olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i. Auk Sádí-­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­sent af heims­fram­­leiðsl­unni. Olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­rík­­in, Rús­s­land og Nor­egur standa utan OPEC. 

Auglýsing

Eitt af því sem hefur vakið umtal og for­vitni grein­enda að und­an­förnu, er hvort OPEC-­ríkin sendi frá sér ein­hvers konar skila­boð í ljósi þess að Donal Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Einkum og sér í lagi eru það áherslur hans í lofslags­málum sem gætu komið til 

Sam­ráð um olíu­fram­leiðslu

Fundur OPEC eru um marg­t ó­venju­leg­ir, þar sem ríkin hafa í reynd með sér sam­ráð á risa­vöxnum mark­aði með­ ol­íu, sem síðan hefur mikil og djúp afleidd áhrif á gang efna­hags­mála í heim­in­um.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur sveifl­ast á bil­inu 47 til 50 Banda­ríkja­dal­ir á tunnu síð­ast­liðna sex mán­uði eftir að það hækk­aði um ríf­lega helm­ing frá því að það náði lág­marki í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þá var það komið í 26 ­Banda­ríkja­dali, eftir að hafa verið rúm­lega ári fyrr í 110 Banda­ríkja­döl­u­m. Und­an­farin tvö ár á olíu­mark­aði hafa því verið mikil rús­sí­ban­areið fyr­ir­ ol­íu­fram­leiðslu­ríki. Mörg þeirra, einkum þau sem voru með veika inn­viði fyr­ir, hafa farið illa út úr verð­fall­inu, og má sér­stak­lega benda á Bras­ilíu og Venes­ú­ela í þeim efn­um.Hefur komið sér vel fyrir Íslandi

Þetta mikla verð­fall á olíu hefur hins vegar komið sér vel fyr­ir­ ­mörg önnur ríki eins og Ísland. Dregið hefur úr verð­bólgu­þrýst­ingi erlend­is frá, sökkum þessa, og þá hafa útgerð­ar­fyr­ir­tæki og flug­fé­lög notið góðs af því að stór kostn­að­ar­liður í rekstr­in­um, olíu­kaup, hefur orðið hag­stæð­ari.

Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands er fund­ur­inn gerður að um­tals­efni. „OPEC-­ríkin funda á ný í þessum mán­uði en mikil óvissa er um ­nið­ur­stöðu þess fundar og áhrif hennar á heims­mark­aðs­verð á olíu. Horfur eru á hærra verði en í ágúst og því búist við minni lækkun á þessu ári en þá var ­á­ætlað og meiri hækk­unum á næstu árum,“ segir í Pen­inga­mál­um.

Tunnan af hrá­olíu á Banda­ríkja­mark­aði kostar nú 45 Banda­ríkja­dali og hefur lækkað lít­il­lega í verði und­an­farna daga. 

Fylgj­ast má með þróun bens­ín­verðs á Íslandi á bens­ín­vakt Kjarn­ans.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None