Allra augu á OPEC-ríkjunum

Olíuframleiðsluríkin í OPEC halda ársfund sinn 30. nóvember í Vín. Fjárfestar á markaði horfa til fundarins með mikilli spennu. Fari svo að samkomulag náist um minni framleiðslu, gæti olíuverð rokið upp.

Olían
Auglýsing

Búist er við því að árs­fundur OPEC ríkj­anna í Vín í lok mán­að­ars­ins verði sögu­leg­ur, þar sem svo gæti farið að sam­komu­lag náist milli ríkj­anna um að draga úr olíu­fram­leiðslu. Ekk­ert er þó öruggt í þeim efn­um, en ein­hver leið­sögn um hvernig fram­leiðslu verður háttað næstu mán­uði og ár, gæti komið fram.

Áhrifa­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­heyra fjórtán olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i. Auk Sádí-­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­sent af heims­fram­­leiðsl­unni. Olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­rík­­in, Rús­s­land og Nor­egur standa utan OPEC. 

Auglýsing

Eitt af því sem hefur vakið umtal og for­vitni grein­enda að und­an­förnu, er hvort OPEC-­ríkin sendi frá sér ein­hvers konar skila­boð í ljósi þess að Donal Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Einkum og sér í lagi eru það áherslur hans í lofslags­málum sem gætu komið til 

Sam­ráð um olíu­fram­leiðslu

Fundur OPEC eru um marg­t ó­venju­leg­ir, þar sem ríkin hafa í reynd með sér sam­ráð á risa­vöxnum mark­aði með­ ol­íu, sem síðan hefur mikil og djúp afleidd áhrif á gang efna­hags­mála í heim­in­um.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur sveifl­ast á bil­inu 47 til 50 Banda­ríkja­dal­ir á tunnu síð­ast­liðna sex mán­uði eftir að það hækk­aði um ríf­lega helm­ing frá því að það náði lág­marki í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þá var það komið í 26 ­Banda­ríkja­dali, eftir að hafa verið rúm­lega ári fyrr í 110 Banda­ríkja­döl­u­m. Und­an­farin tvö ár á olíu­mark­aði hafa því verið mikil rús­sí­ban­areið fyr­ir­ ol­íu­fram­leiðslu­ríki. Mörg þeirra, einkum þau sem voru með veika inn­viði fyr­ir, hafa farið illa út úr verð­fall­inu, og má sér­stak­lega benda á Bras­ilíu og Venes­ú­ela í þeim efn­um.Hefur komið sér vel fyrir Íslandi

Þetta mikla verð­fall á olíu hefur hins vegar komið sér vel fyr­ir­ ­mörg önnur ríki eins og Ísland. Dregið hefur úr verð­bólgu­þrýst­ingi erlend­is frá, sökkum þessa, og þá hafa útgerð­ar­fyr­ir­tæki og flug­fé­lög notið góðs af því að stór kostn­að­ar­liður í rekstr­in­um, olíu­kaup, hefur orðið hag­stæð­ari.

Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands er fund­ur­inn gerður að um­tals­efni. „OPEC-­ríkin funda á ný í þessum mán­uði en mikil óvissa er um ­nið­ur­stöðu þess fundar og áhrif hennar á heims­mark­aðs­verð á olíu. Horfur eru á hærra verði en í ágúst og því búist við minni lækkun á þessu ári en þá var ­á­ætlað og meiri hækk­unum á næstu árum,“ segir í Pen­inga­mál­um.

Tunnan af hrá­olíu á Banda­ríkja­mark­aði kostar nú 45 Banda­ríkja­dali og hefur lækkað lít­il­lega í verði und­an­farna daga. 

Fylgj­ast má með þróun bens­ín­verðs á Íslandi á bens­ín­vakt Kjarn­ans.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None