Allra augu á OPEC-ríkjunum

Olíuframleiðsluríkin í OPEC halda ársfund sinn 30. nóvember í Vín. Fjárfestar á markaði horfa til fundarins með mikilli spennu. Fari svo að samkomulag náist um minni framleiðslu, gæti olíuverð rokið upp.

Olían
Auglýsing

Búist er við því að árs­fundur OPEC ríkj­anna í Vín í lok mán­að­ars­ins verði sögu­leg­ur, þar sem svo gæti farið að sam­komu­lag náist milli ríkj­anna um að draga úr olíu­fram­leiðslu. Ekk­ert er þó öruggt í þeim efn­um, en ein­hver leið­sögn um hvernig fram­leiðslu verður háttað næstu mán­uði og ár, gæti komið fram.

Áhrifa­­mesta ríkið innan OPEC er Sá­dí-­­Ar­a­b­ía, en til sam­tak­anna til­­heyra fjórtán olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i. Auk Sádí-­­Ar­a­bíu eru það Alsír, Angóla, Ekvador, Gabon, Indónesía, Íran, Írak, Kúveit, Líbía, Katar, Níger­ía, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­­dæm­in, og Venes­ú­ela. ­Saman standa ríkin undir meira en 33 pró­­sent af heims­fram­­leiðsl­unni. Olíu­­fram­­leiðslu­­rík­i eins og Brasil­ía, Banda­­rík­­in, Rús­s­land og Nor­egur standa utan OPEC. 

Auglýsing

Eitt af því sem hefur vakið umtal og for­vitni grein­enda að und­an­förnu, er hvort OPEC-­ríkin sendi frá sér ein­hvers konar skila­boð í ljósi þess að Donal Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Einkum og sér í lagi eru það áherslur hans í lofslags­málum sem gætu komið til 

Sam­ráð um olíu­fram­leiðslu

Fundur OPEC eru um marg­t ó­venju­leg­ir, þar sem ríkin hafa í reynd með sér sam­ráð á risa­vöxnum mark­aði með­ ol­íu, sem síðan hefur mikil og djúp afleidd áhrif á gang efna­hags­mála í heim­in­um.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hefur sveifl­ast á bil­inu 47 til 50 Banda­ríkja­dal­ir á tunnu síð­ast­liðna sex mán­uði eftir að það hækk­aði um ríf­lega helm­ing frá því að það náði lág­marki í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þá var það komið í 26 ­Banda­ríkja­dali, eftir að hafa verið rúm­lega ári fyrr í 110 Banda­ríkja­döl­u­m. Und­an­farin tvö ár á olíu­mark­aði hafa því verið mikil rús­sí­ban­areið fyr­ir­ ol­íu­fram­leiðslu­ríki. Mörg þeirra, einkum þau sem voru með veika inn­viði fyr­ir, hafa farið illa út úr verð­fall­inu, og má sér­stak­lega benda á Bras­ilíu og Venes­ú­ela í þeim efn­um.Hefur komið sér vel fyrir Íslandi

Þetta mikla verð­fall á olíu hefur hins vegar komið sér vel fyr­ir­ ­mörg önnur ríki eins og Ísland. Dregið hefur úr verð­bólgu­þrýst­ingi erlend­is frá, sökkum þessa, og þá hafa útgerð­ar­fyr­ir­tæki og flug­fé­lög notið góðs af því að stór kostn­að­ar­liður í rekstr­in­um, olíu­kaup, hefur orðið hag­stæð­ari.

Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands er fund­ur­inn gerður að um­tals­efni. „OPEC-­ríkin funda á ný í þessum mán­uði en mikil óvissa er um ­nið­ur­stöðu þess fundar og áhrif hennar á heims­mark­aðs­verð á olíu. Horfur eru á hærra verði en í ágúst og því búist við minni lækkun á þessu ári en þá var ­á­ætlað og meiri hækk­unum á næstu árum,“ segir í Pen­inga­mál­um.

Tunnan af hrá­olíu á Banda­ríkja­mark­aði kostar nú 45 Banda­ríkja­dali og hefur lækkað lít­il­lega í verði und­an­farna daga. 

Fylgj­ast má með þróun bens­ín­verðs á Íslandi á bens­ín­vakt Kjarn­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirmaður Max mála hjá Boeing rekinn
Tilkynnt var um brottreksturinn á stjórnarfundi Boeing í San Antonio í Texas. Forstjóri félagsins hrósaði Kevin McAllister fyrir vel unnin störf.
Kjarninn 22. október 2019
Tímaáætlun um Brexit felld í breska þinginu
Boris Johnson forsætisráðherra segir að nú sé óvissa uppi hjá bresku þjóðinni. Hann lýsti yfir vonbrigðum, en sagði að Bretland myndi fara úr Evrópusambandinu, með einum eða öðrum hætti.
Kjarninn 22. október 2019
HÚH! Best í heimi
Hnitmiðað, áleitið, fyndið!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um HÚH! Best í heimi þar sem leikhópurinn RaTaTam er í samvinnu við Borgarleikhúsið.
Kjarninn 22. október 2019
Vilja fjölga farþegum í innanlandsflugi um fimmtung
Stjórnvöld ætla sér að bæta grundvöll innanlandsflug hér á landi og er markmiðið að fjöldi farþega með innanlandsflugi verði 440 þúsund árið 2024 en það er rúmlega 70.000 fleiri farþegar en árið 2018.
Kjarninn 22. október 2019
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings
Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.
Kjarninn 22. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu
Kjarninn 22. október 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.
Kjarninn 22. október 2019
Kvikan
Kvikan
Aðlögun kaþólsku kirkjunnar, peningaþvætti á Íslandi og vandræði Deutsche Bank
Kjarninn 22. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None