„Choi-gate“ – Yfirnáttúruleg spilling í Suður-Kóreu

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, er í kröppum dansi eftir að upp komst um stórfellt spillingarmál sem tengist forsetanum og vinkonu hennar, Choi Soon-sil. Eftir fjöldamótmæli og óvissu hefur Park boðist til að segja af sér.

mótmæli
Auglýsing

Park Geun-hye, for­seti Suð­ur­-Kóreu, sagð­ist á þriðju­dag­inn vera til­búin til að segja af sér ef þingið kemur sér saman um við­eig­andi bráða­birgða­lausn til að stjórna land­inu þangað til ný kosn­ing geti farið fram. Rann­sókn rík­is­sak­sókn­ara hefur leitt í ljós spill­ing­ar­mál sem tengir Park við mörg af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins, þar á með­al Sam­sungLotte, og SK Group. Hún er ásökuð um fjár­kúgun gegn yfir fimm­tíu fyr­ir­tækjum í land­inu með því að þrýsta á þau til að setja fjár­magn, sem sam­tals er talið nema um 80 millj­arða won eða um 7.7 millj­arða króna, í tvo góð­gerð­ar­sjóði undir stjórn vin­konu sinn­ar, Choi Soon-sil.

Þar að auki hefur komið í ljós að Choi, sem hvorki situr ekki í rík­is­stjórn Park né gegnir neinu form­legu opin­beru emb­ætti, hef­ur haft aðkomu að ákvarð­ana­töku for­set­ans og skrifað fjöl­margar af ræðum Park. Sterkur grunur leikur líka um að hún hafi haft aðkomu að flestum af mik­il­vægum mál lands­ins í for­seta­tíð Park, meðal ann­ars tekið þátt í leyni­legum samn­inga­við­ræðum við Norð­ur­-Kóreu, 

Eftir að rann­sóknin hófst fyrir um mán­uði síðan hafa fjögur fjölda­mót­mæli átt sér stað í höf­uð­borg lands­ins, Seoul, þar sem hund­ruðir þús­unda mót­mæl­enda hafa kraf­ist þess að Park segi af sér. Sam­kvæmt skoð­ana­könnun í síð­ustu viku nýtur hún ein­ungis stuðn­ings um 4% Suð­ur­-Kóreu­búa. Hún hefur reynt að koma til móts við gagn­rýni gegn henni með því að reka aðstoð­ar­menn sína og Chief of Staff, og hrista upp í rík­is­stjórn­inni með því að útnefna ráð­herra úr öðrum flokkum. Þá hefur hún ítrekað beðist afsök­unar og við­ur­kennt sök á mis­tökum sem gerð hafa verið undir hennar stjórn, þar á meðal óvið­eig­andi aðkomu Choi að ræðu­skrif­um. Þá er for­vitni­legt að hún hafi séð þörf á því að und­ir­strika að hún sé ekki hluti af sér­trú­ar­söfn­uði eða not­ast við sjaman­isma í tíð hennar í Bláa hús­inu (for­seta­bú­staður Suð­ur­-Kóreu) en snöggt fall Park er sam­ofið vin­áttu hennar við Choi Soon-sil.

Auglýsing

Raspútín­feðginin

Vin­átta Choi og Park á rætur sínar að rekja til árs­ins 1974 þegar móðir Park og for­seta­frú, Yuk Young-soo, var ráð­inn af dögum í þjóð­leik­húsi lands­ins með byssu­kúlu sem ætluð var for­set­anum sem stóð í ræðu­stóln­um, Park Chung-hee, föður Park. Eftir atvikið hafði náinn ráð­gjafi Park Chung-heeChoi Tae-min, sam­band við hina ungu Park Geun-hye og sagði að látin móðir hennar hefði talað við sig í draumi. Choi Tae-min var stofn­andi síns eig­in ­sér­trú­ar­söfn­uð­ar, Yongsa­e-gyo (Kirkja hins eilífa lífs), og er tal­inn hafa haft mikil áhrif bæði á feðgin­in. Park Chung-hee varð sjálfur ráð­inn af dögum árið 1979 af yfir­manni leynilög­reglu lands­ins (KCIA), Kim Jae-gyusem útskýrði fyrir rétti að ein af ástæð­unum fyrir til­ræð­inu var að Park Chung-hee hefði mis­tek­ist að koma í veg fyrir hin spilltu ódæð­is­verk Choi Tae-min og þau slæmu áhrif sem hann hefði á dóttur Park. Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu.

Sam­kvæmt minn­is­blaði frá 2007 sem var lekið í gegn­um Wiki­Leaks árið 2011 frá þáver­andi sendi­herra ­Banda­ríkj­anna til Suð­ur­-Kóreu, Alex­and­er Vers­h­bow, voru orðrómar víða um að Choi-Tae Min hefði haft algjöra stjórn á lík­ama og sál Park Geun-hye á upp­vaxt­ar­árum henn­ar. Choi Soon-sil er dótt­ir Choi Tae-min og tók við af föður sínum þegar hann lést árið 1994. Til við­bótar við þau til­felli sem upp hafa komið um óvið­eig­andi póli­tíska ráð­gjöf tengd ver­ald­legum málum allt frá því að Park Geun-hye komst fyrst á þing 1998 hef­ur Choi, sam­kvæmt kóreskum fjöl­miðl­um, einnig ráð­lagt Park um yfir­nátt­úru­leg álita­mál; hvaða klæða­litum hún ætti að forð­ast (rauðum og hvít­u­m), og veitt henni háls­men og aðra gripi til að vernda hana gegn illum öfl­u­m. 

Drop­inn sem hefur fyllt mæl­inn und­an­far­inn mánuð á sér þó rætur í atburðum sem áttu sér stað í októ­ber á síð­asta ári þegar sam­tök kóresks iðn­aðar (e. Feder­ation of Kor­ean Industries (FKI)) settu upp tvo sjóð­i; Mir Founda­tion til styrktar kóreskrar menn­ingu, og K-Sports Founda­tion til styrktar kóreskra íþrótta. Sjóð­irnir tveir voru stjórn­aðir af Choi og það vakti mikla athygli þegar kom í ljós að Mir Founda­tion hefði náð að safna að sér yfir 50 millj­örð­um won, eða um 4,8 millj­örðum króna, og K-Sports Founda­tion um 30 millj­örð­um won, um 2,8 millj­arðar króna, á fyrstu dög­unum eftir stofnun þeirra. Rann­sak­endur máls­ins segja fyr­ir­tækin umræddu hafi styrkt sjóð­ina til að kom­ast hjá skattend­ur­skoð­un, og hafa þeir haf­ist handa að rann­saka fleiri meint spill­ing­ar­mál tengd for­set­anum sem snúa að hinum rík­is­rekna líf­eyr­is­sjóði National Pension Service (NPS).

Svana­söngur for­set­ans

Park hafði ítrek­að neitað orðrómum um óeðli­leg áhrif vin­áttu hennar við Choi áður en upp­ljóstr­anir síð­ustu vikna áttu sér stað. Myndin sem nú er dregin upp sýnir for­seta sem skortir ekki ein­ungis tengsl við almenn­ing heldur sé undir sterkum áhrifum vafa­samra ein­stak­linga í kringum sig. Ekki er hægt að ákæra Park eftir því sem að hún er sitj­andi for­seti og óljóst er hvort kóreska þingið leggi til máls­höfðun gegn henni áður en þingi verður slitið 9. des­em­ber, eða hvort stjórn­ar­and­staðan fall­ist á þá til­lögu hennar að segja af sér þeg­ar bráða­birgða­lausn sé lögð fram. Umfang máls­ins mun skýr­ast frekar á næstu dögum og vikum en ljóst þykir að valda­tíð Park Geun-hye er brátt að enda eftir lang­vinna sápu­óp­eru.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None