„Choi-gate“ – Yfirnáttúruleg spilling í Suður-Kóreu

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, er í kröppum dansi eftir að upp komst um stórfellt spillingarmál sem tengist forsetanum og vinkonu hennar, Choi Soon-sil. Eftir fjöldamótmæli og óvissu hefur Park boðist til að segja af sér.

mótmæli
Auglýsing

Park Geun-hye, for­seti Suð­ur­-Kóreu, sagð­ist á þriðju­dag­inn vera til­búin til að segja af sér ef þingið kemur sér saman um við­eig­andi bráða­birgða­lausn til að stjórna land­inu þangað til ný kosn­ing geti farið fram. Rann­sókn rík­is­sak­sókn­ara hefur leitt í ljós spill­ing­ar­mál sem tengir Park við mörg af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins, þar á með­al Sam­sungLotte, og SK Group. Hún er ásökuð um fjár­kúgun gegn yfir fimm­tíu fyr­ir­tækjum í land­inu með því að þrýsta á þau til að setja fjár­magn, sem sam­tals er talið nema um 80 millj­arða won eða um 7.7 millj­arða króna, í tvo góð­gerð­ar­sjóði undir stjórn vin­konu sinn­ar, Choi Soon-sil.

Þar að auki hefur komið í ljós að Choi, sem hvorki situr ekki í rík­is­stjórn Park né gegnir neinu form­legu opin­beru emb­ætti, hef­ur haft aðkomu að ákvarð­ana­töku for­set­ans og skrifað fjöl­margar af ræðum Park. Sterkur grunur leikur líka um að hún hafi haft aðkomu að flestum af mik­il­vægum mál lands­ins í for­seta­tíð Park, meðal ann­ars tekið þátt í leyni­legum samn­inga­við­ræðum við Norð­ur­-Kóreu, 

Eftir að rann­sóknin hófst fyrir um mán­uði síðan hafa fjögur fjölda­mót­mæli átt sér stað í höf­uð­borg lands­ins, Seoul, þar sem hund­ruðir þús­unda mót­mæl­enda hafa kraf­ist þess að Park segi af sér. Sam­kvæmt skoð­ana­könnun í síð­ustu viku nýtur hún ein­ungis stuðn­ings um 4% Suð­ur­-Kóreu­búa. Hún hefur reynt að koma til móts við gagn­rýni gegn henni með því að reka aðstoð­ar­menn sína og Chief of Staff, og hrista upp í rík­is­stjórn­inni með því að útnefna ráð­herra úr öðrum flokkum. Þá hefur hún ítrekað beðist afsök­unar og við­ur­kennt sök á mis­tökum sem gerð hafa verið undir hennar stjórn, þar á meðal óvið­eig­andi aðkomu Choi að ræðu­skrif­um. Þá er for­vitni­legt að hún hafi séð þörf á því að und­ir­strika að hún sé ekki hluti af sér­trú­ar­söfn­uði eða not­ast við sjaman­isma í tíð hennar í Bláa hús­inu (for­seta­bú­staður Suð­ur­-Kóreu) en snöggt fall Park er sam­ofið vin­áttu hennar við Choi Soon-sil.

Auglýsing

Raspútín­feðginin

Vin­átta Choi og Park á rætur sínar að rekja til árs­ins 1974 þegar móðir Park og for­seta­frú, Yuk Young-soo, var ráð­inn af dögum í þjóð­leik­húsi lands­ins með byssu­kúlu sem ætluð var for­set­anum sem stóð í ræðu­stóln­um, Park Chung-hee, föður Park. Eftir atvikið hafði náinn ráð­gjafi Park Chung-heeChoi Tae-min, sam­band við hina ungu Park Geun-hye og sagði að látin móðir hennar hefði talað við sig í draumi. Choi Tae-min var stofn­andi síns eig­in ­sér­trú­ar­söfn­uð­ar, Yongsa­e-gyo (Kirkja hins eilífa lífs), og er tal­inn hafa haft mikil áhrif bæði á feðgin­in. Park Chung-hee varð sjálfur ráð­inn af dögum árið 1979 af yfir­manni leynilög­reglu lands­ins (KCIA), Kim Jae-gyusem útskýrði fyrir rétti að ein af ástæð­unum fyrir til­ræð­inu var að Park Chung-hee hefði mis­tek­ist að koma í veg fyrir hin spilltu ódæð­is­verk Choi Tae-min og þau slæmu áhrif sem hann hefði á dóttur Park. Park Geun-hye, forseti Suður-Kóreu.

Sam­kvæmt minn­is­blaði frá 2007 sem var lekið í gegn­um Wiki­Leaks árið 2011 frá þáver­andi sendi­herra ­Banda­ríkj­anna til Suð­ur­-Kóreu, Alex­and­er Vers­h­bow, voru orðrómar víða um að Choi-Tae Min hefði haft algjöra stjórn á lík­ama og sál Park Geun-hye á upp­vaxt­ar­árum henn­ar. Choi Soon-sil er dótt­ir Choi Tae-min og tók við af föður sínum þegar hann lést árið 1994. Til við­bótar við þau til­felli sem upp hafa komið um óvið­eig­andi póli­tíska ráð­gjöf tengd ver­ald­legum málum allt frá því að Park Geun-hye komst fyrst á þing 1998 hef­ur Choi, sam­kvæmt kóreskum fjöl­miðl­um, einnig ráð­lagt Park um yfir­nátt­úru­leg álita­mál; hvaða klæða­litum hún ætti að forð­ast (rauðum og hvít­u­m), og veitt henni háls­men og aðra gripi til að vernda hana gegn illum öfl­u­m. 

Drop­inn sem hefur fyllt mæl­inn und­an­far­inn mánuð á sér þó rætur í atburðum sem áttu sér stað í októ­ber á síð­asta ári þegar sam­tök kóresks iðn­aðar (e. Feder­ation of Kor­ean Industries (FKI)) settu upp tvo sjóð­i; Mir Founda­tion til styrktar kóreskrar menn­ingu, og K-Sports Founda­tion til styrktar kóreskra íþrótta. Sjóð­irnir tveir voru stjórn­aðir af Choi og það vakti mikla athygli þegar kom í ljós að Mir Founda­tion hefði náð að safna að sér yfir 50 millj­örð­um won, eða um 4,8 millj­örðum króna, og K-Sports Founda­tion um 30 millj­örð­um won, um 2,8 millj­arðar króna, á fyrstu dög­unum eftir stofnun þeirra. Rann­sak­endur máls­ins segja fyr­ir­tækin umræddu hafi styrkt sjóð­ina til að kom­ast hjá skattend­ur­skoð­un, og hafa þeir haf­ist handa að rann­saka fleiri meint spill­ing­ar­mál tengd for­set­anum sem snúa að hinum rík­is­rekna líf­eyr­is­sjóði National Pension Service (NPS).

Svana­söngur for­set­ans

Park hafði ítrek­að neitað orðrómum um óeðli­leg áhrif vin­áttu hennar við Choi áður en upp­ljóstr­anir síð­ustu vikna áttu sér stað. Myndin sem nú er dregin upp sýnir for­seta sem skortir ekki ein­ungis tengsl við almenn­ing heldur sé undir sterkum áhrifum vafa­samra ein­stak­linga í kringum sig. Ekki er hægt að ákæra Park eftir því sem að hún er sitj­andi for­seti og óljóst er hvort kóreska þingið leggi til máls­höfðun gegn henni áður en þingi verður slitið 9. des­em­ber, eða hvort stjórn­ar­and­staðan fall­ist á þá til­lögu hennar að segja af sér þeg­ar bráða­birgða­lausn sé lögð fram. Umfang máls­ins mun skýr­ast frekar á næstu dögum og vikum en ljóst þykir að valda­tíð Park Geun-hye er brátt að enda eftir lang­vinna sápu­óp­eru.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None