Boðberi fjölbreytninnar hverfur af sviðinu

Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna fyrir rúmum átta árum. Donald J. Trump tekur við góðu búi í janúar, þegar horft er til stöðu efnahagsmála í Bandaríkjunum.

usa-obama-aging-conference_19640444216_o.jpg
Auglýsing

Árið 1996 heim­sótti ljós­mynd­ar­inn og blaða­mað­ur­inn Mari­anna Cook ung hjón og tók við þau við­tal. Hún var að vinna að ljós­mynda­verk­efni í Chicago þar sem rætt var við ungt fólk á upp­leið. Á meðal þeirra sem hún hitti voru for­seta­hjónin núver­andi í Banda­ríkj­un­um, Barack og Michelle Obama.

Michelle sagði í við­tal­inu að það væri mögu­leiki að Barack, sem á þessum tíma var 35 ára, muni reyna fyrir sér í stjórn­mál­um. „Hann er samt alltof góður fyrir slíkt,“ segir hún.

Í við­tal­inu rekur Barack hvernig hann mót­að­ist af sundr­ungu í fjöl­skyldu sinni á meðan Michelle bjó við meiri stöð­ug­leika í æsku. Þau segj­ast ólíkir per­sónu­leikar sem reyni að vinna sam­an, og styrkja hvort ann­að.

Auglýsing

Það er merki­legt að hugsa til þess að á 20 árum hafi þeim tek­ist að kom­ast alla í leið í Hvíta hús­ið. Þau eru ekki fædd með silf­ur­skeið í munni - eins og Repúblikan­inn Don­ald J. Trump sem vann kosn­ing­arnar fyrir tæpum mán­uði - heldur þurftu þau skipu­lega að vinna sig upp met­orða­stig­ann með dugn­aði, klókindum og elju. Í Banda­ríkj­unum nær eng­inn árangri í stjórn­málum nema að hann taki þátt í hinni póli­tísku ref­skák af fullum þunga og það gerðu Obama hjónin svo sann­ar­lega í aðdrag­anda kosn­inga árið 2008 og 2012.

Árang­urs­ríkur tími

Eng­inn er full­kom­inn, svo mikið er víst. Lík­lega sést það einna best á hinu póli­tíska sviði. En nú þegar átta ára valda­tími Baracks Obama er að nálg­ast enda­lokin þá stendur eftir árang­urs­ríkur tími þar sem nýir sigrar unn­ust og mann­kyns­sagan fékk nýjan kafla. Fyrsti svarti for­set­inn reynd­ist starf­inu vax­inn. Bara þetta eitt og sér markar djúp spor.

Þegar hann tók við emb­ætt­inu, í jan­úar 2009, þá var efna­hags­líf heims­ins á versta staða sem komið hafði upp frá því í Krepp­unni Miklu á þriðja ára­tugn­um. Sú kreppa end­aði með seinni heim­styrj­öld­inni og miklu hug­mynda­fræði­legum átökum til aust­urs og vest­urs.



Þungi rík­is­valds­ins

Að und­an­förnu hefur Obama eytt púðr­inu sem eftir er í að minn­ast þess, að það tókst að afstýra hörm­ungum undir hans stjórn. Alveg eins og á Íslandi, í miðju storms­ins haustið 2008, þá réðu gríð­ar­lega umfangs­mikil inn­grip rík­is­valds­ins úrslitum um það að mark­að­irnir - þessir sem sumir halda að geti stjórnað sér alfarið sjálfir - féllu ekki alveg sam­an. Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, og Hank Paul­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hafa báðir rakið þessa atburða­rás í smá­at­riðum og sagt að fjár­hagsinn­spýt­ing rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna hafi bjargað heim­inum frá hörm­ung­um. Á fundi árið 2010, þar sem War­ren Buf­fett tók við­tal við Hank Paul­son frammi fyrir fullum sal áhorf­enda, sagði hann í inn­gangs­orðum að fólk almennt átt­aði sig ekki á því hversu litlu hefði munað að hinn alþjóð­legi heimur við­skipt­anna hryndi sam­an. 



Þessar aðgerðir mót­uðu rík­is­fjár­mála­á­ætl­anir Banda­ríkj­anna á báðum kjör­tíma­bilum Obama. Efna­hags­á­stand fór hratt versn­andi eftir krepp­una á árunum 2007 til 2009, og náði atvinnu­leysi hámarki á árinu 2010, og var þá rúm­lega 10 pró­sent. Núna er það komið niður í 4,6 pró­sent og er fast­lega búist við því að hag­vöxtur verið á bil­inu 2 til 3 pró­sent á þessu ári. 

Mörg svæði í Banda­ríkj­unum fóru hins vegar illa út úr efna­hags­þreng­ing­unum fyrir tæpum ára­tug og má sér­stak­lega nefna mið­ríkin í því sam­hengi. Þar hafa inn­viðir verið að fúna í alþjóða­væddum heimi við­skipta og reynd­ist hrun á fast­eigna­mörk­uðum þessum svæðum sér­stak­lega erf­ið. Þau hafa mörg hver ekki náð vopnum sínum og alls óvíst hvort það tak­ist yfir höf­uð.

Obama og Reagan

Mestu áhrifin af tíð Obama verða þó ekki metin til fjár. Frá því hann kom fram á sjón­ar­sviðið hefur hans aðals­merki verið ræðu­snilld og áhrifa­mikil skila­boð um mál­efni líð­andi stund­ar. Að þessu leyti svipar Obama til þess þegar Ron­ald Reagan, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, átti sviðið og var boð­beri frels­is­ins og fjöl­breytni á níunda ára­tugn­um. Sér­stak­lega hefur Obama beitt sér með áhrifa­miklum hætti í umræð­unni um byssu­glæpi í Banda­ríkj­un­um, kyn­þátta­hyggju, umhverf­is­mál og rétt­ar­vörslu­kerfið sömu­leið­is.

Barack Obama og leiðtogar Norðurlandanna í Washington. Obama tók vel á móti þeim og hrósaði áherslum Norðurlandanna þegar kæmi að hagstjórn og velferðarmálum.

Sterkur málsvari vest­ur­landa

Á alþjóða­vett­vangi hefur Barack Obama átt gengi að fagna sem fáir for­setar Banda­ríkj­anna geta státað sig af. Hann hefur verið vin­sæll í hinum vest­ræna heimi og átt sterka banda­menn í flestum þró­uðum ríkj­um, ekki síst Þýsklandi, Bret­landi - þegar David Cameron var for­sæt­is­ráð­herra - og Frakk­landi sömu­leið­is. Þá sýndi hann Norð­ur­lönd­unum sér­stak­lega mik­inn hlý­hug á sínum ferli og sagð­ist líta á þau sem fyr­ir­mynd­ar­ríki þegar hann tal­aði til leið­toga ríkj­anna í mót­töku þeim til heið­urs í Was­hington DC. Þetta hafa fyrri for­setar Banda­ríkj­anna ekki gert.



Fjöl­breytni og jafn­rétti

Alveg frá 24. júlí 2008, þegar Barack Obama flutti ræðu frammi fyrir 200 þús­und áhorf­endum í Berlín, hefur hann haft eitt mál sem leið­ar­ljós í umræðu innan Banda­ríkj­anna. Það er að tala fyrir fjöl­breytni og jöfnum tæki­færum óháð lífs­skoð­un­um, kyn­þætti, trú­ar­brögð­um, kyni eða efna­hags­legri stöðu. Nú þegar hann er við það að hverfa af svið­inu þá verður þetta ein­kenni eitt hans helsta fram­lag til umheims­ins og stjórn­mála­sög­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None