árið 2017 - collage

Hvað gerist árið 2017?

Árið 2017 verður viðburðaríkt og spennandi ef marka má stutta yfirferð yfir þau mál sem verða til umfjöllunar.

Nú þegar nokkrir dagar eru liðnir af árinu 2017 og fólk er búið að jafna sig eftir hátíð­irnar er við til­efni til þess að líta fram á við og velta fyrir sér hvað árið 2017 mun bjóða upp á í heimi frétta og stjórn­mála.

Hér á landi má vænta tíð­inda í land­spóli­tík­inni þegar ný rík­is­stjórn kynnir stjórn­ar­sátt­mála sinn og setur í gang stefnu­mál sín. Erlendis eru það stóru málin á alþjóða­vísu sem bera hæst. Don­ald Trump mun taka við emb­ætti for­seta í Banda­ríkj­unum og í Evr­ópu mun verða ein­hver fram­vinda í Brexit og hugs­an­legu Frex­it, auk þess að gengið verður til þing­kosn­inga í Þýska­landi þar sem Ang­ela Merkel á í vök að verj­ast.

Hér að neðan er stiklað á stóru með þau mál sem vert er að fylgj­ast með á árinu. List­inn er fjarri því að vera tæm­andi.

Á Íslandi

Sam­keppni á smá­vöru­mark­aði

H&M sem er ein stærsta fata­verslun í heimi mun opna þrjár versl­anir í Reykja­vík á næstu tveimur árum. Verslun H&M í Kringl­unni mun opna síðla árs 2017. Búast má við að þetta muni hafa nokkur áhrif á smá­sölu­markað hér á landi og að neyt­endur muni finna fyrir auk­inni sam­keppni á mark­aði með fatn­að. Kjarn­inn hefur áður fjallað um rann­sóknir á mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins í fatainn­kaupum Íslend­inga. Sam­kvæmt heim­il­is­fjár­mála­hug­bún­að­inum Meniga var hlut­deild H&M 37 pró­sent árið 2013.

Meiri túrismi

Fjöldi far­þega sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl mun ná nýjum hæðum ef spár ISA­VIA fyrir árið 2017 ganga eft­ir. Fjöldi ferða­manna sem heim­sótt hafa Ísland hefur auk­ist stöðugt und­an­farin ár. Það hefur raunar verið þannig að spár ISA­VIA og ferða­þjón­ustu­yf­ir­valda hafa alltaf verið mun hóf­stillt­ari en raunin hefur ver­ið. Í júlí á þessu ári er gert ráð fyrir að rúm­lega milljón manns fari um flug­stöð­ina á Mið­nes­heiði, miðað við um 900.000 þús­und manns í júlí á síð­asta ári.

Opna raf­okru­virkjun

Þeistareykir (Mynd: Landsvirkjun)

Jarð­varma­virkjun við Þeysta­reyki verður gang­sett á árinu 2017. Fram­kvæmdir við virkj­un­ina hófust í maí árið 2015 og er unnið að bygg­ingu 90 MW jarð­varma­stöðvar þar. Verk­efnið er í tveimur áföngum og mun örðum áfang­anum ljúka í ár þegar fyrri vél stöðv­ar­innar verður gang­sett. Seinni vélin á svo að fara í gang á næsta ári. Virkj­unin á meðal ann­ars að leggja til raf­orku til iðn­að­ar­upp­bygg­ingar á Bakka.

Selja banka

Ráð­gert er að Arion banki verði seldur að fullu fyrir lok þessa árs. Þetta kom fram í grein­ar­gerð fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í lok sum­ars í fyrra. Íslenska ríkið á 13 pró­sent hlut í bank­anum á móti Kaup­þingi sem á 87 pró­sent. Um leið er reiknað með að verk­efni Lind­ar­hvols ehf, eign­ar­halds­fé­lags íslenska rík­is­ins sem sér um að koma stöð­ug­leika­fram­lög­unum í verð, drag­ist veru­lega saman á þessu ári.

Þétt­ing byggðar

Sund­ur­grafin mið­borg Reykja­víkur mun taka á sig nokkra mynd á árinu þegar nokkrum stórum fram­kvæmdum verður lokið eða áfram hald­ið. Við Granda­veg hafa verið byggð fjöl­býl­is­hús þar sem eru 142 íbúð­ir, á Aust­ur­bakk­anum eru fram­kvæmdir þegar hafnar og nýbygg­ingar að rísa úr húsa­grunn­um. Milli Tryggva­götu og Hafn­ar­strætis verður nýbygg­ingin að öllum lík­indum tekin í notkun í sum­ar. Fram­kvæmdir halda áfram á lóð­unum í kring. Þá hefur verið ráð­gert að við­bygg­ingin við Sund­höll Reykja­víkur verði til­búin á þessu ári. Hér hafa aðeins fáeinar fram­kvæmdir í höf­uð­borg­inni verið nefnd­ar.

EuroBasket

Ísland í EuroBasket (Mynd: EPA)

Íslenska karla­lands­liðið í körfuknatt­leik mun keppa á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í sum­ar­lok. Mótið fer fram í fimm keppn­is­höllum í fjórum borgum Evr­ópu. Þetta er í annað sinn í röð sem Ísland fær keppn­is­rétt á þessu móti. Okkar menn leika í A-riðli með Pól­verj­um, Grikkj­um, Frökk­um, Finnum og Sló­ven­um.

EM 2017

Íslenska kvenna­lands­liðið í knatt­spyrnu keppir á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Hollandi í sum­ar. Þetta er í þriðja sinn í röð sem okkar konur fá keppn­is­rétt á mót­inu. Besti árangur liðs­ins á Evr­ópu­meist­ara­móti var þegar þær komust í fjórð­ungsúr­slit árið 2013 þar sem þær lutu í lægra haldi gegn Sví­þjóð. Íslenska liðið öðl­að­ist keppn­is­rétt á mót­inu í ár með því að vinna sinn und­an­riðil, þar sem þær unnu alla leiki sína nema einn.

Heims­meist­ara­mót í hand­bolta

Íslenska karla­lands­liðið í hand­bolta keppir á heims­meist­ara­mót­inu í Frakk­landi í jan­ú­ar. Þetta er í átj­ánda sinn sem liðið keppir á heims­meist­ara­mót­inu. Besti árangur liðs­ins var árið 1997 þegar Ísland hreppti fimmta sæt­ið.

Á alþjóða­svið­inu

Þýðir Brexit Brex­it?

Ther­esa May, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, lýsti því yfir í haust að Bretar myndu óska eftir að 50. grein Lisa­bon-sátt­mál­ans yrði virkjuð áður en mars­mán­uður árs­ins 2017 væri úti. Bretar greiddu atkvæði um það í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu síð­asta sumar og hefur lítið form­legt átt sér stað í mála­flokknum síð­an. Brexit fyrir mars­lok er hins vegar raun­veru­legur mögu­leiki enda hafa bresk stjórn­völd lagt áherslu á að þau séu búin að hnýta alla þá hnúta sem þarf áður en óskað er eftir útgöngu úr sam­band­inu. Það má því vel vera að samið verði um fram­tíð­ar­stöðu Bret­lands í heim­inum á þessu ári.

En Frex­it?

Marine Le Pen sækist eftir því að verða forseti Frakklands. (Mynd: EPA)

For­seta­kosn­ingar í Frakk­landi verða haldnar í apríl og maí. Í kosn­ing­unum gefur Mar­ine Le Pen, for­maður þjóð­ern­is­hreyf­ing­ar­innar Front National, kost á sér ásamt Francois Fillon, fram­bjóð­andi hægri­flokks­ins Les Répu­blicains og fleir­um. Fillon hefur mælst vin­sælastur fram­bjóð­end­anna en Le Pen hefur sótt á og er talin eiga raun­veru­lega mögu­leika á að verða for­seti. Hún hefur sagt að verði hún kjörin muni Frakkar fara fram á „Frex­it“, þe. segja sig úr Evr­ópu­sam­band­inu eins og Bret­land.

Trump í Hvíta húsið

Don­ald Trump verður settur í emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna 20. jan­úar næst­kom­andi. Hann verður 45. for­seti lands­ins og eflaust sá langt óút­reikn­an­leg­asti. Enn er á huldu hvernig hann mun beita emb­ætt­inu enda byggði kosn­inga­bar­átta hans að miklu leyti á upp­hróp­unum og stað­reynda­villum um allt mögu­legt. Hann er raunar þegar byrj­aður að valda usla sem áhuga­vert verður að fylgj­ast með hvernig vindur fram. Eitt af fyrstu verk­efnum hans sem for­seta á alþjóða­vísu verður G7 ráð­stefna þró­uð­ustu iðn­velda heims sem haldin verður á Sikiley í maí.

Merkel í valda­bar­áttu

Angela Merkel sækist enn eftir því að vera kanslari Þýskalands. (Mynd: EPA)

Þing­kosn­ingar í Þýska­landi verða haldnar í haust. Þar mun þýskur almenn­ingur kveða dóm sinn yfir stjórn Ang­elu Merkel sem hefur verið kansl­ari Þýska­lands síðan 2005. Sam­steypu­stjórn hennar nýtur góðs meiri­hluta í þing­inu eftir kosn­ing­arnar 2013 en nú er útlitið ekki eins bjart. Jafn­vel þó flokkur hennar Kristi­legir demókratar sé enn sá vin­sæl­asti í Þýska­landi hefur fjarað undan stuðn­ingnum og þjóð­ern­is­flokk­ur­inn AfD undir for­ystu Frauke Petry hefur sótt í sig veðr­ið. Und­an­farið hefur verið fjallað um Ang­elu Merkel sem „síð­asta full­trúa hnatt­væð­ing­ar­inn­ar“ og spurn­ingum velt upp um fram­tíð Evr­ópu­sam­vinn­unnar ef hennar nýtur ekki við eftir kosn­ing­arn­ar.

Kemst lofts­lags­samn­ing­ur­inn í upp­nám?

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna verður haldin í Bonn í Þýska­landi næsta vet­ur. Þetta verður 22. ráð­stefnan sem haldin er sér­stak­lega um lofts­lags­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna. Nokkur óvissa er um hversu skil­virkt Par­ís­ar­sam­komu­lagið er eftir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna og ráð­stefnan mun að öllum lík­indum fjalla um aðlögun að breyttu stjórn­ar­mynstri lyk­il­ríkja sem sam­þykkt hafa samn­ing­inn.

Fleiri flótta­menn

Flótta­manna­straum­ur­inn í Evr­ópu náði nýjum hæðum árið 2016 en ekki er gert ráð fyrir að lát verði á aðsókn fólks til álf­unnar frá stríðs­hrjáðum eða fátæk­ari lönd­um. Hins vegar er alls ekki útlit fyrir að þol­in­mæði Evr­ópu­búa muni aukast í garð flótta­fólks á árinu. Í Þýska­landi hafa stjórn­völd þurft að hverfa frá vina­legri stefnu sinni og ann­ars staðar er póli­tískum öflum and­stæð inn­flytj­endum að vaxa ásmeg­in.

Trump og NATO

Leið­toga­ráð­stefna NATO verður haldin á þessu ári. Þar má vænta þess að lín­urnar skýrist í sam­skiptum Banda­ríkj­anna við Evr­ópu­ríki eftir að Don­ald Trump var kjör­inn for­seti. Trump hefur talað um að Banda­ríkin muni ekki halda áfram að styðja við varnir ann­ara NATO-­ríkja ef þau leggja ekki til ásætt­an­legar fjár­hæðir til banda­lags­ins. Lín­urnar munu eflaust skýr­ast í kjöl­far fund­ar­ins í nýjum höf­uð­stöðvum NATO í Brus­sel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar