Afríkukeppnin í Gabon – Spilling, mannréttindabrot og fótbolti

Afríkukeppnin í fótbolta karlalandsliða stendur yfir þessa dagana í Gabon og munu Egyptar mæta Kamerúnum í úrslitaleik á sunnudaginn. Mótið var haldið í landinu þrátt fyrir að valdatíð forseta Gabon,hafi einkennst af mannréttindabrotum og spillingu.

Ali Bongo, forseti Gabon, við opnunarhátíð Afríkukeppninnar.
Ali Bongo, forseti Gabon, við opnunarhátíð Afríkukeppninnar.
Auglýsing

Afr­íku­keppnin í fót­bolta karla­lands­liða stendur yfir þessa dag­ana í Gabon og munu Egyptar mæta Kamer­únum í úrslita­leik á sunnu­dag­inn, 5. febr­ú­ar. Fram­boð Gabon til að fá að halda keppn­ina og und­ir­bún­ingur hennar hafa sætt gagn­rýni vegna meintrar spill­ing­ar, og vekur athygli að mótið skuli hafa verið haldið í land­inu yfir höfuð þar sem valda­tíð Ali Bongo, for­seta Gabon, hefur ein­kennst af mann­rétt­inda­brotum og spill­ingu.Upp­haf­lega átti að halda keppn­ina í Líbíu en í ágúst 2014 ákvað knatt­spyrnu­sam­band Afr­íku (CAF) að landið gæti ekki haldið keppn­ina vegna stríðs­á­stands í land­inu. Í kjöl­farið hófst ný fram­boðs­um­ferð og þar sem þrjú lönd komust til loka­stigs fram­boðs­slags­ins; Alsír, Gabon og Ghana. Fram­boð Alsír var talið sér­stak­lega öfl­ugt og til­raun til að sporna við nei­kvæðri umfjöllun um örygg­is­á­standið í land­inu, og Ghana, sem hélt keppn­ina árið 2008, reiddi sig á sterka inn­viði í fram­boði sínu. Gabon sem, ásamt Mið­baugs-Gíneu, hélt mótið árið 2012 taldi sig geta byggt á þeirri reynslu til að halda það aft­ur. Mikil spenna ríkti því þegar kosn­ing um fram­boðin þrjú átti sér stað í höf­uð­stöðv­um CAF í Kaíró í Egypta­landi apríl 2015.

Auglýsing

Og sig­ur­veg­ar­inn er...

Til að sigra kosn­ing­arnar þurfti eitt fram­boð­anna að hljóta meiri­hluta af atkvæðum frá hinum fjórtán með­limum fram­kvæmda­nefnd­ar CAF. Þegar kom að því að telja atkvæðin og til­kynna sig­ur­veg­ara sá Issa Hayatou, for­seti CAF og um tíma for­seti FIFA í kjöl­far þess að Sepp Blatter, fyrrum for­seti FIFA, var settur í bann vegna spill­ingar árið 2015, sér leik á borði til að brjóta venj­ur CAFÍ stað þess að tryggja gegn­sæi með því að til­kynna hvernig atkvæðin skipt­ust taldi Hayatou sjálf­ur, ásamt tveimur með­limum fram­kvæmda­nefnd­ar­inn­ar, atkvæðin fyrir luktum dyr­um. Þegar það var gert gekk Hayatou út úr fund­ar­her­berg­inu og til­kynnti við­stöddum og fjöl­miðlum ein­fald­lega með miða þar sem á stóð "Gabon" hver sig­ur­veg­ar­inn væri, og þar með var málið afgreitt.Hayatou nýtti sömu­leiðis sama fund til að breyta regl­um CAF sem sögðu að for­seti sam­tak­anna mætti ekki sitja lengur en fram að sjö­tíu ára aldri, en Hayatou, sem varð sjö­tugur í ágúst í fyrra vildi með þessu sitja áfram í for­seta­stöðu sem hann hefur gegnt frá árinu 1988. Hann sætir einnig ásök­unum um spill­ingu varð­andi veit­ingu sjón­varps­rétt­inda fyrir heims­meist­ara­mót í fót­bolta á 10. ára­tugnum og er sak­aður um að hafa tekið á móti 1,5 millj­ónum Banda­ríkja­dala í mútufé frá Katar gegn því að kjósa fram­boð þeirra til að halda heims­meist­ara­mótið árið 2022.

Skóflustungur og leik­vangar

Mót­mæli frá knatt­spyrnu­sam­bönd­um G­ana og Alsír féllu fyrir daufum eyrum og Gabon hófst handa með að und­ir­búa Afr­íku­keppn­ina. Und­ir­bún­ing­ur­inn hófst með látum þeg­ar Lionel Messi var feng­inn til að taka fyrstu skóflustungu að nýjum leik­vangi í borg­inni Port-­Gentil. Ali Bongo tók sjálfur við Messi og virt­ist fara vel á þeim félögum er þeir óku um á jeppa í höf­uð­borg lands­ins, Libreville, við mik­inn fögnuð heima­manna en Messi er tal­inn hafa feng­ið 3,5 millj­ónir evra fyrir skóflustung­una. Mann­rétt­inda­sam­tök­in Human Rights Founda­tion for­dæmdu Messi harka­lega fyrir atvikið og bentu á Messi væri orð­inn hluti af almanna­tengsla­batt­eríi Ali Bongo þrátt fyrir að fjár­svik Bon­go-­fjöl­skyld­unnar hafi gert það að verkum að tutt­ugu pró­sent íbúa Gabon neyð­ist til að lifa á undir tveim ­Banda­ríkja­döl­u­m á dag.

Til að geta haldið keppn­ina stóðu stjórn­völd í Gabon frammi fyrir stóru verk­efni að byggja tvo nýja leik­vanga á átján mán­uð­um. Samn­ingur um bygg­ingu þeirra var und­ir­rit­aður við rík­is­rekin kín­versk fyr­ir­tæki sem þýddi að fjórir af fimm leik­vöngum sem not­aðir eru í keppn­inni voru byggðir af slíkum fyr­ir­tækj­um. Kína á sér ríka hefð í að byggja leik­vanga víðs veg­ar um heim­inn, og sér­stak­lega í Afr­íku­ríkj­um, og eru þeir yfir­leitt veittir að gjöf eða fjár­magn­aðir með mjög hag­stæðum lánum frá kín­verska rík­in­u. Stadium diplom­acy svo­kallað er hálf­gerður hold­gerv­ingur kín­verskrar þró­un­ar­að­stoðar þar sem víð­tækar inn­viða­fjár­fest­ingar á sér stað í þró­un­ar­löndum um allan heim án þeirra víð­tækra skil­mála sem fylgja þró­un­ar­að­stoð frá Vest­ur­lönd­um. Með því að ekki líta á mann­rétt­inda­á­stand þró­un­ar­landa sem ábyrgð sína og frekar hugsa um þró­un­ar­lönd sem fjár­fest­ing­ar­mögu­leika hefur Kína náð að hasla sér völl sem mik­il­væg­asta við­skipta­land fjöl­margra þró­un­ar­landa.

Herra Sonur

Faðir Ali BongoOmar Bongo, var for­seti Gabon í 42 ár en Ali tók við þeg­ar Omar lést árið 2009. Kosn­ing­arn­ar sem veittu Ali Bongo for­seta­emb­ættið, sem og kosn­ingar sem haldnar voru í land­inu í sept­em­ber í fyrra, voru væg­ast sagt umdeildar og er Ali Bongo tal­inn bera ábyrgð á þeim átök­um, ofsóknum og pynt­ingum af and­stæð­ingum sem hefur átt sér stað í kjöl­far þeirra. Ali Bongo, sem hlotið hefur upp­nefnið "Mr. Son", eða Herra Son­ur, hafnar því að fyr­ir­greiðslupóli­tík föður síns hafi fleytt honum í emb­ætti for­seta en ljóst er að hann hefur haldið uppi stjórn­ar­háttum hans - landið er rekið eins og skipu­lögð glæp­a­starf­semi þar sem kerf­is­bundið rán af arði nátt­úru­auð­linda lands­ins gerir það að verkum að allt að 25% av vergri lands­fram­leiðslu fer til per­sónu­legra nota for­set­ans og valda­klíku hans. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Ali Bongo sætt ásök­unum um að við­halda hjá­trú­ar­hefð þar sem börn eru myrt og líf­færi þeirra notuð til mann­legrar neyslu.

Með því að veita Gabon rétt til að halda alþjóð­leg íþrótta­mót og taka þátt í almanna­tengsla­við­burðum tengt þeim er FIFA, hlutar alþjóða­sam­fé­lags­ins, og frægir ein­stak­lingar að við­ur­kenna hina harð­skeyttu rík­is­stjórn lands­ins þegar rétt­ast væri að for­dæma hana. Auð­velt er að gleyma fót­bolt­anum í þessu öllu saman og setur ákvörð­unin um að veita Gabon réttin til að halda keppn­ina skugga­blett á eitt stærsta og skemmti­leg­asta stór­mót í fót­bolta í heim­inum í dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None