Tímamót hjá SAS

SAS hyggst færa út kvíarnar og opna starfsstöð í London og á Spáni. Þrátt fyrir að fljúga um allan heim, hefur félagið ekki áður stigið skref sem þetta út úr Skandinavíu. Borgþór Arngrímsson kynnti sér merkilega sögu SAS.

SAS
Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum til­kynnti stjórn skand­in­av­íska flug­fé­lags­ins SAS að félagið hygð­ist opna starfs­stöðvar í London og á Spáni. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta rúm­lega sjö­tuga félag, sem lifað hefur tím­ana tvenna í rekstr­in­um, opnar starfs­stöð utan Skandi­anavíu. Til­gang­ur­inn er að draga úr kostn­aði og styrkja rekstur félags­ins í síharðn­andi sam­keppni. Ekki er bein­línis hægt að segja að til­kynn­ingin um þessar breyt­ingar hafi komið á óvart. Fréttir um að stjórn­endur SAS myndu bregða á þetta ráð hafa af og til birst í nor­rænum fjöl­miðlum um nokk­urt skeið og nú er komið í ljós að sá ,,kvitt­ur” eins og einn stjórn­enda SAS orð­aði það fyrir nokkru, reynd­ist ekki flugu­fregn.

Þrjú félög í eina sæng

Scand­in­av­ian Air­lines System, eins og félagið hét upp­haf­lega var form­lega stofnað 1. ágúst 1946. Til­gang­ur­inn með stofnun SAS, eins og félagið hefur frá upp­hafi verið kall­að, var að sam­eina milli­landa­flug þriggja félaga: Svensk Interkontinental Luft­trafik, Det Danske Luft­fartselskab og Det Nor­ske Luft­fartsel­skap. Félögin þrjú héldu áfram inn­an­lands­flugi, hvert í sínu landi, næstu árin en eftir 1950 náði starf­semi SAS (sem nú heitir Scand­in­av­ian Air­lines) einnig til inn­an­lands­flugs­ins.  

25 klukku­stundir frá Stokk­hólmi til New York

Fyrsta flug­vélin undir merkjum SAS (Dou­glas DC-4) fór í loftið frá Stokk­hólmi 17. sept­em­ber 1946, för­inni var heitið til New York. Þetta var ekki neinn skreppit­úr, flugið tók rúman sól­ar­hring, milli­lent í Kaup­manna­höfn, Glas­gow og Gander á Nýfundna­landi. Það var ekki til­viljun að New York varð fyrir val­inu, flug­leiðin Stokk­hólmur - New York var fyrsta áætl­un­ar­leið félags­ins. Áður en þotu­öldin hófst urðu vélar SAS að milli­lenda til að taka elds­neyti á leið­inni til Amer­íku. SAS vél­arnar lentu nær alltaf við bæinn Gander á Nýfundna­landi til að taka elds­neyti en þar var þá stór og mikið not­aður milli­lend­inga­flug­völl­ur. Flug­menn köll­uðu Gander ,,gatna­mót heims­ins”. Nokkrum mán­uðum eftir að SAS hóf áætl­un­ar­flug til New York byrj­aði félagið að fljúga til Suð­ur­-Am­er­íku, frá Stokk­hólmi til Rio de Jan­eiro og síðar til Montevideo í Uruguay og Buenos Aires í Argent­ínu. Ferðin frá Stokk­hólmi til Montevideo tók hátt í þrjá sól­ar­hringa, með fimm milli­lend­ingum og tveimur næt­ur­gist­ing­um. Í dag flýgur SAS ekki til Suð­ur- Amer­íku. Árið 1951 hóf SAS, fyrst evr­ópskra flug­fé­laga, áætl­un­ar­flug til Jap­an, flogið var til Tókýó.

Auglýsing

Inn­an­lands­flugið sam­einað 1950

Í upp­hafi gekk rekstur SAS brös­ug­lega og til þess að skjóta styrk­ari stoðum undir starf­sem­ina ákváðu félögin að stíga sam­ein­ing­ar­skrefið til fulls og eftir það náði starf­semin einnig til inn­an­lands­flugs­ins. Sú ákvörðun var tekin á fundi í Nor­egi í októ­ber 1950. Fjár­mála­ráð­herrar Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóðar mættu á þennan fund. Einn þeirra sagði síðar að valið hefði staðið um tvennt: hrökkva eða stökkva ,,við ákváðum að stökkva” sagði ráð­herr­ann. Ákveðið var að höf­uð­stöðvar SAS yrðu í Stokk­hólmi og keyptar voru sjö nýjar Dou­glas DC-6 flug­vélar (með þrýsti­jöfn­un­ar­bún­aði í far­þega­rým­inu) og sömu­leiðis voru pant­aðar tutt­ugu Con­vair flug­vélar ætl­aðar til notk­unar á styttri flug­leið­um.  

Flogið yfir Norð­ur­pól­inn

Árið 1954 varð SAS fyrst flug­fé­laga til að fljúga áætl­un­ar­flug yfir Norð­ur­pól­inn, það ár hófust ferðir milli Kaup­manna­hafnar og Los Ang­el­es, milli­lent var í Kan­gerlussuaq (Syðri- Straums­firði) og Winn­epeg.  Fimm árum síð­ar, 1959, eign­að­ist SAS fyrstu þot­una, franska Cara­velle en félagið hafði tveimur árum fyrr pantað 21 slíka þotu. Cara­vell­urn­ar, eins vél­arnar voru kall­aðar höfðu sæti fyrir 80 far­þega, flug­tím­inn milli Óslóar og Stokk­hólms var 45 mín­útur sem for­stjóri SAS kall­aði bylt­ingu. Cara­vell­urnar reynd­ust SAS mjög vel, þóttu hins­vegar háværar og fékk félagið margar kvart­an­ir, einkum frá íbúum í nágrenni Bromma flug­vall­ar­ins við Stokk­hólm.

Hratt yfir sögu – Jan Car­lzon

Ekki er ætl­unin í þessum pistli að rekja nákvæm­lega sögu SAS flug­fé­lags­ins, það er efni í heila bók. Starf­semi SAS jókst til muna á fyrstu ára­tug­unum sem félagið starf­aði en eins og margir vita er flug­rekstur mjög sveiflu­kenndur og árin í kringum 1980 reynd­ust SAS, eins og mörgum öðrum flug­fé­lög­um, erf­ið. Þar kom margt til, sem ekki verður rakið hér.

Árið 1983 var Sví­inn Jan Car­lzon ráð­inn for­stjóri SAS. Hann ein­setti sér að ,,rífa SAS upp” einsog hann komst að orði. Hann vildi breyta ímynd félags­ins, gera það meira ,,skand­in­av­ískt”. Meðal þess breyt­ing­anna var útlit flug­vél­anna. Búkur vél­anna varð skjanna­hvítur og orðið Scand­in­av­ian mjög áber­andi en það sem mesta athygli vakti, og margir muna, voru fána­litir þjóð­anna þriggja, Dan­merk­ur, Nor­egs og Sví­þjóð­ar, lóð­réttar rákir á fram­hluta vél­ar­inn­ar. Þetta útlit hélst óbreytt til 1998 þegar núver­andi útlit, ljós búk­ur, rauðir hreyflar og blátt stél með hvít­mál­uðum SAS stöf­um, leit dags­ins ljós.

Óhætt er að segja að SAS hafi allt frá upp­hafi, verið eins­konar þjóða­flug­fé­lag Skand­in­av­íu, ef hægt er að tala um slíkt. Ríkin þrjú, Dan­mörk, Nor­egur og Sví­þjóð eiga sam­tals helm­ings hlut í félag­inu, hinn helm­ing­ur­inn er í eigu ann­arra. Starfs­stöðvar félags­ins hafa fram til þessa ein­skorð­ast við löndin þrjú.

Ný öld og nýjar áskor­anir

Um og eftir alda­mótin 2000 urðu miklar breyt­ingar í flug­rekstri. Hin svoköll­uðu lággjalda­flug­fé­lögum fjölg­aði mikið og létu æ meira til sín taka. Mörg eldri og rót­grón­ari félög, þar á meðal SAS, áttu í erf­ið­leikum með að mæta þess­ari nýju sam­keppni. Lággjalda­fé­lögin buðu lægri far­gjöld og minni þjón­ustu. Það var ekki lengur sjálf­sagt að hress­ing væri inni­falin í miða­verð­inu, ekki heldur ferða­taska. Iðu­lega var talað um ,,gripa­flutn­inga­vél­ar” lággjalda­fé­lag­anna og þar vísað til þess að þröngt væri í vél­un­um. Allt slíkt tal breytti ekki því að lággjalda­fé­lögin náðu til sín æ stærri sneið af ,,far­þega­kök­unn­i”. 

Lággjalda­fé­lögin voru sömu­leiðis sökuð um að borga lág laun og að for­svars­menn þeirra leit­uðu allra leiða til að halda kostn­aði niðri. Lyk­il­þáttur í þeirri við­leitni er hvar félagið er skráð. Skattar og gjöld, ekki síst þau sem varðar gjöld (önnur en laun) starfs­fólks­ins eru afar mis­mun­andi eftir lönd­um. Í þessum efnum standa skand­in­av­ísku löndin illa að vígi í sam­keppn­inni. Kostn­aður vegna hvers starfs­manns þar er rúm­lega fimm­tíu pró­sentum hærri en til dæmis í Englandi, Írlandi eða á Spáni og því segir sig sjálft að t.d. flug­fé­lag sem skráð er í Skand­in­avíu á erfitt upp­dráttar í sam­keppn­inn­i. 

SAS hefur reynt að mæta sam­keppn­inni með alls kyns hag­ræð­ingu, upp­sögnum og launa­lækk­un­um. Árið 2012 mun­aði minnstu að félagið kæm­ist í þrot en með marg­hátt­uðum aðgerðum tókst að bjarga rekstr­inum fyrir horn. Mörgum Skand­inövum þótti það óbæri­leg til­hugsun að starf­semi SAS liði undir lok, en önd­uðu léttar þegar ljóst var að SAS hefði áfram byr undir báðum vængj­um. Með alls kyns aðgerðum hefur félagið náð að rétta nokkuð úr kútnum en í flug­rekstri er slag­ur­inn aldrei unn­inn og sífellt þarf að finna ný vopn í bar­átt­unni um far­þeg­ana.

Nýjar starfs­stöðvar utan Skand­in­avíu

Fyrir nokkrum dögum til­kynnti yfir­stjórn SAS að félagið hygð­ist á næst­unni brjóta blað í starf­sem­inni og opna starfs­stöðvar (hub) í London og á Spáni. Sér­stakt félag verður um þennan hluta starf­semi SAS og verður skráð á Írlandi. Þessi breyt­ing hefur í för með sér lægri launa-og launa­tengdan kostn­að. Frétt­irnar af þess­ari breyt­ingu vöktu mikla athygli á Norð­ur­löndnum en yfir­stjórn SAS lagði mikla áherslu á að lang stærstur hluti starf­sem­inn­inar yrði áfram í Skand­in­av­íu, og það gildi líka um flug­á­hafn­irn­ar. Tals­maður starfs­fólks­ins sagð­ist, í sjón­varps­við­tali, vona að yfir­lýs­ing stjórnar félags­ins væri ekki orðin tóm.

SAS er stærsta flug­fé­lag á Norð­ur­löndum (Norweg­ian er þó ekki langt und­an) með um átta þús­und starfs­menn. Félagið ræður yfir um það bil 180 flug­vélum og flýgur til 130 áfanga­staða í 34 lönd­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None