Tímamót hjá SAS

SAS hyggst færa út kvíarnar og opna starfsstöð í London og á Spáni. Þrátt fyrir að fljúga um allan heim, hefur félagið ekki áður stigið skref sem þetta út úr Skandinavíu. Borgþór Arngrímsson kynnti sér merkilega sögu SAS.

SAS
Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti stjórn skandinavíska flugfélagsins SAS að félagið hygðist opna starfsstöðvar í London og á Spáni. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta rúmlega sjötuga félag, sem lifað hefur tímana tvenna í rekstrinum, opnar starfsstöð utan Skandianavíu. Tilgangurinn er að draga úr kostnaði og styrkja rekstur félagsins í síharðnandi samkeppni. Ekki er beinlínis hægt að segja að tilkynningin um þessar breytingar hafi komið á óvart. Fréttir um að stjórnendur SAS myndu bregða á þetta ráð hafa af og til birst í norrænum fjölmiðlum um nokkurt skeið og nú er komið í ljós að sá ,,kvittur” eins og einn stjórnenda SAS orðaði það fyrir nokkru, reyndist ekki flugufregn.

Þrjú félög í eina sæng

Scandinavian Airlines System, eins og félagið hét upphaflega var formlega stofnað 1. ágúst 1946. Tilgangurinn með stofnun SAS, eins og félagið hefur frá upphafi verið kallað, var að sameina millilandaflug þriggja félaga: Svensk Interkontinental Lufttrafik, Det Danske Luftfartselskab og Det Norske Luftfartselskap. Félögin þrjú héldu áfram innanlandsflugi, hvert í sínu landi, næstu árin en eftir 1950 náði starfsemi SAS (sem nú heitir Scandinavian Airlines) einnig til innanlandsflugsins.  

25 klukkustundir frá Stokkhólmi til New York

Fyrsta flugvélin undir merkjum SAS (Douglas DC-4) fór í loftið frá Stokkhólmi 17. september 1946, förinni var heitið til New York. Þetta var ekki neinn skreppitúr, flugið tók rúman sólarhring, millilent í Kaupmannahöfn, Glasgow og Gander á Nýfundnalandi. Það var ekki tilviljun að New York varð fyrir valinu, flugleiðin Stokkhólmur - New York var fyrsta áætlunarleið félagsins. Áður en þotuöldin hófst urðu vélar SAS að millilenda til að taka eldsneyti á leiðinni til Ameríku. SAS vélarnar lentu nær alltaf við bæinn Gander á Nýfundnalandi til að taka eldsneyti en þar var þá stór og mikið notaður millilendingaflugvöllur. Flugmenn kölluðu Gander ,,gatnamót heimsins”. Nokkrum mánuðum eftir að SAS hóf áætlunarflug til New York byrjaði félagið að fljúga til Suður-Ameríku, frá Stokkhólmi til Rio de Janeiro og síðar til Montevideo í Uruguay og Buenos Aires í Argentínu. Ferðin frá Stokkhólmi til Montevideo tók hátt í þrjá sólarhringa, með fimm millilendingum og tveimur næturgistingum. Í dag flýgur SAS ekki til Suður- Ameríku. Árið 1951 hóf SAS, fyrst evrópskra flugfélaga, áætlunarflug til Japan, flogið var til Tókýó.

Auglýsing

Innanlandsflugið sameinað 1950

Í upphafi gekk rekstur SAS brösuglega og til þess að skjóta styrkari stoðum undir starfsemina ákváðu félögin að stíga sameiningarskrefið til fulls og eftir það náði starfsemin einnig til innanlandsflugsins. Sú ákvörðun var tekin á fundi í Noregi í október 1950. Fjármálaráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar mættu á þennan fund. Einn þeirra sagði síðar að valið hefði staðið um tvennt: hrökkva eða stökkva ,,við ákváðum að stökkva” sagði ráðherrann. Ákveðið var að höfuðstöðvar SAS yrðu í Stokkhólmi og keyptar voru sjö nýjar Douglas DC-6 flugvélar (með þrýstijöfnunarbúnaði í farþegarýminu) og sömuleiðis voru pantaðar tuttugu Convair flugvélar ætlaðar til notkunar á styttri flugleiðum.  

Flogið yfir Norðurpólinn

Árið 1954 varð SAS fyrst flugfélaga til að fljúga áætlunarflug yfir Norðurpólinn, það ár hófust ferðir milli Kaupmannahafnar og Los Angeles, millilent var í Kangerlussuaq (Syðri- Straumsfirði) og Winnepeg.  Fimm árum síðar, 1959, eignaðist SAS fyrstu þotuna, franska Caravelle en félagið hafði tveimur árum fyrr pantað 21 slíka þotu. Caravellurnar, eins vélarnar voru kallaðar höfðu sæti fyrir 80 farþega, flugtíminn milli Óslóar og Stokkhólms var 45 mínútur sem forstjóri SAS kallaði byltingu. Caravellurnar reyndust SAS mjög vel, þóttu hinsvegar háværar og fékk félagið margar kvartanir, einkum frá íbúum í nágrenni Bromma flugvallarins við Stokkhólm.

Hratt yfir sögu – Jan Carlzon

Ekki er ætlunin í þessum pistli að rekja nákvæmlega sögu SAS flugfélagsins, það er efni í heila bók. Starfsemi SAS jókst til muna á fyrstu áratugunum sem félagið starfaði en eins og margir vita er flugrekstur mjög sveiflukenndur og árin í kringum 1980 reyndust SAS, eins og mörgum öðrum flugfélögum, erfið. Þar kom margt til, sem ekki verður rakið hér.

Árið 1983 var Svíinn Jan Carlzon ráðinn forstjóri SAS. Hann einsetti sér að ,,rífa SAS upp” einsog hann komst að orði. Hann vildi breyta ímynd félagsins, gera það meira ,,skandinavískt”. Meðal þess breytinganna var útlit flugvélanna. Búkur vélanna varð skjannahvítur og orðið Scandinavian mjög áberandi en það sem mesta athygli vakti, og margir muna, voru fánalitir þjóðanna þriggja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, lóðréttar rákir á framhluta vélarinnar. Þetta útlit hélst óbreytt til 1998 þegar núverandi útlit, ljós búkur, rauðir hreyflar og blátt stél með hvítmáluðum SAS stöfum, leit dagsins ljós.

Óhætt er að segja að SAS hafi allt frá upphafi, verið einskonar þjóðaflugfélag Skandinavíu, ef hægt er að tala um slíkt. Ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð eiga samtals helmings hlut í félaginu, hinn helmingurinn er í eigu annarra. Starfsstöðvar félagsins hafa fram til þessa einskorðast við löndin þrjú.

Ný öld og nýjar áskoranir

Um og eftir aldamótin 2000 urðu miklar breytingar í flugrekstri. Hin svokölluðu lággjaldaflugfélögum fjölgaði mikið og létu æ meira til sín taka. Mörg eldri og rótgrónari félög, þar á meðal SAS, áttu í erfiðleikum með að mæta þessari nýju samkeppni. Lággjaldafélögin buðu lægri fargjöld og minni þjónustu. Það var ekki lengur sjálfsagt að hressing væri innifalin í miðaverðinu, ekki heldur ferðataska. Iðulega var talað um ,,gripaflutningavélar” lággjaldafélaganna og þar vísað til þess að þröngt væri í vélunum. Allt slíkt tal breytti ekki því að lággjaldafélögin náðu til sín æ stærri sneið af ,,farþegakökunni”. 

Lággjaldafélögin voru sömuleiðis sökuð um að borga lág laun og að forsvarsmenn þeirra leituðu allra leiða til að halda kostnaði niðri. Lykilþáttur í þeirri viðleitni er hvar félagið er skráð. Skattar og gjöld, ekki síst þau sem varðar gjöld (önnur en laun) starfsfólksins eru afar mismunandi eftir löndum. Í þessum efnum standa skandinavísku löndin illa að vígi í samkeppninni. Kostnaður vegna hvers starfsmanns þar er rúmlega fimmtíu prósentum hærri en til dæmis í Englandi, Írlandi eða á Spáni og því segir sig sjálft að t.d. flugfélag sem skráð er í Skandinavíu á erfitt uppdráttar í samkeppninni. 

SAS hefur reynt að mæta samkeppninni með alls kyns hagræðingu, uppsögnum og launalækkunum. Árið 2012 munaði minnstu að félagið kæmist í þrot en með margháttuðum aðgerðum tókst að bjarga rekstrinum fyrir horn. Mörgum Skandinövum þótti það óbærileg tilhugsun að starfsemi SAS liði undir lok, en önduðu léttar þegar ljóst var að SAS hefði áfram byr undir báðum vængjum. Með alls kyns aðgerðum hefur félagið náð að rétta nokkuð úr kútnum en í flugrekstri er slagurinn aldrei unninn og sífellt þarf að finna ný vopn í baráttunni um farþegana.

Nýjar starfsstöðvar utan Skandinavíu

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti yfirstjórn SAS að félagið hygðist á næstunni brjóta blað í starfseminni og opna starfsstöðvar (hub) í London og á Spáni. Sérstakt félag verður um þennan hluta starfsemi SAS og verður skráð á Írlandi. Þessi breyting hefur í för með sér lægri launa-og launatengdan kostnað. Fréttirnar af þessari breytingu vöktu mikla athygli á Norðurlöndnum en yfirstjórn SAS lagði mikla áherslu á að lang stærstur hluti starfseminninar yrði áfram í Skandinavíu, og það gildi líka um flugáhafnirnar. Talsmaður starfsfólksins sagðist, í sjónvarpsviðtali, vona að yfirlýsing stjórnar félagsins væri ekki orðin tóm.

SAS er stærsta flugfélag á Norðurlöndum (Norwegian er þó ekki langt undan) með um átta þúsund starfsmenn. Félagið ræður yfir um það bil 180 flugvélum og flýgur til 130 áfangastaða í 34 löndum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None