Leikhús fáranleikans á fleygiferð

WWE er á mikilli siglingu þessa dagana og hækkaði verðmiðinn á fyrirtækinu um tæplega fimm prósent á föstudaginn þegar gott uppgjör félagsins fyrir síðasta ár var kynnt.

Cena
Auglýsing

Fyrir utan Key Arena í mið­borg Seattle streymdi að fólk sem var með spjöld og belti. Mörg þeirra voru með mynd af John Cena, mestu stór­stjörnu WWE fjöl­bragða­glímu­heims­ins nú um stund­ir.

Stundum hefur þessi banda­ríska afþrey­ingar­í­þrótt verið sögð vera leik­hús fár­an­leik­ans. Og þannig er það, á vissan hátt. Þetta er ekki íþrótt í hefð­bundnum skiln­ingi heldur ein­ungis afþrey­ing en þó sett upp eins og um alvöru keppni sé að ræða. Blóma­skeið þessa afþrey­ing­ar­iðn­aðar var á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Eftir nokkuð mik­inn öldu­dal er nú komið nýtt blóma­skeið.

Olíu­bornir menn

Við feðgar, ég og tíu ára sonur minn, fengum okkur sæti á góðum stað. Wrestlem­ania stóð stórum stöfum í loft­inu og fyrir neðan var hring­ur­inn sjálf­ur. Þar koma saman olíu­bornir karlar og berj­ast með miklum lát­brögð­um, gjarnan eftir rifr­ildi um það hvor er nú sterk­ari og meiri mað­ur. 

Auglýsing

Ég við­ur­kenni að for­dóm­arnir voru ekki bara miklir heldur var ég ákveð­inn í því fyr­ir­fram að þessir ágætu herrar sem þarna voru komnir að „berjast“ myndu þurfa að vinna sig upp í áliti hjá mér alveg frá botni.

Hvernig stendur á þessu?

Sonur minn ásamt bekkj­ar­bræðrum hans hefur hins vegar verið hel­tek­inn af þessum glímuköppum og þekkir bak­sögu þeirra allra, hetju­nöfn­in, tökin sem þeir beita og nöfnin á lög­unum sem þeir nota til að hita áhorf­endur upp þeir þeir ganga í sal­inn. Ég hef verið að hugsa síðan í haust; hvernig stendur því að þetta er orðið svona vin­sælt aft­ur? 

Svarið við því er þaul­skipu­lögð mark­aðs­her­ferð og end­ur­fæð­ing á vöru­merk­inu, WWE (World Wrest­ing Enterta­in­ment). Síð­ast­lið­inn föstu­dag hækk­aði verð­mið­inn á félag­inu  um 4,8 pró­sent, en fyr­ir­tækið er skráð á Banda­ríkja­mark­að. Verð­mið­inn er nú tæp­lega 1,7 millj­arður Banda­ríkja­dala, eða rétt um 200 millj­arðar króna. Félagið er því um það bil með sama verð­miða og Marel og Öss­ur, til sam­an­burðar við tvö stærstu félagin á íslenska mark­aðn­um. Marel er nú 219 millj­arða virði en Össur 175 millj­arða. 



Það sem skýrði mikla hækkun á bréf WWE á föstu­dag­inn voru góðar sölu­tölur og ört vax­andi sölu­tekjur af varn­inigi. Árið 2015 voru heild­ar­tekjur WWE 659 millj­ónir Banda­ríkja­dala en þær voru 729 millj­ónir Banda­ríkja­dala í fyrra. EBIDTA fram­legð var tæp­lega 20 pró­sent og bendir allt til þess, sam­kvæmt upp­gjör­inu, að vöxt­ur­inn verði mik­ill á þessu ári. 



Áskrift­ar­sala að WWE Network, sem er svipuð efn­isveit­u-­þjón­usta og Net­flix nema hvað efnið er ein­göngu unnið upp úr WWE við­burðum og við­töl­um, hefur rokið upp og telja for­svars­menn WWE Network að áskrif­enda­fjöldi geti tvö­fald­ast á þessu ári. 

For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins og stærsti eig­andi er Vince McMa­hon en um 70 pró­sent af hluta­bréfum í fyr­ir­tæk­inu eru í eigu hans og fjöl­skyld­unn­ar. Sögu WWE fyr­ir­tæk­is­ins má rekja aftur til árs­ins 1952, þegar sölu- og mark­aðs­starf í kringum WWE-bar­daga var stór­eflt, og má segja að það hafi síðan verið stór hluti af banda­rískum afþrey­ing­ar­iðn­aði. Árið 2014 var afdrifa­ríkt fyrir WWE því þá kom vog­un­ar­sjóð­ur­inn Eminence Capi­tal inn í hluta­hafa­hóp­inn og hafa hjólin tekið að snú­ast hraðar eftir það. Fyr­ir­tækið ætlar sér að stór­efla sölu á varn­ingi og gefa út meira af sjón­varps­efni fyrir efn­isveit­una svo hún geti vaxið og dafn­að. 

WWE hrað­lestin ferð­ast stöðugt um Banda­ríkin og heldur við­burði eins og þann sem við feðgar fórum á í stórum tón­leika- og íþrótta­hús­um. Við­burð­irnir eru vin­sælir og selst oft­ast upp á þá með miklum fyr­ir­vara. Um 500 við­burðir eru haldir á ári á vegum WWE og eru helstu vígin í Florida og Conn­ect­icut.

WWE höfuðstöðvarnar í Connecticut.

Stór­stjörnur

Helstu stjörn­unar í þessu leik­húsi fár­an­leik­ans eru John Cena og The Rock, eða Dwa­yne John­son. Hann hefur þegar gert það gott í Hollywood en fer­ill­inn hjá Cena er á hraðri upp­leið og mun ekki líða á löngu þar til hann verður með allra vin­sæl­ustu leik­urum í Hollywood þegar kemur að gam­an- og ung­linga­mynd­um.

Cena hefur komið víða við á ferli sínum en hann verður fer­tugur síðar á árinu. Inn­komu­lag hans á við­burðum heitir Time Is Now og naut tölu­verðra vin­sælda í fyrra. Í því rappar hann sjálfur ásamt Eminem og gefur frá sér þau skila­boð, að tími hans sé kom­inn. 

Við feðgar komumst af því að hver WWE sýn­ing tekur tæp­lega fjóra klukku­tíma og hinir olíu­bornu glímu­kappar eru furð­an­lega fljótir að jafna sig af miklum bylt­um, hoppum og stökkum í hringn­um. En til þess er leik­ur­inn gerð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None