Sex konur stjórna í 50 stærstu fyrirtækjum landsins

Sex af 50 stærstu fyrirtækjum landsins er stýrt af konum. Það gera tólf prósent. Hlutfallið í fjármálakerfinu er 9% og hjá ríkisstofnunum 39%.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Sex konur eru æðstu stjórnendur í 50 stærstu fyrirtækjum landsins. Þetta leiðir könnun Kjarnans í ljós, en stuðst var við upplýsingar frá Keldunni um stærstu fyrirtæki landsins og stjórnendur þeirra. Samkvæmt því eru því konur tólf prósent æðstu stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins.

Meðal tíu stærstu fyrirtækja landsins eru tvær konur í æðstu stöðum, ef Lilja Björk Einarsdóttir, verðandi bankastjóri Landsbankans, er talin með. Hin konan þar er Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. 

Rannveig Rist, framkvæmdastjóri Rio Tinto Alcan, og Brynja Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvíkur, eru einu tvær konurnar í forsvari hjá fyrirtækjunum í 11. til 20. sæti. 

Auglýsing

Engin kona er í forsvari fyrir fyrirtækin sem eru í 21. til 30. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. Í 31. til 40. stærstu fyrirtækjunum er ein kona í forsvari, en það er Erna Gísladóttir, framkvæmdastjóri BL. Hrund Rudolfsdóttir er framkvæmdastjóri Veritas Capital og hún er eina konan í forsvari fyrir fyrirtækin sem raðast í 41. til 50. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins. 

Sum þeirra fyrirtækja sem teljast til fimmtíu stærstu fyrirtækja landsins voru einnig tekin fyrir í nýlegri úttekt Kjarnans á hlutfalli kvenna í æðstu stöðum í fjármálakerfinu á Íslandi. Kjarninn hefur síðastliðin fjögur ár gert úttekt á stöðu kvenna á meðal æðstu stjórnenda viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og –miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða. Úttektin nær til æðsta stjórnanda hvers fyrirtækis eða sjóðs. Niðurstaðan í ár, samkvæmt úttekt sem framkvæmd var í febrúar 2017, er sú að æðstu stjórnendur í ofangreindum fyrirtækjum séu 88 talsins. Af þeim eru 80 karlar en átta konur. Það þýðir að 91 prósent þeirra sem stýra peningum á Íslandi eru karlar en níu prósent konur.

Einn af hverjum fjórum stjórnarmönnum konur

Hlutfall kvenna í stjórnum var 25,9 prósent í lok árs 2015, þegar öll fyrirtæki sem greiða laun og voru skráð í hlutafélagaskrá voru skoðuð samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Hlutfallið hafið verið á bilinu 21,3 til 22,3 prósent á árunum 1999 til 2006 og því hefur það farið hækkandi frá árinu 2007. En samt sem áður er einungis um einn af hverjum fjórum stjórnarmönnum í íslenskum fyrirtækjum konur.

Markaðurinn, fylgiblað Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti, fékk Creditinfo nýverið til að taka saman upplýsingar um hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðum stórra fyrirtækja, sem áttu eignir yfir einn milljarð króna. Í niðurstöðunum kom fram að hlutfall þeirra hafi lækkað á milli áranna 2014 og 2016. Um þrettán prósent stjórnarformanna fyrirtækjanna voru konur. Til stórra fyrirtækja teljast alls 857 félög.

Á fyrra árinu voru konur tíu prósent framkvæmdastjóra stórra fyrirtækja en tveimur árum síðar einungis níu. Hjá meðalstórum fyrirtækjum, sem áttu eignir frá 200 milljónum króna og upp í milljarð króna, var hlutfall kvenna sem stýrðu tólf prósent. Alls voru átján prósent stjórnarformanna millistórra fyrirtækja konur. Til þeirra töldust alls 1.866 félög.

Kjarninn greindi einnig nýlega frá því að konur eru nú 39 prósent forstöðumanna hjá stofnunum ríkisins, en hlutfallið hefur hækkað úr 37 prósentum í fyrra og 29 prósentum árið 2009. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None