Sex konur stjórna í 50 stærstu fyrirtækjum landsins

Sex af 50 stærstu fyrirtækjum landsins er stýrt af konum. Það gera tólf prósent. Hlutfallið í fjármálakerfinu er 9% og hjá ríkisstofnunum 39%.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Sex konur eru æðstu stjórn­endur í 50 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Þetta leiðir könnun Kjarn­ans í ljós, en stuðst var við upp­lýs­ingar frá Keld­unni um stærstu fyr­ir­tæki lands­ins og stjórn­endur þeirra. Sam­kvæmt því eru því konur tólf pró­sent æðstu stjórn­enda hjá stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins.

Meðal tíu stærstu fyr­ir­tækja lands­ins eru tvær konur í æðstu stöð­um, ef Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, verð­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, er talin með. Hin konan þar er Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka. 

Rann­veig Rist, fram­kvæmda­stjóri Rio Tinto Alcan, og Brynja Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Nor­vík­ur, eru einu tvær kon­urnar í for­svari hjá fyr­ir­tækj­unum í 11. til 20. sæt­i. 

Auglýsing

Engin kona er í for­svari fyrir fyr­ir­tækin sem eru í 21. til 30. sæti yfir stærstu fyr­ir­tæki lands­ins. Í 31. til 40. stærstu fyr­ir­tækj­unum er ein kona í for­svari, en það er Erna Gísla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri BL. Hrund Rud­olfs­dóttir er fram­kvæmda­stjóri Ver­itas Capi­tal og hún er eina konan í for­svari fyrir fyr­ir­tækin sem rað­ast í 41. til 50. sæti yfir stærstu fyr­ir­tæki lands­ins. 

Sum þeirra fyr­ir­tækja sem telj­ast til fimm­tíu stærstu fyr­ir­tækja lands­ins voru einnig tekin fyrir í nýlegri úttekt Kjarn­ans á hlut­falli kvenna í æðstu stöðum í fjár­mála­kerf­inu á Ísland­i. Kjarn­inn hefur síð­ast­liðin fjögur ár gert úttekt á stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Úttektin nær til æðsta stjórn­anda hvers fyr­ir­tækis eða sjóðs. Nið­ur­staðan í ár, sam­kvæmt úttekt sem fram­kvæmd var í febr­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­endur í ofan­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­ur. Það þýðir að 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­sent kon­ur.

Einn af hverjum fjórum stjórn­ar­mönnum konur

Hlut­fall kvenna í stjórnum var 25,9 pró­sent í lok árs 2015, þegar öll fyr­ir­tæki sem greiða laun og voru skráð í hluta­fé­laga­skrá voru skoðuð sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Hlut­fallið hafið verið á bil­inu 21,3 til 22,3 pró­sent á árunum 1999 til 2006 og því hefur það farið hækk­andi frá árinu 2007. En samt sem áður er ein­ungis um einn af hverjum fjórum stjórn­ar­mönnum í íslenskum fyr­ir­tækjum kon­ur.

Mark­að­ur­inn, fylgi­blað Frétta­blaðs­ins um efna­hags­mál og við­skipti, fékk Credit­info ný­verið til að taka saman upp­lýs­ingar um hlut­fall kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum stórra fyr­ir­tækja, sem áttu eignir yfir einn millj­arð króna. Í nið­ur­stöð­unum kom fram að hlut­fall þeirra hafi lækkað á milli áranna 2014 og 2016. Um þrettán pró­sent stjórn­ar­for­manna fyr­ir­tækj­anna voru kon­ur. Til stórra fyr­ir­tækja telj­ast alls 857 félög.

Á fyrra árinu voru konur tíu pró­sent fram­kvæmda­stjóra stórra fyr­ir­tækja en tveimur árum síðar ein­ungis níu. Hjá með­al­stórum fyr­ir­tækj­um, sem áttu eignir frá 200 millj­ónum króna og upp í millj­arð króna, var hlut­fall kvenna sem stýrðu tólf pró­sent. Alls voru átján pró­sent stjórn­ar­for­manna milli­stórra fyr­ir­tækja kon­ur. Til þeirra töld­ust alls 1.866 félög.

Kjarn­inn greindi einnig nýlega frá því að konur eru nú 39 pró­sent for­stöðu­manna hjá stofn­unum rík­is­ins, en hlut­fallið hefur hækkað úr 37 pró­sentum í fyrra og 29 pró­sentum árið 2009. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None