Norwegian ævintýrið

Norska flugfélagið Norwegian er, miðað við fjölda farþega, stærsta flugfélag á Norðurlöndum, orðið stærra en SAS. Stjórnendur ætla félaginu enn stærri hluti á næstu árum. En í flugrekstri á orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ vel við.

Norwegian
Auglýsing

Norweg­ian var stofnað í jan­úar 1993. Ári fyrr hafði flug­fé­lag­ið Busy Bee, sem var í sam­vinnu við Braathens flug­fé­lag­ið, orðið gjald­þrota. Meðal stofn­enda Norweg­ian var Bjørn Kjos, nú­ver­andi for­stjóri félags­ins. Bjørn Kjos, sem er fæddur 1946, hafði verið flug­maður í norska hernum en síðar sótt um flug­manns­starf, hjá SAS en fékk ekki. Hann fór þá í lög­fræði­nám og að því loknu (1983) vann hann sem lög­maður til árs­ins 1993, stof­nárs Norweg­ian 

Norweg­ian sinnti í upp­hafi, í sam­vinnu við Braathens, flugi á nokkrum inn­an­lands­leiðum sem Busy Bee hafði áður sinnt, einkum við vest­ur­strönd Nor­egs. Flug­vél­arnar voru Fokker F-50, sams­konar vélar og Flug­fé­lag Íslands not­aði um ára­tuga skeið. Rekst­ur Norweg­ian stóð í járnum mörg fyrstu árin en for­svars­menn félags­ins létu ekki deigan síga. Árið 2002 tók Norweg­ian í notk­un Boeing 737-300 þot­ur,­með sætum fyrir 150 far­þega. Litlar á mæli­kvarða dags­ins í dag en til sam­an­burðar tóku Fokker vél­arnar 62 far­þega. 2004 gerði Norweg­ian sam­starfs­samn­ing við Sterl­ing fé­lagið og Fly Nor­dic, það síð­ar­nefnda sam­ein­að­ist Norweg­ian nokkrum árum síð­ar. Með þessum sam­starfs­samn­ingi var Norweg­ian komið í beina sam­keppni við SAS flug­fé­lag­ið, Fly Nor­dic hafði flug­leyfi á leið­inni Ósló – Stokk­hólmur og Sterl­ing hafði flug­leyfi til 13 áfanga­staða í Evr­ópu . Árið 2005 var félagið í fyrsta sinn réttu megin við núllið í rekstr­in­um  „gott ár, og þau verða fleiri,“ sagði for­stjór­inn. Ári síðar byrj­aði Norweg­ian að fljúga frá Var­sjá í Pól­landi til fimm borga í Evr­ópu.

Tíma­móta­árið 2008

Þótt skjótt skip­ist veður í lofti í flug­rekstr­inum er aðra sögu að segja þegar kemur að flug­véla­kaupum. Þar þarf að hafa tím­ann fyrir sér og tryggja sér „pláss“ í kaup­enda­röð­inni með löngum fyr­ir­vara. Það höfðu for­svars­menn Norweg­ian gert og árið 2008 fékk félagið afhentar fyrstu Boeing 737- 800 þot­urn­ar. Þær tóku mun fleiri far­þega en eldri þot­urnar og not­uðu langtum minna elds­neyti. Sama ár opn­aði félagið starfs­stöð í Kaup­manna­höfn. 2008 var líka árið sem Sterl­ing flug­fé­lagið komst í þrot. Sterl­ing var stofnað árið 1962 af séra Eilif Kroa­ger (Tjære­borg) en end­aði í höndum íslenskra „út­rás­ar­vík­inga“ með afleið­ingum sem ekki þarf að tíunda, ártalið segir allt. 

Auglýsing

Upp­gangs­tímar 

Segja má að hru­nárið 2008 hafi fyrir alvöru markað upp­gang Norweg­ian. Eins og áður sagði hafði félagið opnað starfs­stöð í Kaup­manna­höfn og ári síðar fjölg­aði áætl­un­ar­leiðum félags­ins um hvorki meira né minna en 39. Far­þeg­unum fjölg­aði líka og árið 2009 voru þeir 10.8 millj­ón­ir, 18 pró­sentum fleiri en árið á und­an. Bjørn Kjos, núverandi forstjóri félagsins, var einn af stofnendum Norwegian. MYND: EPAFélagið fékk líka ,,Market Leaders­hip Award”  ­sem stundum er nefnt ,, Ósk­arsverð­launin í flug­in­u”. Félagið var sem­sagt með byr undir vængjum og rekst­ur­inn gekk betur en nokkru sinni fyrr.  Og starf­semin óx hröðum skref­um, árið 2012 und­ir­s­skrif­aði stjórn Norweg­ian stærsta samn­ing um flug­véla­kaup, sem nokkru sinni hafði verið gerður í Evr­ópu. Sá samn­ingur hljóð­aði uppá kaup á 122 Boeing far­þega­þotum og 100 Air­bus þot­um. Árið eft­ir, 2013 byrj­aði félagið áætl­un­ar­flug til Bang­kok í Tælandi og fimm áfanga­staða í Banda­ríkj­un­um. Norweg­ian var þetta sama ár valið besta evr­ópska lággjalda­fé­lag­ið, þann titil hefur félagið nú unnið fjögur ár í röð. 

Orðið stærra en SAS

Í ára­tugi hef­ur Scand­in­av­ian Air­linesSAS, verið „stóra nor­ræna flug­fé­lag­ið“. SAS hef­ur hins­vegar ekki farið var­hluta af þeim svipt­ingum sem orðið hafa í flug­rekstr­inum um allan heim á síð­ustu árum og reyndar hefur rekstur þess hvað eftir annað staðið mjög tæpt. Félögin tvö, SAS og Norweg­ian, róa að mörgu leyti á sömu mið í bar­átt­unni um far­þeg­ana og þótt SAS hafi lengst af haft yfir­hönd­ina varð­andi fjölda far­þega er það ekki lengur svo. Á síð­ustu tólf mán­uðum hef­ur Norweg­ian flutt 29,66 millj­ónir far­þega en SAS 29,54 millj­ón­ir. Mun­ur­inn er ekki mik­ill en segir þó ákveðna sögu. Í jan­úar á þessu ári fjölg­aði far­þeg­um SAS um 10 pró­sent, sem telst út af fyrir sig ágætt, en far­þeg­um Norweg­ian fjölg­aði hins vegar um 20 pró­sent. Norweg­ian ætlar að bæta við tvö þús­und starfs­mönnum á þessu ári, til við­bótar þeim fimm þús­und og fimm hund­ruð sem fyrir eru. Þrjá­tíu og tvær nýjar flug­vélar bæt­ast í flot­ann og áætl­un­ar­leiðum félags­ins verður jafn­framt fjölg­að. Í flug­flota Norweg­ian eru nú 116 vélar og flogið er til 138 áfanga­staða. Það er sem­sagt „hugur í mönn­um“ og mark­miðin háleit. 

Allt í þessu fína, en...

Það hefur gengið vel hjá Norweg­ian og útlitið er bjart. Eða ekki verður betur séð. Ríf­andi gangur eins og sagt er. En segir það allt? „Nei, ekki allt og langt frá því“ segir Jac­ob Ped­er­sen, danskur sér­fræð­ingur sem þekkir vel til rekst­urs flug­fé­laga. Hann segir að þegar rýnt sé í rekst­ur Norweg­ian birt­ist tölur sem rétt sé að staldra við. Eigið fé Norweg­ian sé 4.4 millj­arðar norskra króna (57.5 millj­arðar íslenskir). „En,“ segir sér­fræð­ing­ur­inn „skuld­irnar eru svim­andi háar, 21 millj­arður norskra króna (274 millj­arðar íslenskir)“. Miklir pen­ing­ar. „Þola axla­böndin þetta?“ spyr Jac­ob Ped­er­sen og bætir við ,,að það komi í ljós á næstu árum”. Hann segir að Norweg­ian hafi fram til þessa verið hepp­ið, það hafi til dæmis gert fasta lang­tíma­samn­inga um kaup á elds­neyti sem hafi skipt miklu varð­andi afkom­una. Árs­reikn­ingar segi ekki alla sög­una, tekju­aukn­ing félags­ins sé, þegar grannt er skoð­að, ekki jafn mikil og nið­ur­staða reikn­ing­anna gefi til kynna. Elds­neyt­is­verðið skipti afar miklu í rekstri flug­fé­laga og þar hafi Norweg­ian verið hepp­ið. Hvort svo verði áfram sé ókomið í ljós. Hitt sé deg­inum ljós­ara segir danski sér­fræð­ing­ur­inn, til­koma Norweg­ian hafi hleypt nýju blóði í sam­keppn­ina og sam­keppnin orðið til að lækka verð á far­mið­um. „Al­menn­ingur spyr ekki um annað en verð­ið,“ sagði Jac­ob Ped­er­sen

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka ríkissjóð til að aðstoða launþega í yfirstandandi kreppu. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None