Norwegian ævintýrið

Norska flugfélagið Norwegian er, miðað við fjölda farþega, stærsta flugfélag á Norðurlöndum, orðið stærra en SAS. Stjórnendur ætla félaginu enn stærri hluti á næstu árum. En í flugrekstri á orðatiltækið „skjótt skipast veður í lofti“ vel við.

Norwegian
Auglýsing

Norweg­ian var stofnað í jan­úar 1993. Ári fyrr hafði flug­fé­lag­ið Busy Bee, sem var í sam­vinnu við Braathens flug­fé­lag­ið, orðið gjald­þrota. Meðal stofn­enda Norweg­ian var Bjørn Kjos, nú­ver­andi for­stjóri félags­ins. Bjørn Kjos, sem er fæddur 1946, hafði verið flug­maður í norska hernum en síðar sótt um flug­manns­starf, hjá SAS en fékk ekki. Hann fór þá í lög­fræði­nám og að því loknu (1983) vann hann sem lög­maður til árs­ins 1993, stof­nárs Norweg­ian 

Norweg­ian sinnti í upp­hafi, í sam­vinnu við Braathens, flugi á nokkrum inn­an­lands­leiðum sem Busy Bee hafði áður sinnt, einkum við vest­ur­strönd Nor­egs. Flug­vél­arnar voru Fokker F-50, sams­konar vélar og Flug­fé­lag Íslands not­aði um ára­tuga skeið. Rekst­ur Norweg­ian stóð í járnum mörg fyrstu árin en for­svars­menn félags­ins létu ekki deigan síga. Árið 2002 tók Norweg­ian í notk­un Boeing 737-300 þot­ur,­með sætum fyrir 150 far­þega. Litlar á mæli­kvarða dags­ins í dag en til sam­an­burðar tóku Fokker vél­arnar 62 far­þega. 2004 gerði Norweg­ian sam­starfs­samn­ing við Sterl­ing fé­lagið og Fly Nor­dic, það síð­ar­nefnda sam­ein­að­ist Norweg­ian nokkrum árum síð­ar. Með þessum sam­starfs­samn­ingi var Norweg­ian komið í beina sam­keppni við SAS flug­fé­lag­ið, Fly Nor­dic hafði flug­leyfi á leið­inni Ósló – Stokk­hólmur og Sterl­ing hafði flug­leyfi til 13 áfanga­staða í Evr­ópu . Árið 2005 var félagið í fyrsta sinn réttu megin við núllið í rekstr­in­um  „gott ár, og þau verða fleiri,“ sagði for­stjór­inn. Ári síðar byrj­aði Norweg­ian að fljúga frá Var­sjá í Pól­landi til fimm borga í Evr­ópu.

Tíma­móta­árið 2008

Þótt skjótt skip­ist veður í lofti í flug­rekstr­inum er aðra sögu að segja þegar kemur að flug­véla­kaupum. Þar þarf að hafa tím­ann fyrir sér og tryggja sér „pláss“ í kaup­enda­röð­inni með löngum fyr­ir­vara. Það höfðu for­svars­menn Norweg­ian gert og árið 2008 fékk félagið afhentar fyrstu Boeing 737- 800 þot­urn­ar. Þær tóku mun fleiri far­þega en eldri þot­urnar og not­uðu langtum minna elds­neyti. Sama ár opn­aði félagið starfs­stöð í Kaup­manna­höfn. 2008 var líka árið sem Sterl­ing flug­fé­lagið komst í þrot. Sterl­ing var stofnað árið 1962 af séra Eilif Kroa­ger (Tjære­borg) en end­aði í höndum íslenskra „út­rás­ar­vík­inga“ með afleið­ingum sem ekki þarf að tíunda, ártalið segir allt. 

Auglýsing

Upp­gangs­tímar 

Segja má að hru­nárið 2008 hafi fyrir alvöru markað upp­gang Norweg­ian. Eins og áður sagði hafði félagið opnað starfs­stöð í Kaup­manna­höfn og ári síðar fjölg­aði áætl­un­ar­leiðum félags­ins um hvorki meira né minna en 39. Far­þeg­unum fjölg­aði líka og árið 2009 voru þeir 10.8 millj­ón­ir, 18 pró­sentum fleiri en árið á und­an. Bjørn Kjos, núverandi forstjóri félagsins, var einn af stofnendum Norwegian. MYND: EPAFélagið fékk líka ,,Market Leaders­hip Award”  ­sem stundum er nefnt ,, Ósk­arsverð­launin í flug­in­u”. Félagið var sem­sagt með byr undir vængjum og rekst­ur­inn gekk betur en nokkru sinni fyrr.  Og starf­semin óx hröðum skref­um, árið 2012 und­ir­s­skrif­aði stjórn Norweg­ian stærsta samn­ing um flug­véla­kaup, sem nokkru sinni hafði verið gerður í Evr­ópu. Sá samn­ingur hljóð­aði uppá kaup á 122 Boeing far­þega­þotum og 100 Air­bus þot­um. Árið eft­ir, 2013 byrj­aði félagið áætl­un­ar­flug til Bang­kok í Tælandi og fimm áfanga­staða í Banda­ríkj­un­um. Norweg­ian var þetta sama ár valið besta evr­ópska lággjalda­fé­lag­ið, þann titil hefur félagið nú unnið fjögur ár í röð. 

Orðið stærra en SAS

Í ára­tugi hef­ur Scand­in­av­ian Air­linesSAS, verið „stóra nor­ræna flug­fé­lag­ið“. SAS hef­ur hins­vegar ekki farið var­hluta af þeim svipt­ingum sem orðið hafa í flug­rekstr­inum um allan heim á síð­ustu árum og reyndar hefur rekstur þess hvað eftir annað staðið mjög tæpt. Félögin tvö, SAS og Norweg­ian, róa að mörgu leyti á sömu mið í bar­átt­unni um far­þeg­ana og þótt SAS hafi lengst af haft yfir­hönd­ina varð­andi fjölda far­þega er það ekki lengur svo. Á síð­ustu tólf mán­uðum hef­ur Norweg­ian flutt 29,66 millj­ónir far­þega en SAS 29,54 millj­ón­ir. Mun­ur­inn er ekki mik­ill en segir þó ákveðna sögu. Í jan­úar á þessu ári fjölg­aði far­þeg­um SAS um 10 pró­sent, sem telst út af fyrir sig ágætt, en far­þeg­um Norweg­ian fjölg­aði hins vegar um 20 pró­sent. Norweg­ian ætlar að bæta við tvö þús­und starfs­mönnum á þessu ári, til við­bótar þeim fimm þús­und og fimm hund­ruð sem fyrir eru. Þrjá­tíu og tvær nýjar flug­vélar bæt­ast í flot­ann og áætl­un­ar­leiðum félags­ins verður jafn­framt fjölg­að. Í flug­flota Norweg­ian eru nú 116 vélar og flogið er til 138 áfanga­staða. Það er sem­sagt „hugur í mönn­um“ og mark­miðin háleit. 

Allt í þessu fína, en...

Það hefur gengið vel hjá Norweg­ian og útlitið er bjart. Eða ekki verður betur séð. Ríf­andi gangur eins og sagt er. En segir það allt? „Nei, ekki allt og langt frá því“ segir Jac­ob Ped­er­sen, danskur sér­fræð­ingur sem þekkir vel til rekst­urs flug­fé­laga. Hann segir að þegar rýnt sé í rekst­ur Norweg­ian birt­ist tölur sem rétt sé að staldra við. Eigið fé Norweg­ian sé 4.4 millj­arðar norskra króna (57.5 millj­arðar íslenskir). „En,“ segir sér­fræð­ing­ur­inn „skuld­irnar eru svim­andi háar, 21 millj­arður norskra króna (274 millj­arðar íslenskir)“. Miklir pen­ing­ar. „Þola axla­böndin þetta?“ spyr Jac­ob Ped­er­sen og bætir við ,,að það komi í ljós á næstu árum”. Hann segir að Norweg­ian hafi fram til þessa verið hepp­ið, það hafi til dæmis gert fasta lang­tíma­samn­inga um kaup á elds­neyti sem hafi skipt miklu varð­andi afkom­una. Árs­reikn­ingar segi ekki alla sög­una, tekju­aukn­ing félags­ins sé, þegar grannt er skoð­að, ekki jafn mikil og nið­ur­staða reikn­ing­anna gefi til kynna. Elds­neyt­is­verðið skipti afar miklu í rekstri flug­fé­laga og þar hafi Norweg­ian verið hepp­ið. Hvort svo verði áfram sé ókomið í ljós. Hitt sé deg­inum ljós­ara segir danski sér­fræð­ing­ur­inn, til­koma Norweg­ian hafi hleypt nýju blóði í sam­keppn­ina og sam­keppnin orðið til að lækka verð á far­mið­um. „Al­menn­ingur spyr ekki um annað en verð­ið,“ sagði Jac­ob Ped­er­sen

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None