Fæðingarorlof verður hækkað í 600 þúsund á mánuði… í skrefum

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er kynnt hvernig hún ætlar að hækka fæðingarorlofsgreiðslur á næstu árum. Hámarksmánaðargreiðslur verða hækkaðar í þremur skrefum en það verður hins vegar ekki lengt líkt og starfshópur hafði mælt með.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Auglýsing

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árin 2018-2022, sem birt var í dag, kemur fram að gert sé ráð fyrir að hámarks­greiðslur til for­eldra í fæð­ing­ar­or­lofi verði hækk­aðar í byrjun árs 2018. Miðað er við að hækka greiðsl­urnar í þremur áföngum á tíma­bil­inu þannig að í lok þess hækk­un­ar­fer­ils verði þær 600 þús­und krónur á mán­uði að hámarki. Sam­hliða á að gera breyt­ingar á tekju­við­miðum með það að mark­miði að færa greiðsl­urnar nær því sem þær voru árið 2009.

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, ætl­aði að leggja fram frum­varp um hækkun á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslum á þessu þingi. Á síð­ustu dögum var þó ákveðið að fresta fram­lagn­ingu þess. Þor­steinn hefur ítrekað sagt að það sé for­gangs­mál að hækka greiðsl­urn­ar, en ekki að lengja orlof­ið. Þær upp­lýs­ingar sem settar eru fram í fjár­mála­á­ætl­un­inni eru í takt við það.

Í stjórn­ar­sátt­mála nýrrar rík­is­stjórnar kemur þó fram að vinna þurfi mark­visst að því að tryggja börnum leik­skóla- eða dag­vist þegar fæð­ing­ar­or­lofi slepp­ir, með sam­eig­in­legu átaki ríkis og sveit­ar­fé­laga. Ekki kemur fram með hvaða hætti þetta á að gera, né hvort stjórn­völd vilji þá að slík vistun yrði í boði frá níu mán­aða aldri. Ekk­ert um þetta er sýni­legt í fjár­mála­á­ætl­un­inni.

Til­kynnt var um það í gær að stýri­hópur á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar, sem ber nafnið „Brúum bil­ið“, hafi lagt fram til­lögu sem hefur verið sam­þykkt um að fjölga leik­skóla­plássum í borg­inni um 300 í haust. Þar af verða 200 pláss hjá einka­reknum skól­um. Með þessu er von­ast til þess að hægt sé að bjóða öllum 18 mán­aða börnum og eldri leik­skóla­pláss. Eftir stendur að fæð­ing­ar­or­lof er ein­ungs níu mán­uðir sam­an­lagt fyrir báða for­eldra og því níu mán­aða bil sem verður að brúa með ann­ars konar dag­vist­un, á borð við dag­for­eldra.

Ákveðið að hækka með reglu­gerð

Fæð­ingum hefur fækkað veru­lega á Íslandi und­an­farin ár. Til þess að við­halda mann­fjölda til langs tíma þarf hver kona að fæða 2,1 barn, en hlut­fallið hér á landi er farið niður fyrir 1,8 börn á hverja konu. Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá heil­brigð­is­stofn­unum fædd­ust 3.877 börn í fyrra hér á landi, en árið 2015 voru þau 4.098 og 4.292 árið 2014.

Auglýsing

Eygló Harð­ar­dótt­ir, þáver­andi félags­mála­ráð­herra, ákvað með reglu­gerð í októ­ber í fyrra að hámarks­greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi yrðu hækk­aðar í 500 þús­und krón­ur. Þetta var gert eftir að ljóst var að hún myndi ekki ná í gegn frum­varpi til breyt­inga á lögum um fæð­ing­­ar­or­lof, sem byggði á til­­lögum starfs­hóps­ins sem hún skip­aði árið 2014 til að móta fram­­tíð­­ar­­stefnu stjórn­­­valda í þessum mál­­um. Sam­­kvæmt því frum­varpi átti að hækka hámarks­­greiðslur í 600 þús­und krón­­ur, auk þess sem lengja átti fæð­ing­­ar­or­lofið í áföng­um í eitt ár. Ákvörðun Eyglóar var umdeild, ekki síst meðal nýbak­aðra for­eldra sem eign­uð­ust börn rétt áður en breyt­ing­arnar tóku gildi þann 15. októ­ber.

Starfs­hóp­ur­inn sem Eygló skip­aði lagði enn­fremur til að fyrstu 300 þús­und krón­urnar af tekjum þeirra sem fara í fæð­ing­ar­or­lof yrðu óskert­ar. Þannig myndu lægst laun­uðu for­eldr­arnir halda 100 pró­sent af tekjum sín­um, en ekki fá 80 pró­sent eins og nú er.

Kerfið stórlaskað eftir hrunið

Í byrjun árs 2008 voru hámarks­­greiðslur úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði 535.700 krón­­ur. Ef þær greiðslur hefðu fylgt vísi­­tölu neyslu­verðs – sem mælir verð­­bólgu – þá væru hámarks­­greiðslur úr sjóðnum í jan­úar 2017 828.160 krón­­ur. Svo er hins vegar ekki.

Eygló Harðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, ákvað með reglugerð í október í fyrra að hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi yrðu hækkaðar í 500 þúsund krónur.Strax í byrjun árs 2009 voru hámarks­­greiðsl­­urnar skertar í 400 þús­und krónur og svo lækk­­aðar niður í 350 þús­und krónur sum­­­arið 2009, eftir að rík­­is­­stjórn Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur tók við völd­­um. Í byrjun árs 2010 voru hámarks­­greiðsl­­urnar enn lækk­­aðar og nú niður í 300 þús­und krón­­ur. Þær voru hækk­­aðar upp í 350 þús­und krónur á loka­­metrum vinstri­st­jórn­­­ar­innar og svo upp í 370 þús­und krónur í byrjun árs 2014, eftir að ný rík­­is­­stjórn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks tók við völd­­um. Undir lok kjör­tíma­bils­ins voru greiðsl­urnar hækk­aðar í 500 þús­und, en greiðsl­­urnar hafa ekki fylgt hækk­­unum á vísi­­tölu neyslu­verðs.

Þessar skerð­ingar eru taldar ein meg­in­á­stæða þess að fæð­ing­ar­or­lof­staka feðra hefur minnkað veru­lega á árunum eftir hrun. Þegar þakið var hæst árið 2008 voru umsóknir feðra um fæð­ing­ar­or­lof 90 pró­sent af umsóknum mæðra. Árið 2014 var þetta hlut­­fall komið niður í 80 pró­sent. Færri feður taka fæð­ing­­ar­or­lof og þeir sem taka fæð­ing­­ar­or­lof gera það í mun færri daga en þegar mest var. Árið 2008 var með­­al­daga­­fjöld­inn í fæð­ing­­ar­or­lofi feðra 103 dag­­ar, en árið 2015 var með­­al­daga­­fjöld­inn kom­inn niður í 74 daga.

Kostn­að­ur­inn auk­ist gríð­ar­lega

Kjarn­inn greindi einnig frá því í sept­em­ber í fyrra að á sama tíma og hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði höfðu dreg­ist saman um rúm­lega 30 pró­sent hækk­uðu bæði laun og útgjöld heim­ila um tugi pró­senta. Kostn­aður vegna heil­brigð­is­­þjón­­ustu og lyfja hafði hækkað um 47,7 pró­­sent, föt og skór hækk­uðu um 56,6 pró­­sent og mat­­ar- og drykkja­r­vörur um 68,7 pró­­sent. Þá  hafði hús­næð­is­verð hækkað um 20,4 pró­­sent og húsa­­leiga um heil 84,5 pró­­sent. Þetta kom fram í tölum sem BSRB og ASÍ tóku saman ann­­ars vegar um þróun hámarks­­greiðslna úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði frá árinu 2008 og hins vegar um hlut­­falls­­lega hækkun launa og útgjalda heim­il­is­ins frá árinu 2008.

Nið­­ur­­staðan var skýr. Greiðslur úr Fæð­ing­­ar­or­lofs­­sjóði hafa lækkað mikið en allir kostn­að­­ar­liðir hækk­uðu veru­­lega. Afleið­ingin er sú að færri feður taka fæð­ing­­ar­or­lof, fæð­ing­­ar­­tíðnin hefur dreg­ist skarpt saman og sá hópur sem á erf­ið­­ara með að láta enda ná saman eftir barns­­burð hefur vaxið mjög.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None