Ungt fólk mótmælir spillingu í Rússlandi

Nýverið tóku tugþúsundir Rússa þátt í mótmælum gegn spillingu. Mótmælin voru viðbrögð við myndbandi sem sýndi víðfeðmt spillingarnet forsætisráðherra Rússlands. Forstöðumaður samtakanna, sem er líka forsetaframbjóðandi, hefur verið handtekinn.

Alexei Navalny, sem er forsetaframbjóðandi, hefur verið handtekinn í kjölfar birtingar á myndbandinu.
Alexei Navalny, sem er forsetaframbjóðandi, hefur verið handtekinn í kjölfar birtingar á myndbandinu.
Auglýsing

Í byrjun mars birtu sam­tök­in Ant­i-Corr­uption Founda­tion nið­ur­stöður skýrslu sinnar í YouTu­be-­mynd­bandi sem útskýrir í smá­at­riðum hvernig for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands og leið­togi hins ráð­andi Yed­inaya Rossiya-flokks (e. United Russia), Dmi­try Med­vedev, hefur sett saman net af fyr­ir­tækjum og stofn­unum til þess að geta tekið við fjár­styrkjum frá helstu auð­mönnum lands­ins, hinum svoköll­uðu olí­görkum, og notað pen­ing­ana til að kaupa lysti­snekkj­ur, vín­ekrur og fast­eignir bæði innan og utan Rúss­lands. Sam­tökin upp­götv­uðu netið með því að rann­saka gögn sem var lekið af hakk­ara­sam­tök­unum Anonymous International og þá einna hel­st kvittun fyrir hlaupa­skóm sem Med­vedev hafði látið kaupa fyrir sig.





Alex­ei Navalny er for­stöðu­mað­ur Ant­i-Corr­uption Founda­tion og einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður stjórn­ar­and­stöð­unnar í Rúss­landi. Hann nýt­ur sér­stak­lega mik­illa vin­sælda meðal ungs fólks og not­ast að mestu við sam­fé­lags­miðla til að tala máli sínu enda eru flestir hefð­bundnir fjöl­miðlar í Rúss­landi, og þá sér­stak­lega sjón­varps­stöðvar í land­in­u, undir sterkum áhrifum stjórn­valda. Í kjöl­far birt­ingu skýrsl­unnar og mynd­bands­ins, ásamt vin­sældum ann­ars mynd­bands sem sýnir sam­skipti skóla­stjóra við nem­endur í borg­inni Bryansk sem virð­ast leiðir á stjórn­ar­háttum núver­andi rík­is­stjórn­ar, til­kynnti Navalny að sunnu­dag­ur­inn síð­ast­lið­inn væri dagur aðgerða gegn spill­ingu í Rúss­land­i. 



Um sex­tíu þús­und manns mót­mæltu á götum úti – ekki ein­ungis í Moskvuheldur einnig í borgum á víð og dreif um landið á borð við Vla­di­vostokNovosi­birsk og Krasn­odar sem eru almennt taldar íhalds­sam­ari og hlynnt­ari stjórn­völdum en höf­uð­borgin – þrátt fyrir að ekki hafi verið sótt um form­leg leyfi til að halda mót­mæl­in. Fjöl­margir mót­mæl­end­ur voru hand­teknir, þar á með­al Navalny sem hlaut sekt og 15 daga fang­els­is­dóm fyrir hlut­deild sína í mót­mæl­un­um.



Áhyggju­efni fyrir stjórn­völd



Þó að mót­mælin hafi verið gegn spill­ingu en ekki endi­lega gegn stjórn­völd­um, eða fyrir auknu lýð­ræði í land­inu, ætti það að valda rík­is­stjórn Pútín áhyggjum að einum manni hafi verið kleift að efna til fjölda­mót­mæla ungs fólks, sem hefur alist upp með rík­is­stjórn­ir Pútíns og Yed­inaya Rossiya-flokks­ins, á skömmum tíma með notkun sam­fé­lags­miðla sem stjórn­völd hafa tak­mark­aða stjórn á. 

Auglýsing

Eins og ungt fólk um allan heim nota ungir Rússar netið til að fá fréttir og upp­lýs­ingar en sjón­varps­notk­un þeirra er mjög tak­mörkuð. Þeg­ar Pútín var fyrst svar­inn inn í emb­ætti árið 2000 not­uðu ein­ungis um 2% Rússa netið reglu­lega en í dag er sú tala um 70%, og nálægt 100% meðal ungs fólks. Mót­mælin gefa í skyn að stór hluti ungs fólks í Rúss­landi vilji breyt­ingar af ein­hverju tagi og hefur rík­is­stjórn Pútíns því mikið verk að vinna til að koma til móts við þær vænt­ingar enda hefur valda­tíð Pútíns ein­kennst af áherslu á stöð­ug­leika. Hinn póli­tíski veru­leiki í Rúss­landi í dag er frá­brugð­inn þeim sem ein­kennd­i landið í kjöl­far falls Sov­ét­ríkj­anna og virð­ist vera að Navalny snerti taug meðal ungs fólks sem er orðið leitt á því sem fyrir þeim virð­ist vera spillt kerfi sem veiti tak­mark­aða fram­tíð­ar­sýn.



Ungur maður á upp­leið



Það ber að nefna að hluti af ætl­un Navalny með mót­mæl­unum er að styrkja fram­boð sitt til for­seta Rúss­lands í kosn­ingum sem eiga að fara fram á næsta ári. Ólík­legt verður að segj­ast að Pútín verði ekki end­ur­kjör­in, sam­kvæmt nýlegri skoð­ana­könnun hins frjálsa rann­sókn­ar­set­urs Levada Center nýt­ur Pútín stuðn­ings 84% lands­manna, en sam­an­borið við mót­mæli í Rúss­landi í aðdrag­anda síð­ustu for­seta­kosn­inga árið 2012 virð­ist vera ákveðið kyn­slóða­rof að þró­ast meðal rúss­neskra kjós­enda.



Flestir mótmælenda síðastliðinn sunnudag voru ungt fólk. MYND: EPANavalny hefur lagt mikla áherslu á að höfða til ungra kjós­enda út um allt Rúss­land og þannig skapað tengsl á milli stjórn­ar­and­stöðu­hópa í höf­uð­borg­inni og gras­rót­ar­innar í öðrum borgum og á lands­byggð­inni. Óvíst er hins vegar hvort rúss­neskir dóm­stólar munu leyfa Navalny að bjóða sig fram eftir því sem hann á yfir höfði sér fimm ára skil­orðs­bund­inn dóm fyrir fjársvik; hann hlaut dóm­inn eftir að mál gegn honum var tekið upp á ný eftir að fyrr­ver­andi úrskurður gegn honum var felldur niður af hæsta­rétti lands­ins og lýst sem ólög­legum af Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. Ef Navalny verður ekki leyft að bjóða sig fram er ekki ólík­legt að það muni styrkja hugs­an­legt fram­boð hans til for­seta árið 2024 en þá mun Pútín, sam­kvæmt núver­andi stjórn­ar­skrá, ekki geta boðið sig fram aftur til end­ur­kjör­s. 



Sam­kvæmt Levada Center vita ein­ungis 47% af Rússum í dag hver Navalny er en honum er meinað að koma fram í sjón­varpi og er hann að miklu leyti álit­inn með tor­tryggni af eldri kjós­end­um. Eftir því sem lýð­fræðin og notkun sam­fé­lags­miðla vinna með Navalny gætu kosn­ing­arnar 2024 verið raun­hæf­ari mögu­leiki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None