Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt

Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.

Vatn Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Eign­ar­réttur og nýt­ing­ar­réttur á sam­eig­in­legum auð­lindum land­ans hafa gjarnan verið þrætu­epli milli skoð­ana­fylk­inga. Íslend­ingar deila um hverjir eigi í raun fisk­inn í sjón­um, fjöll­in, árnar og foss­ana og hverjir hafi afnota­rétt af þessum ger­sem­um. Á Íslandi er gnægð ríku­legra auð­linda og því eru hags­munir miklir og er vatnið engin und­an­tekn­ing þar. Sátt er um að Íslend­ingar þurfi á sér­stökum vatna­lögum að halda þrátt fyrir að útfærslan liggi ekki alltaf í augum uppi.

Um þetta er fjallað í sér­stökum kafla um vatna­lög og sið­fræði vatns í umfjöllun um vatn hér á Kjarn­an­um.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, alþing­is­maður og fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra, segir að margar ástæður séu fyrir því að hafa sér­stök vatna­lög. „Vatn er nátt­úru­lega, eins og margir tala um, upp­haf og endir alls en um leið eru mjög miklir hags­munir sem tengj­ast vatni. Það er bæði orka og alls kyns notkun sem land­bún­aður nýtir sér og byggir á. Þannig að ein­hvern veg­inn þarf almanna­valdið eða sam­fé­lagið sem slíkt að búa til ramma hvernig þessi nýt­ing eigi sér stað,“ segir hún. Hún telur að Íslend­ingar þurfi að koma sér saman um hvernig haldið sé utan um vatns­auð­lind­ina vegna þess að þrátt fyrir að mikið sé um lindir og upp­sprettur á Íslandi þá megi ekki ganga að vatn­inu sem vísu.

Þörf á nýjum lögum á nýjum tímum

Fyrstu vatna­lög á Íslandi voru sett árið 1923 eða fyrir 94 árum. Þá voru aðrir tímar og taka lögin mið af því bænda­sam­fé­lagi sem var til staðar á þeim tíma. Lögin voru upp­haf­lega heild­ar­lög­gjöf um vatn og tóku meðal ann­ars til vatns­nýt­ing­ar, vatns­rétt­inda, fram­kvæmda við vötn, vatns­vernd­ar, umferðar um vötn og lax- og sil­ungs­veiði.

­Mikið er fjallað um vatns­rétt­indi land­eig­enda og segir í Hvít­bók nátt­úru­vernd­ar, sem unnin var fyrir Umhverf­is­ráðu­neytið árið 2011, að á þeim langa tíma sem lið­inn sé síðan lögin voru sett hafi nýt­ing­ar­mögu­leikar auk­ist til muna og vatna­fram­kvæmdir feli gjarnan í sér mikið inn­grip í nátt­úru­legt vatnafar með til­heyr­andi áhrifum á líf­ríki og ásýnd umhverf­is­ins. 

Nefndar eru sem dæmi stórar virkj­ana­fram­kvæmdir með vatns­miðlun og umfangs­miklum vatna­flutn­ingum milli vatna­svæða. Bent er á að vatns­notkun hafi auk­ist og enda þótt Ísland sé auð­ugt af vatni sé álag á vatna­svæði sums staðar orðið umtals­vert. Einnig er tekið fram að mjög hafi verið gengið á vot­lend­is­svæði lands­ins með fram­ræslu. Eftir ára­langa vinnu við gerð nýrra frum­varpa á árunum 2001 til 2011 voru ný vatna­lög sam­þykkt vorið 2011 á Alþingi og gilda þau enn í dag.

Auglýsing

Þarf að bregð­ast við í tæka tíð

Svan­dís telur mik­il­vægt af farið sé eftir Evr­ópu­lög­gjöf um vatna­til­skip­un­ina. „Hún er vatns­vernd­ar­lög­gjöf sem snýst í raun og veru um það að halda utan um vöktun á vatni og vatns­gæð­um. Og passa upp á það að gæðin dvíni ekki í raun og veru milli tíma­bila,“ segir hún. Þannig þurfi Íslend­ingar að vita nákvæm­lega hvar vernd­ar­svæðin séu, hvernig vernd­inni sé háttað og að tryggja með­vit­und almenn­ings og umgengni atvinnu­lífs­ins við vatn­ið.  „Þannig erum við að tryggja sjálf­bærni til fram­tíðar og ekki að ganga á rétt kom­andi kyn­slóða til þess að njóta vatns­ins um ókomna tíð,“ bætir hún við.

Svan­dís telur að í raun og veru sé mjög mik­il­vægt fyrir Íslend­inga að bregð­ast við áður en þeir sitji uppi með ein­hvers konar vanda­mál en segir að það sé hugs­an­lega ekki hefð­bundin röð athafna á Íslandi.

„Við erum vön að bregð­ast við þegar allt er komið í steik. En með vatna­til­skip­un­inni erum við komin með kort­lagn­ingu og yfir­sýn yfir það hversu aðgengi­legt vatnið er og hver gæði þess eru og svo fram­veg­is. Þannig að vökt­unin er í raun aðal­at­riðið til þess að við vitum nákvæm­lega hvað við erum með í hönd­un­um,“ segir hún og bætir við að oft vanti upp á kort­lagn­ingu á íslenskri nátt­úru. Það gildi ekki bara um vatnið heldur einnig um jarð­minjar og um vist­kerf­in, gróð­ur­inn og líf­rík­ið. Hún telur að Íslend­ingar viti í raun og veru ekki nóg um landið sitt. 

„Við höldum að við vitum allt en það er ekki þannig og vatnið teng­ist í raun og veru öllum vist­kerf­un­um. Það er því partur af því að við þurfum að vita hver staða þess er á hverjum tíma á hverjum stað,“ segir hún.Svan­dís segir að eign­ar­réttur þurfi að vera algjör­lega skýr í lög­un­um, það er hags­munir hvers séu í fyr­ir­rúmi. „Ég hef almennt mjög miklar áhyggjur af eign­ar­rétt­ar­hug­mynd­inni í allri umræðu um íslenska nátt­úru, ekki bara um vatnið heldur um nátt­úr­una yfir­leitt. Við breyt­ingu núna síð­ast á nátt­úru­vernd­ar­lög­unum þá tókst ekki að breyta því ákvæði sem lítur að eign­ar­rétt­inum sem er mjög sterkur í íslenskum rétti. Þar hefði ég viljað stíga skýr­ari skref í átt­ina að almanna­rétt­in­um,“ segir hún og telur að lyk­il­at­riðið sé að auð­lindir eigi að vera í þágu heild­ar­inn­ar.

Iðu­lega vantar fjár­magn

Svan­dís seg­ist ekki átta sig á því hvort núver­andi vatna­lög séu full­nægj­andi í fram­kvæmd­inni. „Vand­inn með lög­gjöf er að lög­gjaf­inn er með skýra hug­mynd um það hvernig hann vill að sam­fé­lagið líti út. En síðan þegar kemur að fram­kvæmd­inni þá skortir oft fjár­magn og fólk og eft­ir­lit til þess að fram­fylgja henn­i,“ segir hún. Hugs­an­lega eigi þetta við um vatns­vernd­ar­lög­gjöf­ina, þar sem gert sé ráð fyrir mjög stífri kort­lagn­ingu á gæðum vatns og áætl­un­um. En hún segir að fjár­magn þurfi til þess að fram­fylgja lög­gjöf­inni og að vand­kvæðum hafi verið bundið að fjár­magna til­skip­un­ina til full­s. 

Fyrstu árin var inn­leið­ing vatna­til­skip­unar fjár­mögnuð beint úr rík­is­sjóði en sam­kvæmt Evr­óputil­skip­un­inni þá á að nýta gjald­töku til þess að fjár­magna eft­ir­lit­ið. Kröfur eru um að atvinnu­líf­ið, fyr­ir­tæki og hags­muna­að­ilar taki þátt í fjár­mögnun til­skip­un­ar­inn­ar, til dæmis fisk­eldi sem notar gríð­ar­lega mikið vatn. Svan­dís segir að mikil tregða sé í íslensku atvinnu­lífi að taka þátt í slíkri fjár­mögnun og að stjórn­völd hafi ekki haft póli­tískt þrek í að klára þetta. Vegna þess að ekki gengur að fá atvinnu­lífið með í þá fjár­mögnun þá telur hún að rík­is­sjóður eigi að sjá um hana enda sé ekki um miklar fjár­hæðir að ræða. „Mér finnst óverj­andi að þetta falli niður vegna þess að það er ekki hægt að fjár­magna þetta. Þetta eru slík verð­mæti að það verður að gera það,“ segir hún. En kannski þurfi Íslend­ingar fyrst og fremst að verða með­vit­að­ari og ekki taka vatn­inu sem gefnu.

Vatn verð­mæti í sjálfu sér

Guð­mundur Andri Thors­son, rit­höf­undur og skáld, telur að mik­il­vægt sé fyrir Íslend­inga að hafa útópískar hug­myndir og frá­leita drauma að leið­ar­ljósi. Það er að segja ef þessir draumar snú­ist um sam­vinnu og virð­ingu fyrir mann­lífi og nátt­úru og umhyggju og ást gagn­vart jörð­inni. Hann telur að Íslend­ingar verði að átta sig á því að vatn sé verð­mætt í sjálfu sér. Það sé ekki bara verð­mætt vegna þess að hægt er að selja það, sýna það ferða­mönnum eða að virkja það. Hann bendir á að vatn sé sjálf for­senda lífs­ins því þar sem er vatn þar er líf. „Og við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki farið að láta skamm­sýn nytja­sjón­ar­mið ráða ein­göngu umgengni okkar við vatnið og yfir­leitt bara við nátt­úr­una,“ segir hann.Hægt er að lesa nánar um stöðu vatns á Íslandi í um­fjöllun Kjarn­ans „Bláa gullið“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar