Grunnvatn mikilvægt fyrir líf í náttúru Íslands og daglegt líf fólks

Neysluvatn hefur gjarnan verið talið mjög gott á Íslandi en hvernig er málum háttað í sambandi við grunnvatnsstöðu á landinu? Sérfræðingarnir Davíð Egilson og Kristín Vala Ragnarsdóttir greina frá stöðunni.

Grunnvatn er ekki síst mikilvægt fyrir sakir náttúruverndar en lindarsvæðin eru víða fallegustu svæðin á landinu.
Grunnvatn er ekki síst mikilvægt fyrir sakir náttúruverndar en lindarsvæðin eru víða fallegustu svæðin á landinu.
Auglýsing

Íslend­ingar geta stært sig af góðu vatni en 97 pró­sent drykkj­ar­vatns á Íslandi er grunn­vatn. Þess vegna er eft­ir­lit tölu­vert, til dæmis á vegum Umhverf­is­stofn­un­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lita sveit­ar­fé­lag­anna, Veð­ur­stof­unnar og fleiri stofn­ana.

Veð­ur­stofan fylgist með álags­þáttum á grunn­vatn og heil­brigð­is­eft­ir­litin með gæði neyslu­vatns. Grunn­vatni stafar í heild ekki mikil hætta af búsetu og athöfnum manns­ins en þó er vatns­taka í tals­verðum til­fellum umtals­verður álags­þátt­ur. Helst fylgir mengun búsetu fólks og eru stað­bundin áhrif af henni á stöku stað. Fá dæmi sýna fram á að land­bún­að­ur, og land­notkun tengt hon­um, hafi mikil áhrif á gæði grunn­vatns.

Ekki má van­meta áhrif orku­vinnslu á grunn­vatn, hvort sem um er að ræða nýt­ingu háhita eða vatns­aflsvikj­an­ir. Myndun uppi­stöðu­lóna hefur umtals­verð áhrif á grunn­vatns­stöðu. Almennt séð verður að gæta þess­arar auð­lindar vel enda er um mjög sér­stakt fyr­ir­brigði að ræða sem á fáa sína líka í heim­in­um. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð um álags­þætti á gunn­vatn.

Nán­ast allt neyslu­vatn Íslend­inga grunn­vatn

Davíð Egilson Mynd: Veðurstofa ÍslandsGrunn­vatn er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir líf í nátt­úru Íslands og fyrir dag­legt líf fólks. Davíð Egil­son, hóp­stjóri vatna­rann­sókna hjá Veð­ur­stofu Íslands, segir að fyrir því séu fjórar meg­in­á­stæð­ur. Í fyrsta lagi beri að nefna drykkj­ar­vatn í því sam­hengi. Drykkj­ar­vatn Íslend­inga sé að langstærstum hluta grunn­vatn en slíkt vatn sé að mestu leyti úrkoma og leys­ing­ar­vatn sem sigið hefur niður í jörð­ina. Jarð­lögin sem það rennur um á leið sinni síi úr því óhrein­indin og sé það því alla jafna ferskt og ómeng­að. 

Í öðru lagi segir Davíð grunn­vatnið skipta máli vegna orku­nýt­ing­ar. Fram­leiðsla orku þurfi að upp­fylla þarfir not­enda. Rennsli drag- og jök­uláa sé mjög breyti­legt eftir árs­tíð­um. Það sé mest á vorin og sumrin og oft sé lítið vatn á vetrum þegar mikil þörf er á raf­orku. Þess vegna þurfi að byggja uppi­stöðu­lón eins og til dæmis Háls­lón til að miðla rennsl­inu. Grunn­vatnið og lind­irnar séu hins vegar stöðugar yfir árið. Þess vegna þurfi mun minna að miðla og hægt sé að nýta renn­andi vatnið eins og það er.

Í þriðja lagi segir hann að grunn­vatn sé stundum eins konar orku­beri. Grunn­vatni sé dælt upp við Svarts­engi, Hell­is­heið­ar­virkjun og Nesja­valla­virkjun til að breyta sjóð­andi gufu yfir í heitt vatn sem veitt er til neyt­enda. Í fjórða lagi, sem er afar mik­il­vægt fyrir mjög marga, snú­ist þetta um nátt­úru­vernd vegna þess að linda­svæðin séu víða fal­leg­ustu svæðin á land­inu, órofa tengd kyrrð og ósnortnu umhverfi.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð um álags­þætti á grunn­vatn sem unnin var á vegum Veð­ur­stofu Íslands renna um 5.000 rúmmetrar af vatni á sek­úndu af land­inu og þar af um 1.000 rúmmetrar af grunn­vatni. Stærsti hluti grunn­vatns­ins, eða um 600 rúmmetrar á sek­úndu, kemur fram sem lind­ar­vatn á hálend­inu og sam­ein­ast jök­ul- og dragám þar. Afgang­ur­inn, um 400 rúmmetrar á sek­úndu, kemur fram í lindum á lág­lend­inu.

Auglýsing

Jökl­arnir forðabú fyrir grunn­vatn

Yngstu jarð­lögin sem eru að mestu bundin við eld­virka beltið eru gropn­ust og þar á vatn auð­veld­ara með að hripa niður og mynda grunn­vatn en þar sem bergið er eldra og þétt­ara eins og á Aust- og Vest­fjörðum og Mið-Norð­ur­landi. Grunn­vatns­öflun á eld­virkni­belt­inu er því til þess að gera auð­veld. Víða er hins vegar nokkrum vand­kvæðum bundið að ná í lind­ar­vatn á eldra berg­inu. Sums staðar er það þó hægt með því að leita í stórar jarð­vegs­skrið­ur, áreyrar eða sprungur til að fá grunn­vatn og í ein­staka til­felli þarf að nota yfir­borðs­vatn. Íslend­ingar eru afar vel settir þar sem 97 pró­sent af neyslu­vatni þeirra er grunn­vatn.

Davíð segir að lega lands­ins skipti veru­legu máli varð­andi úrkomu og þar af leið­andi afrennsli. Mik­inn raka reki yfir landið vegna þeirra tveggja sjáv­ar­strauma sem liggja að land­inu. Hann segir að jökl­arnir séu eins konar forðabú fyrir afrennsli og þar með talið grunn­vatn. Við hlýn­andi lofts­lag minnki jöklar og tíma­bundin aukn­ing verði á afrennsli meðan leys­ingin var­ir. Eftir það muni draga úr afrennsli af land­inu.

Hann segir að for­spá veð­ur­farslík­ana bendi til þess að úrkoma verði um 6.000 rúmmetrar á sek­úndu árið 2100 vegna loft­lags­breyt­inga. Jökl­arnir muni bráðna meira og hlýrra verði í veðri. Hins vegar sé mun erf­ið­ara að segja til um víð­tæk­ari áhrif eins og öfgar í veð­ur­fari eða breyt­ingu á sjáv­ar­straumum sem gætu haft afger­andi áhrif á líf í land­inu.

Kleifarvatn Mynd: Bára Huld Beck

Tvö grunn­vatns­hlot í hættu

Árið 2013 kom út Stöðu­skýrsla vatns á Íslandi þar sem könnuð var mengun í íslenskum vötn­um. Skýrslan er einn hluti inn­leið­ingar vatna­til­skip­unar Evr­ópu­sam­bands­ins og laga um stjórn vatna­mála. Talað er um sér­stök grunn­vatns­hlot en það er afmörkuð stjórn­un­ar­ein­ing fyrir grunn­vatn sam­kvæmt lögum um stjórn vatna­mála. Þar kemur fram að tvö grunn­vatns­hlot eru metin í hættu á að stand­ast ekki umhverf­is­mark­mið um gott ástand. Þau eru Rosmhvala­nes á Suð­ur­nesjum, stundum kallað Mið­nes, og Tjörnin í Reykja­vík. 

Á Suð­ur­nesjum hefur orðið mengun á grunn­vatni vegna úrgangs og umsvifa á flug­vell­inum og ekki er búið að upp­ræta þá mengun enn þrátt fyrir að hún hafi minnkað sums stað­ar. Á mörgum stöðum á land­inu ríkir óvissa varð­andi mengun og stafar hún af margs konar ástæð­um, svo sem vegna óhreins­aðs skólps, hugs­an­legs leka meng­un­ar­efna, hættu á upp­söfnun efna vegna fisk­eld­is, efna­meng­unar vegna los­unar affalls­vatns frá jarð­varma­virkj­unum eða þegar mæli- og rann­sókn­ar­gögn vant­ar.

Neyslu­vatn lak­ara hjá minni veitum

Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor í sjálf­bærni­vís­indum við Háskóla Íslands, hefur und­an­farin ár unnið í málum tengdum sjálf­bærni en hún er menntuð í jarð­efna­fræði og jarð­vís­ind­um. Hún segir að staðan á Íslandi sé góð varð­andi vatn því lands­menn séu heppnir að hér rignir og snjóar mikið þannig að á flestum stöðum á land­inu sé vatn ekki beint vanda­mál. Hún nefnir sér­stak­lega Reykja­vík­ur­svæðið þar sem fólk fær allt þetta mikla og góða vatn úr Blá­fjöll­unum yfir í Gvend­ar­brunna þar sem vatnið er tek­ið. Hún bendir á að drykkj­ar­vatn á svæð­inu sé því mjög gott. 

Heil­brigð­is­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lag­anna sjá um að mæla gæði neyslu­vatns á hverjum stað fyrir sig. Í svari við fyr­ir­spurn til Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykja­víkur kemur fram að í reglu­bundnu eft­ir­liti séu tekin yfir 100 sýni úr vatns­bólum og dreifi­kerf­inu sem síðan eru rann­sökuð sam­kvæmt reglu­gerð um neyslu­vatn frá árinu 2001. Mat­væla­stofnun sér um að safna upp­lýs­ingum saman um gæði neyslu­vatns en síð­ustu eft­ir­lits­nið­ur­stöður komu út í mars 2015 fyrir árin 2002-2012. Þar kemur fram að sam­an­tekt nið­ur­staðna fyrir þetta tíma­bil sýni að örveru­á­stand sé í flestum til­fellum mjög gott hjá stærri vatns­veitum en lak­ara hjá minni veitum sem þjóna færri en 500 íbú­um. Þá sé efna­fræði­legt ástand neyslu­vatns á land­inu almennt mjög gott og sjald­gæft að eit­ur­efni grein­ist í vatn­in­u. 

Heild­ar­út­tekt­ir, sem bæði ná yfir örveru­á­stand og efna­inni­hald, eru flestar frá vatns­veitum sem þjóna fleiri en 500 íbúum og upp­fylla veit­urnar í nær öllum til­vikum kröfur neyslu­vatns­reglu­gerðar sam­kvæmt nið­ur­stöð­um. Við reglu­bundið eft­ir­lit á árunum 2010 til 2012 greind­ist E.coli í innan við 1 pró­sent sýna hjá vatns­veitum sem þjóna fleirum en 500 manns. Hins vegar greind­ist E.coli í 6,5 pró­sent sýna frá vatns­veitum sem þjóna 500 íbúum eða færri. Segir í sam­an­tekt nið­ur­staðn­anna að lakast hafi ástandið verið á Aust­ur­landi og Vest­fjörð­um, þar sem mun erf­ið­ara sé að nálg­ast grunn­vatn en í öðrum lands­hlut­um. Þá skýrist mun­ur­inn milli stærri og minni vatns­veitna meðal ann­ars af miklum fjölda lít­illa einka­veitna til sveita, þar sem frá­gangi vatns­bóla er enn ábóta­vant. Sam­kvæmt Mat­væla­stofnun stendur til að gefa út nýja sam­an­tekt næsta haust eða í byrjun næsta árs. 

En þrátt fyrir gott neyslu­vatn hefur Kristín Vala áhyggjur af áherslum Íslend­inga und­an­farna ára­tugi í sam­bandi við nátt­úr­una en hún telur að sú stefna sem felur í sér að nýta nátt­úr­una, veiða fisk­inn úr sjón­um, virkja árnar og jarð­hita­kerfin til að fram­leiða orku sé ekki heilla­drjúg. Hún telur að Íslend­ingar ættu að hlúa mun betur að nátt­úr­unn­i. 







Hún segir að á nokkrum svæðum þurfi að vanda vel til verka og var­ast að ofnýta vatn­ið. Þetta séu svæði við sjó og á nesjum, til dæmis á Reykja­nesi og Snæ­fells­nesi og víð­ar, en hún bendir á að á þessum svæðum sé aðeins þunn grunn­vatns­l­insa ofan á salt­vatn­in­u. 



Hægt er að lesa nánar um stöðu vatns á Íslandi í umfjöllun Kjarn­ans „Bláa gullið“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar