Orðlausir þegar hann birtist

Einn dáðasti sonur Seattle borgar, Chris Cornell, er látinn, 52 ára að aldri. Dauðinn hefur verið nærri Seattle-sveitunum sem fóru eins og stormsveipur yfir heiminn fyrir um aldarfjórðungi, með djúpstæðum áhrifum á tónlist og tísku. Cornell var frumherji.

Chris
Auglýsing

„Það er eitt­hvað að ger­ast í Seattle.“

Þannig hóf tón­list­ar­rit­stjóri Seattle Times, Pat­rick McDon­ald, grein sem hann skrif­aði árið 1991, fyrir 26 árum. Hann var að reyna að koma því í orð sem hann sá vera að ger­ast á tón­leika­stöðum borg­ar­inn­ar. Eitt­hvað sem erfitt var að lýsa. 

Allt var á iði í borg­inni, ekki síst í vest­ur­hluta hennar þar sem bíl­skúrs­bönd héldu tón­leika ótt og títt, plötu­búðir blómstr­uðu og hópur ungs fólks hélt partý­inu gang­andi eins lengi og þurfti. Og helst leng­ur.

Auglýsing

Bylgja skall á heim­inum

Sjón­varps­stöðin MTV mætti á svæðið og yfir heim­inn bár­ust fljót­lega mynd­brot af ótrú­legri stemmn­ingu og gæð­arokki sem ekki hafði sést áður í Banda­ríkj­un­um. Þarna var eitt­hvað alveg nýtt á ferð­inni. Ferskt, vand­að, hrátt. 



Rokk­stormur var skoll­inn á og hann var að fara yfir heim­inn. Saga þessa storms hefur verið krufin frá ýmsum hliðum í bókum og heim­ild­ar­mynd­um, þáttum og blaða­grein­um. 

Í þeim er því miður einn rauður þráður sem er sam­eig­in­leg­ur. Dauð­inn hefur verið áhrifa­mest­ur.

Eftir rús­sí­ban­areið og 33 ára feril sem söngv­ari og laga­smið­ur, fannst einn af frum­herjum þessa tíma­bils, Chris Corn­ell, lát­inn inn á bað­her­bergi á hót­eli í Detroit, síð­ast­liðið mið­viku­dags­kvöld. Lög­reglan stað­festi í gær að dán­ar­or­sök hefði verið heng­ing og að allt benti til sjálfs­vígs. Hann var fæddur í Seattle og einn dáð­asti sonur borg­ar­inn­ar.

Eftir situr rokk­heim­ur­inn fátæk­ari. 

Saga Corn­ell og Seatt­le-rokks­ins (grun­ge) er þyrnum stráð og með ólík­ind­um.

Bolt­inn byrjar að rúlla

Árið 1984 ákváðu fjórir ungir menn að stofna hljóm­sveit upp úr eft­ir­stöðv­unum af ann­ari sem bar nafnið The Shemps. Nafn þess­arar nýju sveitar var Sound­gar­den og í far­ar­broddi var 17 ára gam­all pilt­ur, Chris Corn­ell. Hann sýndi strax að hann var bæði óvenju­legur söngv­ari og gríð­ar­lega hæfi­leik­a­rík­ur. Fór upp á háa c-ið, og hélt sér þar. Lengi. Á sama tíma hent­ist hárið til og frá og með­limir hlupu eins og óðir væru á svið­in­u. 

Jon­athan Poneman og Bruce Pavitt, tveir þeirra sem gerðu sér fljótt grein fyrir því að eitt­hvað stór­kost­legt var að ger­ast í Seatt­le, sömdu um útgáfu­rétt á efni Sound­gar­den árið 1987, og fór þá bolt­inn að rúlla hratt hjá sveit­inn­i. 

Her­berg­is­fé­lagi Corn­ell á þessum tíma, í leigu­í­búð í Seatt­le, var ungur mað­ur, Andy Wood að nafni. Hann var mik­ill mið­punktur í því sem var að ger­ast í Seattle. Þótti hæfi­leik­a­rík­astur allra og var líka sá sem fór alltaf síð­ast heim úr partý­un­um. Á þessum tíma voru bæði Corn­ell og Wood á kafi í fíkni­efna­neyslu og flutu áfram á eigin hæfi­leik­um, með­fæddum metn­aði og skjót­feng­inni frægð. Þeir héldu meðal ann­ars mikið til við Easy Street Records plötu­búð­ina, sem teng­ist þessum áhrifa­mikla tíma í borg­inni traustum bönd­um. Utan á henni stendur enn stórum spreyj­uðum stöf­um; Mother Love Bone.



Högg dauð­ans

Wood missti fljótt tökin á neysl­unni og lést úr of stórum skammti heróíns 1990, þá 24 ára aldri. Þetta var bylm­ings­högg fyrir stóran og náinn vina­hóp. Wood var söngv­ari í efni­legri hljóm­sveit, Mother Love Bone, þar sem bassa­leik­ar­inn Jeff Ament og gít­ar­leik­ar­inn Stone Goss­ard voru ásamt honum helstu laga­smið­ir. 

Corn­ell ákvað að fylla skarð Wood þegar plata var sett sam­an, undir hljóm­sveit­ar­nafn­inu Temple of the Dog, til minn­ingar um vin þeirra. Í hóp­inn komu tveir nýir með­lim­ir, Eddie Vedder og Mike McCra­dy. Trommarar voru ýms­ir, meðal ann­ars vinur allra, Matt Cameron úr Sound­gar­den. 

Upp úr þessu skelfi­lega atviki hert­ust vina­böndin enn meira og ef eitt­hvað var, þá kom meiri byr í segl þessar ungu rokkof­ur­huga. Hljóm­sveitin Pearl Jam varð til upp úr þessum bræð­ingi, þar sem slag­ar­inn Hun­ger Stri­ke, af Temple of the Dog plöt­unni, varð vin­sælasta lagið á frumár­um. Lagið Crown Of Thorns, þar sem Andy Wood fer á kost­um, varð hins vegar þekkt­ast meðal hörð­ustu aðdá­enda. 



Allir vildu vera eins og þeir

Sound­gar­den hélt áfram ferl­inum og öll hjól snér­ust á fullri ferð. Plötur sveit­ar­innar seld­ust eins og heitar lumm­ur, tón­leik­arnir voru brjál­æð­is­legir og með­lim­irnir voru eins og ofur­hetj­ur, með Corn­ell í broddi fylk­ing­ar. Allir vildu vera eins og þeir og gaur­arnir í Seatt­le-­bönd­un­um. Muss­urnar þeirra urðu vin­sæl­ar, síða hárið, her­grænu jakk­arn­ir, rifnu bol­irnir og kæru­leys­is­legt fas­ið. 

Árið 1992 varð Seatt­le-rokkið að mið­punkti í kvik­mynd­inni Sing­les eftir Cameron Crowe. Áhrif Seatt­le-rokks­ins dýpk­uðu við þetta og lét Corn­ell hafa eftir sér í við­tali að það sem hefði verið merki­leg­ast við mynd­ina væri það að hún var öll tekin upp áður en storm­ur­inn skall á. 

Crowe skynj­aði að eitt­hvað væri þarna í loft­inu sem væri þess virði að gera um það kvik­mynd. (Fyrir þremur dögum var frum­sýnd stutt­mynd um þetta tíma­bil á vef Roll­ing Sto­ne, þar sem með­limir tjá sig um mynd­ina.)

Heim­ur­inn var þeirra

Heims­yf­ir­ráð Seatt­le-rokks­ins var orðin stað­reynd. Upp úr sama vina­hópnum - sem var undir sterkum áhrifum af dauða Wood, og sumir í við­kvæmu and­legu ástandi vegna hans - voru Sound­gar­den, Pearl Jam, Alice in Chains og Nir­vana að leiða rokkið í gegnum breyt­ingar á heims­vís­u. 

Nir­vana, með Kurt Cobain sem söngv­ara og helsta laga­smið, reis hátt, eins og allar hinar sveit­irn­ar. Fyr­ir­sagn­irnar voru þeirra. Mynd­böndin þeirra voru vin­sælu­st, á þeim tíma í fjöl­miðla­sög­unni þar sem það skipti sköp­um. Og það sem meira var; útlit þeirra mót­aði tísku­strauma helstu fata­fram­leið­enda heims­ins. Grun­ge-­bylgjan var útbreidd. 

Fyrir menn um tví­tugt, í kast­ljósi frægð­ar­inn­ar, var þetta eng­inn dans á rós­um. 

Önnur skelf­ing heltók Seatt­le-rokkið þegar fyrr­nefndur Cobain lést árið 1994. 

Við tók erfitt tíma­bil hjá öllum sem komu nærri Seatt­le-rokk­inu. Menn urðu ekki bara sárir og sorg­mædd­ir, að missa annan hæfi­leika­mann í blóma lífs­ins. Heldur fylgdi þessu hræðsla. Ótti við að eitt­hvað væri að elta þá, dauð­inn sjálf­ur. Corn­ell lýsti því í við­tali við Seattle Times að borgin hefði umbreyst í „mið­punkt rokk-hryll­ings­ins“ (Rock tra­gedy-central). 

Corn­ell, eins og allir aðrir sem til­heyrðu rokk-­senu borg­ar­inn­ar, voru skelf­ingu lostn­ir. Í gegnum tón­list­ina tjáðu þeir sig, beint og óbeint, eins og heyr­ist ekki síst núna, um ald­ar­fjórð­ungi síð­ar. Fimmta plata Sound­gar­den, Down On The Upside, kom út árið 1996 og fékk hún ein­róma lof gagn­rýnenda líkt og Superunknown sem kom út skömmu áður en Cobain dó, í mars 1994. Hljóm­sveitin var sögð frum­herji og leið­togi ein­hverrar merki­legstu rokk­bylgju síð­ari tíma. Og eng­inn stóð framar en Corn­ell sjálf­ur, sem söng um djúpa dali, dauð­ann og hræðslu við hann. 

Það var þungt yfir rokksamfélaginu í Seattle í gær, eins og hér sést. Myndin er tekin á KEXP útvarpsstöðinni, sem ávallt hefur verið í framvarðasveit tónlistarsenunnar í borginni. Mynd: SeattleTimes.

Ekki furða, eftir það sem á undan var geng­ið. 

Á þessum tíma var Corn­ell í mik­illi fíkni­efna­neyslu og voru félagar hans í hljóm­sveit­inni, ekki síst trommu­leik­ar­inn Matt Cameron - sem í dag er einnig trommari Pearl Jam - ósáttir við á hvaða leið sveitin væri. Sound­gar­den hætti, með dramat­ískum hætti, árið 1997. 

Þá var Corn­ell kom­inn í sam­band við Susan Sil­ver, sem starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri bæði Sound­gar­den og Alice in Chains, þar sem annar náinn vinur Corn­ell var í far­ar­broddi, hinn magn­aði Layne Staley. 

Eftir að Sound­gar­den hætti hélt Seatt­le-rokkið áfram, engu að síð­ur, og orð­spor hljóm­sveit­ar­innar lifði góðu lífi. Það sama var ekki hægt að segja um fyrr­nefndan Staley. Hann varð sprautu­fík­ill, eftir því sem fíkni­efna­neysla hans hert­ist, og lést hann, einn og yfir­gef­inn, heima hjá sér 5. apríl 2002, en Alice in Chains hafði þá ekki komið fram opin­ber­lega síðan 1996. Ekki síst vegna ástands­ins á Staley. (Móðir hans heldur minn­ingu Staley á lofti og vinnur við að aðstoða sprautu­fíkla í Seattle úr helj­ar­g­reipum fíknar).

Gömul sár rifn­uðu upp. Skelf­ing dauð­ans og sorg­ar­innar end­ur­tók sig. Allur heim­ur­inn fylgd­ist með. Corn­ell hafði verið sam­ferða Staley í gegnum rús­sí­ban­areið rokks­ins en Alice In Chains var stofnuð á svip­uðum tíma og Sound­gar­den. 

Enn einu sinni var botn­inum náð.



Nýtt upp­haf

Þegar Staley lést var Corn­ell búinn stofna nýja hljóm­sveit ásamt vini sínum úr Rage Aga­inst The Machine, gít­ar­leik­ar­anum frá­bæra Tom Mor­ello. Audi­osla­ve. Auk þess eign­að­ist hann dóttur með Susan konu sinni, árið 2000.

Eftir sól­ó-­fer­il, sem var ágæt­lega heppn­að­ur, þá náðu gömlu félag­arnir í Sound­gar­den saman á nýjan leik árið 2010. Corn­ell sagði að það hefði allt verið eins og í gamla daga fyrir utan að það voru engar Jack Dani­els flöskur nærri í þetta skiptið og engin fíkni­efni. Þeir bara hitt­ust og spil­uðu lögin og höfðu gaman af. Ný plata kom út frá sveit­inni 2012, King Animal, sem fékk góðar við­tökur gam­alla og nýrra aðdá­enda. 



Corn­ell hélt áfram sínum sjálf­stæða ferli, sam­hliða reglu­legum tón­leikum með Sound­gar­den. Í tvígang kom hann til Íslands til að halda tón­leika, nú síð­ast í Eld­borg­ar­sal Hörpu í fyrra. 

Corn­ell glímdi við alkó­hól­isma allan sinn fer­il, að því er fram kemur í skrifum Seattle Times, og hafði í aðdrag­anda dauð­daga hans, átt slæman neyslu­tíma, þar sem hans nán­ustu höfðu af honum áhyggj­ur, mitt í tón­leika­ferð með Sound­gar­den. Hann var und­ar­legu í tali við eig­in­konu sínu í sím­tali og lét hún vita af því, en ekki liggur fyrir ennþá hvort hann var að neyta fíkni­efna, áfengis eða ein­göngu lyf­seð­ils­skyldra lyfja, sem hann tók inn vegan kvíða og þung­lynd­is.

Sam­kvæmt yfir­lýs­ingu eig­in­konu Corn­ell, Vicky, sem hún sendi frá sér í dag, sagði hún að hann hefði mögu­lega tekið inn of mikið af kvíða­lyf­inu Ati­van, en rann­sókn máls­ins verður fram­hald­ið.

Dimmir dalir

Meðal þess sem reynd­ist honum erfitt - ofan á allt annað - var þegar enn einn náinn vinur hans úr rokk­inu, Scott Wei­land söngv­ari Stone Temple Pilots, sem varð sam­ferða Seatt­le-rokk­storm­inum yfir heim­inn á árunum 1989 til 2000, lést árið 2015. Og það sama átti við þegar bassa­leik­ar­inn úr Alice in Chains, Mike Starr, lést árið 2011.

Andy Wood. Kurt Cobain. Layne Staley. Mike Starr. Scott Wei­land. Og nú Chris Corn­ell. Allir dán­ir.

Dauð­inn var alltaf nærri, með sína þungu áru og dimmu dali.

En minn­ingin um frá­bæran söngv­ara og laga­smið lifir, eins og til­fellið er með sam­tíð­ar­menn hans úr storm­inum frá Seattle.



Orð­lausir þegar hann birt­ist

Í grein sem aðstoð­ar­rit­stjóri Seattle Times, Ryan Blethen, skrif­aði á vef blaðs­ins í gær, rifjar hann upp þegar hann sá Corn­ell fyrst á tón­leik­um, sautján ára gam­all, í Moore Theatre í mið­borg Seattle. Í fyrra­haust voru þar mikil hátíð­ar­höld og tón­leik­ar, þar sem þess var minnst að 25 ár væru frá því Seatt­le-rokkið sigr­aði heim­inn. 

Blethen segir tón­leika sveit­ar­innar á þessum tíma hafa verið ótrú­lega og í raun goð­sagn­ar­kennda, enn í dag. „Ég og vinir mínir vorum orð­lausir þegar Corn­ell kom fram á svið­ið, ber að ofan, í rifnum galla­buxum og svörtum skóm, hárið á fleygi­ferð um leið og lagið hófst með kraft­i.“

Þarna voru sett ný við­mið. Ný spor stigin í rokk­sög­una.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFólk