Herra Róm leggur skóna á hilluna

Ferill Francesco Totti spannar aldarfjórðung sem er með ólíkindum fyrir sóknarmann í fótbolta.

totti
Auglýsing

Totti, sem varð fer­tugur 27. sept­em­ber í fyrra, hefur átt ótrú­legan feril og er einn allra besti leik­maður sem Ítalir hafa átt, en hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Roma. Margt má telja til, þegar kemur að merki­legum atriðum á ferli hans, en hér á eftir verða nefnd fimm merki­legar stað­reyndir um þennan magn­aða leik­mann, sem er bæði leikja- og marka­hæsti leik­maður í sögu Roma. Mörkin er 307 og leik­irnir 786.

1. Um ald­ar­fjórð­ung­ur, 25 ár, eru nú síðan Totti fékk fyrst tæki­færi til þess að æfa með aðal­liði Roma. Eng­inn leik­maður í sögu félags­ins hefur verið nándar nærri jafn lengi og Totti í aðal­lið­inu, en hann spil­aði sinn fyrsta leik árið 1993, þá 16 ára. Margt hefur breyst frá því þetta var, ekki síst þegar kemur að fjömiðlum og umfjöllun um fót­bolt­ann, enda var inter­netið ekki farið að hafa mikil áhrif á fót­bolt­ann á þeim tíma þegar Totti kom fram. Hann var búinn að spila í fimm ár með aðal­liði Roma áður en Google var stofnað (1998).

2. Totti seg­ist ekki sjá eftir miklu á ferli sín­um, en hann seg­ist þó sjá eftir því að hafa aldrei átt mögu­leika á því að spila með hinum brasil­íska Ron­aldo, sem var í þrí­gang kos­inn besti knatt­spyrnu­maður heims hjá FIFA, þrátt fyrir að missa úr heil þrjú keppn­is­tíma­bil, þegar hann var á besta aldri, vegna alvar­legra hné­meiðsla. Ron­aldo var á hápunkti fer­ils­ins þegar hann lék með Barcelona, Inter og Real Madrid, á árunum 1996 til 2006. Totti segir Ant­onio Cassa­no, sem lék með honum hjá Roma og ítalska lands­lið­inu, á árunum 2001 til 2006, hafa verið besta leik­mann sem hann hafi leikið með á ferli sín­um. 

Auglýsing3. Hápunkt­ur­inn á ferli Totti var fyrir meira en ára­tug, þegar Ítalía varð heims­meist­ari, á HM í Þýska­landi árið 2006. Totti var stoðsend­inga­kóngur keppn­inn­ar, og lék lyk­il­hlut­verk sem sókn­ar­tengilið­ur, með miðju­menn­ina Daniel De Rossi og Andrea Pirlo fyrir aftan sig. Totti var af mörgum tal­inn vera kom­inn á síð­ustu stig fer­ils­ins, tæp­lega þrí­tug­ur. Eng­inn gat séð það fyrir að hann yrði enn að ell­efu árum síð­ar!4. Totti gift­ist eig­in­konu sinni Ilary Blasi 19. Júní 2005 og brúð­kaupið sýnt í beinni útsend­ingu í sjón­varpi. Blasi er vin­sæl sjón­varps­kona á Ítal­íu, og hafði starfað við fyr­ir­sætu­störf þegar þau kynnt­ust. Totti var í fyrstu á móti því að sýna beint frá brúð­kaup­inu, en samdi um að fjömiðlar þyrftu að greiða veru­legar fjár­hæðir til að sýna frá þessum per­sónu­lega degi þeirra hjóna, og fóru allir pen­ing­arnir til góð­gerð­ar­mála. Totti og Blasi eru oft kölluð Beck­ham-hjón Ítala, með skírskotun í David og Vict­oriu Beck­ham. 

5. Totti og bróðir hans Riccardo reka við­skipta­veldi þeirra. Það byggir á tveimur stoð­um. Ann­ars vegar rekstri fót­bolta­skóla undir merkjum félags sem heitir Num­ber Ten. Þar á meðal er knatt­spyrnu­skóli Francesco Totti og einnig mót­or­hjóla­í­þrótta­fé­lag sem heitir Totti Top Sport.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar