Herra Róm leggur skóna á hilluna

Ferill Francesco Totti spannar aldarfjórðung sem er með ólíkindum fyrir sóknarmann í fótbolta.

totti
Auglýsing

Totti, sem varð fer­tugur 27. sept­em­ber í fyrra, hefur átt ótrú­legan feril og er einn allra besti leik­maður sem Ítalir hafa átt, en hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Roma. Margt má telja til, þegar kemur að merki­legum atriðum á ferli hans, en hér á eftir verða nefnd fimm merki­legar stað­reyndir um þennan magn­aða leik­mann, sem er bæði leikja- og marka­hæsti leik­maður í sögu Roma. Mörkin er 307 og leik­irnir 786.

1. Um ald­ar­fjórð­ung­ur, 25 ár, eru nú síðan Totti fékk fyrst tæki­færi til þess að æfa með aðal­liði Roma. Eng­inn leik­maður í sögu félags­ins hefur verið nándar nærri jafn lengi og Totti í aðal­lið­inu, en hann spil­aði sinn fyrsta leik árið 1993, þá 16 ára. Margt hefur breyst frá því þetta var, ekki síst þegar kemur að fjömiðlum og umfjöllun um fót­bolt­ann, enda var inter­netið ekki farið að hafa mikil áhrif á fót­bolt­ann á þeim tíma þegar Totti kom fram. Hann var búinn að spila í fimm ár með aðal­liði Roma áður en Google var stofnað (1998).

2. Totti seg­ist ekki sjá eftir miklu á ferli sín­um, en hann seg­ist þó sjá eftir því að hafa aldrei átt mögu­leika á því að spila með hinum brasil­íska Ron­aldo, sem var í þrí­gang kos­inn besti knatt­spyrnu­maður heims hjá FIFA, þrátt fyrir að missa úr heil þrjú keppn­is­tíma­bil, þegar hann var á besta aldri, vegna alvar­legra hné­meiðsla. Ron­aldo var á hápunkti fer­ils­ins þegar hann lék með Barcelona, Inter og Real Madrid, á árunum 1996 til 2006. Totti segir Ant­onio Cassa­no, sem lék með honum hjá Roma og ítalska lands­lið­inu, á árunum 2001 til 2006, hafa verið besta leik­mann sem hann hafi leikið með á ferli sín­um. 

Auglýsing3. Hápunkt­ur­inn á ferli Totti var fyrir meira en ára­tug, þegar Ítalía varð heims­meist­ari, á HM í Þýska­landi árið 2006. Totti var stoðsend­inga­kóngur keppn­inn­ar, og lék lyk­il­hlut­verk sem sókn­ar­tengilið­ur, með miðju­menn­ina Daniel De Rossi og Andrea Pirlo fyrir aftan sig. Totti var af mörgum tal­inn vera kom­inn á síð­ustu stig fer­ils­ins, tæp­lega þrí­tug­ur. Eng­inn gat séð það fyrir að hann yrði enn að ell­efu árum síð­ar!4. Totti gift­ist eig­in­konu sinni Ilary Blasi 19. Júní 2005 og brúð­kaupið sýnt í beinni útsend­ingu í sjón­varpi. Blasi er vin­sæl sjón­varps­kona á Ítal­íu, og hafði starfað við fyr­ir­sætu­störf þegar þau kynnt­ust. Totti var í fyrstu á móti því að sýna beint frá brúð­kaup­inu, en samdi um að fjömiðlar þyrftu að greiða veru­legar fjár­hæðir til að sýna frá þessum per­sónu­lega degi þeirra hjóna, og fóru allir pen­ing­arnir til góð­gerð­ar­mála. Totti og Blasi eru oft kölluð Beck­ham-hjón Ítala, með skírskotun í David og Vict­oriu Beck­ham. 

5. Totti og bróðir hans Riccardo reka við­skipta­veldi þeirra. Það byggir á tveimur stoð­um. Ann­ars vegar rekstri fót­bolta­skóla undir merkjum félags sem heitir Num­ber Ten. Þar á meðal er knatt­spyrnu­skóli Francesco Totti og einnig mót­or­hjóla­í­þrótta­fé­lag sem heitir Totti Top Sport.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar