Herra Róm leggur skóna á hilluna

Ferill Francesco Totti spannar aldarfjórðung sem er með ólíkindum fyrir sóknarmann í fótbolta.

totti
Auglýsing

Totti, sem varð fer­tugur 27. sept­em­ber í fyrra, hefur átt ótrú­legan feril og er einn allra besti leik­maður sem Ítalir hafa átt, en hann hefur allan sinn feril leikið fyrir Roma. Margt má telja til, þegar kemur að merki­legum atriðum á ferli hans, en hér á eftir verða nefnd fimm merki­legar stað­reyndir um þennan magn­aða leik­mann, sem er bæði leikja- og marka­hæsti leik­maður í sögu Roma. Mörkin er 307 og leik­irnir 786.

1. Um ald­ar­fjórð­ung­ur, 25 ár, eru nú síðan Totti fékk fyrst tæki­færi til þess að æfa með aðal­liði Roma. Eng­inn leik­maður í sögu félags­ins hefur verið nándar nærri jafn lengi og Totti í aðal­lið­inu, en hann spil­aði sinn fyrsta leik árið 1993, þá 16 ára. Margt hefur breyst frá því þetta var, ekki síst þegar kemur að fjömiðlum og umfjöllun um fót­bolt­ann, enda var inter­netið ekki farið að hafa mikil áhrif á fót­bolt­ann á þeim tíma þegar Totti kom fram. Hann var búinn að spila í fimm ár með aðal­liði Roma áður en Google var stofnað (1998).

2. Totti seg­ist ekki sjá eftir miklu á ferli sín­um, en hann seg­ist þó sjá eftir því að hafa aldrei átt mögu­leika á því að spila með hinum brasil­íska Ron­aldo, sem var í þrí­gang kos­inn besti knatt­spyrnu­maður heims hjá FIFA, þrátt fyrir að missa úr heil þrjú keppn­is­tíma­bil, þegar hann var á besta aldri, vegna alvar­legra hné­meiðsla. Ron­aldo var á hápunkti fer­ils­ins þegar hann lék með Barcelona, Inter og Real Madrid, á árunum 1996 til 2006. Totti segir Ant­onio Cassa­no, sem lék með honum hjá Roma og ítalska lands­lið­inu, á árunum 2001 til 2006, hafa verið besta leik­mann sem hann hafi leikið með á ferli sín­um. 

Auglýsing3. Hápunkt­ur­inn á ferli Totti var fyrir meira en ára­tug, þegar Ítalía varð heims­meist­ari, á HM í Þýska­landi árið 2006. Totti var stoðsend­inga­kóngur keppn­inn­ar, og lék lyk­il­hlut­verk sem sókn­ar­tengilið­ur, með miðju­menn­ina Daniel De Rossi og Andrea Pirlo fyrir aftan sig. Totti var af mörgum tal­inn vera kom­inn á síð­ustu stig fer­ils­ins, tæp­lega þrí­tug­ur. Eng­inn gat séð það fyrir að hann yrði enn að ell­efu árum síð­ar!4. Totti gift­ist eig­in­konu sinni Ilary Blasi 19. Júní 2005 og brúð­kaupið sýnt í beinni útsend­ingu í sjón­varpi. Blasi er vin­sæl sjón­varps­kona á Ítal­íu, og hafði starfað við fyr­ir­sætu­störf þegar þau kynnt­ust. Totti var í fyrstu á móti því að sýna beint frá brúð­kaup­inu, en samdi um að fjömiðlar þyrftu að greiða veru­legar fjár­hæðir til að sýna frá þessum per­sónu­lega degi þeirra hjóna, og fóru allir pen­ing­arnir til góð­gerð­ar­mála. Totti og Blasi eru oft kölluð Beck­ham-hjón Ítala, með skírskotun í David og Vict­oriu Beck­ham. 

5. Totti og bróðir hans Riccardo reka við­skipta­veldi þeirra. Það byggir á tveimur stoð­um. Ann­ars vegar rekstri fót­bolta­skóla undir merkjum félags sem heitir Num­ber Ten. Þar á meðal er knatt­spyrnu­skóli Francesco Totti og einnig mót­or­hjóla­í­þrótta­fé­lag sem heitir Totti Top Sport.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar