Þriðji samruni olíufélags og smásölu á einum og hálfum mánuði

N1 tilkynnti í morgun að félagið ætli að kaupa rekstrarfélag Krónunnar og ELKO. Áður hafði verið greint frá fyrirhuguðum kaupum Haga á Olís og viðræðum Skeljungs um kaup á rekstrarfélagi 10-11 og tengdum eignum.

olía og verslun
Auglýsing

Á einum og hálfum mán­uði hafa þrjú stærstu olíu­fyr­ir­tæki lands­ins til­kynnt um sam­runa við þrjú af stærstu smá­sölu­fyr­ir­tækjum lands­ins.

Í morgun var til­kynnt um að N1, sem rekur elds­neyt­is­stöðvar út um allt land og er skráð í Kaup­höll Íslands, hafi náð sam­komu­lagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í Festi, sem sér­hæfir sig í rekstri versl­un­ar­fyr­ir­tækja. Alls rekur Festi 28 versl­anir undir merkjum Krón­unn­ar, ELKO, Nóa­túns og Kjar­vals. en félagið á auk þess vöru­húsið Bakk­ann og 17 fast­eign­ir. Heild­ar­velta Festis var 39 millj­arðar króna á síð­asta ári og heild­ar­virði félags­ins er metið á 37,9 millj­arða króna í við­skipt­un­um. Kaup­verðið verður greitt með hlutafé í N1 og yfir­töku skulda. Virði þeirra hluta­bréfa sem greidd verða eru 8.750 millj­ónir króna auk þess sem betri afkoma Festis getur leitt af sér við­bót­ar­greiðslu.

Til­kynn­ingin gerði það að verkum að hluta­bréf í N1 ruku upp í verði og höfðu hækkað um sjö pró­sent skömmu fyrir hádegið í dag í um 500 millj­óna króna við­skipt­um. Verðið á hlut er nú 121 krón­ur, sem er umtals­vert hærra en verðið sem eig­endur Festis fá á þau bréf sem þeim eiga að fá við kaup­in. Þar er verðið 115 krónur á hlut en selj­end­urnir skuld­binda sig til að hvorki selja né fram­selja helm­ing af þeim hlutum í N1 sem þeir fá afhenta fyrir lok árs 2018. Komi til við­bót­ar­greiðslu vegna betri afkomu Festi hf. mun sú greiðsla vera í formi hluta í N1 á geng­inu 115 en þeir hlutir munu jafn­framt falla undir sölu­bann fram til 2018.

Auglýsing

Fylgja í fót­spor hinna olíu­fé­lag­anna

Þessi sam­ein­ing olíu­fé­lags og smá­sala er sú þriðja sem til­kynnt er um á mjög skömmum tíma. Fyrst var greint frá því þann 26. apríl að smá­söluris­inn Hagar væru að kaupa Olís. Vænt kaup­verð í þeim við­skiptum er 9,2 til 10,2 millj­arðar króna. Það verður greitt með afhend­ingu á 111 millj­ónum hluta í Hög­um, hand­bæru fé og láns­fé. Sam­hliða keyptu Hagar fast­eigna­fé­lagið DGV á um 400 millj­ónir króna.

Þann 21. maí var svo til­kynnt um að Skelj­ung­ur, þriðja stóra olíu­fé­lagið sem er líkt og N1 skráð á mark­að, hefði hafið samn­inga­við­ræður um kaup á öllu hlutafé Basko. Það félag fer með  eign­­ar­hald á Rekstr­ar­fé­lagi Tíu Ell­efu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstr­­ar­­fé­lag Tíu Ell­efu ehf. rekur sam­tals 35 þæg­inda­vöru­versl­­anir undir merkjum 10-11 og Háskóla­­búð­­ar­innar og er einnig móð­­ur­­fé­lag Dranga­skers ehf. sem rekur fimm kaffi­­hús undir merkjum Dunkin Donuts.  Fé­lagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veit­inga­­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár versl­­anir undir merkjum Iceland. Kaup­verðið í þeim við­skiptum er áætlað 2,8 millj­arðar króna auk yfir­töku skulda.

Costco og H&M áhrifin

Þessi mikla sam­þjöppun á smá­sölu­mark­aði eru við­brögð við þeim breyt­ingum sem íslensk verslun er að verða fyrir með til­komu Costco inn á íslenskan dag­vöru- og raf­tækja­mark­að. Sam­kvæmt tölum frá Meniga, sem greint var frá í Frétta­blað­inu, var velta Costco fyrstu dag­anna eftir opnun versl­un­ar­innar meiri en velta Bón­us, flag­skips­verslun Haga. Þær tölur sýndu að Costco væri með 32 pró­sent af heild­ar­velt­unni á dag­vöru­mark­aði en Bónus hafi verið með 28 pró­sent.

Þau eru líka við­brögð við því að H&M opnar brátt fyrstu af þremur versl­unum sínum hér­lendis í Smára­lind. Þrátt fyrir að H&M, sem er ein stærsta fata­versl­un­­­­ar­keðja heims­ins, hafi aldrei rekið verslun hér á landi, þá hafa rann­­­­sóknir sýnt að mark­aðs­hlut­­­­deild fyr­ir­tæk­is­ins í fata­inn­­­­kaupum Íslend­inga er mikil og stöðug.

Kjarn­inn fjall­aði um stöð­una eins og hún birt­ist hjá not­endum Meniga, fyrir árið 2013. Tæp 37 pró­­­­sent not­enda Meniga versl­aði í H&M. Tekju­hærri hópar versla mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26 pró­­­­sent tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­­­­­burði við 47 pró­­­­sent þeirra tekju­hæstu.

Hagar og Festi hafa verið að bregð­ast við inn­komu H&M og Costco með því að loka versl­un­um. Hagar lok­uðu til að mynda Deb­en­hams, minnk­uðu verslun Hag­kaupa um tæp­lega fimm þús­und fer­metra, lok­uðu mat­vöru­hluta Hag­kaupa í Holta­görð­um, Out­let-verslun á Korpu­torgi, Úti­lífs­versl­un­inni í Glæsibæ og tveimur tísku­vöru­versl­unum á síð­asta rekstr­ar­ári. Þá hófst lok­un­ar­ferli á Hag­kaups­verslun í Kringl­unni í byrjun árs í fyrra og því lauk í febr­ú­ar. Kjarn­inn greindi frá því nýverið að Festi væri að loka Inter­sport-verslun sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar