Bílaborgin væri dýrari en Borgarlínan

Hagkvæmasta samgöngukerfi framtíðarinnar er blandað kerfi einkabílaumferðar og almenningssamgangna. Ofáhersla á einkabílinn skilar takmörkuðum árangri og kostar meira.

Uppbygging fyrir innviði bílaborgar er mun dýrari en blandað samgöngukerfi almenningssamgangna og bílaumferðar.
Uppbygging fyrir innviði bílaborgar er mun dýrari en blandað samgöngukerfi almenningssamgangna og bílaumferðar.
Auglýsing

Ef ráð­ast á í upp­bygg­ingu stofn­vega innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ein­göngu til þess að takast á við auka bíla­um­ferð innan og á milli sveit­ar­fé­lag­anna á suð­vest­ur­horni lands­ins, mun það verða mun óhag­kvæmara en að blanda saman upp­bygg­ingu almenn­ings­sam­gangna-, bíla­um­ferð­ar- og hjól­reiða­inn­viða.

Sú stefnu­mótun sem borg­ar- og bæj­ar­stjórnir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ráð­ist í á und­an­förnum árum byggir á mati verk­fræði­stof­unnar Mann­vits á sam­göngu­sviðs­myndum sem unnin var fyrir sveit­ar­fé­lögin árið 2014.

Kjarn­inn fjall­aði nýlega um Borg­ar­lín­una og þær leiðir sem fyr­ir­hugað er að nýtt og öfl­ugra almenn­ings­sam­göngu­kerfi mun liggja um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þar kemur fram að fram­kvæmdir við Borg­ar­lín­una muni á end­anum kosta á bil­inu 63 til 70 millj­arða króna. Mörgum hefur blöskrað þessi upp­hæð og lagt til að aðrir kostir verði skoð­að­ir.

­Meðal þeirra sem hafa kallað eftir könnun á öðrum leiðum er Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra. Hann sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrjun maí að í ljósi þess hve kostn­að­ar­söm Borg­ar­línan verð­ur, þá sé eðli­legt að skoðað yrði „í hvaða end­ur­bætur á stofn­brautum mætti ráð­ast í fyrir sömu fjár­hæð og stór­bæta jafn­framt umferð­ar­flæð­i“.

Ljóst er að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munu ekki geta staðið straum af fram­kvæmdum við Borg­ar­línu án aðkomu rík­is­ins að kostn­að­in­um. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur sam­tal milli ríkis og bæja vegna þessa ekki enn haf­ist. Ekki er heldur gert ráð fyrir fram­kvæmd­inni á fjár­magns­á­ætlun stjórn­valda og ljóst að sam­göngu­mál munu þurfa tölu­vert aukið fjár­magn á fjár­lögum næstu ára ef ríkið á að koma að upp­bygg­ing­unni.

Nið­ur­stöður skýrslu Mann­vits eru hins vegar skýr­ar: „Ef hag­kvæmar og umhverf­is­vænar sam­göngur eru mark­miðið þá er ljóst að sam­göngu- og skipu­lags­yf­ir­völd eiga að stefna að upp­bygg­ingu þétt­ari byggðar og leggja um leið áherslu á efl­ingu almenn­ings­sam­gangna, göngu og hjól­reiða.“

Auglýsing

Þrjár sviðs­myndir sem þegar hafa verið kann­aðar

Í skýrslu Mann­vits sem unnin var fyrir Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2014 var þremur sviðs­myndum stillt upp. Sviðs­mynd­irnar byggðu á spám um fjölgun íbúa til árs­ins 2040, umferð­ar­þróun og þróun byggðar á svæð­inu.

Á næstu ára­tugum – til árs­ins 2040 – er gert ráð fyrir að íbúa­fjöldi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins auk­ist um 70 þús­und manns. Það er um það bil sami fjöldi sem býr í dag í Kópa­vogi, Hafn­ar­firði og Garðabæ sam­an­lagt. Árið 2040 er þess vegna gert ráð fyrir að heildar­í­búa­fjöldi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verði þá kom­inn upp í 275 þús­und íbúa.

Sviðs­mynd­irnar þrjár fjalla í ein­fald­aðri mynd um þjár stefnu­mót­un­ar­leið­ir. Í öllum sviðs­myndum var gert ráð fyrir upp­bygg­ingu stofn­kerfis hjól­reiða­leiða til að efla þann ferða­máta.

Sviðs­mynd A: Bíla­borgin – 2040

Sviðs­mynd A gerir ráð fyrir að allur þungi verði lagður í upp­bygg­ingu inn­viða fyrir einka­bíl­inn. Skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins miðar að mestum hluta að upp­bygg­ingu utan núver­andi byggða­marka. 60 pró­sent upp­bygg­ing­ar­innar fari í útþenslu en 40 pró­sent innan byggða­markanna. Þá er einnig gert ráð fyrir að hlut­fall ferða­máta sé óbreytt frá því sem er í dag þ.e. að um 76% allra ferða innan svæð­is­ins verði áfram farnar á einka­bíl.

„Aðaláherslan verði þá á að auka afkasta­getu stofn­vega­kerf­is­ins veru­lega til að taka við áætl­aðri bíla­um­ferð í framtíð. Ekki er gert ráð fyrir breyt­ingum í hlut­deild ann­arra ferða­máta og því verði fjár­fest­ingar í almenn­ings­sam­göngum óveru­leg­ar.“

Sviðs­mynd B: Bland­aða borgin – 2040

Sviðs­mynd B gerir ráð fyrir að lögð verði áhersla á bæði afkasta­miklar almenn­ings­sam­göngur og upp­bygg­ingu á stofn­vega­kerf­inu. Miðað við þessa sviðs­mynd er gert ráð fyrir að upp­bygg­ing fari að meiri­hluta fram innan núver­andi byggða­marka. 85 pró­sent af nýrri byggð verði til innan svæð­is­ins en 15 pró­sent utan núver­andi marka.

Hlut­falls­leg skipt­ing ferða­máta um höf­uð­borg­ar­svæðið verður svipuð og þekk­ist í til dæmis Ála­borg, Stafangri og Þránd­heimi. Þar er hlut­fall einka­bíla um það bil 58 pró­sent og hlut­fall almenn­ings­sam­gangna 12-13 pró­sent.

„Gert er ráð fyrir umtals­verðum fram­kvæmdum á stofn­vega­kerf­inu til að liðka fyrir bíla­um­ferð sem verð­ur, þrátt fyrir breyt­ingar á ferða­máta­vali, öllu meiri en í dag. Þó eru fram­kvæmdir á stofn­vega­kerf­inu mun minni en í sviðs­mynd A. Meg­in­áhersla verði á upp­bygg­ingu há­gæða­kerfis fyrir almenn­ings­sam­göngur til við­bótar við kerfi stræt­is­vagna,“ segir í skýrslu Mann­vits.

Sviðs­mynd C: Allir í strætó (eða lest­ina (eða bæð­i)) – 2040

Í þess­ari sviðs­mynd er gert ráð fyrir að öll upp­bygg­ing fari fram innan núver­andi byggða­marka svo höf­uð­borg­ar­svæðið þenst ekk­ert út. Hér er gert ráð fyrir að hlut­fall ferða­máta muni breyt­ast þannig að það lík­ist því sem nú er í Björg­vin, Mag­deburg og Turku. Hlut­fall ferða í einka­bíl verði um 50 pró­sent og almenn­ings­sam­göngur verði um 16-20 pró­sent. „Aðaláherslan verði á upp­bygg­ingu há­gæða­kerfis fyrir almenn­ings­sam­göngur til við­bótar við kerfi stræt­is­vagna.“

Bíla­borgin dýr­ust

Sam­kvæmt grein­ingu Mann­vits er sviðs­mynd A dýr­ust. Eftir að upp­hæð­irnar í skýrsl­unni hafa verið leið­réttar miðað við verð­lag í maí 2017 sést að kostn­aður vegna fram­kvæmda við afkasta­meira stofn­vega­kerfi mun kosta tæp­lega 104 millj­arða króna.

Bílunum verður væntanlega aldrei bolað af götunum en aðrir möguleikar verða efldir.

Í bland­aða kerf­inu sem sveit­ar­fé­lögin róa sam­eig­in­lega í átt að – það er sviðs­mynd B – er kostn­að­ur­inn sam­bæri­legur eða rúm­lega 100 millj­arðar króna. Þar er gert ráð fyrir að almenn­ingsam­göngu­kerfi muni kosta um það bil 70 millj­arða króna og end­ur­bætur á stofn­vega­kerf­inu til þess að anna auk­inni bíla­um­ferð muni kosta um það bil 30 millj­arða.

Kostn­að­ur­inn við sviðs­mynd C er um það bil 10 millj­örðum minni. Stofn­kostn­aður við almenn­ings­sam­göngu­kerfið er sá sami en minni fjár­fest­ingar er þörf í stofn­vega­kerf­inu innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Bíla­borg­ar­stefna er ekki sam­ræmi við önnur gildi

Reynslan af stefnu þar sem áhersla er ein­göngu lögð á upp­bygg­ingu inn­viða fyrir einka­bíla­sam­göngur í sam­bæri­legum borg­ar­sam­fé­lögum erlendis hefur ekki þótt nægi­lega góð, segir í skýrslu Mann­vits. „[Í] flestum borg­ar­sam­fé­lögum af svip­aðri stærð og skala og höf­uð­borg­ar­svæðið hefur stefnan verið sett á efl­ingu ann­arra ferða­máta, að íbúa­fjöldi auk­ist án þess að bíla­um­ferð aukist“.

Í nið­ur­stöðum skýrsl­unnar er jafn­framt bent á að erfitt geti reynst að upp­fylla ferða­þarfir fólks með góðu móti ein­göngu með upp­bygg­ingu umferð­ar­mann­virkja. Ef vöxtur höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verður að mestu út á við – ef byggðin dreif­ist enn frekar en þétt­ist ekki – mun bíla­um­ferð aukast langt umfram íbúa­fjölg­un.

„Tími sem hver íbúi eyðir að með­al­tali í umferð­inni muni aukast um 25% og tafir einnig veru­lega þrátt fyrir miklar fjár­fest­ingar í umferð­ar­mann­virkj­u­m.“

Það gæti, með öðrum orð­um, verið léleg fjár­fest­ing af hálfu stjórn­valda að ætla að eyða sam­eig­in­legum sjóðum í inn­viði fyrir aukna bíla­um­ferð. Vöxtur umferð­ar­innar í þeim veru­leika er ein­fald­lega of mik­ill til þess að kerfið nái utan um það.

Þá er ótalið hvaða áhrif bíla­borg­ar­stefnan hefur á stefnu sveit­ar­fé­lag­anna í öðrum mála­flokk­um. Í við­auka með skýrslu Mann­vits eru sviðs­mynd­irnar bornar saman við önnur stefnu­skjöl sveit­ar­fé­lag­anna. Sviðs­mynd A – bíla­borgin – hefur lítið eða ekk­ert sam­ræmi með flestum lands­á­ætl­unum og skipu­lags­á­ætl­unum sem taldar eru upp. Sviðs­myndir B og C sam­rým­ast hins vegar flestum stefnu­skjöl­un­um.

Borgarlínan verður afkastamikið almenningssamgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu.

Sam­göngu­vand­inn leystur í blönd­uðu kerfi

Mark­miðið með kort­lagn­ingu og ákvörð­unum um legu Borg­ar­lín­unnar er að und­ir­búa nauð­syn­legar breyt­ingar á aðal­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Til­gang­ur­inn er að taka frá svæði í lang­tíma­skipu­lagi borg­ar­lands­ins fyrir þessa sam­göngu­æð.

Ljóst er að til langs tíma verður ekki hægt að leysa sam­göngu­mál höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins með annað hvort öfl­ugri almenn­ings­sam­göngum eða öfl­ugra gatna­kerfi. Sam­spil þess­ara tveggja lausna þarf að koma til svo hægt sé að skapa greið­fært kerfi.

Ástæða þess að sveit­ar­fé­lögin hafa lagt svo mikla áherslu á upp­bygg­ingu öfl­ugs og afkasta­mik­ils almenn­ings­sam­göngu­kerfis í stað þess að reyna að leysa bíla­um­ferð­ar­hnúta eru þær raunir sem borgir víða um heim hafa gengið í gegn­um. Sem dæmi má nefna banda­rískar borgir sem í dag súpa seyðið af ofurá­herslu fyrri tíðar á gatna­sam­göngur á kostnað almenn­ings­sam­gatna.

Umferð­ar­hnútar í margra hæða mis­lægum gatna­mótum þar sem fjöl­margar akreinar úr báðum áttum mæt­ast eru dag­legt brauð í stóru bíla­borgum Banda­ríkj­anna. Þar þykir það sannað að fleiri akreinar leysa ekki vand­ann heldur auka flækj­una enn frek­ar.

Þá spila sjón­ar­mið um betri loft­gæði og umhverf­is­mál inn í aukna áherslu borga víða um heim á öfl­ugri almenn­ings­sam­göng­ur.

Öll sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa við­ur­kennt að almenn­ings­sam­göngur gegna mik­il­vægu hlut­verki fyrir íbúa svæð­is­ins. Borg­ar­línan mun þess vegna teygja sig í gegnum öll sveit­ar­fé­lögin sem taka þátt í verk­efn­inu. Það eru Mos­fells­bær, Reykja­vík, Kópa­vog­ur, Garða­bær og Hafn­ar­fjörð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar